Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 62
ÍÞRÓTTIR 62 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Laugardagur: Deildabikarkeppni karla Neðri deild, undanúrslit: Njarðvík: Njarðvík – HK...........................14 Fífan: Breiðablik – Völsungur ..................15 Deildabikarkeppni kvenna Efri deild, undanúrslit: Fífan: Valur – KR.......................................13 Neðri deild: Ásvellir: FH – Fjölnir ................................14 Reykjaneshöll: Tindastóll – RKV.............14 Sunnudagur: Deildabikarkeppni karla Undanúrslit: Egilshöll: Keflavík – Grindavík.................16 Akranesvöllur: KR – ÍA.............................14 Deildabikarkeppni kvenna Efri deild, undanúrslit: Fífan: ÍBV – Breiðablik ........................16.30 UM HELGINA FRAKKINN Thierry Henry, framherji Arsenal, var í gær út- nefndur knattspyrnumaður ársins á Englandi af íþróttafréttamönn- um þar í landi. Henry, sem einnig var kjörinn leikmaður ársins af leikmönnum úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi, hafði betur í kosningunni gegn Ruud Van Nist- elrooy, framherja Manchester United. Alan Shearer framherji Newcastle varð þriðji í kjörinu og ítalski töframaðurinn Gianfranco Zola hjá Chelsea varð fjórði. Henry er fjórði Frakkinn sem hlýtur þessa útnefningu en áður höfðu Eric Cantona, David Ginola og Robert Pires orðið þessa heið- urs aðnjótandi. Þá er Henry 11. leikmaðurinn sem kjörinn er leik- maður ársins bæði af íþrótta- fréttamönnum og leikmönnum á sama árinu. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1948 en þá varð Stanley Matthew fyrir valinu. „Henry er vel að þessum titli kominn. Hann hefur átt frábært tímabil, skorað mörg glæsileg mörk og lagt upp fyrir mörk fyr- ir félaga sína með hæfileikum sínum og tækni,“ sagði Gerry Cox, formaður breskra íþrótta- fréttamanna, þegar hann kunn- gerði valið á knattspyrnumanni ársins. Henry er sem stendur annar markahæsti leikmaður deild- arinnar með 22 mörk en Frakk- inn er efstur á blaði hvað stoð- sendingar varðar en 17 sinnum hefur hann skapað mörk fyrir fé- laga sína. Tvöfalt hjá Henry Það hefur alltaf blundað í manniað fara út,“ sagði Hanna í sam- tali við Morgunblaðið en hún leikur með Haukum líkt og Inga Fríða en Helga Torfadóttir hefur varið mark Víkings. „Það hafa umboðsmenn verið að hafa samband við mig alltaf öðru hverju en ég hef ekki slegið til fyrr en núna. Þessi möguleiki kom upp í kringum áramótin en þá fréttum við af því að liðið væri að leita eftir leik- mönnum fyrir næsta tímabil. Þetta var mjög freistandi og það skemmdi ekki fyrir að Hrafnhildur var fyrir hjá liðinu og gat gefið okkur góðar upplýsingar um liðið og aðstæður á svæðinu. Við slógum því til og fórum allar þrjár út í byrjun mars til að líta á aðstæður. Þær eru mjög góðar hjá liðinu og þetta heillaði okkur uppúr skónum. Samningurinn sem við gerðum við liðið er til eins árs en ef veturinn gengur vel og ef liðið nær því markmiði sínu að komast aftur upp í úrvalsdeildina þá væri gaman að framlengja samninginn og leika í einni bestu deild í heimi. En þetta er ágætur byrjunarreitur,“ sagði Hanna. Team Tvis Holstebro er hálfat- vinnumannalið og þær stöllur munu fá vinnu á vegum félagsins. Hanna gerir ráð fyrir að hún fái vinnu við silkiprentun, Inga Fríða er leik- skólakennari og fær væntanlega vinnu við það og Helga er að ljúka prófi í sjúkraþjálfun og vonast til að fá starf í þeirri grein. Þær Hanna, Helga og Inga Fríða halda utan um miðjan júlí en keppnistímabilið hefst 19. ágúst þegar liðið leikur í fyrstu umferð bikarkeppninnar. En hvern- ig leggst ævintýrið í Hönnu? „Þetta leggst mjög vel í mig og ég held ég geti sagt það sama um Ingu Fríðu. Við tvær höfum ekki áður leikið með erlendu félagsliði en Helga hefur leikið með norsku liði, var þar í eitt ár og Hrafnhildur var einmitt með henni í liði á þeim tíma,“ sagði Hanna Guðrún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsliðskonurnar fimm