Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 28
AKUREYRI 28 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KAUPFÉLAG Eyfirðinga mun styrkja starfsemi Iðnaðarsafnsins á Akureyri um þrjár milljónir króna næstu þrjú árin, eða eina milljón króna á ári. Tíu ár eru nú liðin frá því Jón Arnþórsson hóf að byggja safnið upp og hefur hann af elju og þraut- seigju aflað fjölda véla og hluta sem tengjast atvinnusögu Akureyrar. Iðnaðarsafnið sjálft var svo form- lega opnað 17. júní 1998 og var til að byrja með í Hekluhúsinu svo- nefna á Gleráreyrum, en hefur síð- ustu ár haft aðsetur í Sjafnarhúsinu við Austursíðu. Nú sér fyrir endann á húsnæðisþrengingum þess, því safninu hefur verið fundinn fram- tíðarstaður í húsnæði á Krókeyri, þar sem umhverfisdeild var áður til húsa. Við það verður hægt að stækka safnið um helming að sögn Jóns. Hann sagði að Akureyrarbær myndi leggja fram 10 milljónir króna á næsta ári. Áætlanir gera ráð fyrir að um 8 milljónir króna kosti að koma safninu inn í húsið, en gera þarf á því viðeigandi end- urbætur. Heildarkostnaður bæði utan og innandyra nemur um 12 til 13 milljónum að sögn Jóns. Hús- næðið þykir henta vel undir starf- semi Iðnaðarsafnsins, en það er um 600 fermetrar að stærð, sýnilegt frá Drottningarbraut og nálægðin við Minjasafnið og önnur söfn og sýningar við Aðalstræti skapar ákveðna möguleika. Deild helguð atvinnusögu KEA Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, sagði að vilji hefði verið til þess að sýna stuðning í verki, en Jón hefði sýnt sögu KEA mikinn sóma. Í samningi KEA og Iðnaðarsafnsins er gert ráð fyrir að safnið setji upp og viðhaldi sér- stakri deild sem helguð er atvinnu- sögu KEA og kynningarefni um fé- lagið verði aðgengilegt þar. Félagið mun láta safninu í té áhöld og muni sem það nýtir ekki í starf- semi sinni. Þá er vilji til þess innan félagsins að vinna að því að afla safninu frekari stuðnings og nægi- legs rekstrarfjár til frambúðar. KEA hefur tvívegis áður lagt fé til uppbyggingar safnsins. KEA styrkir Iðnaðarsafnið Morgunblaðið/Kristján Jón Arnþórsson, forsvarsmaður Iðnaðarsafnsins, og Benedikt Sigurðar- son, stjórnarformaður KEA, skrifuðu undir styrktarsamninginn. Aglow, kristileg alþjóðleg samtök kvenna, halda fund í félagsmið- stöðinni Víðilundi 22 á mánudags- kvöld, 17. febrúar, kl. 20. Ræðu kvöldsins flytur Dögg Harð- ardóttir. Þá verður fjölbreyttur söngur og fyrirbænaþjónusta auk kaffihlaðborðs. Þátttökugjald er 500 krónur. Á NÆSTUNNI Haraldur Jónsson myndlist- armaður heldur fyrirlestur í Deigl- unni í dag, laugardag, kl. 15 á vegum Listasafnsins á Akureyri í samvinnu við Gilfélagið. Fyrirlesturinn heitir Myrkfælni og veggfóðraðar tilfinn- ingar en í honum mun Haraldur fjalla í máli og myndum um tilurð og uppsprettu verka sinna og hvernig þau tengjast þeim veruleika sem margir lifa og hrærast í frá vöggu til grafar. María Eiríksdóttir verður með kynningu á bókum eftir dr. Jörg Zink í Glerárkirkju í dag, laugardag, kl. 14. Hún segir einnig frá persónu- legum kynnum sínum af höfundinum og heimsókn hans til Íslands. Árni Steinar Jóhannsson alþing- ismaður er gestur á laugardagsfundi hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á Akureyri í dag, 15. febr- úar. Árni Steinar fjallar meðal ann- ars um orkumál, einkavæðingu í þeim geira og stóriðjuframkvæmdir, orkuverð og Landsvirkjun á fund- inum. Hann hefst kl. 11 og er