Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 53 Hið árlega golfmót Samiðnar verður haldið á golfvellinum við Hellu sunnudaginn 15. júní nk. Mótið er opið öllum félagsmönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 535 6000 eða á heimasíðu Samiðnar www.samidn.is HEIMIR Ríkharðsson hefur valið 16 manna landsliðshóp pilta fæddra 1984 og síðar sem tekur þátt í und- ankeppni Evrópumótsins í hand- knattleik í Litháen um næstu helgi. Andstæðingar íslenska landsliðsins verða Danir, Litháar og Bosnía/ Hersegóvína. Tvær þjóðir komast áfram í lokakeppnina sem fram er í Slóveníu á ágúst. „Við rennum nokkuð blint í sjóinn en stefnum að sjálfsögðu að því að komast áfram,“ sagði Heimir í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Danir eru afar sterk- ir og svo er sagt að Litháar séu með sterkt lið auk þess að vera á heima- velli. Um lið Bosníu vitum við ekk- ert, það er óskrifað blað,“ sagði Heimir sem verður með lið sitt í æf- ingabúðum á Akureyri um helgina en það heldur síðan utan um miðja næstu viku. Fyrsti leikur þess er á föstudaginn við Dani. Hópurinn er skipaður eftir- töldum leikmönnum: Markverðir: Björgvin Gustavsson, HK og Pálm- ar Pétursson Val. Aðrir leikmenn: Andri Stefan, Haukum, Arnór Atla- son, KA, Árni Björn Þórarinsson, KA, Árni Þór Sigtryggsson, Þór, Ásgeir Hallgrímsson, Haukum, Davíð Guðnason, Víkingi, Einar Ingi Hrafnsson, Aftureldingu, Guð- berg Björnsson, Fram, Hrafn Ingv- arsson, Aftureldingu, Ívar Grét- arsson, Selfossi, Jóhann Gunnar Einarsson, Fram, Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, Pálmar Sigur- jónsson, Víkingi, Ragnar Hjalte- sted, Víkingi. Heimir velur sextán leikmenn í Evrópuslag ÍSLENDINGAR lögðu Dani nokk- uð örugglega að velli þegar þjóð- irnar mættust í vináttulandsleik í gærkvöld, lokatölur urðu 36:31, Íslend- ingum í vil. Það sem vakti mesta at- hygli í leiknum í gær var að með danska liðinu lék leikmaður sem er kominn af ís- lendingum í báðar ættir. Hann heitir Hans Óttar Lindberg og leikur með Team Helsinge í dönsku úrvalsdeildinni en liðið endaði í sjöunda sæti á sl. leiktíð. Hans Óttar er fæddur árið 1981 í Danmörku og hefur alla tíð búið þar. Foreldrar Hans heita Sig- urlaug Sigurðardóttir og Erlingur Lindberg og léku þau bæði hand- bolta með FH á árum áður. Hann talar ágæta íslensku en lítur á sig fyrst og fremst sem Dana. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Dan- mörku á dögunum gegn Pólverj- um og skoraði þá 5 mörk. Lands- leikurinn gegn Íslandi í gærkvöld var númer tvö í röðinni og urðu mörkin tvö í þetta skipti. „Ég er búinn að æfa handbolta frá því ég var 15 ára, hef spilað með ung- lingalandsliðinu og undir 21 árs liðinu og er núna að byrja að leika með aðalliðinu. Það er gaman að leika gegn íslenska landsliðinu, en ég er fyrst og fremst Dani og því er ég ekkert að spá í hverjir and- stæðingarnir eru eftir að leikurinn er hafinn,“ segir Hans Óttar. Hann segist ekki mikið fylgjast með íslenskum handbolta, en móð- ursystir hans sendi þó reglulega myndbandsspólur úr íslensku deildinni sem hann horfi á. Spurð- ur að því hvort hann hafi fundið fyrir áhuga hjá liðum utan Dan- merkur svarar hann því játandi, en hann ætli ekki að hugsa sér til hreyfings, að minnsta kosti næstu tvö árin, en sjá svo til. „Er fyrst og fremst Dani“ Morgunblaðið/Kristinn Hans Lindberg háði margar rimmur við Guðjón Val Sigurðsson í Austurbergi í gær. Dallas vann fimmta leikinn í SanAntonio á þriðjudag með frá- bærum endaspretti eftir að hafa ver- ið 19 stigum undir. Lengi vel í sjötta leiknum í Dallas á fimmtudag virtist sem að Mavericks væri að ná yfirhöndinni í leikserí- unni, en það breyttist allt í lokaleik- hlutanum þegar Steve Kerr kom til leiks eftir að hafa tekið við stöðu leikstjórnanda af Frakkanum Toni Parker. Lítið hafði gengið upp hjá Paker, sem þjáðist af magapest, og skuldinni skellt á franskan eftirrétt sem Parker hafði neytt á hóteli Spurs í Dallas fyrr um daginn. Dallas virtist hafa leikinn í hönd- unum um miðjan seinni hálfleik, en í upphafi fjórða leikhluta hrundi sókn- arleikur Mavericks saman og allt virtist ganga á afturfótunum. Spurs gekk smám saman á lagið og þriggja stiga körfum fór að rigna niður hjá Spurs, fyrst hjá Steve Jackson og síðan Kerr. Spurs jafnaði leikinn, 71:71, eftir tíu stig í röð þegar sjö mínútur voru til leiksloka og eftirleikurinn reynd- ist auðveldur. Spurs