Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 39 w w w .d es ig n. is © 20 03 - IT M 90 50 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 Við látum verðið tala! Gala Cima handlaug í borð 53,5x41,5 sm Verð kr. 9.900,- stgr. Gala Lyra handlaug á vegg 45x35 sm Verð kr. 3.950,- stgr. Meðan birgðir endast Gala Metropol handlaug í borð með vör. 65x52 sm Verð kr. 11.900,- stgr. Apríltilboð á baðinnréttingum og -tækjum Handlaug með fæti. 55x43 cm. Verð kr. 9.450,- stgr. Handlaug með fæti. 50x41 cm. Verð kr. 22.650,- stgr. WC með festingum og harðri setu. Tvöföld skolun. Stútur í vegg eða gólf. Verð frá kr. 15.900,- stgr. Verð sett með öllu Kr. 46.800,- stgr Innbyggingar WC Sturtuhorn. Öryggisgler, segullæsing. 65 til 80 sm kr. 19.750,- stgr. 75 til 90 sm kr. 22.900,- stgr. Sturtuhorn rúnnað. Heil sveigð öryggisgler, segullæsing. 80x80 sm kr. 35.800,- stgr. 90x90 sm kr. 37.950,- stgr. Sturtuhlíf f. baðkar fimmskipt. Öryggisgler. 125x140 sm kr. 16.900,- stgr. Gala Nila handlaug í borð 56x47 sm Verð kr. 7.900,- stgr. Heilir sturtuklefar í horn. Öryggisgler, segullæsing, sturtu- sett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 70x70 cm. Kr. 52.390,- stgr 80x80 cm. Kr. 53.390,- stgr 75x90 cm. Kr. 62.450,- stgr 90x90 cm. Kr. 62.450,- stgr Baðkör. 170x70 160x70 Verð frá kr. 11.900,- stgr. Baðinnrétting 60 sm. Innifalið í verði: spegilskápur borðplata, handlaug höldur. Val um borðplötu og hurðir. Verð kr. 39.900,- stgr. 2,5 mm Fræðslufundur hjá Fuglaverndar- félaginu verður í dag, miðvikudag- inn 9. apríl kl. 20.30, í stofu 101 í Odda. Tómas Grétar Gunnarsson fjalla um rannsóknir sínar á íslenska jaðrakaninum. Fjallað verður al- mennt um íslenska jaðrakana, lífs- hætti, útbreiðslu og farhætti í máli og myndum. Þá verður rætt hvaða þættir á varp- og vetrarstöðvum hafa áhrif á stofnstærð farfugla. Fræðslufundur um atvinnurétt- indi fyrir útlendinga verður í Al- þjóðahúsinu að Hverfisgötu 18, í kvöld, miðvikudaginn 9. apríl kl. 20.15. Sérfræðingur frá stéttarfélag- inu Eflingu mun fjalla um stéttar- félög, vinnuréttindi, launaseðla og önnur málefni sem varða réttindi launþega. Þessi fundur er sérstak- lega ætlaður innflytjendum og fer fram á íslensku og er túlkaður á rússnesku. Á morgun, fimmtudag- inn 10. apríl, fer sama fræðslan fram á ensku. Þátttaka er ókeypis. Í DAG Málfræðifyrirlestur Francois Heen- en heldur fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins á morgun, fimmtu- daginn 10. apríl kl. 17.15, í stofu 422 í Árnagarði. Francois lauk dokt- orsprófi frá Háskólanum í Vínarborg sl. sumar og fjallar doktorsritgerð hans um óskhátt í indóírönskum mál- um. Í fyrirlestrinum mun Francois kynna helstu niðurstöður ritgerð- arinnar. Fyrirlesturinn er opinn öll- um áhugamönnum um málfræði. Landssamtökin Landsbyggðin lifi heldur málþing á Blönduós á morgun, fimmtudaginn 10. apríl kl. 20.30, í Félagsheimilinu á Blönduósi. Stjórnandi verður Ágúst Sigurðsson bóndi á Geitaskarði. Erindi halda. Grétar Þór Eyþórsson fram- kvæmdastjóri Byggðarannsókna- stofnunar Háskólans á Akureyri, Þórarinn Sólmundarson frá Byggða- stofnun á Sauðárkróki, Skúli Skúla- son skólameistari