Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 17
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 17 Kynntir verða GSM símar frá Nokia og Sony Ericsson með blátannartækni og annar blátannarbúnaður. Blátönn (bluetooth) sem er kennd við Harald Blátönn Danakonung, er staðall fyrir þráðlausar gagnasendingar. Tæknin byggir á pakkasendingum sem gerir kleift að flytja bæði gögn og rödd milli GSM síma , tölvu, handfrjáls búnaðar og fleiri tækja. Temdu þér blátannartæknina strax í dag, hún á eftir að veita þér aukið frelsi, fleiri tómstundir og möguleika í framtíðinni. Komdu í Ármúlann og upplifðu tækniundrið Blátönn í gsm símum Í komandi framtíð mun blátönnin valda enn frekari tæknibyltingu, því möguleikarnir eru óendanlegir. Ný tæknibylting þráðlaus framtíð! Ármúla 26 • S. 522 3000 • hataekni.is Kynningarvika 8.-11. apríl 2003 0 3 -1 3 4 MOHAMMAD Saeed al-Sahhaf, upplýsingaráðherra Íraks, lýsti yfir því á fundi með fréttamönnum í gær að engar bandarískar hersveitir væru í Bagdad. Á sama tíma og ráð- herrann lét þessi orð falla á þaki hót- els í miðborginni sáu fréttamenn á fundinum bandarískan bryndreka í námunda við Lýðveldishöllina, eina af höllum Saddams Husseins í borg- inni. Al-Sahaf sagði yfirlýsingar banda- manna þess efnis að liðsafli þeirra hefði tekið sér stöðu í miðborg Bagd- ad lygar einar. Árásinni hefði verið hrundið og innrásarliðinu „slátrað“. Írakar hefðu „skorið trúleysingjana á háls“ og Bagdad myndi reynast „gröf þeirra“. Sagði ráðherrann að Banda- ríkjamenn hefðu framið „sjálfsmorð“ með því að senda brynvagnana inn í Bagdad. Yfirlýsingar ráðherrans voru ekki í samræmi við það sem fréttamenn í miðborg Bagdad greindu frá. Frétta- mannafundur ráðherrans var haldinn á þaki hótels þar sem erlendir frétta- menn halda til í borginni. Venjan hef- ur verið sú að slíkir fundir séu haldnir í ráðuneyti upplýsinga en óstaðfestar fréttir hermdu í gær að á það hefði verið ráðist. Andrew Gillingham, fréttamaður breska útvarpsins, BBC, í borginni, sótti fund al-Sahhafs. Sagði hann að þegar ráðherrann hefði látið þau orð falla að árás Bandaríkja- manna hefði verið hrundið hefði greinilega mátt sjá bandarískan bryndreka í á að giska 500 metra fjarlægð. Skot- hríð og drunur hefðu og kveðið við. Sagði Gillingham að íraski ráð- herrann hefði sjálfur getað séð bryndrekann hefði hann snúið sér við þar sem hann stóð á þaki hótelsins. Gillingham og fleiri fréttamenn staðfestu hins vegar að svo virtist sem aðrir hlutar höfuðborgarinnar væru enn á valdi Íraka. Undarlegt ástand ríkti sums staðar í borginni þar sem daglegt líf virtist að mestu haldast óbreytt. Strætisvagnar gengu ennþá og nærri því þar sem bardaginn fór fram í miðborginni var fólk í biðröðum eftir að kaupa brauð og veitingastaðir voru opnir. Þessi lýsing átti þó aðeins við um miðborgina því úr úthverfunum bár- ust þær fréttir að skelfingu lostnir íbúar reyndu að flýja borgina. Þar geisuðu víða harðir bardagar í gær og sagði í fréttum BBC að ljóst væri að mannfall hefði orðið í röðum óbreyttra borgara. Segja Bandaríkjamenn hafa „framið sjálfsmorð“ $        -<>.997 '. '"9H 10$$ F/5 % 1/+$6"H  "7  22< 97 O+$+2@""#++ # 2+N+.1+G+ (%+N#3  0!+20 H 90!+. 10+%"97 -9<H95"% (%+1!H #7!+ (%+1!#7!+ R66N+* !%."    '<+ <H 7! '<+$/9%+9%1!+%""!66 #+ "7 #+# #% '<<   1!#%" <9%+ #=<%<2<+ 15"7!  '+N+$%<!" *"7$!G#%+'<H +$/%1=! G#%+'<+$/%1=! *+**1/+$6" "7 !#%+ +20+ (9      9 !  ! ! ( 99 !  3      9 > ! !899! 3  =    )       )  :  9   1!H #7!+* #<'<H +$/9%+ +%+!2+H <@"9#%+1!     (9      !  ( 99 !     !     H 0/0!