skoraði 34 af fyrstu 39 stigum leikhlutans, á ein- um besta kafla sem lið hefur náð svo seint í úrslitakeppni um langan tíma. „Allt gekk upp hjá mér“ Spurs var vel að sigrinum komið í leikseríunni og hefur verið besta lið- ið í deildinni síðan Dallas vann fyrstu fjórtán leiki sína í upphafi keppnis- tímabilsins. Kerr, sem nú er 37 ára, hefur lítið leikið hjá San Antonio í vetur. Hann vann þrjá meistaratitla hjá Chicago Bulls og þann fjórða með Spurs fyrir fjórum árum. „Ég hafði fylgst vel með leiknum frá bekknum, enda hafði þjálfarinn sagt mér að ég gæti þurft að taka við leik- stjórninni af Toni. Allt gekk upp hjá mér um leið og ég kom inn á. Strák- arnir léku mjög góða liðsvörn og fundu mig fljótt í sókninni um leið og ég var á auðum sjó. Ég ákvað að leika þetta keppnistímabil í þeirri von að ég fengi tækifæri til að eiga svona leik. Það er ekkert sem jafnast á við að geta gert út um leikseríu með svona leik,“ sagði hinn knái Kerr í leikslok. Lokaúrslit New Jersey og San Antonio gætu orðið skemmtileg. Lið- in úr Austurdeildinni hafa ekki átt minnsta möguleika gegn Los Angel- es Lakers undanfarin þrjú ár í loka- úrslitunum, en framganga Nets und- anfarið í úrslitakeppni Austur- deildarinnar bendir til að Spurs verði að eiga sinn besta leik til að vinna titilinn. Leikstjórnandi Nets, Jason Kidd, mun verða Spurs erfiður, en New Jersey á hins vegar ekkert svar við Tim Duncan hjá Spurs, en leikur hans mun verða lykillinn í leikserí- unni. Nú mun koma í ljós hvort New Jersey hafi náð að minnka styrk- leikamuninn við bestu liðin íVestur- deild. Liðin tvö unnu öruggan heima- sigur hvort á öðru í deildarkeppninni, en það er skoðun undirritaðs að New Jersey muni ekki ná að vinna fjóra leiki gegn Spurs. Það verður minni munur á getu liðanna en undanfarin þrjú ár í lokaúrslitunum, en þegar upp verður staðið er næsta víst að San Antonio mun vinna sinn annan meistaratitil. David Robinson ætti að vinna titilinn í síðasta leik sínum á leikferlinum, annaðhvort í sjötta eða sjöunda leiknum. Spurs mætir „heitu“ liði New Jersey Nets í úrslitum NBA Kerr bjargvættur San Antonio STEVE Kerr bjargaði San Antonio Spurs í fjórða leikhluta sjötta leiks liðsins við Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildar. Kappinn skoraði fjórar þriggja stiga körfur í röð á stuttum tíma í lokaleikhlut- anum og hann spilaði lykilhlutverk í sigri San Antonio. Sigur Spurs, 90:78, kom liðinu í lokaúrslitin eftir 4:2 sigur í leikseríunni. Spurs mætir nú „heitu“ liði New Jersey Nets úr Austurdeild. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum  LEIKMENN AC Milan ættu að eiga fyrir salti í grautinn. Sigurinn á Juventus í úrslitaleik Meistaradeild- ar Evrópu í knattspyrnu á Old Traf- ford á miðvikudagskvöldið gerði ríka liðsmenn Mílanóliðsins enn ríkari því hver og einn leikmaður liðsins fékk í sinn hlut upphæð að andvirði 17,5 milljónir króna í bónusgreiðslu frá félaginu.  AC MILAN hagnaðist vel á sigr- inum en fyrir hann fær félagið um 3,3 milljarða króna í greiðslu frá knattspyrnusambandi Evrópu. Hluta af þessum peningum á að verja í að kaupa nýja leikmenn svo reikna má með að þeir svartröndóttu verði öflugir áfram á næstu leiktíð.  ÚKRAÍNSKA íþróttamálaráðu- neytið hefur ákveðið að veita Andriy Shevchenko, sóknarmanni AC Mil- an, æðstu íþróttaviðurkenningu landsins. Shevcehnko skoraði sigur- mark AC Milan í vítaspyrnukeppn- inni gegn Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.  RIO Ferdinand, varnarmaðurinn sterki í liði Manchester United, get- ur ekki leikið með enska landsliðinu í vináttuleiknum við Serbíu og Svart- fjallaland á þriðjudaginn og í leikn- um gegn Slóvenum í undankeppni EM hinn 11. júní. Ferdinand er meiddur á hné og við skoðun í gær kom í ljós að hann er ekki leikfær.  FORSVARSMENN norska knatt- spyrnusambandsins hafa ákveðið að refsa ekki landsliðsmönnunum Eirik Bakke og Steffen Iversen vegna fréttar sem birtist í Dagbladet á dögunum. Þar tóku þeir félagar þátt í bjórsmökkun og fengu sér danskan snafs í tilefni þess að Norðmenn mæta Dönum í undankeppni EM hinn 7. júní á Parken í Kaupmanna- höfn.  NILS Johan Semb, landsliðsþjálf- ari Norðmanna, varð æfur er hann sá myndir af þeim félögum bragða á dönsku og norsku öli en vildi samt sem áður ekki setja þá út úr lands- liðshópnum. FÓLK Benedikt Rafn Rafnsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.