Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝ stofnun á vegum Evrópusam- bandsins, European Aviation Safety Authority, EASA, tekur við umsjón með flugöryggismálum í Evrópu- löndum frá og með 28. september næstkomandi. Ætlunin er að verkefni JAA, flugöryggissamtaka Evrópu, færist til nýju stofnunarinnar og er stefnt að því að öll flugmál Evrópu- landa verði samræmd að fullu innan fimm ára. Þetta kom m.a. fram á fundi evrópskra og bandarískra flug- málayfirvalda sem nú stendur í Reykjavík. Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, dró fram í ávarpi sínu við setningu ráðstefnunnar þýðingu flugsins fyrir Ísland og minnti á að hér væru skráð- ar yfir 60 stórar flugvélar og að af þeim væru um 50 stórar þotur. Hér væri vel þróaður flugrekstur og væru flugrekendur og yfirvöld samstiga í því að leggja fram sinn skerf til auk- ins flugöryggis. Fundurinn nú er m.a. haldinn í því skyni að fulltrúar Evr- ópulanda og Vesturheims skiptist á upplýsingum og ræði samræmingar- mál. Pétur Maack, framkvæmdastjóri flugörggissviðs, dró fram muninn á JAA og EASA í erindi sínu á fund- inum. Hann sagði að líkja mætti JAA við eins konar klúbb þar sem þeir sem uppfylltu flugöryggiskröfur væru meðlimir en aðrir ekki. Hins vegar sagði hann samtökin ekki hafa lagalega stöðu. EASA væri hins veg- ar lögformleg stofnun á vegum ESB og yrðu aðildarlöndin að haga flug- málum sínum í samræmi við það sem EASA ákveður. Thilo Schmidt, formaður fram- kvæmdastjórnar EASA, tjáði Morg- unblaðinu að með stofnun EASA væri ætlunin að samræma að fullu flugmál í Evrópu og tæki það til reglugerða á öllum sviðum, svo sem skráninga, leyfisveitinga, flugleið- sögumála og flugumferðarstjórnar. Hann tók í sama streng og Pétur Ma- ack og sagði JAA hafa verið eins kon- ar sjálfboðaliðasamtök en með til- komu EASA yrði öll málsmeðferð formlegri og aðildarlönd yrðu að haga flugmálum sínum í fullu sam- ræmi við það sem stofnunin ákveður. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að fá lönd sem nú eru utan ESB með í stofnunina. Samræming lykilatriði Thilo Schmidt sagði samræmingu og samstarf lykilatriði í því að auka enn á flugöryggi og sagði einnig brýnt að líta til annarra heimsálfa í þessum efnum. „Það gengur ekki að hver og einn hafi mismunandi reglur um öryggismál, þau verða að vera eins hvar sem flugstarfsemin fer fram,“ sagði hann. Fram kom í erindum á fundinum að mörg verkefni JAA flytjast strax til EASA en sum ekki fyrr en síðar. Alain Garcia lýsti sjónarmiðum þeirra sem starfa á sviði þjálfunar, flugrekenda og framleiðenda og sagði mikilvægt að samtök þeirra fengju áheyrnaraðild að EASA til að hafa formlega leið til að kynna sjónarmið sín. Fulltrúar Noregs, Sviss og Ís- lands, sem standa utan ESB, sögðu í samtali við Morgunblaðið að loka- áfanginn væri sá að JAA leggist niður og öll flugmál fari undir hatt EASA. „Við gerum ráð fyrir að það taki skemmri tíma en 10 ár, kannski fimm og jafnvel að það verði ennþá fyrr,“ sagði Per-Arne Skogstad, flugmála- stjóri Noregs. Lönd utan ESB fullgildir meðlimir Urs Adam, varaflugmálastjóri Sviss, sagði þýðingarmikið að lönd sem nú væru utan ESB gætu orðið fullgildir meðlimir í EASA. Sagði hann fulltrúa þessara landa leggja á það áherslu við EASA að flugmál snerust að mestu um öryggis- og tæknimál og á þeim sviðum væri e.t.v. auðveldara að ná samræmdri stefnu en í t.d. landbúnaðar- eða