Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laugardag: 11.00-16.00 Sunnudag:13.00-17.00 MIKIL óánægja er meðal íbúa á jarðskjálftasvæðinu í Austur-Tyrk- landi með skipulag neyðaraðstoðar við fólk sem býr í húsum er hafa skemmst eða eyðilagst. Enn er leitað að tugum barna í rústum svefnskála heimavistarskóla í bænum Celtiks- uyu sem hrundi í jarðskjálftanum en ljóst er að yfir 100 manns létu lífið og mörg hundruð slösuðust. Sum börn- in í svefnskálanum komust lífs af vegna þess að þau sváfu í stálkojum sem veittu þeim nokkra hlíf fyrir brakinu. Margir íbúar á hamfarasvæðinu, sem aðallega er byggt Kúrdum, sváfu undir beru lofti í fyrrinótt. Yf- irvöld höfðu varað fólk við hættunni sem fylgdi eftirskjálftum en þeir hafa verið margir. Átök brutust út milli Kúrda og lögreglu í helstu borginni, Bingol, í gær en heimamönnum finnst að hjálpargögn, einkum tjöld, berist seint og illa. Einnig fullyrtu sumir að ættingjar þingmanna fengju meiri hjálp en aðrir. Embættismenn sögðu á hinn bóginn að þeir reyndu að sinna fyrst og fremst þeim sem byggju í skemmdum húsum en margir kæmu og heimtuðu tjöld þótt ekkert væri að húsum þeirra. Lögreglumenn skutu úr sjálfvirk- um rifflum upp í loftið eftir að hundr- uð manna höfðu eyðilagt lögreglubíl. Sumir mótmælendur rifu steina úr hellulögðum götum og köstuðu í lög- reglumenn og í skrifstofu héraðs- stjórans í Bingol. „Morðingjar í lög- reglunni! Burt með lögregluna!“ var hrópað og margir kröfðust þess að herinn tæki við af henni. Tveir ör- yggisverðir og þrír blaðamenn særð- ust þegar þeir fengu í sig grjót, að sögn fréttastofunnar Anatolia. Átökin brutust út eftir að lögreglu tókst ekki að dreifa nokkur hundruð manna hóp sem krafðist afsagnar héraðsstjórans og reyndi að ryðjast inn á skrifstofur embættisins. Nokkrir í hópnum slösuðust þegar lögreglumenn óku bílum gegnum mannfjöldann. Lögreglustjóra Bing- ol var í gær vikið úr starfi. Erdogan biður fólk að sýna þolinmæði Recep Tayyip Erdogan forsætis- ráðherra sagði að hjálparstarf væri komið vel af stað en bað fólk um að sýna þolinmæði. Hann gagnrýndi hins vegar lögregluna á staðnum. „Öryggissveitirnar hefðu átt að ná stjórn á ástandinu með aðferðum þar sem tekið er tillit til sálarástands fólksins,“ sagði ráðherrann. Erdog- an hefur einnig heitið því að vinnu- brögð fyrirtækisins, sem reisti svefnskála heimavistarskólans, verði rannsökuð en bent hefur verið á að ýmsar aðrar byggingar stóðust auð- veldlega skjálftana. Hamfarir af þessu tagi eru tíðar í Tyrklandi en jafnframt er spilling mikil og fullyrt að sumir embættis- menn þiggi mútur fyrir að horfa fram hjá brotum á byggingareglu- gerðum. Þess vegna séu mörg mann- virki og þá ekki síst á vegum opin- berra aðila ótraust. Mikil tortryggni ríkir meðal Kúrda í garð tyrkneskra öryggis- sveita. Fimmtán ára skæruliðabar- átta vinstrisinnaðrar hreyfingar úr röðum Kúrda og aðgerðir stjórn- valda gegn þeim hafa leitt til þess að a.m.k. 37.000 manns hafa látið lífið og milljónir hrakist frá heimilum sín- um. Ótryggt vopnahlé hefur ríkt í fá- ein ár. Huseyin Avni Cos, héraðsstjóri í Bingol-héraði, sagði að uppreisnar- menn Kúrda væru að nýta sér jarð- skjálftana til að auka á spennuna en viðurkenndi að öryggissveitir kynnu að hafa farið offari. Óánægja með hjálparstarf Átök milli lögreglu og Kúrda á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi Bingol, Celtiksuyu. AFP, AP. AP Kúrdar hrópa vígorð á mótmælagöngu í borginni Bingol í Tyrklandi í gær. Mikil óánægja er með hjálparstarfið meðal íbúa borgarinnar eftir jarðskjálfta á fimmtudag og þeim finnst að hjálpargögn berist seint og illa. IAIN Duncan Smith, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, fagnaði í gær góð- um árangri í sveitarstjórnakosning- um sem fram fóru í Bretlandi í