Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 37 Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI SÍÐUSTU tvær vikur hefur Brynjar Vilmundarson, eigandi stóðhestsins Þrists frá Feti, kannað undirtektir við þátttöku í hlutafélagi um hestinn, sem nú er á fimmta vetri. Hulda G. Geirsdóttir hefur séð um nokkurs konar markaðskönnun og í framhald- inu kynningu á sölu hluta í klárnum og sagði hún að þetta hefði gengið ótrúlega vel. Seinnipartinn í gærdag voru sjö hlutir óseldir en þar af voru aðilar mjög volgir fyrir kaupum á tveimur hlutum. Þannig er líklegt að í dag séu aðeins fimm hlutir eftir óseldir. Uppbyggingin á félaginu um Þrist er sú sama og hjá Orrafélaginu, en Þristur er einmitt undan Orra. Um sextíu hluti verður að ræða og hyggst Brynjar eiga tuttugu hluti sjálfur. Það þýðir að eigendur hestsins geta haldið sextíu hryssum undir hann en auk þess verða seldir tíu tollar til við- bótar og tekjurnar af því notaðar til að reka hestinn. Þar er um að ræða fóðrun og hirðingu hestsins og um- sýslu á fengitíma. Einnig bætist við þjálfun á hestinum verði stefnt með hann í dóm á nýjan leik. Hluturinn í Þristi er seldur á 205 þúsund krónur og markaðsverðmæti hestsins því samkvæmt því 12,3 milljónir króna. Ef um beina sölu á öllum hestinum hefði verið að ræða má ætla að verðið hefði verið allnokkru lægra. Að sögn Huldu eru væntanlegir kaupendur alls staðar að af landinu og í hópnum séu allt frá hrossaræktendum í fremstu röð niður í áhugamenn um hrossarækt sem fái eitt folald á ári og jafnvel minna en það. Það má því ætla að margir líti á kaup í Þristi sem góða fjárfestingu sem veiti þeim um leið aðgang að spennandi stóðhesti með hryssur sínar. Þá hefur einn aðili í Bandaríkjunum keypt hlut og sömu- leiðis einn frá Þýskalandi. Af sterkum stofnum Þristur var sýndur á landsmótinu í sumar og hlaut þá í aðaleinkunn 8,19, fyrir sköpulag hlaut hann 8,09 en fyr- ir hæfileika 8,26. Hann hlaut þrjár ní- ur fyrir tölt, vilja og geðslag og feg- urð í reið. Auk þess hlaut hann 9,0 fyrir prúðleika sem var jafnframt hæsta einkunn sköpulags. Hann er með 122 í aðaleinkunn í kynbótamati en þar hlýtur hann hæst 132 fyrir fegurð í reið og 129 fyrir brokk og 128 fyrir tölt. Hæstu einkunnir sköpulags eru 123 fyrir hófa og bak og lend en fyrir prúðleika hefur hann hlotið 120. Veiku punktarnir í Þristi samkvæmt kynbótamatinu eru höfuð, fótagerð og réttleiki og í hæfileikum skeið og fet. Móðir Þrists er Skák frá Feti sem hefur hlotið 7,74 í aðaleinkunn í dómi og aðeins 106 stig í kynbótamati. Hún er undan Barón frá Miðsitju sem var undan Hervari frá Sauðárkróki og Perlu frá Kúskerpi. Hann hlaut að- eins dóm fyrir sköpulag og hlaut þá 7,53 og í kynbótamati er hann aðeins með 103 í aðaleinkunn. Á pappírun- um virðist því móðurættin býsna veik en þess ber að gæta að á bak við Skák stendur eins og hér kemur fram Hervar og á öðrum stað Hrafn frá Holtsmúla. Þá eru einnig í bakgrunni Gormur frá Akureyri og faðir hans Eyfirðingur og svo er Sokki frá Vall- holti á nokkrum stöðum í ættartölu Þrists. Þá má einnig geta þess að meginstólparnir á bak við Orra frá Þúfu eru einmitt Hervar og Hrafn og er