Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 31
elskulegheit í minn garð í gegnum árin. Þú reyndist mér eins og besta móðir þegar ég kom ung á heimili þitt og kunni ekki neitt og alltaf stóðst þú með mér. Sú minning sem mér er efst í huga þegar ég hugsa til baka, er þegar þú varst að hlúa að blómunum þínum. Oft varst þú fram á nótt að snyrta garðinn þinn með sauðaklipp- unum þegar aðrir voru sofnaðir. Þú hugsaði líka vel um börnin og alla sem í kringum þig voru. Dugur í djörfum huga drengskap þinn sýndi lengi, byrði þó bera yrðir um brautir ævi og þrautir. Munu þig lengi muna mínir vinir og þínir. Um aldir fegurst æ faldi fold yfir þínum moldum. (S.A.F.) Hafðu þökk fyrir það sem þú varst mér og mínu fólki. Far þú í friði. Þín tengdadóttir Margrét (Magga). Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Þýð. Steingr.Thorsteinsson.) Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar Mar- grétar Jósavinsdóttur, eða Möggu eins og hún var alltaf kölluð. Nú hef- ur Guð almáttugur tekið hana í sinn líknandi faðm og veitt henni hvíld frá öllum þrautum hennar. Mig langar að þakka henni af alhug alla þá elsku og hlýju, sem hún veitti mér og börnunum mínum þremur. Hún var fríðleikskona, dökk og brún á brá, og voru augun hennar ein- staklega falleg. Mér fannst hún allt- af vera eins og hefðarkona, þegar hún var uppábúin. Elsku Magga mín, ég og Guð- mundur sonur þinn eigum minn- inguna um þig, sem enginn getur frá okkur tekið, og oft mun verða vitnað í þig. Það var svo margt, sem þú fræddir okkur um og kenndir. Þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar okkar saman. Guð blessi minningu þína. Þín tengdadóttir Sigrún Franzdóttir. Elsku amma. Ég hef alltaf sagt að það séu for- réttindi að hafa fengið að alast upp í sveit en það eru ekki síður forrétt- indi að alast upp með afa og ömmu svo nálægt sem ég fékk. Ég á ótal minningar um það þegar ég var lítil og kom inn til ykkar, þegar ég horfði á þig steikja kleinur eða spinna, þó ég skildi aldrei hvers vegna þú hélst að ég gæti ekki spunnið sjálf. Eða til að stelast til að spila á gamla orgelið þitt þó fæturnir næðu varla niður til að stíga það. Hnapparnir þínir og tölurnar og voru leikföngin mín, þessar litlu voru lömbin og þær stóru ærnar, og sumar á ég enn. Einnig man ég hvað mér fannst gaman að snúa skilvindunni, þá kom svo skemmtilegt hljóð. Óteljandi oft fékk ég lánaðar bækur hjá þér, sumar oft. Líka var gott að fá kand- ís eða döðlur úr búrinu til að gæða mér á og fátt smakkaðist betur en sítrónusúpan þín. Gaman var líka að leika í fallega garðinum þínum. Ef eitthvað bjátaði á var alltaf hægt að leita til þín og alltaf tókstu málstað þess sem minni máttar var. Nú hefur þú fengið langþráða hvíld amma mín en ég mun ætíð minnst þín því þú varst fyrirmynd- in mín og besta manneskja sem litla ömmustelpan þekkti. Takk fyrir allt. Birgitta. Þá er hún Margrét Jósavinsdótt- ir á Staðarbakka fallin frá. Konan sem stóð meðan stætt var og jafn- vel lengur. Konan, sem yngri börn- in mín kalla ömmu, þótt óskyld séu. Minningar mínar um Margréti eru jafn gamlar fjölskyldutengslum okkar. Hún var þá komin á sex- tugsaldur, húsfreyja á sínu heimili að íslenskum sveitasið. Hún kom mér fyrir sjónir sem náttúrubarn. Náttúrubarn sem unni sínum og sínu nánasta um- hverfi af heilum hug. Hún var at- hugul á umhverfið og gaf gaum að smáatriðum. Snyrtimennska var henni í blóð borin. Garðurinn henn- ar var sannkallað augnayndi. Blómabeðin bein og vel hirt og grasflötin slegin reglulega. Innan- dyra allt í röð og reglu. Metnaður hennar var að gera allt eins vel og hún gat. Ferðalög um landið voru Mar- gréti upplifun, helst með allt sitt nánasta skyldulið með í för. Stansa oft og víða og veita öllum vel í mat og drykk, þá held ég að frú Mar- grét hafi notið sín til fulls. Að sjá hvernig búskaparhættir fólks í öðr- um byggðarlögum voru, þótti henni forvitnilegt og fræðandi. Skoða skrúðgarða og flytja með heim hugmyndir um hvernig hún sjálf gæti breytt og bætt í sínum ranni. Árin sem þau systkinin Guðdís Helga og Hrafn Þór voru svo lán- söm að fá að dvelja á Staðarbakka, hvort á eftir öðru í skjóli Sigurðar sonar hennar og Margrétar konu hans, föðursystur þeirra, verða seint fullþökkuð. Náin samvinna