Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG hlustaði í útvarpi á Sverri tala um kvótamál og get verið sáttur við sumt, en það sem hann sagði um út- hafstogara, það væri ekki norðanátt eins og stundum var sagt. Hefur Sverrir ekki heyrt minnst á að allri lifur er hent svo eitt sé nefnt? Þeg- ar ég var á útilegubátum sem voru rétt um 100 tonn þá var öll lifur og gota sett í tunnur og meira að segja á trollbátum hér í buktinni var hirt lifur. Þegar pabbi var á togurum fyrir stríð voru lifrarpeningarnir aðal kaupið. Þegar svonefndir ný- sköpunartogarar komu var það tek- ið fram um breytingar frá þeim eldri að nú þyrftu kallarnir ekki að bera lifrina, henni væri skotið utan af dekki, en nú fer hún beint í sjó- inn. Sagt var frá því þegar fyrstu stóru togararnir komu að nú stæði til að hirða slóg og gera úr því meltu þannig að allt væri hirt sem inn kæmi. Ekkert varð úr öllum þessum ráðagerðum. Það er hægt að selja þurrkaða hausa úr landi á sæmilegu verði svo það er ekki ástæðan fyrir því að þeim er hent. Ég hefði haldið að jafn glöggur maður og Sverrir vissi um þetta og myndi taka á þessu í ræðu sinni um útgerð og veiði og kvótabrask en hann minntist ekki einu orði á að milljónum væri hent í sjóinn á tog- urunum. Ég hélt að hann gerði kröfu um að lifur (lýsi) og bein væru sett í land í hverjum veiðitúr eins og flökum. Þegar veiðar eru skammtaðar eins og nú er, veitir ekki af að gera verðmæti úr öllu sem veiðist. Veiði á línu er best fall- in til að fá góðan fisk. Þess vegna ætti að gefa þær frjálsar á vertíð- inni en sleppa neðanmörkum. Það gæti orðið liður í að ná upp fiski- stofnum. Ég vona að Sverrir og Guðjón taki sjávarútvegsstefnu sína til skoðunar og taki á brott- kasti alls konar verðmæta. Við höfum ekki efni á að kasta fiskinum í sjóinn aftur. Ef hann tekur fastar á í þessum efnum, þá óska ég þeim góðs gengis í vor. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178. Feilnóta í sjávarút- vegssinfóníu Sverris Hermannssonar Frá Guðmundi Bergssyni STJÓRNMÁLAMENN og aðrir framámenn á landinu, svo sem for- ystumenn verkalýðsfélaga, tala mikið um fátækt þessa dagana. Þessir menn eru að uppgötva það sem ávallt hefur verið til staðar en þeir sjá það ekki úr þeim fílabeinst- urni sem þeir hafa reist sjálfum sér til dýrðar. Þessir menn keppast við að komast í sjónvarp, útvarp og blöð til að tjá sig um hve slæmt þetta fólk hefur það. Þeir segja að þetta sé ólíðandi, sem þetta nátt- úrulega er, og það verði að gera eitthvað til að vinna bót á þessu máli. Mikið er ég sammála þeim að það verði að vinna bug á þessu en ég verð að segja að ég og þeir erum ekki sammála um leiðir að þessu marki. Fyrir allmörgum árum var ég á félagsfundi í verkalýðsfélaginu Dagsbrún sem þá var og hét. Um- ræðuefnið var kjarasamningur sem verið var að reyna að keyra í gegn af forsvarsmönnum félagsins. Þeim var mjög í mun að koma þessum samningum í gegn en margir voru þeirrar skoðunar að lægstu launin hækkuðu ekki nógu mikið og vildu reyna að gera betur. Ég var einn þeirra sem mæltu með því að reynt yrði að bæta hag þeirra lægst laun- uðu og stakk þá og geri enn upp á að forsvarsmenn verkalýðsfélaga fengju greitt fyrir sína vinnu miðað við þann lægsta taxta sem verka- lýðsfélagið býður upp á. Þannig myndi formaður Eflingar fá t.d. 2,5- faldan lægsta taxta félagsins fyrir fulla vinnu. Til að hækka í launum yrði formaðurinn að hækka lægstu launin. Þegar þessi fundur var haldinn í Austurbæjarbíói voru for- svarsmenn félagsins búnir að stefna þangað nógu mörgum já- mönnum til að samþykkja samning- inn og hafa það eftir sem áður allt of gott miðað við félagsmennina sem þeir hafa samningsrétt fyrir. Ég mæli því enn með að laun stjórnenda verði miðuð við þá smánartaxta sem greiddir eru. For- stjórar fá laun í samræmi við lægstu laun sem fyrirtæki þeirra greiða og verkalýðsforingjar í takt við þá samninga sem þeir gera. Ríkisstjórn og þingmenn eiga að fá greidd laun í samræmi við það sem ríkið greiðir þeim lægst launuðu. Þessir menn myndu þá e.t.v. sjá með eigin augum hvernig laun í landinu liggja. Það erum við kjós- endur og félagsmenn í verkalýðs- félögum sem eigum að krefjast þess að þessir menn beri hag okkar fyrir brjósti og nota kosningarétt okkar í þingkosningum og á almennum verkalýðsfundum til að fá þessu framgengt en ekki sitja og bíða og vona. Þá gerist aldrei neitt. SIGURÐUR SIGURÐARSON, Tjarnarlöndum 13, Egilsstöðum. Fátækt á Íslandi er staðreynd Frá Sigurði Sigurðarsyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.