Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 35
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs hópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrir bænastund kl. 12. Að lok- inni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Samvera foreldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsalnum. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kirkjulistarhátíð: Tónlistarandakt kl. 112. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðar- son. Elsabet Waage leikur einleik á hörpu. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Fé- lagsvist mánudaga kl. 13, brids mið- vikudaga kl. 13. Þriðjudaga og fimmtu- daga er keppni í pútti. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10-12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10-12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8-9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10- 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn frá kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Í sumar verður opið hús á vegum kirkjunnar fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13-16. Spilað og spjallað. Þorlákur sér um akst- ur fyrir þá sem óska. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10-12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30- 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 35 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Rík samskiptaþörf gerir það að verkum að þú hefur mikla tjáningarhæfileika. Þú getur sannfært alla um allt! Það gerir þú með vits- munum og útgeislun. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér er sérlega annt um eig- ur þínar í dag. Það er óþarfi að rífast, haltu þinni stefnu með yfirvegun. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að verja hug- myndir þínar og skoðanir fyrir einhverjum. Þetta út- heimtir mikið hugrekki því persónan gæti verið nákom- in þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki láta aðra velja fyrir þig. Hlustaðu á eigin hjarta og sannfæringu, veldu síð- an. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vinur þinn er viðkvæmur vegna sameignar eða ein- hvers sem hann hefur lánað eða fengið lánað. Reyndu að miðla málum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gættu þess að láta skoðanir þínar ekki blinda þig. Ekki leita eftir átökum eða skapa vandræði þar sem þau eru ekki til staðar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ágreiningur gæti risið upp á vinnustað þínum. Hann er ekki tengdur vinnunni, held- ur trúarlegum og heim- spekilegum spurningum. Þú ættir að hlusta. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ungt fólk þarf á ráðlegg- ingum þínum að halda. Það er mikilvægt fyrir það að geta axlað ábyrgð. Þú skalt leiðbeina þeim í átt að settu marki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forðastu deilur við maka og nákomna í dag. Vertu kurt- eis við ástvini þína. Verðir þú fyrir áreiti, skaltu telja upp að fimm áður en þú tal- ar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert full(ur) af orku í dag. Það gæti orðið til þess að hlaupa með þig í gönur. Vertu á varðbergi og hægðu á þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Deilur um það hvernig eyða skuli peningum kunna að rísa upp. Mundu að engir tveir einstaklingar eyða peningum á sama hátt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Óvenjuleg árásargirni rís upp hjá þér. Reyndu að hemja hana og virkja góðar tilfinningar heimafyrir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vertu á varðbergi gagnvart þeirri miklu orku sem býr innra með þér. Hún gæti knúið þig til þess að taka áhættu. Hugsaðu þig tvisvar um. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ARNLJÓTUR GELLINI Lausa mjöll á skógi skefur, skyggnist tunglið yfir hlíð; eru á ferli úlfur og refur, örn í furu toppi sefur; nístir kuldi um nætur tíð. Fer í gegnum skóg á skíðum sköruglegur halur einn, skarlats kyrtli sveiptur síðum, sára gyrður þorni fríðum; geislinn hans er gambanteinn. Eftir honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið; gríðar stóðið gráa og fljóta greitt má taka og hart til fóta, ef að hafa á það við. - - - Grímur Thomsen. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80ÁRA afmæli. Á morg-un, miðvikudaginn 4. júní, verður áttræður Gunn- ar Dal, skáld. Hann tekur á móti vinum og vandamönn- um frá kl. 16 til 19 á afmæl- isdaginn, á heimili sínu Borg- arheiði 7 í Hveragerði. 50 ÁRA afmæli. Fimm-tug er í dag, þriðju- daginn 3. júní, Marín Jóns- dóttir Böggvisbraut 9 Dalvík. Afmælisveislan hef- ur þegar farið fram en af- mælisbarnið verður heima á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 3.júní, verður Ásta Pálína Ragn- arsdóttir, Sauðárkróki, fimmtug. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. Get ég ekki hjálpað til í eldhúsinu? 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. O-O-O h6 9. Be3 Dc7 10. f3 Hb8 11. Kb1 Bd7 12. g4 Re5 13. h4 b5 14. Bd3 g6 15. g5 hxg5 16. hxg5 Hxh1 17. Hxh1 Rh5 18. Hd1 b4 19. Rce2 a5 20. Rc1 a4 21. De2 a3 22. f4 axb2 23. Rcb3 Rxd3 24. cxd3 Bg7 25. Dxb2 e5 26. Hc1 Db7 27. fxe5 Bxe5 28. Ra5 Da6 29. Rc4 Kf8 30. Rxe5 dxe5 31. Rc2 b3 32. axb3 Dxd3 33. b4 Be6 34. He1 Bb3 35. Kc1 Ha8 36. Bc5+ Kg8 37. He3 Staðan kom upp í Stigamóti Hellis sem lauk fyrir skömmu. Bragi Þorfinns- son (2351) hafði svart gegn Sig- urbirni Björns- syni (2296). 37... Ha1+! 38. Rxa1 hvítur yrði einnig mát eftir 38. Dxa1 Dxc2#. 38... Dd1#. Lokastaða mótsins varð SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. þessi: 1. Björn Þorfinnsson 6 vinninga af 7 mögulegum. 2.-4. Magnús Örn Úlf- arsson, Bragi Þorfinnsson og Andri Áss Grétarsson 5 v. 5.-9. Sævar Bjarnason, Kristján Eðvarðsson, Snorri G. Bergsson, Sig- urbjörn Björnsson og Sig- urður Daði Sigfússon 3½ v. 10.-11. Gunnar Björnsson og Jón Árni Halldórsson 3 v. 12. Lenka Ptácníkova 2½ v. 13. Jóhann H. Ragn- arsson 1½ v. 14. Sigurður Ingason½ v. Aðalfundur Taflfélagsins Hellis fer fram í Hellisheimilinu, Álfa- bakka 14a, þriðju hæð, í dag 3. júní og hefst kl. 20.00. Það er útbreiddur misskiln- ingur að líkur á vel heppn- aðri svíningu séu 50%. Svín- ing getur verið vonlaus, 100% örugg og allt þar á milli. Hér er til dæmis 60% svíning: Norður ♠ ÁD94 ♥ G84 ♦ Á10 ♣KG109 Vestur Austur ♠ 76 ♠ 103 ♥ 32 ♥ KD976 ♦ DG654 ♦ 8732 ♣D542 ♣86 Suður ♠ KG852 ♥ Á105 ♦ K9 ♣Á73 Spilið kom upp í sjöundu umferð Norðurlandamótsins í Færeyjum og allmörg pör keyrðu í sex spaða. Slemman byggist á því einu að finna laufdrottninguna og fyr- irfram gætu menn haldið að það væri blind ágiskun hvort drottningin er í austur eða vestur. En svo einfalt er málið ekki. Segjum að út komi tromp. Sagnhafi aftrompar vörnina og spilar svo hjarta úr borði með því hugarfari að setja tíuna. En austur stingur drottningunni á milli og þá drepur sagnhafi og sækir slag á litinn. Austur spilar hjarta til baka og þá hendir vestur tígli. Í sjálfu sér græðir sagn- hafi lítið á þessum aukaslag á hjarta – hitt skiptir meira máli að fá upplýsingar um hjartaleguna. Nú er vitað að austur hefur byrjað með 7 spil í hálitunum, en vestur aðeins 4. Á hendi austurs eru því 6 óþekkt spil, en 9 spil eru óþekkt í vestur. Samtals eru 15 spil óþekkt á hönd- unum báðum og eitt þessara spila er laufdrottningin. Þetta er auðvelt reiknings- dæmi: Í 9 tilfellum af 15 er laufdrottningin í vestur (sem er 60%), en