í kosn- ingamiðstöðinni Hafnarstræti 94. Ljósmyndasýning Siggu Dóru verður opnuð á Kaffi Karólínu í dag, laugardaginn 15. febrúar, kl. 18. Hún hefur stundað nám í ljós- myndun í Reykjavík og Barcelona og tekið þátt í samsýningum en þetta er fyrsta einkasýning hennar. Viðfangsefni hennar eru fífur, festar á filmu víðs vegar um sveitir Eyja- fjarðar með leikfangamyndavél úr plasti sem kallast Holga. Í DAG PAWEL Panasuik sellóleikari og Agnieszka Panasuik píanóleikari halda tónleika í Dalvíkurkirkju á morgun, sunnudaginn 16. febrúar, kl. 16 og í Laugarborg fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20. Pawel og Agnieszka eru frá Pól- landi en hafa starfað við Tónlistar- kennslu á Akureyri og í Eyjafirði í nokkur ár. Á efnisskrá eru verk eftir D. Shostakovich, Jón Nordal, Man- uel de Falla og Astor Piazzolle. Aðgangur að tónleikunum er kr. 1.200, en frítt er fyrir nemendur 20 ára og yngri og einnig er frítt fyrir ellilífeyrisþega. Tvennir tónleikar „ÞÁ saggði ég si svona,“ er heiti tón- leika sem Karlakór Akureyrar – Geysir efnir til í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 16. febrúar, en þeir hefjast kl. 16. Um er að ræða minningartónleika um Áskel Egilsson, félaga í kórnum sem lést í haust, en heiti tónleikanna er sótt í frasa sem Áskell var þekkt- ur fyrir. Auk karlakórsins kemur fjöldi annarra listamanna fram, en þar má nefna Kvennakór Akureyrar, Álfta- gerðisbræður, Óskar Pétursson, Kolbrúnu Jónsdóttur, Örn Birgis- son, Ingu Eydal, Þór Sigurðsson, Þórhildi Örvarsdóttur og fleiri. Efnisskráin er fjölbreytt, m.a. vera flutt bítlalög, írsk þjóðlög sem kórinn flutti á söngskemmtuninni „Hoppsasí“ síðasta haust, en textar eru eftir Jónas Árnason. Þá verða fluttir dúettar, einsöngslög og kórlög af ýmsu tagi. Undirleik annast Daníel Þor- steinsson, Stefán Gíslason og hljóm- sveitin Einn og sjötíu. Stjórnandi er Erla Þórólfsdóttir. Söng- skemmtun í Glerár- kirkju ÚTIFUNDUR gegn stríði verður haldinn á Ráðhústorgi á Akureyri í dag, laugardaginn 15. febrúar, kl. 14. Stutt ávarp flytja Guðmundur Ár- mann Sigurjónsson, myndlistarmað- ur og kennari, og Lára Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Skúli Gautason leikari verður með uppistand, Þráinn Karlsson les ljóð og Þórarinn Hjart- arson leikur og syngur nokkur lög og efnt verður til almenns fjöldasöngs. Friðarsinnar á Akureyri og í Eyja- firði standa fyrir fundinum. Útifundur gegn stríði ÁFENGIS- og vímuvarnanefnd Ak- ureyrarbæjar hefur samþykkt að styrkja framhaldsskólana VMA og MA um 100.000 krónur hvorn skóla til forvarnastarfa. Karen Malmquist, forvarnafulltrúi VMA, sendi nefndinni erindi nýlega þar sem óskað var eftir styrk vegna ýmissa forvarnaverkefna sem fyrir- huguð væru á næstunni í Verk- menntaskólanum. Í kjölfarið var ákveðið að veita báðum framhalds- skólunum styrk. Nefndin óskaði jafn- framt eftir því að forvarnafulltrúar skólanna skiluðu yfirliti um hvernig fjármunum yrði varið. Ennfremur óskaði áfengis- og vímuvarnanefnd eftir að forvarnafulltrúarnir yrðu boðaðir á fund með nefndinni. Forvarnastarf í framhaldsskólum Styrkir til MA og VMA HREPPSNEFND Hríseyjar- hrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á samvinnu við nágrannasveitarfélög um þátttöku í verkefni Byggðastofnunar, „Raf- rænt samfélag“. Í samkeppninni verða tvö til fjögur sveitarfélög val- in og skulu þau hvert um sig leggja fram allt að 60 