Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ MargrétJósavinsdóttir fæddist á Siglufirði 29. júlí 1915. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Seli á Ak- ureyri 7. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jósavin Guðmundsson, f. á Grund í Höfðahverfi 17.12. 1888, d. 26.5. 1938 og Hlíf Jóns- dóttir, f. í Skógum á Þelamörk 24.5. 1897, d. 13.5. 1972. Bjuggu þau á Auðn- um í Öxnadal frá árinu 1923. Börn þeirra eru auk Margrétar, sem var elst, Steingerður Júlíana, f. 6.7. 1919, Ragnheiður, f. 24.6. 1921, d. 22.3. 1923, Gunnar Heið- mann, f. 15.9. 1923, d. 10.10. 2000, Ester, f. 26.8. 1925, Ari Heið- mann, f. 7.3. 1929, Hreinn Heið- mann, f. 7.3. 1929, Guðmundur Heiðmann, f. 8.5. 1931 og Unnur, f. 26.9. 1932. Maður Margrétar var Skúli Guðmundsson, f. á Ásgerðarstöð- um í Hörgárdal 19.3. 1915, d. 20.11. 1985. Foreldrar hans voru Guðmundur Halldór Bjarnason, f. 28.6. 1875, d. 29.7.1923 og Helga Þorsteinsdóttir, f. 4.7. 1872, d. eiga þau dótturina Guðrúnu Mar- gréti, f 1.1. 2001. C) Guðmundur Trausti, f. 21.10. 1951, sambýlis- kona Sigrún Ásthildur Franzdótt- ir, f. 6.2. 1949 búa á Staðarbakka. Börn Sigrúnar frá fyrra hjóna- bandi eru: a) Sólveig Elín Þór- hallsdóttir, f. 23.12. 1971, b) Auð- ur María Þórhallsdóttir, f. 9.11. 1976, sambýlismaður Arnar Heimir Jónsson, f. 14.11. 1973, börn þeirra eru: Katrín Valdís, f. 12.8. 1997 og Gauti Heimir, f. 9.9. 2000, c) Hjalti Þórhallsson, f. 3.12. 1985. Margrét og Skúli byrjuðu sinn búskap á Ásgerðarstöðum 1936 í sambýli við móður og systkini Skúla, en 1939 stofnuðu þau ný- býlið Staðarbakka úr landi Ás- gerðarstaða og fluttu þangað í nýreist íbúðarhús 12. desember það ár. Margrét og Skúli helguðu nýbýlinu sínu alla sína starfsorku. Þau voru hvorki fá né smá verkin þeirra við að byggja upp öll hús á jörðinni sinni auk ræktunar og alls annars sem þurfti til að gera Staðarbakka að myndarbýli. Blómagarður Margrétar þótti sér- lega fallegur og auðséð að honum var sinnt af einstakri natni. Mar- grét bjó á Staðarbakka til ársins 1998 en þá var hún mjög þrotin af kröftum og dvaldi á Hjúkrunar- heimilinu Seli síðustu æviárin. Útför Margrétar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Myrkárkirkju- garði. 1.8. 1955. Börn þeirra eru: A) Ásgerður Svandís, f. 22.3. 1937, maki Ólafur Rafn Eggertsson, f. 7.7. 1935, búsett á Akur- eyri. Eiga þau tvær dætur a) Dóra Mar- grét, f. 5.10. 1958, maki Árni Freyr Ant- onsson, f. 16.11. 1959 og eiga þau tvö börn: Katrínu, f. 1.1. 1985 og Hauk, f. 26.9. 1990. b) Borghildur Birna, f. 23.9. 1959, maki Vicente Carr- asco, f. 28.3. 1952, eiga þau einn son, Anton, f. 10.1. 1980, þau skildu. Sambýlismaður Borghild- ar er Friðrik Baldur Þórsson, f. 29.6. 1955; B) Sigurður Birgir, f. 26.9. 1941, maki Margrét Hall- dórsdóttir, f. 8.11. 1941, búa á Staðarbakka. Eiga þau þrjár dæt- ur: a) Birgitta Birna, f. 29.4. 1962, sambýlismaður Robert Louis Pells, f. 24.5. 1956. b) Helga Mar- grét, f. 9.1. 1967, maki Tómas Jónsson, f. 1.7. 1964, börn þeirra eru: Jón Birgir, f. 18.6. 1995, Há- kon Þór, f. 21.6. 