Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 21
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 21 Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Kynnum OROBLU vorvörurnar í dag kl. 14-18 í Lyf og heilsu Mjódd og Lyf og heilsu Firði, Hafnarfirði. Glæsilegur kaupauki af verslað er tvennt frá Oroblu frugg: Frískleg og tafarlaus svörun, en um leið örugg. Talar þú Micra? F í t o n / S Í A BANDARÍSKI herinn hóf í gær mikla herflutninga til austurhluta Kúrdahéraðanna í Norður-Írak en áður höfðu um 1.000 fallhlífarher- menn tryggt öryggi mikilvægs flugvallar í héraðinu. Haft er eftir vitnum, að bandarískir hermenn séu nú komnir að víglínu Íraka við olíuborgina Kirkuk. Íbúar í Bakrajo, þar sem ein samtök Kúrda höfðu unnið að lag- færingu flugvallar, sögðu, að margar flutningaflugvélar hefðu komið þangað í fyrrinótt. Er völl- urinn á milli bæjanna Sulaymaniya og Chamchamal en sá síðarnefndi er í um 40 km fjarlægð frá Kirkuk. Með flugvélunum komu hermenn, skriðdrekar og önnur hergögn. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins sagði í gær, að nú væri í fyrsta sinn um að ræða raunverulegan liðssafnað Banda- ríkjamanna í Norður-Írak. Orrustuþotur frá bandaríska flugmóðurskipinu Theodore Roosevelt héldu uppi árásum á skotmörk í Norður-Írak meðan á lendingu fallhlífarhermannanna og herflutningunum stóð og réðust meðal annars á loftvarnir og stjórnstöðvar Íraka. Haft var eftir heimildum í röð- um Kúrda, að Bandaríkjamenn hygðust sækja fram á þessum slóðum og þá einkum að olíuborg- unum Mosul og Kirkuk. Tafir vegna afstöðu Tyrkja Hernaðaraðgerðir Bandaríkja- manna á þessum slóðum hafa taf- ist vegna þess, að Tyrkir leyfðu þeim ekki afnot af sínu landi. Áður höfðu Bandaríkjamenn ætlað sér að senda 62.000 hermenn um Tyrkland inn í Norður-Írak. Kúrdahéruðin í Norður-Írak hafa verið á valdi Kúrda sjálfra frá því í Persaflóastríðinu 1991. Eru þau á stærð við Sviss en Írakar ráða hins vegar olíuborgunum á þessu svæði, Mosul og Kirkuk. Reuters Mynd af sjónvarpsskjá af bandarískum fallhlífarhermönnum, sem svifu til jarðar skammt frá flugvellinum í Harir í Norður-Írak. Miklir liðs- flutningar til Norður-Íraks Takmarkið í fyrstu að ná olíu- borgunum Mosul og Kirkuk Chamchamal. AFP.     !                  ! "#  $ %     &           '    &  $  -  ( .%&/ )  01%-2&/3 '4+)  - #)   '5%2&/3 #*+ .%&- &6    *  0  BREZK skriðdrekaherdeild eyði- lagði fjórtán íraska skriðdreka sem sóttu í suðurátt út úr borginni Basra í suðurhluta landsins í gær- morgun, án þess að verða fyrir neinum skaða sjálf, eftir því sem talsmenn brezka heraflans greindu frá. Brezkar hersveitir sitja um borgina. „Þessir skriðdrekar voru teknir fyrir. Þeir voru eyðilagðir,“ tjáði brezki varnarmálaráðherrann Geoff Hoon blaðamönnum í Lund- únum. Þrír en ekki 120 Talsmenn herafla bandamanna í Írak greindu ennfremur frá því, að fregnir þess efnis að á miðviku- dagskvöld hefði lest farartækja Írakshers, sem í hefðu verið allt að 120 skriðdrekar, reynt – í skjóli myrkurs og sandbyls – að „laumast út“ úr Basra í norðurátt, væru orð- um auknar. Þarna hefðu í raun að- eins verið þrír skriðdrekar á ferð- inni, auk annarra farartækja. Þeir hefðu verið eyðilagðir. Nokkru áður hafði Al Lockwood, talsmaður brezka hersins í stjórn- stöð Íraksherfarar bandamanna í Doha í Katar, ekki viljað nefna neina tölu yfir það hve mörg far- artæki hefðu verið í lestinni á mið- vikudagskvöld. Michael Boyce aðmíráll, sem ávarpaði blaðamenn í Lundúnum ásamt Hoon varnarmálaráðherra, sagði að í gærmorgun hefði brezka skriðdrekasveitin Scots Dragoon Guards verið á ferð rétt suður af Basra, á leið suður á Faw-skaga til að styrkja herlið bandamanna þar. Þá hefði hún rekizt á fjórtán íraska skriðdreka af T-55 gerð. Brezka sveitin, sem var skipuð fjórtán skriðdrekum af Challenger- II-gerð, „mætti írösku skriðdrek- unum á ferð og eyðilagði þá alla; enginn af okkar skriðdrekum varð fyrir skaða,“ sagði Boyce. Túlkað sem merki um ör- væntingu íraskra stjórnenda Á daglegum blaðamannafundi í Doha lét áðurnefndur Lockwood svo ummælt, að sérkennileg beit- ing írösku skriðdrekanna sýndi hve örvæntingarfullir fulltrúar stjórnar Baath-flokks Saddams Husseins Íraksforseta væru að verða, andspænis umsátri hers bandamanna, og hve miskunnar- lausir þeir væru gagnvart óbreytt- um borgurum í Basra. „Valkostir andstæðingsins eru orðnir takmarkaðir. Þeir vita ekki hvað þeir eiga til bragðs að taka og eru farnir að fálma. Þetta sýnir að herstjórnarkerfi Íraka er í upp- lausn og yfirstjórnin í Bagdad orð- in sambandslaus [við fulltrúa sína suður í Basra],“ sagði talsmaður- inn. „Þetta eru sjálfseyðingarlegar aðferðir, fullkomlega órökréttar og hernaðarlega glórulausar,“ sagði Lockwood. Svo virtist sem herskáir vopn- aðir fulltrúar Baath-flokksins væru að „ógna fjölskyldum íraskra her- manna til þess að neyða þá til að aka þessum hernaðarfarartækjum út úr Basra.“ Hermennirnir hefðu verið þving- aðir til að stefna skriðdrekunum út úr borginni í bardagastellingum og kallað þannig endalokin yfir sig, þótt þeir hefðu sennilega helzt kosið að gefast upp. Boyce sagði að alls hefðu brezku hersveitirnar við Basra, með sam- anlögðum mætti stórskotaliðs og yfirráða í lofti, grandað nítján skriðdrekum Íraka á síðustu sólar- hringum. Eyddu skriðdrekum sem sóttu út úr Basra Utan við Basra, Lundúnum. AFP, AP. BRESKA ríkisútvarpið, BBC, greindi frá því í gær að það hefði heimildir fyrir því að Írakar hefðu framið fjöldamorð í Kúrdahéruðum landsins. Ógerlegt var með öllu að fá frétt þessa staðfesta. BBC kvaðst hins vegar hafa af því fregnir að ógnarsveitir stjórnar Saddams Husseins Íraksforseta hefðu farið um byggðir Kúrda í norð- urhluta landsins í því skyni að fá ætt- bálka þar til að taka þátt í átökunum. Í þorpi einu á þessum slóðum, sem ekki var nafngreint, hefði liðsafli þessi framið fjöldamorð á íbúunum eftir að þeir neituðu að ganga til liðs við stjórnarherinn. Hefðu 500 óbreyttir borgarar verið teknir af lífi. Heimildarmenn voru sagðir vera fé- lagar í stjórnmálasamtökum Kúrda, Einingarsambandi Kúrdistans. Sem fyrr