Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HANN var ekki góður fnykurinn sem mætti fréttaritara Morg- unblaðsins þegar hann kom að þar sem þeir Þorvaldur Björnsson, Jón Ásberg Salómonsson og Ásbjörn Björgvinsson voru að taka tvo sundurhlutaða hvali af pallbílum sínum við Saltvík. Þarna var um að ræða háhyrning og grindhval sem báða rak á fjörur við Suðausturland, nálægt Stokks- nesi, annan þeirra fyrir rúmu ári en hinn fyrir nokkrum mánuðum. Þor- valdur og Jón Ásberg voru að koma með þá frá Hornafirði og vöktu víst athygli þar sem þeir höfðu viðdvöl á leiðinni, þóttu illa þefjandi. Þarna við Saltvík hafa verið verkuð og hreinsuð þau bein og beinagrindur sem hengdar hafa verið upp á Hvalamiðstöðinni á Húsavík en þar eru alls fimm hval- beinagrindur. Nú eru í verkun sex tegundir, auk þeirra tveggja fyrr- nefndu eru það andarnefja, skugg- anefja, hnúfubakur og hluti af búr- hval. Þó fnykurinn af þessum hræjum sé skelfilegur þá er ljóst að beina- grindurnar koma til með að gleðja augu gesta Hvalasafnsins í framtíð- inni þegar Þorvaldur hefur farið höndum um þær. Þorvaldur sem er hvalbeinasérfræðingur Nátt- úrufræðistofnunar Íslands hefur verið Hvalamiðstöðinni stoð og stytta þegar kemur að verkun, hreinsun og uppsetningu á beina- grindum þessara stóru sjávarspen- dýra. Hvalabein hreinsuð við Saltvík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Við hvalbeinahauginn, f.v. Þorvaldur Björnsson, Jón Ásberg Salómonsson og Ásbjörn Björgvinsson. Húsavík KIRKJUKÓR Hrunaprestakalls hefur frá árinu 1983 selt rjómabollur til fjáröflunar fyrir kórstarfið daginn fyrir bolludaginn. Upphafið að þess- ari sölu kórfélaganna byrjaði þegar verið var að safna fyrir nýju orgeli í Hrunakirkju og hefur verið árlega síðan. Það var handagangur í öskjunni og líflegt þegar fréttaritari leit inn til kórfélaganna sl. sunnudag, um 30 manns voru á fullu við rjómabollu- gerðina og fyrstu bílarnir voru að aka úr hlaði frá mötuneyti barna- skólans á Flúðum. Að sögn Helga Jóhannessonar, formanns kórsins, liggur nú nokkru meira við en endra- nær því kirkjukórinn er að fara til Ungverjalands í lok október í haust. Helgi sagði að fólkið í sveitinni tæki við bollunum með mikill ánægju, bæði fyrirtæki sem einstaklingar en þær eru seldar á sanngjörnu verði. Þá hélt kórinn kvöldskemmtun hinn 28. mars þar sem m.a. var spilað bingó. Einnig er fyrirhuguð söng- skemmtun í vor þar sem þekktir söngvarar munu koma fram auk kórsins sjálfs. Stjórnandi kórsins er Edit Moln- ár, búsett á Flúðum, en hún er frá Ungverjalandi. Seldu rjómabollur um alla sveit Hrunamannahreppur Morgunblaðið/Siggi Sigmunds Kórfélagarnir Sigríður Guðmundsdóttir, Ágúst Sigurðsson og Guðríður Þórarinsdóttir vinna við bollugerðina. KJÚKLINGABÚIÐ Vor ehf. á bænum Vatnsenda í Villingaholts- hreppi fékk nýverið umhverfis- stefnu sína vottaða hjá Beluga og er þar með þriðja íslenska fyrir- tækið til að fá þessa vottun og fyrsta fyrirtækið í landbúnaðargeir- anum. Fyrir eru fyrirtækin Hótel Ljósbrá og Guðmundur Tyrfings- son ehf. búin að fá umhverfisstefnu sína vottaða en nokkuð mörg fyr- irtæki til viðbótar hafa sóst eftir vottun og eru starfsmenn Beluga að vinna með þeim. Kjúklingabúið Vor er í eigu hjónanna Ingimundar Bergmanns og Þórunnar Kristjáns- dóttur. Þar var fyrst hafist handa við framleiðslu á kjúklingum árið 1978 en Vor ehf. var formlega stofnað árið 1993. Nýverið var tekið í notkun nýtt og glæsilegt eldishús sem er 400 fermetra stálgrindarhús en fyrir voru tvö önnur eldishús sem bæði voru alfarið tekin í gegn og end- urbætt árið 2000. Grunnflötur þess- ara þriggja húsa er samtals 1.000 fermetrar og eru þar framleidd um 170 tonn af kjöti árlega. Umgengni um húsin er hagað sem þau séu í sóttkví frá því sótt- hreinsun lýkur áður en fuglarnir koma í eldi. Sóttkví þessi helst allt þar til fuglarnir hafa verið fjar- lægðir úr þeim. Meðan á sóttkví stendur er m.a. öllum óviðkomandi bannaður umgangur og þeir sem hirða um fuglana fara ekki inn eða út úr eldishúsunum nema fara eftir umgengnisreglum s.s. skipta um föt og skó, þvo og sótthreinsa hendur og forðast alla ónauðsynlega um- gengni. Kjúklingabúið Vor ehf. er fyrsta