1997 og Margrét, f. 27.1. 2001. c) Erla Elísabet, f. 17.9. 1968, sambýlismaður Stein- grímur Hannesson, f. 11.11. 1967, Elsku mamma, nú þegar komið er að kveðjustund er margs að minn- ast, hæst ber þó takmarkalausa elsku og umhyggju fyrir fjölskyld- unni þinni og heimili. Á langri ævi ert þú búin að vera þátttakandi í mestu umbreytingum sem orðið hafa í íslensku samfélagi frá upphafi og ólíklegt að aðrar eins framfarir verði nokkurn tímann á jafnskömmum tíma. Þér var alltaf hlýtt til fæðingar- staðar þíns, Siglufjarðar, þó dvölin væri þar stutt, afi og amma dvöldu þar bara eitt sumar á síld, og þá fæddist þú. Næstu árin áttuð þið heima á Rangárvöllum við Akureyri. Vorið 1918 flytjið þið svo á lítið kot í túnjaðrinum á Ytri-Bægisá sem nefnt var Litla-Garðshorn. Ekki munu þar hafa verið vistleg húsa- kynni. Trúlega hefur þú þarna orðið fyrir þinni fyrstu erfiðu lífsreynslu, þegar þessi litli bær brann haustið 1920 og unga fjölskyldan missti allt sitt. Þá fluttuð þið að Miðhálsstöðum í Öxnadal og áttuð þar heima til vors 1923, er fjölskyldan flutti sig lengra inn í dalinn, að Auðnum og þar áttir þú þín uppvaxtarár upp frá því. Á Miðhálsstöðum bar annan skugga á litlu barnssálina þína þegar Ragn- heiður litla systir þín dó, aðeins á öðru aldursári. Á Auðnum fór hagur fjölskyldunnar stöðugt batnandi og systkini þín fæddust eitt af öðru. Það voru margar bjartar minningar sem þú áttir frá uppvextinum á Auðnum. Til dæmis þegar farið var upp á Háls snemma morguns, í glampandi snemmsumars sólinni til að smala fénu til rúnings. Þú sast einnig yfir ánum, það átti reyndar líka sínar skuggahliðar þegar þokan skall á og þú týndir ánum. „En þá fór pabbi minn elskulegur og fann þær fyrir mig,“ sagðir þú mér. Skólaganga þín var ekki mikil, nokkrar vikur á farskóla fyrir ferm- ingu og skammur tími á unglinga- skóla í sveitinni eftir ferminu. Samt varstu svo ótrúlega fróð um marga hluti. Á unglingsárum dvaldir þú oft hjá ömmu þinni og nöfnu sem átti þá heima í Flögu í Hörgárdal. Það voru hlýjar og góðar minningar fann ég sem þú áttir frá ykkar samveru- stundum. Þú fórst ung að heiman og varst í vist á Akureyri hjá góðu fólki, í um tvö og hálft ár, og mér finnst að þér hafi alltaf fundist það gott veganesti út í lífið. Árið 1936 flytur þú svo að Ásgerðarstöðum í Hörgárdal þar sem pabbi var fæddur og uppalinn og þar hófuð þið ykkar búskap og búið þar til 1939 þegar þið kaupið hálflendu Ásgerðarstaða og stofnið á henni nýbýlið ykkar sem þið nefnd- uð Staðarbakka. Þar höfðuð þið byggt íbúðarhús um sumarið og fluttuð í það á jólaföstunni. Og þar var ykkar starfsvettvangur upp frá því og þar óluð þið okkur systkinin upp í góðu atlæti. Jörðina byggðuð þið upp af miklum dugnaði við að- stæður sem þættu nú á dögum nán- ast vonlausar. Lengi framan af var enginn vegur, enginn sími og ekkert rafmagn, allt eru þetta hlutir sem í dag eru svo sjálfsagðir að erfitt er að hugsa sér lífið án þeirra. En samt tókst ykkur að gera stór- virki við þessar að stæður. Í því sambandi leyfi ég mér að vitna í rit- safn Eiðs Guðmundssonar