Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss og Dettifoss koma og fara í dag. Hanseduo kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Richmond Park kom og fór í gær. Brúarfoss fer í dag. Langvin, Rán Polar Siglir og Kolomenskoe koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Skrif- stofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 10.30 Búnaðarbankinn, kl. 13–16.30 bridge/ vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13.30 bankaþjónusta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 postulínsmálun, kl. 13– 16.30 módelteikning, kl. 9–14 hárgreiðsla, kl. 9–16.30 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Vorsýning nemenda í myndlist og postulínsmálun er opin virka daga kl. 13–17 í Garðabergi. Félag eldri borgara í Garðabæ. Skrifstofa félagsins er flutt í Garðaberg, Garðatorgi 7, og er opin á þriðju- og fimmtudögum kl. 10.30–12. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línudanskennsla kl. 19.15. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Tréútskurður kl. 9, myndlist kl. 10–16, fundur hjá biljard- klúbbi kl. 11.30, línu- dans kl. 11, glerlist kl. 13, pílukast kl. 13.30, kóræfing kl. 16.30. Félag eldri borgara, Suðurnesjum Selið, Vallarbraut 4. Í dag kl. 14 félagsvist. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar kl. 10.30 leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræf- ing. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 boccia og glerlist, kl. 13 glerlist og félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17. bobb, kl. 20 ferðakynn- ing Þorleifs Friðriks- sonar um Pólland. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnustofan op- in. Kl. 14 grænmetis- og ávaxtadagur. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, búta- saumsur, útskurður, hárgreiðsla og fótaað- gerð, kl. 11 banki, kl. 13 bridge. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teiknun og málun. Fótaaðgerðir og hár- greiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 samverustund, kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Páska- bingó kl. 13.15. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 fótaað- gerð, bókband og búta- saumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13–16 föndur, kl. 13.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Skaftfellingafélagið í Reykjavík. Jónas Er- lendsson sýnir myndir úr Mýrdal fimmtud. 10. apríl kl. 20.30, í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Kvennadeild Flug- björgunarsveitarinnar í Reykjavík heldur fund í kvöld, miðviku- daginn 9. apríl, kl. 20. Í dag er miðvikudagur 9. apríl, 99. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. (Jóh. 15, 12.) Guðni Ágústsson land-búnaðarráðherra virðist venju fremur mælskur þegar hann stendur fyrir altarinu í Hóladómkirkju. Fræg er ræða Guðna á Hólahátíð í fyrra. Í síðustu viku var Hólaskóli svo gerður að háskóla. Flutti ráð- herra þá tölu blaðalaust og þótti viðstöddum hann fara á kostum.     Guðni vitnaði m.a. í bók Páls Skúlasonar, Þekk- ing og sjálfstæði, þar sem sagt er frá ræðu Þórarins Björnssonar, þáverandi skólameistara MA, á Hólum árið 1965. Þar fór Þórarinn fögrum orðum um Hólastað og hvernig þangað væri hægt að sækja sér margs konar andlega og lík- amlega næringu. Guðni heimfærði þetta yfir á stjórnmálaflokkana í dag: „Hingað gætu framsóknarmennirnir komið, þegar skoð- anakannanir væru slæm- ar, til að tala við sam- visku sína, hingað gætu Vinstri grænir komið þegar þeir hafa talað of mikið í þinginu eða Sam- fylkingin þegar hún heldur að hún sé að sigra heiminn. Nú, og ég hygg að sjálfstæð- ismennirnir gætu hér einnig sótt sér næringu sem þeir sannarlega þurfa á að halda.