fyrirtækið í landbúnaðargeir- anum til að fá umhverfisstefnu sína vottaða. Forsvarsmenn Beluga von- ast til að fleiri fyrirtæki í þessum geira muni fylgja í kjölfarið enda er áhugi neytenda vaxandi á vörum og þjónustu frá þeim aðilum sem sýna fram á virka og viðurkennda stefnu í þessum málaflokki. Kjúklingabúið Vor með vottaða umhverfisstefnu Morgunblaðið/Sig. Jóns. Þórunn Kristjánsdóttir, Úlfur Björnsson frá Beluga og Ingimundur Berg- mann sem heldur á viðurkenningarskjalinu. Selfoss nýjar innréttinar fyrir kaffihúsið. Sem dæmi um breytingar var útbú- in salernisaðstaða fyrir karlmenn í símaklefunum, fyrir kvenfólk í geymsluherbergi og póstflokk- unarherbergið er orðið að eldhúsi. Þá eru þau að hugsa um að breyta skrifstofu stöðvarstjórans í koníaks- stofu. Að sögn Kristjönu lögðu fjöl- margir leið sína til þeirra fyrsta daginn, en þá voru þau með opið hús til þess að kynna starfsemina fyrir fólki, en einnig var boðið upp á kaffi og konfekt. Kvað Kristjana marga af gestunum hafa lýst ánægju sinni með þetta framtak þeirra hjóna og vænta góðs af þess- ari starfsemi í framtíðinni. SÍÐASTLIÐINN sunnudag opnuðu hjónin Kristjana Andrésdóttir og Heiðar I. Jóhannsson kaffistofu og bar í gamla pósthúsinu á Tálkna- firði. Veitingastaðurinn mun heita Pósthúsið og verður aðaláherslan lögð á kaffidrykki og meðlæti, bjór, léttvín og sterka drykki. Einnig verður boðið upp á pitsur. Fram- tíðin mun síðan leiða í ljós hver vöruþróunin verður. Húsið var byggt 1979 og tekið í notkun 1980. Póstur og sími byggði húsið og rak þar póstafgreiðslu, sem Íslandspóstur tók síðan yfir. Í byrjun árs 2002 var póstafgreiðsl- unni lokað og Sparisjóður Vestfirð- inga tók við póstþjónustu á Tálkna- firði. Síðan þá hefur húsið staðið ónotað, að undanskildum þeim hluta sem hýsir símstöð og annan tækjabúnað Landssímans. Í nóvember sl. tóku þau hjónin síðan ákvörðun um að kaupa húsið og breyta því í kaffihús. Þessi ákvörðun þeirra á að hluta rætur að rekja til þess að Kristjana hefur unnið í húsinu frá byrjun, fyrst í af- leysingum en síðar í fullu starfi og árið 1993 tók hún við sem stöðv- arstjóri Pósts og síma á Tálkna- firði. Eftir að gengið hafði verið frá kaupunum á húsinu tóku þau hjón- in til óspilltra málanna að breyta húsinu fyrir hið nýja hlutverk. Hefur smíðavinnan hvílt á Heiðari en hann er húsasmíða- meistari að mennt og hefur það vissulega hjálpað við þessar breyt- ingar. Þurfti að byrja á því að taka burt innréttingar, saga göt á veggi og fylla upp í önnur o.m.fl. Úr inn- réttingunum voru síðan smíðaðar Kaffihús opnað í gamla pósthúsinu Tálknafjörður Morgunblaðið/Finnur Kristjana og Heiðar við afgreiðsluborðið í nýja kaffihúsinu, en í framhlið borðsins eru pósthólfin sem notuð voru við póstafgreiðsluna. VINNUHÓPUR, skipaður af menntamálaráðherra í fyrrahaust, hefur lagt til að háskólanámssetur verði stofnsett á Egilsstöðum. Það á að tengjast væntanlegu rannsókna- og þjónustusetri Skógræktar ríkis- ins, Héraðsskóga, hreindýrarann- sókna Umhverfisstofnunar, Land- græðslu ríkisins, Búnaðarsambands Austurlands og Landsvirkjunar. Þannig er ætlunin að mynda öfl- ugt þekkingarsetur sem styður við háskólanám og rannsóknir á Austur- landi og er Fræðslunet Austurlands talinn heppilegur aðili til að halda ut- an um starfsemina. Í skýrslu vinnu- hópsins er einnig lagt til að byggður verði upp svokallaður netháskóli sem byggist á samstarfi háskólanna í landinu um fjarkennslu og dreif- menntun. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að stofnkostnaður og rekstur háskóla- námsseturs verði í upphafi greiddur af fjárlögum. Ekki er langt um liðið síðan ráðherrar menntamála og iðn- aðar- og viðskipta undirrituðu sam- komulag um átak til uppbyggingar menntunar og menningar á lands- byggðinni, en þar féllu 16 milljónir króna í hlut væntanlegs háskóla- námsseturs undir liðnum „Efling sí- menntunarmiðstöðva og uppbygging háskólanámssetra“. Stofnun háskólanámsseturs undirbúin á Egilsstöðum Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í ágúst er stefnt að því að opna í þessum húsakynnum á Egilsstöðum nýtt háskóla- og rannsóknasetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.