Morgunblaðið - 15.02.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.02.2003, Qupperneq 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 45 á stíflu setlóns til þess að halda lág- marksvatni í kvíslunum sem renna þaðan. Setlónið er jafnframt nauð- synlegt vegna þeirrar óvissu sem eðlilega ríkir um árangur aurskol- unar úr Norðlingaöldulóni í 566 m y. s., þar sem um 35% aursins verður eftir í setlóni. Ennfremur er hag- stætt [sic!] að minnka ágang jök- ulkvíslanna á verin neðan setlóns- ins. Þessi tilhögun gefur áætlaðan orkukostnað sem er 0–8% hærri en orkukostnaður í 575 m y. s. ein- göngu.“ Af lestri um aurburð í sömu skýrslu (kafla bls. 7–8) verður ekki séð að „óvissa sem eðlilega ríkir um árangur“ aurskolunar sé mikil, enda sérstaklega bent á það af VST „að lón af þessari stærð og lögun [Norð- lingaöldulón við 566 m hæð] hentar vel til aurskolunar … Aurskolun úr lóninu er því talin tæknilega mögu- leg án þess að hafa nein teljandi áhrif á orkugetu veitunnar.“ (bls. 7). Þetta segir VST og gerir í þessu samhengi engan fyrirvara um gerð „setlóns“ nyrst í verunum. Síðasta röksemdin fyrir slíku lóni, „að minnka ágang jökulkvíslanna á ver- in neðan setlónsins“, styðst ekki við gild náttúruverndarsjónarmið og er því engan veginn frambærileg sem „mótvægisaðgerð“ við Norðlinga- ölduveitu. Hættulegt fordæmi Með úrskurðum umhverfisráð- herra almennt í kærumálum vegna mats á umhverfisáhrifum er ekki aðeins verið að setja forskrift um viðkomandi framkvæmd heldur einnig verið að túlka lög og gefa for- dæmi sem getur orðið bindandi við- miðun í úrskurðum framvegis. Rétt- mæti slíkra túlkana fer eftir efni máls. Í úrskurði setts umhverfisráð- herra er veitulón norðan Arnarfells heimilað undir því yfirskini að um sé að ræða „mótvægisaðgerð“ í skilningi laga nr. 106/2000 en ekki sérstaka framkvæmd sem lúta þurfi sjálfstæðu mati. Standi úrskurður ráðherrans óhaggaður að þessu leyti getum við átt von á ótrúlegustu æfingum á þessum grunni í framtíð- inni, byggðum á lagatúlkun í ný- föllnum úrskurði. Að mínu mati er sá hluti úrskurð- arins sem kveður á um veitulónið norðan Arnarfells óréttmætur sem „mótvægisaðgerð“ og í andstöðu við þá lagatúlkun umhverfisráðuneytis- ins frá 20. desember 2001 að hag- kvæmni sé ekki hluti af mati á um- hverfisáhrifum. Í öðru lagi er þetta veitulón bæði þarflaust í orkupóli- tísku samhengi og skaðlegt fyrir umhverfi og verndun Þjórsárvera. Því ætti að hverfa frá öllum hug- myndum um lón þetta fyrr en seinna. Að öðru leyti sýnist mér vel unnt að búa við þennan úrskurð, sem þjóðin getur þakkað þeim mörgu sem staðið hafa vaktina um Þjórsárver fyrr og síðar og ráð- herra sem leyfði sér altént þann munað að hlusta og horfa í kringum sig. Höfundur er fv. alþingismaður. Alltaf á þriðjudögum Skeifan 4 • Sími 585 0000 • www.aukaraf.is • Opið frá kl. 9-18 • Laugardag frá kl. 10-16 Sendum í póstkröfu F rá b æ r ti lb o ð : • Magellan GPS-tæki • GPS-aukahlutir s.s. plast- pokar, tengi, loftnet o.fl. • Talstöðvar, bíla-, báta- og handtalstöðvar • Aukahlutir fyrir talstöðvar • Fjarstýrðar samlæsingar • Þjófavarnarkerfi • Hljómflutningstæki fyrir bíla, magnarar á frábæru verði, mikið úrval hátalara • GSM-handfrjáls búnaður • Radarvarar • Hleðslutæki 15-50% afsláttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.