ættartafla Þrists nokkuð athygl- isverð að því leytinu til. Þristur vakti mikla athygli á lands- mótinu fyrir skörulega og örugga framgöngu, töltið í hestinum virðist afar sterkt og hann vel settur í höf- uðburði með góðum fótaburði. Þrist- ur er brúnskjóttur, sem þykir í dag mikill kostur. Má ætla að hann gæti gefið skjótt í ríkum mæli þar sem talsvert er af brúnskjóttu á bak við hann. Framtíðareignarform Hlutafélagsformið er greinilega mjög hentugt eignarform í stóðhesta- haldinu. Hrossaræktarsamböndin hafa gegnum árin gegnt forystu- og lykilhlutverki ístóðhestahaldi, þau keyptu að öllu jöfnu alla bestu stóð- hesta landsins og tryggðu hrossa- ræktendum aðgang að þeim á viðráð- anlegu verði. Nú hafa markaðs- lögmálin tekið yfir og einnig hitt að með verulega auknu framboði á góð- um stóðhestum virðist hlutafélags- formið henta betur. Sérstaklega hin seinni ár hafa skoðanir verið afar skiptar þegar hrossaræktarsambönd hafa keypt stóðhesta og þá gjarnan tekist á um hvort kaupa hefði átt þennan eða hinn hestinn og eins að verðið hafi verið alltof hátt fyrir þennan eða hinn hestinn. Með hluta- félagsforminu kaupa menn í hestum sem þeir hafa velþóknun á og má því segja að með því skipi menn sér í fylkingar eftir stóðhestum en tæp- lega er hægt að tala um ræktunarlín- ur í dag. Allmörg hlutafélög um stóðhesta eru til og hefur reksturinn gengið upp og ofan. Ræðst það að sjálfsögðu af því hversu góðir kynbótagripir hestarnir reynast þegar á hólminn er komið. Fremst í flokki er þar að sjálf- sögðu Orrafélagið, sem nú hefur ver- ið til í áratug. Þá hafa verið stofnuð félög um aðra ungstjörnu landsmóts- ins, Aron frá Strandarhöfði, Markús frá Langholtsparti, Dyn frá Hvammi, þá bræður frá Brún Óð og Óskahrafn og Sæ frá Bakkakoti. Þetta eru með bestu stóðhestum landsins og hefur rekstur félaga í kringum þá gengið þokkalega. Einnig hafa verið stofnuð félög um aðra hesta minna þekkta og er óhætt að segja að gengi félaganna hafi verið með ýmsu móti. Vel þekkt eru dæmi um að ungir og óreyndir hestar hafi engan veginn staðið undir vonum og því hafi fjármunir sem hluthafar hafi lagt fram að engu orðið eða því sem næst. Dæmi eru um að hluthafar hafi einungis útgjöld út úr félögum sem þessum. Það fylgir því talsverð spenna að kaupa sér hlut í stóðhesti því þótt vissulega megi hafa einhver áhrif á það hvernig gengi fé- lagsins verður er það fyrst og fremst erfðakraftur og gæði hestsins sem ferðinni ráða. Verð hluta í hestum hefur einnig verið mjög breytilegt og fer það að sjálfsögðu eftir einstak- lingsgæðum þeirra oft í byrjun. Einnig eru dæmi um að stofnað hafi verið til félagsskapar um hesta strax á folaldsaldri og má þar nefna sem dæmi Óskahrafn frá Brún. Þar er lík- lega um hámarksáhættu að ræða á þessum vettvangi, margir óvissu- og áhættuþættir á langri leið. Nú hefur sá hestur verið sýndur og er með all- þokkalega stöðu en væntanlega verða það afkvæmi hans sem skera úr um hvort sú fjárfesting sem lagt var í fyrir einum sex árum skilar sér og hvort klárinn skilar hluthöfum sín- um hagnaði af þessum fjármunum. Þess má geta að samkvæmt sölu á hlutum í Óskahrafni á sínum tíma var markaðsvirði hans