Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag, hinn 31. maí, hefði hún elsku Anna mín orðið 83 ára gömul. Hún lagði af stað í sína hinstu för hinn 1. mars síðastliðinn. Ef það væri nú mögu- legt að koma bréfi til hennar á nýj- um slóðum myndi það sennilega hljóma einhvern veginn svona. Elsku besta Anna mín. Mikið svakalega hef ég nú saknað þín. Sá dagur líður varla að ég líti ekki út um gluggann hjá mömmu og eigi von á að sjá þig leggja bílnum í inn- keyrslunni í lágmark tvö stæði og kannski aðeins út á gangstéttina svona til að vera örugg og ganga svo stuttum skrefum að dyrunum og grínast að „ástandinu“ á manni, svona stirð og fótalúin. Kannski var það þess vegna sem ég gerði mér ekki grein fyrir að þú værir orðin veik, þú kunnir lagið á því að gera grín að öllu saman svo maður tók það ekki alvarlega, en eftir á að hyggja var líkaminn farinn að gefa sig og orðinn þreyttur. Þú, mín uppáhaldsfrænka, hefur verið svo stór hluti af lífi mínu allt frá því að ég man eftir mér, gistinæturnar hjá ykkur Bödda á Hafnargötu 16 þar sem við Anna Þóra fengum að leika okkur um allt hús, kíkja á leynd- ardóma háaloftsins, í búðarleik með gamla skó-lagerinn hans afa og það var ævintýri líkast fyrir mig að fá að fylgjast með undirbúningnum þegar þið Böðvar voruð að fara á ANNA MAGNEA BERGMANN STEFÁNSDÓTTIR ✝ Anna MagneaBergmann Stef- ánsdóttir fæddist í Keflavík 31. maí 1920. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnun Suður- nesja 1. mars síðastlið- inn og fór bálför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 14. mars. ball. Böðvar uppstríl- aður í smóking og þú svo falleg og glæsileg með fallegar rauð- lakkaðar neglur, í glæsilegum síðkjól- um og allir skórnir maður, þú áttir svo mikið af flottum skóm, svona pínulitla, var það ekki stærð 36? Skartgripirnir þínir voru líka í miklu uppáhaldi hjá mér og er ekki ýkja langt síðan þú sýndir mér í skrínið þitt og sagðir mér sögurnar af hvenær þú fékkst þá og af hvaða tilefni. Reykjavíkurferðirnar okkar, þú og Anna Þóra, mamma og ég, á haust- in eru mér minnisstæðar því þá skyldi kaupa skólaföt á stelpurnar. Þrammað var upp og niður allan Laugaveginn úr einni búðinni í aðra, þreyttir fætur hvíldir í kaffi- stofunni á Laugavegi 28 með kaffi og smurðu brauði og oftar en ekki enduðum við í alveg eins fötum við Anna Þóra, hver man til dæmis ekki eftir gömlu góðu Álafossúlp- unum? Þá minnist ég buxnadragt- anna sem hún Gunna frænka, systir ykkar mömmu, saumaði á okkur, það var nú aldrei komið að tómum kofunum þar, hún gat saumað allt og líka prjónað allt og nutum við Anna Þóra góðs af því. Fyrir mér var Gunna frænka einhvers konar yfirsystir ykkar mömmu og alltaf fannst mér gaman þegar þið systk- inin, Jóhann, Hreggviður, Þor- steinn, Guðrún, þú og Stefanía (mamma) komuð saman. Á milli ykkar ríkti innileiki og hlýleiki og svo var alltaf stutt í grínið. Og prakkarar voru þeir bræður, ég held að ekki finnist mynd af ykkur þar sem þið öll eruð alvarleg því það var alltaf eitthvert grín látið flakka á meðan á myndatökum stóð. Á milli ykkar mömmu var alltaf sérstakt samband. Sagt er að fólk hafi haldið að þið væruð tvíburar í gamla daga, áþekkar á hæð þrátt fyrir tveggja ára aldursmun og oft- ast klæddar í eins föt allt þar til þú fermdist. Þá sagði amma stopp og í fyrsta