á Þúfna- völlum „Búskaparsaga í Skriðu- hreppi forna“. Þar segir um jörðina ykkar „Staðarbakki er nýbýli, byggt úr Ásgerðarstöðum árið 1939 og fylgir hálft landið. En stórræktun og miklar og góðar byggingar hafa gert þar vildisjörð“. Enn fremur segir þar „Það er eitt af fallegustu býlum sveitarinnar“. Er hægt að hugsa sér öllu betri vitnisburð, um lífsstarfið ykkar. Já, mamma mín, þú hafðir ýmis kjörorð að leiðarljósi í lífinu, en ég held að einhver þau æðstu hafi verið: „Aldrei að geyma til morguns það sem hægt er að gera í dag“ og „ekk- ert verk er svo auðvirðilegt, að það skuli ekki unnið eins vel og manni er unnt“. Með þessi lífsmottó o.fl. gekkst þú ávallt til verka. Heimilið skyldi ætíð vera eins snyrtilegt og nokkur kostur var á. Gestrisni þín var einstök, hvort sem þú tókst á móti gestum á björtum sólskinsdegi, eða köldum og hröktum gangna- mönnum í kalsaveðri að hausti, sem þurfti að fæða og klæða og oft að veita næturskjól. Og garðurinn þinn, ekki má gleyma honum. Þar áttir þú marga stundina við að hlúa að og fegra hann, en oft gafst ekki mikill tími í garðinn í annríki daganna, en þá var það oft, sem þú fórst út í garð, þegar aðrir voru farnir að hvíla sig. Þér tókst að gera grýttan og ógróinn mel að unaðsreit. En það gáfust líka stundir til að sinna öðru en hinu hverdagslega amstri. Mikið óskaplega varst þú bú- in að lesa mikið, enda feikilega hrað- læs. Dalalíf var held ég þitt uppá- hald og bækur um dulræn efni. Annars held ég þú hafir lesið allt sem þú komst yfir og oft vantaði þig lesefni. Og svo hafðir þú gaman af að hlusta á góðan söng og syngja með þinni fallegu söngrödd, eða grípa í orgelið þitt. Og allt það sem þú varst búin að sauma, hekla og prjóna, bæði föt og plögg á fjölskylduna og í margan strammann varst þú búin að sauma og dúkinn að hekla, til að prýða heimilið. Þá var nú heldur ekki svo sjaldan gripið í spil og af því hafðir þú einstaklega gaman. Eða hvað þú naust þess, þegar færi gafst að keyra um landið okkar fallega og skoða það. Reyndar hafðir þú eina tignarlegustu náttúrusmíð þessa lands fyrir augunum flesta daga lífs- ins, ólst upp öðrum megin við Hraundrangann en áttir svo ævi- starfið hinum megin við hann. Fjær er nú fagri fylgd þinni sveinn í djúpum dali, ástarstjarna yfir Hraundranga skín á bak við ský. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Enn er óupptalið, það sem þér var kærast af öllu, það er fjölskyldan, börnin þín, tengdabörnin, barna- börnin og barnabarnabörnin og líka öll börn, sem hjá þér dvöldu. Öll átt- um við hjá þér öruggt skjól og tak- markalausa umhyggju fyrir velferð okkar og reyndar allir, bæði menn og málleysingjar, sem hlýju og skjóls þurftu við. Elsku mamma mín, ég kveð þig með miklum söknuði og þakklæti fyrir allt það sem þú varst mér alla tíð. Ótal sinnum varstu búin að segja við mig „Guð geymi þig, elsku drengurinn minn“. Takk fyrir allt og allt. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þinn sonur Guðmundur. Inn milli hárra og fagurra fjalla fannstu hamingjuvon þína alla. Þú ástríki vafðir börnin þín. Ánægjustundir í örmum þínum ógleymanlegar í minningum mínum. Ó elskulega móðir mín. Þú varst mér sem ankeri æskuára sem aldrei brást við huggun tára er til þín var leitað á ögurstund. Faðmlag til drengsins ég ennþá finn fumlaust og traust og kinn við kinn. Að lokum ég fer á þinn fund. (Sigurður Skúlason.) Innileg þökk fyrir allt og allt. Guð blessi þig. Sigurður (Brósi). Elsku Magga. Mig langar að minnast þín örfáum orðum, bara til að þakka þér öll þín MARGRÉT JÓSAVINSDÓTTIR Þ egar George Harrison féll frá fyrir rúmu ári fékk hann þau eft- irmæli hjá íslenskum tónlistarmanni að hann hefði verið blanda af sjálf- um sér og Chet Atkins. Meira getur hrósið ekki verið, því ef reiknikúnstum er beitt á þessa fullyrðingu er ljóst að George Harrison var Chet Atkins. Þar er ekki leiðum að líkjast. Harrison afrekaði ýmislegt á lífsleiðinni. Hann var auðvitað einn af Bítlunum, The Beatles, hljómsveitinni sem sigraði heim- inn árið 1963. George var þekktur sem „þögli Bítillinn“, en John Lennon, Paul McCartney og Ringo Starr voru ófeimnari við að tjá sig í fjölmiðlum. Þetta eru margtuggnar staðreyndir og óþarfi að telja þær upp hér. Annars er Sally Field uppá- halds skap- gerð- arleikkonan mín. Hún er að mínu viti í flokki með Sissy Spacek, Molly Ringwald, Meryl Streep og sjálfri sér. Sérstaklega er hún ógleymanleg í myndinni „Not Without My Daughter“ frá árinu 1991, þar sem hún lék konu sem flýði Íran ásamt dóttur sinni. Hún fór einnig á kostum í mynd- inni „Smokey and the Bandit“ ár- ið 1977, en þar var hún í aðal- hlutverki ásamt ástmanni sínum, Burt Reynolds. Burt Reynolds er einmitt einn besti leikari sem uppi hefur verið. Árið 1997 var ég staddur í London á kínverskum veit- ingastað. Um það leyti sem ég var við það að klára fyrsta rétt- inn, einhvers konar bambussúpu, varð mér ljóst að fyrirmenni væri að ganga í salinn. „Yes sir, Mr. Reynolds. Your table is ready. Please come this way, Mr. Reyn- olds,“ heyrði ég yfirþjóninn segja. Og viti menn. Burt Reyn- olds, ásamt fylgdarliði, settist við næsta borð. Það var ekki laust við að maður væri svolítið upp með sér. Þarna var hann, maðurinn sem lék í myndum á borð við „Deliver- ance“ (1972), „Smokey and the Bandit“ (1977) og „Boogie Nights“ (1997). Í öllu sínu veldi, með gráleitt og glæsilegt hárið. Sannkölluð kvikmyndastjarna. Það var völlur á karlinum. Hann lét hvern brandarann á fætur öðrum fjúka og lék við hvern sinn fingur. Sérstaklega varð honum tíðrætt um einhverja Dolly, sem hafði sent honum bók viku áður. Ég gat mér þess til að hann ætti við Dolly Parton. Kannski var það óskhyggja. Ég fór að borða hægar, enda ástæða til að treina þessa stund. Ég sperrti eyrun og reyndi að fylgjast með samræðunum, sem voru mjög fjörugar. Reynolds var hrókur alls fagnaðar. Ég náði reyndar ekki að greina orðaskil nema endrum og sinnum, en þetta var mjög skemmtileg upp- lifun. Reynolds sat í miðjunni beint á móti mér, hægra megin við hann skildist mér að sæti um- boðsmaður hans og vinstra megin sat dökkhærð kona sem ég kann- aðist ekki við. Það urðu ákveðin