Hólaskóla og Sveinn Jónsson bóndi Kálfskinni. Að framsögum loknum verða pallborðs- umræður þar sem framsögumenn svara spurningum fundarmanna. Áhrif borgarbúa á stjórn borg- arinnar Morgunverðarfundur um íbúalýðræði, virkni íbúa, verður hald- inn á morgun, fimmtudaginn 10. apríl kl. 8.30–10, á Grand Hótel. Erindi halda: Dagur B. Eggertsson borg- arfulltrúi, Svanborg Sigmarsdóttir frá Borgarfræðasetri og Þóra Ás- geirsdóttir frá Gallup. Að loknum er- indum verða pallborðsumræður, þar sem framsögumenn svara fyrir- spurnum. Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morg- unblaðsins. Þátttaka tilkynnist á net- fangið olafia@rhus.rvk.is. Þátttöku- gjald er kr. 1.000, morgunverður innifalinn. Fundurinn halda Þróunar- og fjölskyldusvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við Borgarfræðasetur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála. Rannsóknastofa í kvennafræðum heldur rabbfundi á morgun, fimmtudaginn 10. apríl kl. 12–13, í stofu 101 í Lögbergi. Sigríður Lillý Baldursdóttir eðlisfræðingur og vís- indasagnfræðingur flytur fyrirlest- urinn „Tíminn líður hratt á gervi- hnattaöld“. Fjallað verður um tímaskortinn og streituna í upplýs- ingasamfélagi nútímans. Birting- arháttur streitunnar verður skoðað- ur og ræddur í tengslum við tilfinn- ingu fólks fyrir framvindu tímans. Á MORGUN Hjólreiða-áheit frá Laugarvatni til Reykjavíkur Útskriftarnemar Menntaskólans að Laugarvatni ætla að halda hjólreiða-áheit föstudaginn 11. apríl. Hjólað verður frá Laugar- vatni til Reykjavíkur (gegnum Sel- foss). Sveinn Sæland, oddviti Blá- skógabyggðar afhendir þeim vatn úr Vígðulaug og gufu úr gufubaði Laugarvatns. Lagt verður af stað frá Laugarvatni kl. 9 og stoppað á Selfossi kl. 10.30, fyrir utan Hróa Hött við Austurveg. Þegar komið verður til Reykjavíkur mun Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi og for- maður fræðsluráðs, taka við vatninu og gufunni fyrir hönd borgarinnar, við Tjörnina kl. 18.45. Sumarbúðirnar Ævintýraland Skráning stendur yfir hjá Sumar- búðunum Ævintýralandi að Reykj- um í Hrútafirði. Sumarbúðirnar eru fjölmenningarlegar og óháðar í trú- málum. Starfsemin stendur frá 10. júní til 12. ágúst og er fyrir 7–14 ára börn í aldursskiptum hópum og/eða tímabilum. Börnunum er boðið upp á námskeið í kvikmyndagerð, mynd- list, grímugerð, tónlist, leiklist og íþróttum. Námskeiðin eru öll innifal- in í dvalargjaldi nema reiðnámskeið. Sundlaug og íþróttahús eru á staðn- um. Um verslunarmannahelgina, á tímabili fyrir 12–14 ára, er aukalega boðið upp á ævintýraleik, segir í fréttatilkynningu. Á NÆSTUNNI Frambjóðendur B-listans í Norð- vesturkjördæmi verða með opinn fund á Cafe Riis á Hólmavík á morg- un, fimmtudginn 10. apríl, kl. 20.30. Frambjóðendur munu heimsækja atvinnufyrirtæki á Hólmavík. Ungir frambjóðendur B-listans verða með opið hús í Framsókn- arhúsinu á Sauðárkróki á morgun kl. 20.30. Skemmtiatriði o.fl. Samfylkingin heldur skemmtun í Reykjanesbæ í dag, miðvikudaginn 9. apríl, kl. 21 á veitingastaðnum Zetan. Fram koma: Botnleðja ásamt Ælu, Tokyo Megaplex og Tommy- gun Preachers. Frítt inn. Skemmt- unin er í tilefni þess að ungir