sinn fékk mamma ekki eins kjól og þú. Er það frá ömmu sem þið höfðuð þetta? Ég meina að klæða okkur Önnu Þóru eins á yngri árum? Annað dettur mér í hug sem þið höfðuð beint frá ömmu, það að síðasta þrifverkið á aðfangadag var að skrúbba þrösk- uldinn með „skúripúliveri“ þar til hann var nánast grár. Jahá, talandi um þrif. Ég datt í lukkupottinn þegar þú hringdir í mig fyrir rúm- um 20 árum, vissir að ég var at- vinnulaus, spurðir hvort ég væri ekki til í að leysa af vegna veikinda í íþróttahúsinu í Myllubakkaskóla þar sem þú vannst og ég sló til „bara í nokkra daga“ en þar er ég nú enn og hef notið mikið góðs af, ekki hvað síst vegna þess að þá kynntumst við, ég og þú, aftur. Ég get aldrei þakkað þér nóg fyrir þau ár sem við unnum saman, elsku Anna mín, aldrei var neitt mál að skipta á vöktum þyrfti þess með og aldrei bar skugga á samveru okkar í íþróttahúsinu, aðeins einu sinni minnist ég þess að þú hvesstir þig við mig. Það var þegar ég vildi borga þér til baka helgina sem þú vannst fyrir mig þegar pabbi minn lá banaleguna, kom ekki til greina að ég fengi að endurgjalda greiðann og þorði ég aldrei að minnast á það við þig aftur. Já, þetta með þrifin, það var nú þrautin þyngri að ætla að jafnast á við þig í haustverk- unum, vopnaðar skrúbbi í annarri hendi og skúripúliversdósinni í hinni var allt skrúbbað hátt og lágt, já, það var sko tekið vel á svo að svitataumar láku niður enni og bak, enda var allt „spikk en span“ í þá daga, máttu málarar hafa sig alla við að finna málningu sem ekki bara hvarf af veggjum í hausthrein- gerningunni. Ég sá líka hvað þú hafðir gaman af börnunum í skól- anum og umgekkst þau af mikilli þolinmæði og óteljandi voru faðm- lögin sem þau fengu frá þér, sér- staklega var gaman að sjá á haustin eftir langt sumarfrí er börnin hittu þig. Þar sem þú varst lágvaxin kona mátti sjá gleðiglampa í augum sumra, sérstaklega drengjanna, þegar þú sagðir: „Nei, elsku karlinn minn, mikið hefur þú verið dugleg- ur að borða í sumar, ertu kannski orðinn stærri en Anna?“ Eða ein- hver sagði: „Vá, Anna, ég er orðinn miklu stærri en þú.“ Síðan var mælt og ekki munaði þig um að láta þá hafa vinninginn þótt örfáa senti- metra vantaði uppá. Eitt það skemmtilegasta sem við töluðum um var lífið í gamla daga, þú opnaðir augu mín fyrir því að það var ekki aldeilis leiðinlegt á þeim árum. Einhverra hluta vegna hafði ég ímyndað mér að í gamla daga hefði fólk gengið um í sauð- skinnsskóm og unnið sleitulaust, farið í skrúðgöngu 17. júní og börn- in fengið eina teskeið af sírópi til hátíðabrigða. En, nei, ekki aldeilis. Þú sagðir mér margar sögur af böllunum í sveitunum í kring, hvernig ferðast var á pallinum á bílnum hans Hregga á ball, hverjir enduðu með glóðarauga, hverjir voru að reyna við hverja og nú veit ég að það var ekki síður skemmti- legt þá en í dag, bara svolítið öðru- vísi. Já, Anna mín, þú áttir nú eftir að segja mér heilmikið í viðbót, verst að það skuli ekki vera síma- samband á milli okkar þá gætum við nú spjallað saman og þú og mamma talast við eins og þið gátuð svo vel áður, þessi símtöl ykkar eru nú kapítuli útaf fyrir sig, mér var það alltaf hulin ráðgáta hvernig þið gátuð talað svona mikið í síma! Lít- ið dæmi, þú hringdir: „Sæl Gulla mín, hvað segir þú? Er hún mamma þín tilbúin, við ætlum að heimsækja Steina bróður í Grindavíkina og ég er að koma að sækja hana, kannski að ég heyri aðeins í henni áður.