var á heimilunum tveim þar sem bústörfin voru unnin af öllu heim- ilisfólkinu, eftir því sem aðstæður leyfðu hverju sinni. Guðmundur yngri sonurinn óx úr grasi og hélt heimili með foreldrum sínum og síðan Margréti eftir fráfall Skúla. Börnin mín komu heim úr sveitinni með þá vissu að á Staðarbakka væru þau hluti af fjölskyldunni allri. Þetta viðmót skapaði þau tengsl að þeim fannst sjálfsagt að mæta reglulega í sveitina þegar þau fullorðnuðust og ef þannig stóð á fylgdu stundum vinir með. Við hjónin þökkum Margréti á Staðar- bakka fyrir hennar þátt í uppeldi barna okkar og þá hlýju sem hún sýndi okkur alla tíð. Hvíldu í friði kæra vinkona. Hrefna Kristbergsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 31 ✝ Sveinbjörg LindaEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1954. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 9. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ein- ar Vigfússon, f. 2. júní 1894, d. 6. júní 1985, og Hulda Að- alheiður Svein- björnsdóttir, f. 21. sept. 1917, d. 10. sept. 1999. Systkini Lindu eru Kolbrún Sigurbjörg, f. 18. júlí 1946, og Vignir Þór, f. 26. desember 1950. Árið 1972 kynntist Linda Sig- ursveini Óla Karlssyni, f. 27. mars 1954, d. 17.12. 1981. Þau slitu samvistum árið 1975. Linda og Sigursveinn eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Kristinn, f. 21. júní 1973, kvæntur Guðbjörgu Torfadóttur, f. 4. maí 1976, og saman eiga þau þrjú börn, Elínu Maríu, Þóreyju og Friðrik Óla. 2) Hulda Íris, f. 3. ágúst 1974, gift Leifi Gauta Sigurðs- syni, f. 19. febrúar 1973, og saman eiga þau tvö börn, Hugin Breka og Héðin Ísak. Árið 1977 kynnt- ist Linda Sverri Magnúsi Kjartans- syni, f. 31. júlí 1953, og gengu þau í hjónaband 1. sept. 1979. Þau slitu sam- vistum haustið 1989. Linda og Sverrir eignuðust tvö börn, þau eru: 3) Elsa María, f. 16. maí 1978, er í sambúð með Gísla Birgi Gíslasyni, f. 23. nóv. 1961. 4) Arnar, f. 2. febrúar 1982. Árið 1998 kynntist Linda eft- irlifandi sambýlismanni sínum Sigurbirni Sigfússyni, f. 22. jan- úar 1968, þau trúlofuðu sig í júlí 2000. Útför Lindu fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Linda mín, þú komst eins og engill inn í tómlegt líf mitt og færðir mér strax lífshamingju til að lifa fyrir. Ég hef þroskast mikið á þessum rúmu fjórum árum sem við vorum saman. Við fórum saman til Þýskalands 1999 og ókum þar um fallegar sveitir. Ég veit þér þótti það gaman og það var yndislegt að upplifa það með þér, sér- staklega að aka niður Svartaskógar- dalinn. Það var líka skemmtilegur tími þegar við fórum til Portúgals 2001, en þér fannst of heitt að vera þar og talaðir þú um að næsta ferð yrði í svipuðum stíl og Þýskalands- ferðin. Þú varst svo yndisleg kona og vildir allt fyrir alla gera meðan þú hafðir þrótt til. Ég þakka Guði fyrir að hafa kynnst þér. Þú varst mér allt í lífinu og ég mun ávallt elska þig og minnast meðan ég lifi, elsku Linda mín. Þinn einlægur Sigurbjörn. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningarorð um látinn ástvin, því að það eru svo margar minningar sem ég geymi í huga mínum frá þess- um tæpu 30 árum sem við áttum sam- an. Þó að síðasti spölurinn hafi verið erfiður fyrir þig og þú orðin mjög veik þá ætla ég samt að vera aðeins eig- ingjarn því að mér finnst að þú hafir verið tekin allt of snemma frá okkur. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin og að þú ert á góðum stað í góðum fé- lagsskap og ég veit að þú vakir yfir okkur eins og þú gerðir alltaf. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við fengum saman og ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og minni fjölskyldu. Mér þykir vænt um þig, mamma mín. Guð geymi þig. Elsku Sigurbjörn og systkin mín, guð gefi okkur styrk í þessari miklu sorg. Þinn sonur Kristinn. Elsku amma, okkur langar að minnast þín með vísunni sem þú söngst svo oft fyrir okkur þegar við vorum í heimsókn hjá þér. Afi minn og amma mín úti á bakka búa. Þau eru bæði sæt og fín þangað vil ég fljúga. Guð geymi þig, elsku amma. Elín María, Þórey og Friðrik Óli. Elsku frænka. Það er sárt að setj- ast niður og skrifa minningargrein um fjörutíu og átta ára gamla konu, sem undir venjulegum kringumstæð- um ætti nú að vera í blóma síns lífs. Þess vegna er