Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 17 Ísbúð í Reykjavík Nú er mikil íssala framundan. Til sölu þekkt og vinsæl ísbúð með myndbandaleigu, sælgætissölu og smurbrauðsaðstöðu. Lottó. Stendur nálægt stórum skólum og er í vinsælu verslunarhúsi mið- svæðis. Spennandi dæmi fyrir duglegt fólk. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni. fyrirtaeki.is Öll fyrirtækjaskráin okkar er nú á netinu í mjög aðgengilegu formi. Skoðið síðurnar okkar og hafið samband. Nýjung: Farið inn á síðuna atvinnutækifæri. Það gæti borgað sig. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. ÞEGAR horft er út um gluggann á hinni lágreistu skólabyggingu blasa við holt og ósnortin náttúra. Innan- dyra sitja nemendurnir og leysa verkefnin sín í friði og spekt. Reynd- ar slær það mann hversu mikil kyrrð og þögn ríkir þrátt fyrir að börnin séu á grunnskólaaldri og búast mætti við skvaldri innan úr stof- unum. Þegar betur er að gáð fara þó líf- legar samræður fram í hverju horni. Tungumálið er hins vegar annað en flestir eiga að venjast enda tjáð með höndunum. Við erum stödd undir fæti Öskjuhlíðar, í Vesturhlíð- arskóla, þar sem heyrnarlaus og heyrnarskert börn á Íslandi hafa stundað grunnskólanám síðastliðin 32 ár. Í haust verða hins vegar mikl- ar breytingar á högum þeirra þegar skólinn sameinast Hlíðaskóla og flyst í húsnæði hans við Hamrahlíð. „Við getum farið ansi langt aftur í söguna með skóla fyrir heyrnarlausa enda er þetta einn elsti sérskólinn á Íslandi,“ segir Berglind Stef- ánsdóttir, skólastjóri Vesturhlíð- arskóla. „Við fluttum hins vegar í þetta húsnæði árið 1971 en ákveðið var að ráðast í bygginguna vegna rauðuhundafaraldursins 1964. Þá fæddust 34 heyrnarlaus börn sem var algjör sprenging. 1974 var svo byggð heimavist hér á lóðinni fyrir börn utan af landsbyggðinni en hún var lögð niður árið 1989. Síðan hafa foreldrar heyrnarlausra barna utan af landi haft það fyrirkomulag að halda tvö heimili, bæði í Reykjavík og á heimaslóðum.“ Blendnar tilfinningar Hún segir ’64 árganginn þó al- gjört einsdæmi og fæðingum heyrn- arlausra barna hafi fækkað mikið síðustu árin. „Lengi var talað um að eitt til tvö heyrnarlaus og heyrn- arskert börn fæddust árlega en ég veit ekki hver þessi tala er núna. Heyrnarskertir fara líka meira í al- menna skóla en áður þannig að það hefur eitthvað að segja. Staðan hjá okkur í dag er sú að við erum með 18 heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur í skólanum og foreldrar hafa verið að horfa svolítið á fé- lagslegu hliðina og félagslíf barna út frá því. Þess vegna förum við í sam- starf við Hlíðaskóla þar sem börnin munu fá meiri félagslega mögu- leika.“ Það má skilja á Berglindi að flutn- ingurinn veki blendnar tilfinningar meðal barna, starfsfólks og foreldra enda segir hún ákveðinn söknuð fylgja því að þurfa að kveðja hið fal- lega umhverfi Vesturhlíðarskóla. „Á sama tíma er líka dálítil tilhlökkun,“ segir hún. „Það hefur verið svolítið óþægilegt að flutningurinn var ákveðinn fyrir nokkru en svo kom langt biðtímabil þannig að ég held að það sé ágætt að það sé loksins komið að þessu skrefi að flytja. Það er hins vegar ýmislegt sem þarf að huga sérstaklega að – við þurfum að varð- veita táknmálsumhverfið og það verður að gæta að því að upplýsa vel starfsfólk og börn, sem koma til með að starfa með heyrnarlausum, um táknmál. En viðhorfið í Hlíðaskóla almennt er mjög jákvætt gagnvart þessu.