“ Síðan gátuð þið talað saman hátt í hálftíma og fimm mínútum seinna varstu komin að sækja hana. Þetta gerðist ekki svo sjaldan því þið fór- uð oft á rúntinn. Ég hafði oft gam- an af því þegar þið komuð heim aft- ur, oftar en ekki skellihlæjandi yfir einhverri vitleysunni sem þið gerð- uð af ykkur, t.d. að fara í svona bílalúgu að kaupa kjúlla, svakalega sniðugt að þurfa ekki að fara út úr bílnum, panta og borga og keyra svo alsælar af stað, en bíddu við: Hvar er kjúllinn? Jú, hann varð eft- ir, þá varð að hlaupa til baka og ná í pokann og þið máttlausar af hlátri. Það var gott að heyra ykkur hlæja saman. Það var gott að sjá ykkur saman. Það var gott að fá faðmlag frá þér, á þau varstu óspör alla tíð. Það var sama hvar við vorum, alltaf fannst þú einhvern til að faðma og þá sérstaklega einhvern sem minna mátti sín. Enga aðra þekki ég sem beinlínis pikkaði í fólk, sem átti bágt, til að fá að faðma það og spyrja það hvernig því liði og hlusta á það sem það hafði að segja. Elsku Anna mín. Ég hefði svo vel getað þegið eitt faðmlag enn og sendi þér eitt í huganum. Nú ætla ég ekki að tefja för þína lengur, það er eflaust nóg að gera hjá þér við að hitta alla hina og mikið fjör og fagnaðarfundir. Ég veit að þú hugs- ar oft heim, þá sérstaklega til Böðv- ars og dætranna. Ég held þú þurfir ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim, þau hlúa vel hvert að öðru og standa saman. Ég sakna þín svo mikið, elsku besta frænkan mín. Hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og gakktu á Guðs vegum, mín kæra. Þín Gulla. Einhvern veginn svona gæti það hljóðað en bara svo miklu miklu meira því minningarnar eru svo margar, geymdar í hjarta mínu. Hugheilar kveðjur sendi ég Böðv- ari, Díu, Möggu og Önnu Þóru og fjölskyldum þeirra. Guðlaug Bergmann Matthíasdóttir. Það duldist engum sem kom á glæsilegt heimili Núru hve smekkleg hún var. Hún hafði afar næmt fegurðarskyn sem var augsýnilegt hvert sem litið var. Hún var gædd þeim hæfileika að geta farið út í garð á hvaða árs- tíma sem var og alltaf fundið eitt- hvað fallegt til að setja í skál eða vasa. Það sá það enginn annar. Hún kom auga á grein, blóm eða mosa og vissi nákvæmlega hvar átti að koma öllu fyrir. Hún bar virðingu fyrir móður- og húsmóð- urhlutverkinu og heimilið var hennar hugðarefni. Hún mat hin mjúku gildi og hafði í hávegum, en þau eru kannske þegar allt kemur til alls þungamiðja lífsins. Hún lagði sig fram við uppeldi dætr- anna, Ragnhildar, Gerðar, Eddu og Guðrúnar, og var þeirrar skoð- unar að börnum liði hvergi betur en í umsjón móður. Henni fannst ungar konur nú á dögum of önnum kafnar við störf utan hemilis auk uppeldis- og umönnunarstarfa. Hún var frábær húsmóðir, öll mat- argerð lék í höndum hennar enda vandaði hún sig við allt sem hún gerði. Hún gerði hlutina vel. Guðrún Kristjánsdóttir, mág- kona mín, sem jafnan var nefnd Núra, fæddist á Laugavegi 19 í GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Guðrún Kristjáns-dóttir fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1922. Hún andaðist 21. maí síðastliðinn á Landspítalanum við Hringbraut, 81 árs að aldri og var útför hennar gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 