í búningi Team Tvis Holstebro, sem þær munu klæðast í Danmörku. Frá vinstri: Hanna G. Stefánsdóttir, Inga Fríða Tryggvadóttir, Helga Torfadóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir. Með þeim er framkvæmdastjóri danska liðsins, John Mikkelsen. Fimm landsliðskonur leika með Holstebro FIMM íslenskar landsliðskonur í handknattleik munu leika með danska liðinu Team Tvis Holstebro á næstu leiktíð. Þetta eru þær Hrafnhildur Skúladóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Helga Torfadóttir, Hanna G. Stefánsdóttir og Inga Fríða Tryggvadóttir. Hrafnhildur lék með liðinu í vetur og hefur framlengt samning sinn við það og í marsmánuði gekk Kristín frá samningi við liðið. Hún lék með Virum í Danmörku í vetur en var áður í herbúðum Víkings. Í vikunni gengu svo þær Hanna, Inga Fríða og Helga frá samningi en framkvæmda- stjóri Tvis Holstebro kom til landsins og innsiglaði samningana. KOBE Bryant skoraði 31 stig þegar Los Angeles lagði Minnesota 101:85 (4:2) og tryggði sér rétt til að leika í undanúrslitum vesturdeildar – mætir San Antonio Spurs, sem lagði Phoenix að velli, 87:85 (4:2). Boston Celtics vann In- diana 110:90 (4:2) og mætir New Jersey Nets, sem lagði Milwaukee 113:101 (4:2), í undanúrslitum austurdeild- arinnar. Bryant gerði 14 af 31 stigi á fyrstu sex mínútum í fjórða leikhluta gegn Minnesota. Shaquille O’Neal gerði 24 stig í leiknum, tók 17 fráköst og átti níu stoðsendingar fyrir Lakers. Bryant með 31 stig ÞEIR áhorfendur sem ætla sér að hlaupa inn á knattspyrnuvelli á Englandi í framtíðinni munu ef- laust hugsa sig tvisvar um ef reglugerð enska knattspyrnu- sambandsins verður samþykkt á næstunni. Þar er lagt til að þeir sem geri slíkt á enskum knatt- spyrnuvöllum verði úrskurðaðir í ævilangt bann. Reglugerðin kem- ur í kjölfarið á hárri sekt sem enska knattspyrnusambandinu var gert að greiða vegna atviks sem átti sér stað í leik enska landsliðins gegn því tyrkneska á heimavelli Sunderland 12. apríl sl. Paul Barber, talsmaður enska knattspyrnusambandsins, segir að öllum brögðum verði beitt til þess að koma í veg fyrir að slíkt end- urtaki sig, auk þess sem kastljós- inu verði beint að kynþátta- fordómum á meðal áhorfenda. „Það hafa aðeins fáir stundað slíkt á undanförnum misserum en við teljum að þessi hópur hafi stækkað undanfarið. Því munum við grípa til harðra aðgerða,“ segir Barber en reglugerðin mun gilda á öllum opinberum leikjum á Englandi. Næsti leikur enska landsliðsins er gegn Slóvakíu 11. maí nk. og fer leikurinn fram á heimavelli Middlesbrough. Lífstíðarbann fyrir að fara inn á völlinn 1,5 millj- óna króna munnvatn MUNNVATNIÐ sem Frakk- inn Christoph Dugarry, leik- maður enska úrvalsdeild- arliðsins Birmingham, lét út úr sér og hæfði íslenska landsliðsmanninn Jóhannes Karl Guðjónsson í leik Aston Villa og Birmingham í febr- úar síðastliðinn reyndist hon- um dýrkeypt. Aganefnd enska knattspyrnusambands- ins dæmdi Frakkann nefni- lega til að greiða 12.500 pund í sekt sem jafngildir 1,5 millj- ónum króna. Annar leikmaður í úrvals- deildinni, framherjinn Dunc- an Ferguson hjá Everton, er einnig til skoðunar hjá aga- nefndinni eftir viðskipti við Jóhannes Karl en sjónvarps- upptaka frá leiknum, sem háður var um síðustu helgi, sýnir að framherjinn stóri og stæðilegi gaf Skagamann- inum olnbogaskot í andlitið. LETTINN Alexanders Petersons, sem leikið hefur með liði Gróttu/ KR undanfarin ár, hefur gert þriggja ára samning við þýska 2. deildarliðið HSG Düsseldorf. Pet- ersons hefur dvalið við æfingar hjá Düsseldorf undanfarna daga og eft- ir að hafa skoðað leikmanninn til hlítar ákvað Richard Ratka þjálfari Düsseldorf að bjóða Petersons samning sem hann þáði. Düsseldorf á enn möguleika á að komast upp í Bundesliguna en liðið er öruggt með annað sætið í 2. deild syðri og kemst í aukakeppni um laust sæti í úrvalsdeildinni. Alexanders Petersons Petersons samdi við Düsseldorf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.