fyrra- dag en þar bætti flokkurinn við sig 545 sveitarstjórnarfulltrúum yfir heildina. Einn liðsmaður skugga- ráðuneytis Duncans Smiths, Crispin Blunt, sá þó ástæðu til að segja af sér embætti og lýsa því yfir að útkoma flokksins væri engan veginn viðun- andi. Sagði Blunt að skipta þyrfti þegar um flokksleiðtoga. Fréttaskýrendur líta flestir svo á að Verkamannaflokkurinn hafi unnið eins konar varnarsigur í kosningun- um, þrátt fyrir að hann tapaði í heild- ina hátt í 800 sætum í sveitarstjórn- um í Bretlandi. Tapaði flokkurinn m.a. meirihluta í borgarstjórn Birmingham, næst- stærstu borg Bretlands, eftir nítján ára valdatíð þar. Þá tapaði hann yfir- ráðum í Bristol og Coventry, en vann hins vegar meirihluta í Plymouth af Íhaldsflokknum. Ekki er óalgengt að flokkar sem fara með stjórnartaumana í Bret- landi tapi nokkru fylgi í sveitar- stjórnakosningum, sem haldnar eru á miðju kjörtímabili, og þá var sú ákvörðun Tonys Blairs forsætisráð- herra, að styðja herför Bandaríkja- stjórnar í Írak, mjög umdeild. Frjálslyndir með 30% fylgi Verkamannaflokkurinn náði góð- um árangri í kosningum til heima- stjórnarþingsins í Wales, en þar vantaði aðeins eitt þingsæti upp á að hann næði hreinum meirihluta. Í Skotlandi tapaði flokkurinn nokkr- um þingsætum en samsteypustjórn Verkamannaflokks og Frjálslyndra demókrata verður þó væntanlega áfram við völd. Frjálslyndir demókratar bættu við sig meira en 179 sætum í sveit- arstjórnum Bretlands og fengu sem samsvarar um 30% atkvæða í kosn- ingunum yfir heildina. Er það hlut- fall atkvæða besta útkoma sem flokkurinn hefur fengið. Útkoma Verkamannaflokksins var svipuð, flokkurinn fékk yfir heildina um 30% atkvæða, en Íhaldsflokkurinn fékk 35% atkvæða. Kjörsókn í kosningun- um var um 37%. Sérstaka athygli vakti að Þjóðar- flokkurinn, sem er hægriöfgaflokk- ur, hefur nú tvöfalt fleiri sæti í sveit- arstjórnum landsins en áður, þ.e. ellefu, og í Burnley er flokkurinn nú næststærstur flokka – en þar hefur sambúð hvítra manna og asískra inn- flytjenda verið erfið undanfarin ár. Iain Duncan Smith sagði niður- stöðuna „glæsilegan sigur“ fyrir Íhaldsflokkinn. Sagði hann að bresk- ir kjósendur hefðu sent skýr skila- boð um að þeir teldu ríkisstjórn Blairs hafa svikið loforð sín. „Þeir eru að segja að nú sé nóg komið og þessi frábæru úrslit gefa okkur því tækifæri til að taka skref fram á við næstu tvö árin eða svo, þegar þing- kosningar verða haldnar, og sýna að við getum enn á ný – eins og sveit- arstjórnir undir okkar stjórn munu sýna – stjórnað þessu landi,“ sagði Duncan Smith. „Þurfum að skipta um leiðtoga“ Crispin Blunt, sem verið hefur talsmaður Íhaldsflokksins í verslun- ar- og viðskiptamálum, var á annarri skoðun. Hann hefur nú sagt af sér embætti og lét hann þess getið að ekki væri nóg að fá aðeins 35% at- kvæða á þessu stigi, þ.e. þegar kjör- tímabilið er u.þ.b. hálfnað. Slík nið- urstaða nú bendi ekki til að flokkurinn eigi mikla möguleika á að sigra í næstu þingkosningum. „Við eigum við þann vanda að stríða að íhaldsmenn bæði á þingi og utan þess telja ekki að þeir hafi leið- toga sem þeir geti sagt við kjósendur að yrði góður forsætisráðherra,“ sagði Blunt. Hann viðurkenndi að með afsögn sinni hefði hann viljað stuðla að því að vantrauststillaga yrði lögð fram gegn Duncan Smith í þingflokknum. „Ef við sem stjórnmálaflokkur vilj- um raunverulega ná völdum á ný, þá þurfum við nú að skipta um leið- toga,“ sagði Blunt. Breskir íhaldsmenn unnu á í sveitarstjórnarkosningum Hart sótt að Duncan Smith þrátt fyrir ágætan árangur í kosningunum London. AFP. AP Iain Duncan Smith, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, ávarpar starfsmenn höfuðstöðva flokksins í London í gær eftir sveitarstjórnarkosningarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.