Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 31 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Handtalstöðvar VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Drægni allt að 5 km Verð frá kr. 5.900,- UHF talstöðvar í miklu úrvali ÞAÐ er staðreynd að fíkniefnasal- arnir eru farnir að markaðssetja varning sinn í grunnskólum landsins. Skiptir þá engu máli hvar á landinu skólinn er. Í starfi mínu með börnum og unglingum í rúm 25 ár hef ég fundið að gjörbreyting hefur orðið á notkun vímugjafa. Þegar ég var ung- lingur þótti það alvarlegt ef ungling- ar notuðu vín. Það þótti ekki „fínt“ að vera undir áhrifum áfengis á al- mannafæri. Í dag er rætt um að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum og leyfa frjálsa verslun með kannabis- efni. Þessi umræða hefur náð eyrum áhrifagjarnra unglinga og fallið þar í jákvæðan jarðveg. Í samtölum mín- um við þessa unglinga um fíkniefni kemur greinilega fram að þeir trúa því að það sé ekkert mál að nota fíkniefni um helgar. Það er ódýrara en áfengi, áhrifin koma fljótt og vara lengur og engir timburmenn daginn eftir. Ennfremur nefna þau að allir séu rólegri, slagsmál og ofbeldi sé nánast óþekkt. Þeim finnst það gam- aldags að ég skuli hafa áhyggjur af því að þau séu að nota efni eða séu í félagsskap með fólki sem notar þessi efni. „Glætan“ og „no big deal“ segja þau, við þekkjum þessi efni og áhrif þeirra. Framboðið á fíkniefnum virð- ist vera það mikið að það þurfti nauð- synlega að finna nýjan markhóp, stóran hóp neytenda, og sá hópur er nemendur grunnskólanna. Það er byrjað á að gefa þeim að „smakka“ á efninu og eftir skamman tíma verða fórnardýrin, sem byrjað var á að venja á efnin með gjafaskammti, far- in að kaupa þau og að endingu eru þeir sem í upphafi voru að „smakka“ farnir að selja efnin til að fjármagna eigin neyslu og vera inn undir hjá sölumönnum dauðans. Sorgleg dæmi eru um mjög unga nemendur sem eru að selja fíkniefni. Skólastjórn- endur lenda í því aftur og aftur að hringja heim í forráðamenn og biðja þá ýmist um leyfi til að senda ung- linginn í þvagprufu til að sanna eða afsanna að um fíkniefnaneyslu sé að ræða eða til að fá þá til að fara sjálfa með unglinginn í prufu. Þetta er skelfileg þróun sem á sér stað og ég veit að þar tala ég fyrir munn allra þeirra sem að uppeldi barna og ung- menna koma. Þrátt fyrir allar for- varnirnar stöndum við frammi fyrir þessum erfiða vágesti í dag. Það eru fjölmargir aðilar að vinna gegn þess- um vágesti; ÍSÍ, UMFÍ, Áfengis- og vímuvarnaráð, foreldrafélög, ýmis félög og félagasamtök, ráðuneyti og svo mætti áfram telja. Persónulega hef ég tekið þátt í og átt aðild að mörgum forvarnaverkefnum og ég trúi að þau hafi áhrif, að dropinn holi steininn. En oft hef ég spurt sjálfa mig: Hvar hefjast forvarnirnar? Svarið er einfalt í mínum huga og mjög augljóst. Þær byrja á heimilun- um, hjá fjölskyldunni. Þeirra er ábyrgðin og verður alltaf. Ef vel er staðið að umræðu um þessi mál heima fyrir, unglingurinn styrktur í því að segja nei, farið eftir lögbundn- um útivistartíma og eftirlit haft með því hvar unglingurinn er og með hverjum trúi ég að ástandið batni. Gefumst ekki upp. Höldum vöku okkar. Komum þeim til manns. Fíkn er fjötur Eftir Helgu G. Guðjónsdóttur „Gefumst ekki upp. Höldum vöku okkar. Komum þeim til manns.“ Höfundur er aðstoðarskólastjóri og varaformaður UMFÍ. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Fermingarhárskraut Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12 Fermingargjafir Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.