“     Guðna varð jafnframttíðrætt um kosti landbúnaðarins og af- urðanna sem þaðan koma og við eftirfarandi ljóðræn ummæli uppskar hann mikinn hlátur í kirkjunni: „Lambið, sem fæðist úti á grundinni grænni, gengur til fjalla, nærist af móðurmjólk- inni, af grasi sem sprett- ur undan sól og regni, teygar tært lindarvatnið og kemur vænt niður af fjalli. Þvílíkt sælgæti, kjötið af slíkri skepnu.“     Loks þakkaði Guðninefnd, sem hann skipaði, fyrir störf henn- ar að mótun tillagna um framtíð Hólastaðar. Meðal nefndarmanna var Vilhjálmur Egilsson, fv. alþingismaður, sem nú starfar hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum í Washington. Sagðist Guðni hafa átt gott sam- starf með Vilhjálmi, hann væri vinnusamur, hugsjónaríkur og ráða- góður, og hans væri sárt saknað af Alþingi. Enn uppskar landbún- aðarráðherra hlátur við- staddra er hann sagði um Vilhjálm: „Þar fór dýrmæt afurð út í heim.“ Og Guðni kom eigin orðum að mikilvægi mannauðsins: „Sannarlega er það svo að mennirnir eru gull þjóðanna, það eru mennirnir sem eru dýr- mætustu afurðirnar í hverju landi. Þjóð sem gefur mönnunum frelsi til þess að lifa og starfa, hvetur þá til dugnaðar, hvetur þá til þess að nýta auðlindir lands og þekkingu sína og afla sér þekkingar, hún upp- sker ríkulega.“ STAKSTEINAR Hólaræða Guðna hin síðari Víkverji skrifar... ÖLL umfjöllun sem sýnir nýjarog forvitnilegar hliðar á stjórnmálunum verður að teljast af hinu góða því hún er til þess fallin að auka áhugann á þátttöku í kosn- ingunum í vor en í alþingiskosning- unum árið 1999 kusu 169.424 eða 84,1% og er það minnsta þátttaka síðan 1942. Mikið ríður á að snúa við þessari þróun. Þátttaka í kosn- ingum er jú hornsteinn lýðræð- isins. x x x KOSNINGAKASTLJÓS Sjón-varpsins er einmitt tilraun til ný- breytni á þessu sviði. Í þættinum á mánudagskvöld kom berlega í ljós tröllvaxið verkefni stjórnmálamanna. Talað var við fulltrúa stofnana og hagsmunasamtaka og allir áttu eitt sameiginlegt – það þarf að úthluta þeim meiri fjármunum úr sjóði lands- manna. Það er hálfgrátbroslegt að stilla þannig upp grátkórnum, þar sem allir syngja sitt eigið stef. Það verður hverjum ljóst sem á hlýðir að aldrei verður nóg til skiptanna. Ef viðmælendur hefðu verið fleiri hefðu eflaust komið fram enn fleiri afbrigði af kröfusöngnum. x x x ENGU að síður gera stjórn-málaflokkarnir sitt besta til að koma til móts við kjósendur. Loforð flokkanna fyrir kosningar urðu Frið- riki Steingrímssyni í Mývatnssveit yrkisefni: Vandamálum virðist fækka vænkast hagur minn allir skattar ætla að lækka aðeins meira en hinn. Á loforðunum líka sést að litlu er hægt að hrósa en flokkinn sem að býður best býst ég við að kjósa. Eitt er það sem aldrei bregst að því skal nú vikið hvernig sem að línan leggst loforð hvert er svikið. Vísan sem Davíð Oddsson for- maður Sjálfstæðisflokksins fór með í setningarræðu á landsfundi hefur flogið víða. Það þarf ekki að koma á óvart að vísan var eftir séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest. Ríkisstjórn með þrek og þor á þjóðráðunum lumar, en ef þið kjósið vinstra vor verður ekkert sumar. x x x ÞAÐ getur verið fróðlegt að rýnaí samtölin sem eiga sér stað á spjallrásinni, sem keyrð er á sjón- varpsskjánum samhliða tónlistar- myndböndunum á Popptíví. Oft er verið að skiptast á skoðunum á myndböndunum, sem valin eru af áhorfendum, og eru athugasemd- irnar oft skemmtilegar. En það vek- ur athygli Víkverja að þó svo það eigi að vera bannað að senda símanúmer, þá virðist hægur vandi að sneiða hjá því. Þátttakendur eru jafnvel að kenna hver öðrum það á spjallinu og ganga símanúmerin þvers og kruss. Tilgangurinn með banninu er vænt- anlega sá að koma í veg fyrir að hægt sé að misnota nafnleyndina