milljónir króna, sem væri um 50% af framlagi Byggða- stofnunar. Atvinnumálanefnd tók þetta mál fyrir á fundi sínum í síðasta mánuði og taldi að sveitarfélög á stærð við Hrísey væru nánast útilokuð um þátttöku með þessum skilyrðum. Sveitarstjóri hafði samband við full- trúa í verkefnisstjórn verkefnisins og kom fram hjá honum að ekkert væri því til fyrirstöðu að nokkur sveitarfélög tækju sig saman og tæku þátt í forvali verkefnisins. Verkefnið er liður í framkvæmd þingsályktunar um stefnu í byggða- málum 2002–2005. Í samkeppninni verða tvö til fjögur byggðarlög á landsbyggðinni valin til að taka þátt í þróunarverkefnum á árunum 2003–2006. Byggðarlögin fá fram- lag frá íslenska ríkinu til að hrinda í framkvæmd eigin hugmyndum og áætlunum um framgang upplýs- ingasamfélagsins á sínu svæði. Verkefninu er ætlað að hafa sem víðtækust áhrif á þróun viðkomandi byggðarlaga og að þau verði til fyr- irmyndar fyrir önnur byggðarlög sem munu geta hagnýtt sér reynslu þeirra og þekkingu. Hríseyingar hafa áhuga á verkefninu „Rafrænt samfélag“ Leitað eftir samvinnu við nágrannasveitarfélögin ÞRÍR skákmenn eru efstir og jafnir á Skákþingi Akureyrar þegar mótið er rúmlega hálfnað. Þetta eru þeir Jón Björgvinsson, sem gerði jafntefli við Halldór Brynjar, Guðmundur Gíslason, sem lagði Stefán Bergsson, og Þór Valtýsson, sem vann Gylfa Þórhallsson. Þeir hafa allir þrjá vinninga að loknum fjórum skákum. Í B-flokki hefur Sveinbjörn Sigurðs- son tekið forystuna, en skammt á hæla hans koma þeir Jón Birkir Jónsson og Eymundur Eymunds- son. Næsta umferð fer fram nk. sunnudag og hefst kl. 14. Áhorfend- ur eru velkomnir, segir í frétt frá Skákfélaginu. Skákþing Akureyrar Þrír efstir og jafnir GREIFINN eignarhaldsfélag var valið Fyrirtæki ársins 2002 á Ak- ureyri, en það er atvinnu- málanefnd Akureyrarbæjar sem stendur fyrir valinu. Viðurkenn- ingin var veitt fyrir þróttmikið starf fyrirtækisins á liðnu ári. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 1989, en í fyrstu rak fyr- irtækið samnefndan veitingastað. Nú stendur félagið fyrir um- svifamiklum rekstri hótela og veitingasölu um allt land. Um 150 manns starfa hjá Greifanum. Fyrirtæki sem hlaut viðurkenn- ingu fyrir sérstakt framtak í at- vinnulífinu var JMJ, en saga þess fyrirtækis nær allt aftur til ársins 1942. Ragnar Sverrisson hefur rekið verslunina frá árinu 1984, keypti reksturinn af tengdaföður sínum, Jóni M. Jónssyni. Þá hlaut Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafnar og Mjallar, viðurkenningu fyrir frumkvæði og áræði í starfi. Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar fyrirtækjanna sem fengu viðurkenningu atvinnumálanefndar. F.v. Páll Jónsson, Ívar Sigmundsson, Hlynur Jónsson, Páll Sigurjónsson og Sigurbjörn Sveinsson frá Greifanum, Bjarni Jónasson, formaður atvinnu- málanefndar, Ragnar Sverrisson frá JMJ og Baldur Guðnason frá Sjöfn. Greifinn fyrirtæki ársins alltaf á föstudögum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Keramiknámskeið á Punktinum 17. febrúar kl. 19-23. Spennandi aðferðir við skreytingu nytjahluta, notkun glerunga o.fl. Hentar vel fyrir þá sem vilja stofna keramikklúbb. Námskeiðsgjald kr. 4.500. Skráning í síma 552 2882 • Sjá nánar Keramik.is Til leigu eða sölu nýtt 105 fm verslunarpláss í miðbæ Akureyrar. Miklir og góðir gluggar Upplýsingar í síma 899 3400

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.