“ Möguleikar á stærri vinahóp Það er þó ljóst að breytingin verð- ur mikil fyrir nemendurna 18 sem nú flytjast yfir í skóla þar sem milli 500 og 600 nemendur stunda nám. Fjöldinn býður hins vegar upp á meira val fyrir börnin og foreldra þeirra en verið hefur hingað til. „Okkar deild mun kallast táknmáls- svið og heyrnarskert börn geta kom- ið til okkar t.d. í íslensku og dönsku en verið að öðru leyti í almennum bekk með aðstoð túlks eða eitthvað slíkt. Foreldrar sjá líka möguleika á stærri vinahóp með þessu og að þarna geti börnin borið sig meira saman við sína jafnaldra.“ Hún seg- ist því sjá fyrir sér að heyrn- arskertum börnum muni fjölga mjög í skólanum með þessum breytingum. Aðspurð segir Berglind að með flutningnum muni hún verða yf- irmaður táknmálssviðsins í Hlíða- skóla og fá starfsheitið aðstoð- arskólastjóri en lögum samkvæmt er einungis hægt að hafa einn skóla- stjóra í hverjum skóla. Hún muni eftir sem áður hafa sömu forráð yfir sínum nemendum og áður, bæði fag- lega og fjárhagslega. „Hvar eru táknmálskrakkarnir?“ Berglind segist líka vonast til að flutningurinn hafi í för með sér já- kvæða þróun í sambandi við for- dóma í garð heyrnarskertra. „Auð- vitað finna börnin alltaf stöku sinnum fyrir þessum fordómum en þeir hafa minnkað mikið. Til dæmis hefur fyrsti bekkur Hlíðaskóla verið hér í húsnæðinu hjá okkur í vetur og þar eru þrír heyrnarskertir krakkar. Og þegar heyrandi börnin eru að leita að þessum heyrnarskertu spyrja þau: Hvar eru táknmáls- krakkarnir? Þau auðkenna börnin sumsé við málið sem þau tala en ekki þá staðreynd að þau séu heyrnarlaus og það finnst mér mjög jákvætt.“ Hún segir líka gríðarlega breyt- ingu hafa orðið frá því að hún var sjálf að alast upp sem heyrnarlaust barn. „Leikskólar nota táknmál, Fé- lag heyrnarlausra hefur gefið út fræðslurit um táknmál sem heitir Upp með hendur og fólk er orðið al- mennt miklu opnara og jákvæðara.“ Hún útskýrir einnig að miklar breytingar hafi orðið á áherslum og stefnum í kennslumálum heyrn- arskertra. „Áður var raddmáls- aðferðinni beitt, þar sem lögð var áhersla á að börnin lærðu að tjá sig á íslensku og lesa af vörum. Það þró- aðist svo út í það sem kallað er „total communication“ og síðan yfir í tákn- málið. Í dag er hins vegar gengið út frá því að börnin verði tvítyngd, þ.e. hafi táknmálið að móðurmáli en geti lesið og skrifað á íslensku.“ Berglind dregur fram gamlar bókhaldsskræður sem tilheyra sögu skólans og þær sýna þetta vel en þar er að finna ítarlegar skýrslur yfir talþróun hjá hverjum nemenda, hvaða hljóð hann á í erfiðleikum með að bera fram og hvernig honum gengur að gera sig skiljanlegan. Ým- is heiti skólans í gegn um tíðina end- urspegla þetta líka en fyrst var hann kallaður Málleysingjaskólinn og svo Heyrnleysingjaskólinn áður en hann fékk hið hlutlausa nafn Vesturhlíð- arskóli. Síðustu dagarnir í skólanum Hún segir eftir að ákveða hvað verði um húsnæðið, sem er í eigu menntamálaráðuneytisins, en marg- ir hafi augastað á því, ekki síst vegna hinnar ósnortu náttúru sem er um- hverfis það. Hins vegar sé ljóst að byggingin henti ekki hvaða starf- semi sem sé. Það er greinilegt af öllum gögn- unum sem leynast inni á skrifstofu Berglindar og að hún og starfsfólk hennar eiga ærið verkefni fyrir höndum. „Jú jú, nýja byggingin við Hlíðaskóla á að vera tilbúin 15. ágúst og þá flytjum við alveg uppeftir,“ segir hún. „Nú erum við að byrja að pakka niður og fulltrúar frá Borg- arskjalasafni er á leiðinni til okkar að velja úr gömlum gögnum sem eru búin að vera í skólanum í öll þessi ár og ná alveg aftur til ársins 1946.