30. maí. Reykjavík 5. febrúar 1922, dóttir hjónanna Ragnhild- ar Hjaltadóttur hús- móður og Kristjáns Siggeirssonar hús- gagnameistara og forstjóra. Hún kvaddi á fögrum vordegi hinn 21. maí síðastliðinn á Land- spítala við Hring- braut, 81 árs að aldri. Hún ólst upp við mikið ástríki og eftirlæti foreldra sinna og bróður, Hjalta Geirs, frá tveggja ára aldri á Öldugötu 4 og síðar á Hverf- isgötu 26. Á Öldugötu 4 áttu líka heimili sitt María, móðursystir Núru, og maður hennar Karl Guð- mundsson skipstjóri, og börn þeirra, einnig Lilja, yngsta móð- ursystirin. Það má því geta nærri að það fór vel um börnin í þessu nána systrasamfélagi og þau áttu yndislega æsku. Sögur af lífinu og heimilisbragnum á Öldugötu 4 lifa og eru oft sagðar og fluttar áfram til yngri meðlima fjölskyldunnar. Önnur skyldmenni voru heldur ekki langt undan og á Unnarstíg 6 bjó frænka þeirra Guðrún Jóns- dóttir, sem jafnan var nefnd „Gunna systir“, og Þorgrímur Sig- urðsson skipstjóri og börn þeirra sjö og afi Hjalti Jónsson á Bræðraborgarstíg 8. Svo voru föð- urforeldrarnir, Helga Vigfúsdóttir og Siggeir Torfason, á Laugavegi 13 og systkini Kristjáns í næsta nágrenni. Árið 1939 reistu foreldr- ar Núru hús á Hverfisgötu 26 og bjuggu sér þar afar fallegt og glæsilegt heimili og þar bjó hún þangað til hún giftist. Núra var slík dóttir að engin leið er að hugsa sér aðra betri. Foreldrar Núru byggðu sum- arbústað í landi Bústaða snemma á þriðja áratug, en þar hafði verið stundaður búskapur þar til byggð fór að rísa í Fossvogsdal. Árið 1932 var miklum hluta jarðarinnar skipt í ræktunarlönd sem látin voru í erfðafestu. Sumarbústaður- inn, Staður, var vandaður og allt utan- sem innandyra vel úr garði gert. Þau Ragnhildur og Kristján unnu gróðri og allri trjárækt og létu sér annt um umhverfi sitt löngu fyrir daga umhverfisvernd- ar. Með mikilli vinnu og þraut- seigju tókst þeim að breyta þar holtum og melum í slegin tún og gera að gróðurvin svo að eftir var tekið. Þarna stunduðu þau trjá- rækt og blómarækt, ræktuðu kart- öflur og margar tegundir af berj- um, en mikill sultugerðartími upphófst hvert haust. Þetta var sælureitur sem öll fjölskyldan naut góðs af. Núru þótti vænt um þenn- an stað og dvaldi þar löngum með foreldrum sínum og síðar með eig- inmanni og dætrunum. Ég minnist þess þegar ein dætranna var skírð þar einn fagran sumardag og allir viðstaddir nutu garðsins sem stóð í miklum blóma. Núra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1941 þegar enn var næsta fátítt að konur gengju þá braut og ekki sjálfgefið að ungt fólk yfirleitt gengi menntaveginn. Hópurinn hefur haldið vel saman og hún hlakkaði til hvers fundar við bekkjarsystkini sín, sem hún mat mikils. Núra kunni vel að meta tónlist og alin upp við tónlist á heimilinu því að móðir hennar lék vel á píanó. Djassinn var henni hugleikinn og á æskuheimili henn- ar var til grammófónn sem mikið var spilað á og nutu vinir hennar þess í ríkum mæli að koma með plötur og hlusta saman á „uppá- haldslögin“ sem hún átti ævina alla. Núra var falleg kona, hafði fágaða framkomu og var gædd kvenlegum þokka. Ég hitti stund- um menn sem fá enn glampa í aug- un áratugum síðar þegar þeir minnast þessarar glæsilegu konu. Að stúdentsprófi loknu hóf hún störf sem gjaldkeri hjá Vegamála- stjóra. Því starfi gegndi hún