Morgunblaðið - 08.04.2003, Side 35

Morgunblaðið - 08.04.2003, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 35 ✝ María Guðmunds-dóttir fæddist á Rifi á Snæfellsnesi 25. mars 1920. Hún lést á Landakotsspítala 23 mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Guðmunds- son og Jófríður Jóns- dóttir, systkini hennar voru átta; Kristný, f. 17. sept. 1903, d, 1940; Frið- þjófur, f. 27. okt. 1904, d. 1987; Pétur, f. 21. jan. 1906, d 1978; Ester Úranía, f. 9. apríl 1911, d, 1932; Steingrímur, f. 3. sept. 1913, d. 1982; Katrín, f. 2. maí 1918, d. 1991. Á lífi eru Guðbjörg, f. 4. jan. 1908, býr í Bandaríkjunum, og Ásta Lára, f. 23. des. 1921. María ólst upp á Rifi. Um tvítugt fór hún til Reykjavíkur og vann við ýmis heimilisstörf og lengst af við sauma- skap hjá versluninni Nonna á Vesturgöt- unni. Hún giftist ekki og eignaðist ekki börn. María verður jarðsett frá Ingj- aldshólskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mig langar til að minnast frænku minnar með nokkrum orðum, hún var stórbrotin og dálítið sérstök kona, lá ekki á skoðunum sínum ef því var að skipta, trygg þeim sem hún tók, ég bar mikla virðingu fyrir þessari konu. Þegar ég var unglingur og fór að fara til Reykjavíkur, þá var alltaf komið hjá Möllu eins og við kölluðum hana, eftir að hún eignaðist heimili með móður sinni sem hún annaðist um þar til að hún lést. Var það fastur liður að koma til ömmu og Möllu og þá var tekið vel á móti okkur. Hún var vel gefin kona enda hefur hún verið iðin við að skrifa seinni ár ævi sinnar og skilur eftir sig heilmik- inn fróðleik um siði og venjur fyrri tíma, og minningar um forfeður sína. Hún hafði þann eiginleika að geta tjáð sig á blaði um það sem í hjarta hennar bjó, enda kemur það svo fram í sög- unum hennar. Hún var sjálfstæð kona og sýndi af sér mikla reisn þar sem hún fór og leitaði lítið til annarra. Og síðustu árin eftir að heilsan fór að bila var ég svo heppin að fá að kynnast henni náið og njóta þess að vera nálægt henni og hlúa að henni. Hún fræddi mig mikið um gamla tím- ann og ég tel að það hafi verið forrétt- indi fyrir mig að fá að kynnast henni svona náið. Með þessum orðum vil ég þakka þér, elsku Malla, fyrir þær stundir sem við áttum saman. Guð blessi minningu þína. Ester Úranía Friðþjófsdóttir. MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jenný Guðlaugs-dóttir fæddist í Hvammi í Grýtu- bakkahreppi 4. nóv- ember 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Emilía Sigurbjörg Halldórs- dóttir frá Keflavík í Fjörðum, f. 1. nóvem- ber 1874, d. 12. októ- ber 1957, og Guð- laugur Jóakimsson frá Litla-Gerði í Dals- mynni, f. 25. mars 1877, d. 8. júlí 1951, Hvammi Grýtu- bakkahreppi. Jenný var elst níu systkina sem öll kom- ust til fullorðinsára, Höskuldur, Svanfríð- ur, Sigurvin og Óli er öll látin en Jóakim, Torfi, Laufey og Kristín lifa systur sína. Jenný var ógift og barnlaus. Útför Jennýjar var gerð frá Akureyrar- kirkju 4. apríl. Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmusystur minnar og nöfnu Jennýjar Guðlaugsdóttur. Jenna frænka eins og hún var alltaf kölluð var mér nánast eins og amma. Því hagaði þannig til að hún bjó lengi vel í kjallaranum hjá ömmu og afa og síðar hjá ömmu eftir að afi lést. Seinustu æviárin bjuggu þær systur saman í íbúð á Dvalarheim- ilinu Hlíð. Fyrstu minningar mínar um þessa góðu og glaðlegu konu voru heim- sóknirnar til hennar í kjallarann í Munkaþverástræti. Þá voru soðin egg og þau borðuð með smjöri. Ósjaldan kom maður líka við á leið heim af skautasvellinu kaldur og þreyttur og fékk þá gjarnan heitt súkkulaði og bakkelsi. Frá henni fékk ég líka fyrstu og einu spari- dúkkuna, fyrsta úrið og fyrsta borð- búnaðinn minn og svona mætti lengi telja. Nafna fylgdist alltaf vel með mér og var í nánu sambandi við mig alla tíð. Síðar þegar ég stofnaði fjöl- skyldu og eignaðist börn tók hún þau undir sinn verndarvæng enda aldrei kölluð annað en amma Jenna af þeim. Ferðirnar til hennar fyrst í Þórunnarstrætið og síðan á Hlíð voru margar og ánægjulegar, það var spáð í bolla og auðvitað í þjóð- málin því Jenna lét fátt fram hjá sér fara. Eftir að ég flutti í Garðabæinn urðu heimsóknirnar skiljanlega færri og alltaf spurði hún að því sama þegar ég var að fara: „Hvenær heldurðu að þú komir næst?“ Ætlunin var að koma norður og heimsækja þig í vikunni fyrir páska en örlögin höguðu því þannig að ekk- ert verður úr því. Elsku nafna, ég kveð þig með þökk fyrir allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Kveðja. Jenný Guðmundsdóttir. JENNÝ GUÐLAUGSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/ eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Frágangur afmælis- og minning- argreina Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum Elskulegur eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, sonur og bróðir, JÓHANNES SIGURÐSSON, Lækjargötu 34d, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á reikning í Landsbankanum, 0140-05-073492, kt. 070902-2140 sem hefur verið stofnaður i nafni dóttur hans. Valeria Tavares, Jasmin Luana Jóhannesdóttir, Luiz Felipe Tavares, Harpa Bragadóttir, Sigurður Knútsson, Bragi Sigurðsson, Knútur Á. Sigurðsson, Nanna Þórdís Árnadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BLÆNGUR GRÍMSSON húsasmíðameistari frá Jökulsá á Flateyjardal, síðast til heimilis að Holtagerði 69, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 13.30. Margrét Aðalbjörg Ingvarsdóttir, Ingvar Blængsson, Eygló Jóhanna Blængsdóttir, Arve Hammer, Gríma Huld Blængsdóttir, Eggert Hjartarson, Blængur Blængsson, Eygló Hafsteinsdóttir, Gréta Björg Blængsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir minn, afi okkar og langafi, GEIR G. JÓNSSON, Aflagranda 40, verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni Reykja- vík, Ingólfsstræti 19, fimmtudaginn 10. apríl kl. 14.00. Marín Sjöfn Geirsdóttir, Örvar Omrí Ólafsson, Jón Örvar G. Jónsson, Þóra Sigurðardóttir og Sigurrós Jónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÓA ÁGÚSTSDÓTTIR frá Baldurshaga, Vestmannaeyjum, Holtsgötu 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 9. apríl kl. 15.00. Ólöf Ágústa Karlsdóttir, Sigurjón Jóhannsson, Sverrir Karlsson, Svanbjörg Clausen, Sólveig Jónína Karlsdóttir, Magnús Þórður Guðmundsson, Anthony Karl, Íris Hrönn, Elín Björg, Guðrún Sigríður og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður, tengdaföður, afa og langafa, ANDRÉSAR GUÐBRANDSSONAR, Laugalæk 34, Reykjavík. Þökkum starfsfólki Grundar hlýhug og góða umönnun. Sigrún Andrésdóttir, Vilberg Sigurjónsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.