< 97 Saeed al-Sahaf Upplýsingaráðherra Íraks sagði fregnir um áhlaup Bandaríkjamanna tilbúning á sama tíma og bandarískur bryndreki sást í 500 metra fjarlægð ATHYGLI vekur að ekkert skuli hafa heyrst frá Sádí-Arabanum Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna, frá því að Bandaríkin og bandamenn þeirra réðust á Írak. Skýrist þögn bin Lad- ens e.t.v. af því að hann sé ófær um samskipti við umheiminn? Er hann kannski alls ekkert á lífi lengur? Í aðdraganda stríðsins hvatti bin Laden heittrúaða múslima til að fylkja liði með Írökum gegn Banda- ríkjunum. „Við núverandi aðstæður er ekkert að því að múslimar fylki liði með sósíalistunum [sem ráða ríkjum í Bagdad] gegn „krossförun- um“, jafnvel þó að við teljum og höf- um lýst því yfir að þessir sósíalistar séu trúvillingar,“ sagði bin Laden í útvarpsávarpi 11. febrúar sl. Notaði Bandaríkjastjórn þetta ávarp bin Ladens m.a. til að skjóta stoðum undir þær staðhæfingar að samgangur væri milli al-Qaeda og Saddam-stjórnarinnar í Bagdad. Franski fréttaskýrandinn Hasni Abidi segir hugsanlegt að bin Laden sé ekki lengur tæknilega fær um að koma skilaboðum sem þessum á framfæri eftir að Khalid Sheikh Mo- hammed, þriðji valdamesti leiðtogi al-Qaeda, var handtekinn 1. mars sl. „Handtaka Sheikhs Mohammeds – en hann bjó yfir upplýsingum um ferðir bin Ladens – þrengdi mjög að bin Laden,“ segir Abidi. „Hefur bin Laden misst samband við menn sína?“ spyr hins vegar Ant- oine Basbous, franskur fréttaskýr- andi sem fæddist í Líbanon. „Eða bíður hann e.t.v. réttrar stundar til að láta ljós sín skína?“ „Bin Laden telur sig kannski ekki græða mest á því að láta í sér heyr- ast núna, þegar stríð stendur yfir milli Bandaríkja- manna og stjórn- ar Saddams Husseins, en hana hefur bin Laden áður for- dæmt,“ segir Abidi. „Ávarp frá honum myndi hafa betri skír- skotun ef hann gæti sýnt fram á að stríðið sé milli Bandaríkjamanna og írasks almenn- ings,“ bætir hann við. „Hann getur eins beðið þangað til Saddam er úr sögunni til að útskýra að þjóðernissinnaðar múslimastjórn- ir séu dæmdar til að mistakast og að Umma [samfélag sem byggist á ísl- amskri bókstafstrú] eigi að taka við,“ segir Basbous. „Saddam er eini samkeppnisaðili bins Ladens [í arabaheiminum] og hann hefur undanfarna mánuði verið á öllum sjónvarpsskjám,“ segir Ghassan Charbel í grein í Al-Hayat, sem er gefið út í London. „Bin Laden fylgist áreiðanlega grannt með þess- um atburðum úr helli sínum. Hann hlýtur að hafa áhuga á þessum at- burðum því það er ljóst að ef árás- irnar 11. september [2001] hefðu ekki komið til þá væru bandarískir hermenn ekki komnir að borgar- mörkum Bagdad nú,“ sagði hann. „Kannski eru menn hans að und- irbúa árás á bækistöðvar Banda- ríkjahers. Það mun taka nokkurn tíma,“ segir Basbous og róttækling- urinnYasser Al-Serri, sem er búsett- ur í London en er eftirlýstur í Egyptalandi, finnst þetta sennileg- asta skýringin: „Hann gæti verið að leggja á ráðin um eitthvað sem myndi segja meira en mörg orð.“ Fylgist bin Laden með úr helli sínum? Kaíró. AFP. Osama bin Laden GENGI hlutabréfa snarhækk- aði víða í heiminum í gær þegar fréttir um að bandarískar her- sveitir hefðu ráðist inn í mið- borg Bagdad vöktu vonir um að stríðinu í Írak færi senn að ljúka. Er leið á daginn dró samt nokkuð úr sveiflunni í Banda- ríkjunum, Dow Jones-vísitalan bandaríska hækkaði um 0,28% og Nasdaq um 0,43%. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu mun meira, um 3,2% í Bretlandi, 3,4% í Frakklandi og 4,6% í Þýskalandi. Gengi dollarans hækkaði gagnvart evrunni og japanska jeninu. Olíuverð lækkar en hækkar á ný Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði hins vegar um meira en dollara á fatið í fyrstu en snarhækkaði aftur vegna frétta um að OPEC, samtök olíuút- flutningsríkja, kynnu að minnka framleiðsluna. Formaður OPEC kvaðst hafa boðað fulltrúa aðildarríkj- anna til fundar 24. apríl þar sem þau stæðu frammi fyrir of- framboði á olíu. Fjárfest- ar von- góðir Formaður OPEC varar við of- framboði á olíu London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.