söknuðurinn svona mikill og sorgin svo djúp. Mér verður hugsað til barna þinna og barnabarna sem missa móður sína og ömmu frá sér svona unga. Einnig verður mér hugsað til alls þess sem hefði getað orðið ef sjúkdómurinn, sem hreif þig á brott, hefði haldið sig til hlés. Í huga mér koma minningar; þegar ég var snáði og þú varst litla systir hennar mömmu sem passaðir mig oft. Og einhvern veginn man ég ekki eftir mér án þess að hafa þig nálægt. Síðan líða árin með öllum sínum breyting- um og það var ég sem þá passaði stundum fyrir þig börnin þín þegar þannig bar undir. Ég man eftir því fyrir nokkrum ár- um þegar þú misstir móður þína og ég ömmu mína, hversu sárt þú saknaðir hennar. Þið höfðuð verið mjög nánar og ég held að missir þinn og söknuður hafi þá verið meiri en þú lést uppi. Þú varst líklega ein þeirra sem, þrátt fyr- ir veikindi þín, barst harm þinn í hljóði. Svo þegar færi gefst á að setj- ast niður og hugsa aftur í tímann fer ég ósjálfrátt að leiða hugann að því að ef ég hefði vitað hversu veik þú varst, hefði ég gert mér oftar ferð inn í Hafnarfjörð til þess að heimsækja þig. En samt sem áður verður maður að hugsa til þess að dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Elsku Linda mín, mig langar til þess að þakka þér innilega fyrir allt sem þú gafst mér og mínum nánustu, allt frá því ég var pínulítill. Einnig þakka ég þér fyrir þann tíma þegar ég bjó á heimili þínu á Sauðárkróki sum- arlangt, fyrir allnokkrum árum síðan. Þeim tíma gleymi ég aldrei. Og minn- ing mín um þig – sem góða og dugandi húsmóður með börnin þín öll á því fal- lega heimili sem þú bjóst þeim þar, hverfur mér aldrei úr huga. Þinn frændi Einar S. Guðmundsson. Jæja, Linda mín, núna er erfiðri baráttu hjá þér lokið og þú ert eflaust komin á góðan stað. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið mikið samband milli okkar síðustu ár hefur okkur aldrei hætt að þykja vænt um þig og er við fréttum að þú hefðir fengið hjartaáfall var okkur mjög brugðið. Læknar og hjúkrunarfólk á Landspítalanum sem önnuðust þig gáfu ekki upp vonina og gerðu allt fyrir þig sem hægt var en sum stríð verður maður að heyja einn og að lokum varðst þú að láta í minni pokann. Við munum sakna þín, svo og litlu strákarnir okkar. Við munum varðveita í minningu okkar allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Guð geymi þig, Linda. Leifur Gauti Sigurðsson. Yfir okkur vakir vera er verndar og styrkir líf og önd. Hver má sína byrði bera þá byrði léttir drottins hönd. Blessi drottinn burtför þína, beini ljósi á þína leið. Hann við þér taki í vörslu sína svo verði þér æ förin greið. Hvíl þú í friði. Elsku Kristinn, Hulda Íris, Elsa og Arnar, megi drottinn styrkja ykkur í sorg ykkar. Þóra Björg Garðarsdóttir. SVEINBJÖRG LINDA EINARSDÓTTIR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ANNA SIGURÐARDÓTTIR, Smyrilsvegi 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 20. janúar kl. 13.30. Árni Kr. Þorsteinsson, Anna Árnadóttir, Ásta Árnadóttir, Böðvar B. Kvaran, Þorsteinn Árnason, Hrefna Leifsdóttir, Sveinn Árnason, Sigurlína Vilhjálmsdóttir, Erna Þ. Árnadóttir, Benedikt Sigmundsson, Ingibjörg H. Árnadóttir, Finnbjörn V. Agnarsson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir og systir, ARNDÍS RAGNARSDÓTTIR frá Súðavík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 16. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaugur Þorsteinsson. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningar- greinar endurgjaldslaust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disk- lingi eða í vélrituðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir afmælis- minn- ingargreinar er 569 1115. Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upp- lýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn einstakling birt- ist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bil- um) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksenti- metrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virð- ingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi) verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef út- för hefur farið fram eða greinin kemur ekki innan til- tekins skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.