sjávarút- vegsmálum. Af þeim sökum hlytu öll lönd að vera gjaldgeng í EASA þótt stofnunin væri undir hatti ESB. Pétur Maack sagði að EASA yrði mun meira miðstýrð stofnun en JAA hefur verið og ljóst að áhrifa- og ákvörðunarvald yrði hjá stofnuninni en ekki í heimalöndunum. Nýrri stofnun ætlað að samræma flugmál í Evrópu Morgunblaðið/Árni Torfason Fulltrúar bandarískra og evrópskra flugmálayfirvalda þinga í Reykjavík um þessar mundir. Frá vinstri: Salvatore Sciacchitano, John Hikley, Þor- geir Pálsson, Michel Ayral og Thilo Scmidt. HÁTT í 300 manns sækja ráð- stefnu JAA og FAA en hún er nú haldin í 20. skipti. Fyrir ut- an kynningu á hinni nýju stofnun, EASA, og hlutverki hennar eru á dagskrá ýmis málefni er varða tæknilegar hliðar flugmála, svo sem um fjarskipti og samskipti flug- stjóra og flugumferðarstjórna, um flugleiðsögukerfi, um upp- lýsingasöfnun og skipti á upp- lýsingum um flugatvik, við- haldsmál og um samstarf við rannsóknir. Fjallað er um efni ráðstefn- unnar ýmist í fyrirlestrum eða vinnuhópum. Ráðstefnan stendur fram á þriðjudag. Efni kynnt í vinnuhópum og fyrirlestrum STJÓRN Samtaka hjúkrunarfræð- inga á Norðurlöndum skorar á stjórnvöld að herða sóknina gegn tóbaki, að því er kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnarinnar í Kaupmannahöfn í maí. Þar kemur meðal annars fram að árlega deyja 3,5 til 4 milljónir manna úr tóbakstengdum sjúk- dómum, en um það bil þriðjungur jarðarbúa sem náð hefur 15 ára aldri reykir. Á Norðurlöndum er hlutfall þeirra sem reykja litlu lægra eða um 20 til 30% íbúa eldri en 15 ára. Sala tóbaks takmörkuð Bent er á að tóbaksnotkun valdi samfélaginu miklum kostnaði vegna minnkandi framleiðni og kostnaðarsamra meðferðarúrræða og er lagt til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að sporna gegn skað- semi reykinga með því meðal ann- ars að takmarka sölu tóbaks og banna reykingar á opinberum stöðum. Einnig er mælst til þess að réttur allra á reyklausu starfs- umhverfi á vinnutíma verði tryggður, fjármagni verði veitt til þess að hjálpa tóbaksneytendum að losna úr viðjum fíknarinnar og skipulögð verði átaksverkefni til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni byrji að reykja eða nota tóbak. Bent er á að hjúkrunarfræðing- ar gegni lykilhlutverki í að fyr- irbyggja reykingar og við að hjálpa reykingarfólki að hætta og er lagt til að ráðstafanir verði gerðar til að auka færni þeirra í að vinna að tóbaksvörnum og reyk- leysismeðferð. Skorað á stjórnvöld að herða sóknina gegn tóbaki BETUR fór en á horfðist er eldur kviknaði í Hrafnagjá í austanverðum þjóðgarðinum á Þingvöllum á mið- vikudag. Eldsins varð vart um kvöld- matarleytið er reykur sást stíga upp úr gjánni. Lögreglu og slökkviliði var gert viðvart og kom það fljótt á staðinn frá Laugarvatni og Selfossi ásamt starfsmönnum þjóðgarðsins. Eldurinn kom upp í gjánni sunnan við hina fornu götu sem liggur yfir Hrafnagjá. Var hann að mestu í þurrum mosa en þurrkar undan- farna daga hafa stóraukið hættu á sinueldum. Tæplega 1 hektari brann en aðstæður voru mjög erfiðar fyrir slökkviliðsmenn þar sem gjáin er djúp, brött og stórgrýtt eftir hrun. Um tvo tíma tók að slökkva eldinn en vatni til slökkvistarfa var dælt um 300-400 metra leið frá þjóðveginum. Eldsupptök eru ókunn. Ljósmynd/Einar Á. E. Sæmundsen Slökkviliðsmenn að störfum í stórgrýttri Hrafnagjánni. Eldur í Hrafnagjá INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sóttist eftir því að setjast í banka- ráð Seðlabanka Íslands. Nýtt bankaráð var kosið á síðasta starfs- degi Alþingis sl. þriðjudag. „Mig langar að komast nær stefnumótun í peningamálum,“ seg- ir Ingibjörg Sólrún. Hún segir að nýtt bankaráð hafi ekki enn komið saman og því ekki tímabært að segja hvernig hún ætli að beita sér innan bankans. Fyrst kynni hún sér starfshætti ráðsins. Morgunblaðið greindi frá því á þriðjudag að innan forystu Sam- fylkingarinnar væri rætt um að Ingibjörg Sólrún tæki að sér for- mennsku í framkvæmdastjórn flokksins, sem Stefán Jón Hafstein gegnir nú. Aðspurð um þetta segir Ingibjörg ekki tímabært að taka af- stöðu til embætta sem kosið er um á landsfundi Samfylkingarinnar. „Það er landsfundar að ákveða það hverjir gegna því embætti,“ segir hún. Það sama eigi við um embætti formanns og varaformanns. Samkvæmt lögum Samfylkingar- innar skal halda landsfund á tíma- bilinu 15. september til 30. nóv- ember. Ekki er búið að ákveða hvenær fundurinn verður. Þangað til segist Ingibjörg Sólrún ætla að njóta þess að vera til og hugsa sinn gang. Sóttist eftir setu í bankaráði Seðlabankans Landsfundur kýs í embætti Samfylkingar í haust LÖGREGLAN í Reykjavík lét til skarar skríða gegn tveimur svo- nefndum erótískum nuddstofum í vikunni. Starfsmenn skattrannsókn- arstjóra tóku þátt í annarri húsleit- inni og var þar lagt hald á bókhald. Þeir sem standa fyrir rekstrinum og starfsmenn voru yfirheyrðir en ekki var farið fram á gæsluvarð- hald. Sigurbjörn Víðir Eggertsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir að grunur leiki á að á stofunum hafi verið brotið gegn 5. málsgrein 206. greinar almennra hegningarlaga en hún hljóðar á þessa leið: Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi holdlegt samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða gerir sér lauslæti annarra að tekju- lind, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum eða sektum. Einnig er grunur um brot á skattalögum. Fyrsta húsleitin af þessum toga Þetta er í fyrsta skipti sem lög- reglan í Reykjavík gerir húsleit og yfirheyrir starfsmenn á erótískum nuddstofum í borginni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hér um að ræða Erosnudd og X-nudd en báðar þessar stofur halda úti heimasíðum á Netinu. Á báðum síðunum er sérstaklega tekið fram að samfarir og munnmök séu ekki í boði en „stúlkurnar“ eða „stelpurnar“ sem veita nuddið séu naktar meðan á því stendur. Grunaðir um að stuðla að vændi NÝJAR og stærri viðvörunarmerk- ingar eru væntanlegar á tóbak, en ný reglugerð um viðvörunarmerk- ingar á tóbaki, í samræmi við reglur Evrópusambandsins, hefur tekið gildi. Að sögn Þorsteins Njálssonar, formanns tóbaksvarnarnefndar, verður veitt undanþága á notkun eldri merkinga á sígarettum til árs- loka og á öðru tóbaki fram á næsta ár. Á hverjum pakka af tóbaki eiga að vera tvenns konar viðvaranir, al- menn viðvörun sem þekja skal 30% framhliðarinnar og viðbótarviðvör- un sem þekja á 40% af bakhlið pakk- ans. Þorsteinn segir að árið 1985 hafi komið fram myndrænar merkingar á tóbaki hér á landi, sem hafi vakið mikla athygli um allan heim og eru þessar nýju merkingar afleiðingar af því. Í sömu reglugerð eru ákvæði um að sígarettur megi ekki gefa frá sér meira en 10 milligrömm af tjöru. Nýjar viðvörunar- merkingar á tóbaki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.