sex milljónir og er að öllum líkindum dýrasta folald sem um getur hér á landi og þótti þetta verð með ólíkindum á sínum tíma. En svona hafa markaðslögmálin teygt anga sína inn í hrossaræktina og setur það óneitanlega aukna spennu í greinina. Enn eitt hlutafélagið um stóðhest í burðarliðnum Hlutirnir í Þristi frá Feti renna út Morgunblaðið/Vakri Salan á hlutum í Þristi frá Feti virðist falla í góðan jarðveg hjá hestamönnum. Knapi er Erlingur Erlingsson. Hlutafélagsformið er nú óðum að taka yfir í heimi stóðhestanna. Í síðustu viku hefur staðið yfir undirbúningur að enn einu hlutafélagi um stóðhest og virðist allt stefna í að sá háttur muni leysa af hólmi eitt aðalhlutverk hrossa- ræktarsambanda í áratugi. Valdimar Krist- insson kynnti sér stofnun hins nýja félags og getur hér einnig annarra félaga. vakri@mbl.is NÚ Í fyrsta skipti var boðið upp á tvær sýningar og veitti svo sann- arlega ekki af, því færri komust að en vildu og spurðist meðal annars út að tvær rútur hefðu mætt á staðinn fullar af fólki en því miður hefði orðið að vísa þeim frá því húsrúm leyfði ekki fleiri áhorfendur. Eins og ávallt áður var unga fólkið í miklum meirihluta sýningargesta og sýn- ingaratriðin að venju með örfáum undantekningum borin uppi af ungum hestamönnum. Mikil vinna og fyrirhöfn hefur verið lögð í sýningaratriðin og komu þar margir að. Árangurinn var líka eftir því, hvert atriðið öðru betra, skraut og munst- urreiðar ýmiss konar, söngur, dans og hljóðfæraleikur ungra hestamanna og hunda og svo hestur lagður til svefns. Fyrir utan skemmtanagildi sýn- ingarinnar, sem er mikið ef marka má þessa miklu aðsókn, má hiklaust telja hana hafa skap- að sér mikilvægan sess í kynn- ingu á hestum og hestamennsku. Þarna kemur mikill fjöldi barna og unglinga sem stunda hesta- mennsku í litlum eða engum mæli og má mikið vera ef enginn þeirra laðast að þessari áhuga- verðu frístundaiðju sem verður síðar meir atvinna margra. Þá virðist sem Æskan og hesturinn sé orðin vinsælasta reiðhallarsýn- ing sem haldin er á landinu en taka verður með í reikninginn í slíkum samanburði að ókeypis er inn á þessa sýningu. Pollar, sem er tiltölulega nýr aldursflokkur í hestamennskunni, fengu heldur betur að njóta sín að þessu sinni en 40 börn í þess- um flokki riðu um sal hallarinnar við mikla kátínu sýningargesta. Eftir 10 til 15 ár má gera ráð fyr- ir að einhverjir þeirra muni fara um sali hallarinnar í alvarlegri erindagjörðum á gæðingum í fremstu röð. Mikil ánægja ríkti með sýn- inguna að þessu sinni enda sam- koman einstaklega vel heppnuð. Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni í Víðidal Fjölsóttasta reið- hallarsýning ársins Morgunblaðið/Valdimar Mikið var lagt í sýninguna Æskan og hesturinn. Meðfylgjandi mynd var tekin í síðasta ári og þótti það vel takast og komust færri en vildu. Sýningunni Æskan og hesturinn hefur svo sannarlega vaxið fiskur um hrygg. Allt frá fyrstu sýningu fyrir sex árum hefur aðsókn farið ört vaxandi og nú er talið að sýningargestir hafi verið í kringum fimm þúsund og meðal þeirra var Valdimar Kristinsson sem skemmti sér prýðilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.