þar til hún lagði land undir fót og hélt til Bandaríkjanna. Hún fór sumarið 1945, meðan enn geisaði styrjöld í heiminum, og flaug með herflugvél til New York sem tók á þeim tím- um þrefalt lengri tíma en nú á dögum. Hún hélt til Minneapolis í Minnesota og stundaði nám við há- skólann þar í heimilisfræðum og undi hag sínum vel. Hún ferðaðist víða um Bandaríkin og kynntist þar fólki, íslensku og erlendu, sem varð vinir hennar alla ævi. Þessi ferð og dvölin í Bandaríkjunum breytti lífssýn hennar og áhrif hennar mótuðu hana upp frá því. Núra giftist 25. nóvember 1950 Hannesi Guðmundssyni, fv. sendi- fulltrúa, og höfðu þau því lifað í 52 ár í farsælu hjónabandi. Hannes er sonur hjónanna Friðgerðar Guð- mundsdóttur og Guðmundar Hannessonar bæjarfógeta á Siglu- firði. Núra og Hannes áttu barna- láni að fagna, eignuðust fjórar góðar og glæsilegar dætur, Ragn- hildi, Gerði, Eddu og Guðrúnu, sem allar eru giftar og búsettar í Reykjavík. Barnabörnin eru tíu talsins, en þau voru Núru afar kær. Núra og Hannes bjuggu fyrstu hjúskaparár sín á Lauga- vegi 13 og þar bjuggum við Hjalti Geir einnig fyrstu hjúskaparár okkar. Þetta voru gestkvæm heim- ili og oft var líf og fjör í stigunum með lítil börn á báðum hæðum og margar sameiginlegar minningar eigum við frá árunum á Laugaveg- inum. Systur mínar minnast þess þegar þær gættu allra barnanna á báðum hæðum og höfðu bara „opið á milli“. Núra og Hannes reistu hús sitt við Laugarásveg 64 árið 1961 og þar hefur heimili þeirra staðið upp frá því. Þaðan eiga allir í fjölskyld- unni margar og góðar minningar um hátíðisdaga þar sem Núra naut sín vel og veitti gestum sínum af mikilli rausn. Þau Hannes voru höfðingjar heim að sækja og ekk- ert var til sparað að gera allt vel úr garði. Hæfileikar húsfreyjunnar nutu sín til fulls við slíkar að- stæður. Minningarnar koma upp í hugann frá öllum merkisdögunum í fjölskyldunni, fermingarveislum, stúdentsveislum, brúðkaupum dætranna og afmælisdögum hús- bændanna, að ógleymdum jólaboð- um á annan í jólum. Allar þessar hátíðir voru haldnar heima á fal- lega heimilinu þeirra. Það er eft- irminnilegt hve hún skipulagði allt vel og þrauthugsaði hvert smáat- riði við undirbúning samkoma á heimili sínu. Það var í raun lær- dómsríkt og þessum vönduðu vinnubrögðum hefur Núru tekist að koma til skila til dætranna sem allar feta í fótspor móður sinnar á þessum vettvangi. Núra hafði yndi af ferðalögum og þau Hannes ferðuðust mikið jafnt austan hafs sem vestan. Þau ferðuðust oft með dætrunum og fjölskyldum þeirra, en hún mat tengdasynina mikils og það var gagnkvæmt. Barnabörnin voru yndi hennar og eftirlæti og hún fylgdist af áhuga með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau sjá því nú á bak góðri ömmu og vini. Núra átti við nokkra vanheilsu að stríða hin síðari ár. Hannes var þá stoð hennar og stytta og reynd- ist henni svo vel að á betra verður ekki kosið. Það er erfitt að kveðja Núru sem hefur verið hluti af tilverunni svona lengi. Hún lét sér annt um fjölskyldu bróður síns og fylgdist af áhuga með okkur öllum og lét sig miklu skipta bróðurbörn sín, enn fremur alla þá sem mér eru kærir. Ég kveð hana með miklum söknuði og votta öllum, sem nú eiga um sárt að binda, dýpstu samúð. Sigríður Th. Erlendsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.