í austur í 6 til- fellum af 15 (40%). Og svo segja menn að svíning sé 50%. Það er eintóm vitleysa. Varla þarf að taka það fram að slemman vannst á öllum borðum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Einn poka af kattarsandi?! Er það nú ekki full langt gengið, ástin mín? MEÐ MORGUNKAFFINU Sundbolir - bikini Sloppar, kjólar og slæður fyrir sól og strönd Nóatúni 17 • sími 562 4217Gullbrá • Sendum í póstkröfu FRÉTTIR LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar þann 31. maí sl., rétt upp úr miðnætti. Blárri Skoda fólksbifreið var ekið austur Miklubraut en á sama tíma var blárri Hyundai fólksbifreið ekið suður Grensásveg og rákust þær á á gatnamótunum. Ágreiningur er á milli manna um stöðu umferðarljós- anna er stýra umferðinni um gatna- mótin. Því eru þeir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum DREGNIR hafa verið út vinnings- hafar í félagahappdrætti Norræna fé- lagsins. Fyrsta vinning, vikuferð til Billund í boði Plúsferða ásamt sumarhúsi og bílaleigubíl í boði Norræna félagsins, hlaut Halldóra Magnúsdóttir, Bröttu- götu 22, Vestmannaeyjum. Aðra vinninga, sem voru bækur, hlutu Stefán Karlsson, Víðimel 70, Reykja- vík, Ingi Valur Jóhannsson, Skipholti 50, Reykjavík, Guðlaug Pálmadóttir, Álfabergi 26, Hafnarfirði og Þórunn Eiríksdóttir, Kaðalstöðum 2, Borgar- firði. Vinningarnir hafa verið sendir til vinningshafa. Unnu í happ- drætti Norræna félagsins Styrktartónleikar Stúlkna-og Kamm- erkórs Bústaðakirkju Í KVÖLD, þriðjudagskvöldið 3. júní, kl. 20 verða haldnir í Bústaða- kirkju kveðjutónleikar Stúlkna- og Kammerkórs Bústaðakirkju, en kórarnir eru að fara í ferðalag til Danmerkur og Svíþjóðar dagana 7.-11.júní nk. Í Kaupmannahöfn munu kór- arnir syngja í fermingarmessu ásamt Barna- og Unglingakór Dómkirkjunnar í St. Pauls kirkju á hvítasunnudag. Þá er ferðinni heit- ið til Málmeyjar en þar syngja kór- arnir í Munkhatteskolen, en þar er íslenskur rektor, Elsa B. Hansen. Að lokum syngja kórarnir í All- helgonakyrkan í Lundi ásamt Ís- lendingakórnum þar, en stjórnandi þess kórs er Siegward Ledel. Á efn- isskránni eru íslensk og erlend þjóðlög. Á tónleikunum á þriðjudags- kvöldið koma fram einsöngvarar úr hópi kórstúlkna og einnig koma fram með kórunum gamlir kór- félagar. Stjórnandi kóranna er Jóhanna V. Þórhallsdóttir og píanóleikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Að- gangseyrir er 1.000 krónur og fer í ferðasjóðinn. Allir velkomnir með húsrúm leyfir. Morgunblaðið/Jim Smart Bústaðakirkja Kirkjustarf Misskilningur Monika Pálsdóttir, Torfufelli 27, skrifaði pistil í Bréf til blaðsins 31. maí síðastliðinn. Þar var villa í texta bréfsins. Hún talaði um að hún væri þess fullviss, að Íslendingar ættu eftir að sigra í Evróvisjón, en ekki að Íslendingar ættu erfitt með að sigra. Bílum víxlað Í Morgunblaðinu í gær var rang- lega sagt að jeppa hefði verið ekið suður Langatanga og lent á fólksbíl sem var á leið vestur Bogatanga á laugardag. Hið rétta er að jeppinn var á leið vestur Bogatanga og fólks- bíllinn suður Langatanga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Breytt form borga á 20. öld Á morgun, miðvikudaginn 4. júní, mun Jeremy W.R. Whitehand, prófessor í borgarlandfræði við University of Birmingham í Englandi, halda fyr- irlestur á vegum Borgarfræðaseturs um breytt form borga á tuttugustu öld. Fyrirlesturinn er haldinn í Lög- bergi, stofu 101, og hefst kl. 12.10. Í fyrirlestri sínum mun prófessor Whitehand fjalla um eðli og mik- ilvægi borgarlandslagsins í nýlegum rannsóknum. Lýst verður mik- ilvægri hugmyndafræði er varðar sögulega þróun og framtíðarþróun borgarlandslagsins. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.