Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 55 PETER Storrie, stjórnarformaður enska 1. deildarliðsins Portsmouth, segist mjög vonsvikinn yfir þeirri ákvörðun Hermanns Hreiðarssonar að ganga í raðir Charlton frekar en Portsmouth. „Þetta var hans per- sónulega ákvörðun og hafði ekkert með peninga að gera. Tilboð okkar var sambærilegt við það sem Charl- ton bauð, bæði hvað varðar kaup- verð og launagreiðslur. Hermann valdi frekar að fara til Charlton, sem er vel sett félag í úrvalsdeild- inni, heldur en til félags sem von- andi er á leið í deild þeirra bestu. Þegar við ræddum við Hermann lét hann í ljós að hann væri mjög spenntur að leika undir stjórn Harry Redknapps og fyrir framan stuðn- ingsmenn Portsmouth, en trygg staða Charlton í úrvalsdeildinni og staðsetning félagsins virðist hafa ráðið mestu um að Charlton varð fyrir valinu hjá Hermanni,“ segir Storrie á heimasíðu Portsmouth. Hermann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Charlton, eftir að hann fór í læknisskoðun í gærmorgun. Charlton borgar Ips- wich 800 þús. pund fyrir Hermann og fær liðið 100 þús. pund til við- bótar, ef það heldur sér uppi í úr- valsdeild eftir næsta keppnistímabil. Ipswich keypti Hermann á 4,5 millj. punda frá Wimbledon, þannig að hann hefur fallið mikið í verði. Her- mann má ekki leika með Charlton fyrr en á næsta keppnistímabili. „Vonbrigði að fá ekki Hermann“ Grindvíkingar byrjuðu mjögsterkt í fyrsta leikhluta, sjálf- sagt minnugir slakrar byrjunar í síð- asta heimaleik í Röstinni sem kostaði þá sigur. Enginn var þó sprækari en besti maður vallarins, Guðmundur Bragason, sem átti sér- lega góðan fyrsta leikhluta bæði í vörn og sókn. Þegar tvær mínútur voru til loka fyrsta leikhluta tóku gestirnir leikhlé í stöðunni 18:16. Þetta leikhlé virkaði vel því þaf sem eftir lifði af leikhlutanum áttu Stól- arnir góða rispu með Axel Kárason fremstan í flokki. Gestirnir höfðu því sex stiga forskot þegar fyrsta leik- hluta lauk, 27:21. Jafnræði var með liðunum allan annan leikhluta en í lok hans komust heimamenn fram úr gestunum og náðu naumu forskoti 47:44, ekki síst fyrir stórleik sem Helgi Jónas átti í leikhlutanum. Sami barningur var í þriðja leikhluta, jafnræði með liðun- um og heimamenn náðu ekki að slíta sig frá gestunum en höfðu forystu, 66:60. Undirritaður var farinn að setja sig í stellingar minnugur spennunar í síðasta leik í Röstinni. Framan af leikhlutanum magnaðist spennan og þegar leikhlutinn var hálfnaður kom Guðmundur Braga- son inná í stöðunni 74:72. Þar með settu heimamenn í lás og komust gestirnir ekkert áfram gegn sterkri vörn Grindvíkinga. Þegar tvær mín- útur voru til loka leiks komust heima- menn í 10 stiga forystu, 84:74 og þá hreinlega gáfust gestirnir upp svo að heimamenn gengu á lagið og sigruðu nokkuð sannfærandi 92:77. „Þetta var mikil barátta í kvöld og dálítið upp á sóknina hjá okkur en vörnin var fín. Við eigum mikið af vopnum og á meðan við erum óeig- ingjarnir og gefum okkur tíma í sókninni er erfitt að eiga við okkur,“ sagði Guðmundur Bragason, besti maður vallarins eftir leikinn en hann tók átján af rúmlega fjörtíu fráköst- um Grindvíkinga. Friðrik Ingi Rún- arsson þjálfari liðsins tók undir það og taldi sína menn hafa snúið við blaðinu eftir tap í síðasta leik, sem var á Sauðárkróki. „Við lékum miklu betri varnarleik en síðast þó að sókn- arleikurinn hjá okkur hafi kannski ekki verið eins góður. Það var mikil barátta og við vorum smátíma að komast í gang en allir leikir þessara liða hafa verið jafnir í vetur. Ég skil því ekki þessa umræðu sem mér finnst vera í gangi að við eigum að vinna þessa leiki stórt. Þetta Tinda- stólslið er mjög gott, þeir ógna bæði inní og fyrir utan. Mestu munaði hér í kvöld að við vorum ekki eins staðir í vörninni auk þess að það var miklu meiri vinnsla í okkar mönnum en í undanförnum leikjum,“ sagði Friðrik þjálfari Grindvíkinga að leik loknum. Leikurinn var gríðarlega skemmti- legur og nokkuð fast leikinn á köfl- um. Barátta Guðmundur Bragasonar og Michalils Andropovs hjá Tinda- stóli var mikil inn í teig og um tíma var hún komin talsvert út úr teignum enda mikið kapp í þeim báðum. Hvor um sig gerði 15 stig þannig að þeir stóðu jafnir þar en Guðmundur var talsvert grimmari í fráköstum og tók 18 slík á meðan Andropov tók sjö. Hjá heimamönnum léku Guð- mundur, Helgi Jónas Guðfinnsson, Páll Axel Vilbergsson og Darrel Lewis allir mjög vel og hjá Tindastóli voru Clifton Cook og Axel Kárason