þáttaskil í borðhaldi þetta kvöld, þegar meistarinn sjálfur stóð upp. Ég áttaði mig þegar í stað á því að hann væri að fara á salernið. Í einhverju stundarbrjálæði ákvað ég að kominn væri tími til að létta á sér. Ég spígsporaði í humátt á eftir Burt Reynolds, inn þröngan gang í átt að salernunum. Hjartað barðist í brjósti mínu þegar ég kom inn á náðhúsið. Ég yrði að segja eitthvað við hann, en hvað í ósköpunum? Reynolds hóf handþvott. Ég sá að það var ekki seinna vænna að láta til skarar skríða. Ég þorði hins veg- ar ekki að segja neitt. Svona fer þegar maður grípur ekki tækifærin í lífinu. Auðvitað átti ég að spyrja hann út í líðan fyrrum ástkonu hans, Loni And- erson, eða af hverju hann hefði hafnað aðalhlutverkinu í „Terms of Endearment“, sem Jack Nich- olson hlaut síðan Óskarsverð- launin fyrir. Reynolds yfirgaf sal- ernið óáreittur. Ég hef ekki komist í tæri við aðrar kvikmyndastjörnur, nema þegar ég öskraði á Kevin Costner á Reykjavíkurflugvelli sumarið 1999. Þá var ég blaðamaður á innlendri fréttadeild Morg- unblaðsins og var kvaddur út á völl til að ná tali af honum við komuna til landsins. Hann steig út úr einkaþotu sinni, sem var enn í gangi með ærandi hávaða. Ég öskraði einhverjar spurningar til hans og hann öskraði á móti. Hvorugur náði því sem hinn sagði. Svo „hitti“ ég Sir Paul Mc- Cartney, þegar hann var hérna sumarið 2000. Ég var á vakt þeg- ar við fengum pata af því að McCartney, ásamt Heather sinni, væri staddur í Perlunni, á ráð- stefnu einhverri. Ég fór þangað ásamt ljósmyndara en okkur var ekki hleypt inn. Við ákváðum í hálfkæringi að labba hringinn kringum Perluna og sáum þá að jeppa var lagt við bakdyrnar, þannig að hann sneri frá bygg- ingunni. Við biðum í u.þ.b. hálf- tíma þar fyrir utan, ásamt ljós- myndara keppinautarins. Allt í einu voru dyrnar snögg- lega opnaðar. Paul og Heather hlupu út í miklum flýti, Paul sett- ist undir stýri og þau brunuðu á brott án þess að segja orð. Við ákváðum að leyfa fólkinu að vera í friði og röltum í rólegheitunum út í bíl. Keppinauturinn var ekki á því og hljóp af stað. Þegar við komum svo út í okkar bifreið sáum við að McCartney hafði far- ið inn á hringtorgið og beygt, á móti umferð, niður í Suðurhlíð. Þar hafði bíll komið á móti og Paul séð sér þann kost vænstan að keyra upp á grasblettinn. Ljósmyndari keppinautarins var ekki langt undan. Loks leystist þessi smái umferðarhnútur og McCartney keyrði áleiðis niður að Fossvogskirkjugarði, greini- lega rammvilltur. Við ákváðum að fylgja Sir Paul eftir, með það í huga að segja honum til vegar. Þá sáum við að hann hafði numið staðar á bíla- plani við kirkjugarðinn. Við tók- um ákvörðun um að láta manninn vera, hann hlyti að rata á end- anum. Það ráðabrugg heppnaðist vel, því hann skilaði sér aftur til Bretlands, kvæntist Heather og fór nýlega í tónleikaferð um Bandaríkin. Vel af sér vikið hjá okkur. Þau frægu og ég Ég sperrti eyrun og reyndi að fylgjast með samræðunum sem voru mjög fjör- ugar. Reynolds var hrókur alls fagnaðar. VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.