segir lagði BBC ríka áherslu á að ógerlegt væri með öllu að staðfesta frétt þessa. Fregnir af fjöldamorði TILRAUNUM til að koma hjálpar- gögnum til Íraks um höfnina í Umm Qasr hefur verið hætt um sinn vegna tundurdufla, sem enn finnast úti fyrir henni. Talið er, að matarbirgðir í landinu endist ekki nema í mánuð enn. Til stóð að afferma breska flutn- ingaskipið Sir Galahad í gær en því var frestað þegar tvö tundurdufl fundust skammt frá höfninni. Búist var við, að skipið gæti hugs- anlega lagst upp að á morgun og farminum skipað upp um helgina. Er aðallega um að ræða matvæli og vatn. Wendy Chamberlin, fulltrúi bandarísku þróunaraðstoðarinnar, sagði, að það væri sitt mat, að Írakar hefðu ekki matarbirgðir nema í mán- uð og sums staðar í landinu í skemmri tíma. Foringi í herliði Bandaríkjamanna í Umm Qasr sagði í gær, að almenn- ingur þar virtist feginn komu banda- rísks og bresks herliðs og brosti jafn- vel til þeirra. Íraskur læknir á staðnum, sem að- stoðað hefur við að skipuleggja dreif- ingu hjálpargagna, sagði hins vegar, að þótt fólkið væri fegið því að fá mat og vatn, þá þýddi það ekki, að það stæði með innrásarliðinu. „Þetta er enn eitt land með einum leiðtoga,“ sagði hann. Tundurdufl loka enn Umm Qasr Umm Qasr. AFP. TALSMENN Bandaríkjahers telja ekki sennilegt að flugskeyti herja bandamanna hafi valdið mannfallinu á markaði í norðurhluta Bagdad í fyrradag, en þar fórust fimmtán og þrjátíu til viðbótar særðust. Þeir telja hugsanlegt að Írakar hafi skot- ið á loft eldflaug til að verjast loft- árásum bandamanna og að hún hafi hafnað í þessum borgarhluta með fyrrgreindum afleiðingum. Írakar segja Breta og Bandaríkja- menn bera ábyrgð á árásinni á íbúð- arhverfi í Bagdad sem varð 15 óbreyttum borgurum að bana. Virt- ust talsmenn bandamanna í fyrradag hafa gengist við því að hugsanlega hefðu mistök átt sér stað. Í gær kvað við nýjan tón og Vincent Brooks, hershöfðingi í Bandaríkjaher, sagði engar af herþotum bandamanna hafa gert árásir á þennan borgar- hluta á miðvikudag. „Við teljum það fullkomlega hugs- anlegt að í reynd hafi verið um að ræða eina af eldflaugum Íraka sem skotið var á loft en sem lenti á þess- um stað; eða þá, miðað við hegðun stjórnarinnar [í Írak] nýverið, að vís- vitandi hafi verið staðið fyrir þessari árás,“ sagði Brooks. Fólst í orðum hans sú skoðun að Íraksher hefði hugsanlega gert árás á eigin borgara til að gera banda- mönnum skráveifu í áróðursstríðinu, sem háð er samhliða hinum eiginlega hernaði. Segja 350 óbreytta borgara fallna Írakar segja að meira en 350 óbreyttir borgarar hafi beðið bana á fyrstu sjö dögum stríðsins í Írak og sökuðu þeir Bandaríkjamenn um það í gær að hafa varpað klasa- sprengjum á borgara í Bagdad. Írak- ar segja að 3.650 hafi særst af völd- um hernaðaraðgerða bandamanna á fyrstu viku átakanna. Ekki óvina- flaugar heldur árás Írakshers? As Saliyah í Katar, Bagdad. AFP. Bandamenn sverja af sér árás sem varð 15 óbreyttum borgurum að bana í Bagdad í fyrradag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.