á spjall- rásunum, t.d. til að selja eiturlyf eða draga krakka undir lögaldri á tálar. Svo virðist sem eftirlitið sé lítið sem ekkert og er það áhyggjuefni. Morgunblaðið/Sverrir Tími kosningaloforðanna er runninn upp. Ábyrgðarleysi gagnvart þjóðinni Í DAG, föstudaginn 4. apríl, las ég grein í Mbl. vegna Kínaferðar sem hefur ekki verið aflýst, mér til mikillar furðu. Þvílíkt ábyrgðarleysi gagnvart þjóðinni, já, þjóð- inni. Hvernig kemur ábyrgu fólki til hugar að taka slíka áhættu? Að fara til lands þar sem geisar far- aldur sem engin lækning er á, og fleiri og fleiri eru að sýkjast í heiminum. Í flest- um tilfellum veikist fólk sem hefur verið í Asíu, t.d. Kína og Hong Kong. Ég er með tillögu til landlæknis. Þegar þetta fólk kemur aftur til Íslands, á það og allir farþegar sem ferðast í sömu vél að vera sett í sóttkví í að minnsta kosti sex vikur. Annað væri algjört ábyrgðarleysi gagn- vart Íslendingum hér heima. Þegar dýr kemur til landsins, með heilbrigðis- vottorð frá viðkomandi landi sem það er flutt frá, með öllum upplýsingum um sprautur og um heilsu dýrs- ins, þarf það að fara í sóttkví til að ganga úr skugga um að það sé alveg pottþétt ekki smitberi ein- hvers áður óþekkts dýra- sjúkdóms hér á landi. Dýraeigendur taka þessu með ró yfirhöfuð, skilja ástæðuna nokkuð vel þótt erfið sé. Er ekki mannslíf metið meira en líf dýra? Óska ég Kínaferðalöng- um góðrar ferðar en óska ekki eftir að þeir komi aftur til landsins. Ruth. Nick Cave MIG langar til að þakka Möggu Stínu fyrir þættina um Nick Cave. Eða gömlu góðu gufunni fyrir víðsýn- ina – að sjá tónlistarsöguna í þetta víðu samhengi. Þættirnir eru vel unnir, góð umfjöllun um feril merks listamanns. Kærar þakkir. 300663-5329. Ólýðræðisleg vinnubrögð HVERNIG geta þeir Hall- dór og Davíð leyft sér að gefa bandamönnum stuðn- ingsyfirlýsingu með stríði í Írak án þess að bera það fyrst undir utanríkismála- nefnd? Sumir segja að þeir séu lýðræðislega kjörnir leið- togar okkar, en mér finnst þetta mjög ólýðræðisleg vinnubrögð og merki um hroka og geðþóttaákvarð- anir. Það er ekkert sem rétt- lætir dráp á saklausu fólki, og ég er orðinn leiður á því að talað sé um að Saddam sé svo vondur maður og þess vegna sé í lagi að drepa fullt af saklausu fólki. Það hefði mátt veita eft- irlitsmönnum meiri tíma eins og Halldór talaði svo mikið um. Ef ég hef verið að hugsa um að kjósa annan af ofan- greindum mönnum nú í vor þá geta þeir hinir sömu gleymt því. Svoleiðis ætla ég að mót- mæla þessum stuðningi. Valur B. Tapað/fundið Kápa tekin í misgripum SVÖRT kápa var tekin í misgripum á Kringlukránni sl. föstudagskvöld. Sá sem tók kápuna er beðinn að skila henni aftur á sama stað. Hennar er sárt saknað þar sem þetta er eina kápa eigandans. Dýrahald Hvítan fress vantar heimili ER einhver sem vill taka að sér snjóhvítan, heyrnar- lausan fress? Hann er eins árs, geltur og afskaplega blíður og góður. Upplýsing- ar í síma 846 4079. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 norðanátt, 4 vísa frá, 7 skreyta, 8 ósætti, 9 lengdareining, 11 pest, 13 hæðir, 14 útgjöld, 15 hnýfill, 17 tréílát, 20 bók- stafur, 22 viljugum, 23 gjafmild, 24 stækja, 25 hávaði. LÓÐRÉTT 1 hárs, 2 morgunverð, 3 kögur, 4 karldýr, 5 bjálfa, 6 fjármunir, 10 styrkir, 12 ræktað land, 13 stefna, 15 netpoki, 16 blómum, 18 daufinginn, 19 hljóðfæri, 20 kveina, 21 rómur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 inflúensa, 8 ergja, 9 dapur, 10 níu, 11 grunn, 13 rengi, 15 hroll, 18 snakk, 21 inn, 22 fátíð, 23 úrgur, 24 barnaskap. Lóðrétt: 2 neglu, 3 lúann, 4 endur, 5 sápan, 6 belg, 7 þrái, 12 nál, 14 enn, 15 haft, 16 ostra, 17 liðin, 18 snúss, 19 angra, 20 korn. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.