“ Síðasti kennsludagurinn undir fæti Öskjuhlíðar verður 5. júní þann- ig að nemendur eru þessa dagana að stíga sín síðustu skref í þessari sögu- legu byggingu. Haustið bíður þeirra síðan með ný tækifæri og möguleika á nýjum stað. Burtséð frá því hvaða ævintýri það mun hafa í för með sér fyrir hvern og einn er ljóst að þar með er brotið blað í sögu grunn- skólakennslu heyrnarlausra og heyrnarskertra á Íslandi. Öskjuhlíðin kvödd Suðurhlíðar Berglind Stefánsdóttir skólastjóri spjallar við heyrnarskertan nemenda í fyrsta bekk. Í vetur hefur allur fyrsti árgangur Hlíðaskóla verið til húsa í Vesturhlíðarskóla þar sem viðbygging Hlíðaskóla er ekki að fullu tilbúin. Þrír heyrnarskertir nemendur eru í þeim árgangi. Morgunblaðið/Sverrir Bekkirnir í Vesturhlíðarskóla eru fámennir enda fáir nemendur í hverri bekkjardeild. Þetta mun breytast til muna í haust þegar skólinn sameinast Hlíðaskóla en hann telur á sjötta hundrað nemenda. Gamlar skræður bera breytingum í skólanum gott vitni. Nákvæm tal- málsskrá var haldin yfir hvern nem- anda og bókhaldið frá árinu 1946 rúmaðist ágætlega í lítilli vasabók. Vesturhlíðarskóli er ekki stór skóli. Þar stunduðu 18 heyrnarskertir nemendur nám á síðasta ári en næstkomandi haust verður talsverð breyting á högum þeirra þegar skólinn sameinast Hlíðaskóla. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir heimsótti nemend- urna einn af síðustu dögunum þeirra undir fæti Öskjuhlíðar. því í tvö til þrjú ár. Á vorönninni 2003 tóku 7 grunnskólar þátt en námskeiðin eru í umsjón tölvukenn- ara skólanna sem skipuleggja þau. Verkefnið er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Námsflokka Reykjavíkur og er styrkt af Búnaðarbankanum. skólanemendur eru. „Gildishlaðin orð eins og þolinmæði, skilningur og natni voru lýsandi fyrir álit þeirra eldri á þeim yngri,“ segir þar orð- rétt. Verkefnið Tölvunámskeið fyrir eldri borgara hefur staðið frá 1999 og hafa mörg barnanna tekið þátt í RÚMLEGA 40 grunnskólanem- endum var nýlega boðið á leikritið Leifur heppni ásamt tölvukennurum sínum. Leiksýningin var viðurkenn- ing fyrir frábært sjálfboðaliðastarf við að kenna eldri borgurum á tölv- ur síðastliðinn vetur. Í fréttatilkynningu frá Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur segir að við þetta tækifæri hafi eldri borgarar lýst þakklæti og hrifningu yfir hversu góðir leiðbeinendur grunn- 40 ungum tölvukenn- urum boðið í leikhús Reykjavík þess að fara inn á sjálfa flötina að því er fram kemur í fréttinni. „Án efa á þetta framtak klúbbsins eftir að stuðla að því að gera Seltirninga að betri golfspilurum en margir efnileg- ir golfarar eru meðlimir Golfklúbbs- ins Ness,“ segir þar að lokum. GOLFKLÚBBUR Ness tók á dög- unum í notkun nýtt æfingaskýli á austurhluta golfvallarins á Seltjarn- arnesi. Segir í frétt frá bænum að framtakið hafi sannarlega „slegið í gegn“ enda bæti það aðstöðu klúbb- félaga til muna. Æfingaskýli sem þessi ganga und- ir nafninu „driving range“ og gera mönnum kleift að æfa langskot án Nýtt golfskýli „slær í gegn“ Seltjarnarnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.