bestir. ELÍN Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr KR, er með slitið fremra krossband í hné og leikur því væntanlega ekkert með KR í sumar. Elín Jóna, sem stundar nám í Bandaríkjunum, varð fyrir meiðslum þar fyrir skömmu og útlit var fyrir að um venjulega liðþófasköddun væri að ræða. Nú liggur hins vegar fyrir að krossbandið er slitið og hún þarf að fara í að- gerð innan skamms. Elín Jóna lék lykilhlutverk í varnarleik Íslandsmeistara KR í fyrra- sumar og var í byrjunarliði Ís- lands í öllum leikjum ársins í undankeppni HM. Elín Jóna með slitið krossband  EINAR Hólmgeirsson, örvhenta skyttan úr ÍR lék á ný með liðinu í gærkvöld en hann hefur verið frá í nokkra mánuði vegna meiðsla. Einar fann sig ágætlega og gerði níu mörk í leiknum þótt það dygði ekki ÍR til sigurs að þessu sinni.  BJARNI Skúlason, júdómaður, tekur þátt á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina. Vernharð Þorleifsson getur ekki tekið þátt í mótinu vegna meiðsla. Þeir tóku þátt í opna ítalska meistaramótinu um sl. helgi. Bjarni féll úr í annarri umferð, en Vernharð í þeirri fyrstu.  HALLDÓR Sigfússon skoraði 2 mörk fyrir Friesenheim þegar liðið sigraði Dormagen á útivelli, 27:25, í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í fyrrakvöld. Friesen- heim, sem Atli Hilmarson þjálfari, er í þriðja sæti með 37 stig en á tvo leiki til góða á Düsseldorf sem er með 45 stig í öðru sæti en Kronau/ Östringen er í efsta sæti með 47 stig.  GUÐFINNUR Kristmannsson og lærisveinar hans töpuðu fyrir Guif, 33:24, í sænsku 1. deildinni í hand- knattleik í fyrakvöld. Guðfinnur skoraði 1 mark en Kristján Andr- ésson skoraði 3 mörk fyrir Guif.  RÚNAR Sigtryggsson og félagar hans í Ciudad Real töpuðu fyrir Ademar Leon, 26:23, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í fyrra- kvöld. Rúnar skoraði ekki og lék sem fyrr aðallega í vörninni. Á sama tíma sigraði Barcelona lið Galdar, 26:23, og náði þar með fimm stiga forskoti í deildinni. Börsungar eru með 43 stig, Ciudad Real 38, Ademar Leon 37 og Portland San Antonio 36.  BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylf- ingur úr Keili, varð í 10.-12. sæti á fyrsta móti sínu á keppnistímabilinu. Keppt var í Kent og lék hann á einu yfir pari, fyrri daginn á 73 höggum en þann síðari á 69. Sigurvegarinn lék á sex höggum undir pari. Björg- vin er að ljúka við að breyta sveifl- unni hjá sér og lengjast höggin hjá honum við það, fyrri daginn var hann gjarn á að spila yfir flatirnar vegna þessa, áttaði sig ekki á hversu högg- langur hann var orðinn.  ÍSLENSKA landsliðið í snóker hóf í gær keppni í Álfukeppninni sem fram fer á Möltu. Liðið vann fyrstu tvo leikina, Sviss 15-3 og Möltu 4 10:8. Í fyrri leiknum fór Jóhannes B. Jóhannesson á kostum og vann alla sína ramma mjög sannfærandi og átti auk þess hæsta breikið, eða 86.  SOL Campbell, miðvörður Arsen- al, fer ekki með landsliði Englands til Liechtenstein vegna meiðsla. Gareth Southgate tekur stöðu hans. Campbell kemur í landsliðshópinn er hann kemur á ný til Englands og æf- ir með fyrir leik gegn Tyrkjum í Sunderland á miðvikudaginn kemur. FÓLK Morgunblaðið/Golli Helgi Jónas Guðfinnsson fór mikinn í liði Grindavíkur í gær og er hér kominn framhjá Óla Barðdal. Sannfærandi hjá Grindvíkingum GRINDVÍKINGAR hafa nú unnið tvo leiki á móti einum í einvíginu við Tindastól um að komast í úrslit Íslandsmótsins eftir að þeir unnu 92:77 í Grindavík í gærkvöldi. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku heima- menn við sér með Helga Jónas Guðfinnsson og Darrell Lewis í broddi fylkingar ásamt Guðmundi Bragasyni í fráköstunum án þess að gestunum tækist að breyta neinu þar um. Næsta viðureign verð- ur því á heimavelli Stólanna, sem unnu þar síðast. Garðar Vignisson skrifar GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknatt- leik, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að líklega mundi hann gera samning við þýska liðið Kronau/Östringen um helgina. Morgunblaðið greindi frá því fyrir nokkru að Guðmundur hefði verið við æfingar hjá þýska liðinu og átt fund með forráðamönnum þess og í vikunni barst honum í hendur til- boð frá félaginu sem vill semja við hann til tveggja ára. Guðmundur leikur með Convers- ano á Ítalíu og lýkur í vor tveggja ára samningi sínum við liðið. Kronau/Östringen er efst í suð- urriðli 2. deildarinnar og leikur að öllu óbreyttu í 1. deild á næstu leik- tíð. Guðmundur með tilboð frá Kronau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.