fram- bjóðendur Samfylkingarinnar eru í framhaldsskólaheimsóknum um landið, kynna stefnu flokksins og standa fyrir skemmtun. Sjálfstæðisflokkurinn á Ólafs- firði hefur opnað kosningaskrifstofu sína í gamla AB-skálanum við Æg- isgötu. Er öllum velkomið að líta við kl. 20–22 virka daga og ræða málin. STJÓRNMÁL JAFNRÉTTISÞING var haldið á Akureyri í vikunni en þar var farið yfir þróun jafnréttismála síðustu ár, staðan tekin og horft til framtíðar Á dagskrá var blanda af innlendum og erlendum fyrirlestrum, vinnustofum og óformlegum kynningum á verk- efnum, skemmtan og umræður. Meðal fyrirlesara var Anne Havnör, norskur sérfræðingur í jafnréttis- málum og formaður norræns vinnu- hóps um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í fjárhagsáætl- anagerð. Hún kynnti aðferð sem kölluð hefur verið „gender budget- ing“, en sem hér er kölluð „kynjuð hagstjórn“. Einnig var Jörgen Lorentzen, kynjafræðingur og sérfræðingur í karlarannsóknum meðal fyrirlesara. Jörgen hefur m.a. unnið áætlun um víðtæka rannsókn á körlum á Norð- urlöndum, sem Norræna ráðherra- nefndin hyggst ráðast í á næstunni. Hólmfríður Anna Baldursdóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir, fulltrúar Bríetar, félags ungra fem- ínista. fjölluðu um sýn ungra fem- ínista á jafnrétti kynjanna. Kristín Ástgeirsdóttir, forstöðumaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, fjallaði um ábyrgð stjórnvalda varð- andi samþættingu kynja- og jafn- réttissjónarmiða í allt opinbert starf og stefnumótun. Erindi Kristínar var innlegg í pallborð sem Kristján Kristjánsson fréttamaður stýrði en auk Kristínar tóku þátt forystumenn stjórnmálaflokkanna fimm á Al- þingi. Félagsmálaráðuneytið, Jafnréttis- ráð og Jafnréttisstofa stóðu að þinginu. Morgunblaðið/Kristján Fjölmenni var á Jafnréttisþingi í Ketilhúsinu á Akureyri. Farið yfir þróun mála á Jafnréttisþingi norðan heiða Rætt um „kynjaða hagstjórn“ Ekki kútar heimilisins Gaskútar sem sprungu í húsi í Garðabæ á sunnudagskvöld voru ekki í eigu húseigenda. Komið hafði verið með kútana í bílskúrinn en kút- ur á útigrilli heimilisins var á svölum. LEIÐRÉTT NÝR frétta- og spjallvefur um hesta og hestamennsku var nýlega opn- aður en vefurinn er í tengslum við tímaritið Hesta sem mun líta dags- ins ljós 1. maí, að sögn Jens Einars- sonar ritstjóra. „Í blaðinu munum við taka púlsinn á hestamennsk- unni, en verðum líka með umfjöllun um annað efni eins og hunda, veiði og viðtöl við þekktar persónur. Á heimasíðunni verður spjallrás en einnig fréttir, pistlar og ókeypis smáauglýsingar.“ Hann segir hug- myndina hafa fengið mikinn með- byr frá hestamönnum sem vilji ólm- ir lesa og fræðast um íslenska hestinn. Tímaritið verður gefið út í 6000 eintökum og verða 12 tölublöð á ári. Því verður dreift frítt og mun það liggja frammi á bensínstöðvum og í hestaklúbbum á höfuðborgar- svæðinu og um landið. Netfang heimasíðunnar er www.hestar.net. Morgunblaðið/Golli Ritstjóri nýja blaðsins sem fjallar um hesta og fleiri íþróttir er Jens Einars- son (t.v.) og Axel Jón Birgisson er auglýsingastjóri. Nýtt tímarit og heimasíða um hestamennsku ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.