Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 38
ÍÞRÓTTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Efsta deild karla Landsbankadeild Valur – Þróttur R. ....................................0:1 Staðan: Fylkir 4 3 0 1 8:2 9 KR 3 2 1 0 4:2 7 Þróttur R. 4 2 0 2 6:6 6 Valur 4 2 0 2 6:7 6 FH 4 1 2 1 5:4 5 ÍA 3 1 1 1 4:3 4 KA 3 1 1 1 4:5 4 Grindavík 3 1 0 2 4:6 3 ÍBV 3 1 0 2 4:7 3 Fram 3 0 1 2 4:7 1 Markahæstir: Haukur Ingi Guðnason, Fylkir .................. 3 Jóhann H. Hreiðarsson, Valur ................... 3 Sinisa Kekic, Grindavík .............................. 3 Björgólfur Takefusa, Þróttur R................. 2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 2 Gunnar Þór Pétursson, Fylkir ................... 2 Hjálmar Þórarinsson, Þróttur R. .............. 2 Jónas Grani Garðarsson, FH ..................... 2 Steinar Tenden, KA .................................... 2 Sören Hermansen, Þróttur R. ................... 2 Efsta deild kvenna Landsbankadeild ÍBV – Breiðablik.......................................5:3 Margrét Viðarsdóttir 44., 50., 52., Olga Færseth 79., Mhairi Gilmour 81. – Ólína Viðarsdóttir 32., 60., Erna Sigurðardóttir 72. Staðan: KR 4 3 1 0 20:3 10 ÍBV 4 3 0 1 20:7 9 Valur 3 2 1 0 7:4 7 Breiðablik 4 2 0 2 7:11 6 Stjarnan 3 1 0 2 5:6 3 FH 3 1 0 2 3:4 3 Þór/KA/KS 4 1 0 3 4:14 3 Þróttur / Haukar 3 0 0 3 1:18 0 Markahæstar: Ásthildur Helgadóttir, KR ......................... 7 Hrefna Jóhannesdóttir, KR ....................... 7 Olga Færseth, ÍBV...................................... 7 Mhairi Gilmour, ÍBV................................... 5 Bikarkeppni karla VISA-bikar, 2. umferð: HK – Haukar–23 ...................................... 2:0 Keflavík–23 – Breiðablik ......................... 4:3 Reynir Á. – Tindastóll...............................1:4 Skallagrímur – Deiglan ............................1:2 Völsungur – Leiftur/Dalvík......................5.0 KFS – Fram–23.........................................4:1  Sigurliðin eru komin í 32–liða úrslit. Bikarkeppni kvenna VISA-bikar, 1. umferð: Fjölnir – HSH............................................4:0  Fjölnir mætir ÍR. HK/Víkingur – Fylkir .............................. 1:0  HK/Víkingur mætir Stjörnunni. FH – RKV................................................. 4:1  FH mætir ÍA. 1. deild kvenna B Leiftur/Dalvík – Tindastóll.................... 1:10 Einherji – Höttur ..................................... 0:3 Staðan: Tindastóll 1 1 0 0 10:1 3 Höttur 1 1 0 0 3:0 3 Fjarðabyggð 0 0 0 0 0:0 0 Sindri 0 0 0 0 0:0 0 Leiknir F 0 0 0 0 0:0 0 Einherji 1 0 0 1 0:3 0 Leiftur/Dalvík 1 0 0 1 1:10 0 Svíþjóð Halmstad – Landskrona...........................3:0 Örebro – Sundsvall....................................2:1 Örgryte – Hammarby...............................0:1 Elfsborg – Gautaborg ...............................2:1 Helsingborg – Enköping ..........................0:4 Öster – Malmö ...........................................0:2 AIK – Djurgården.....................................3:3 Staðan: Hammarby 9 6 3 0 14:6 21 AIK 9 6 2 1 20:9 20 Djurgården 9 6 1 2 24:7 19 Örebro 9 5 1 3 15:12 16 Halmstad 9 4 2 3 14:12 14 Helsingborg 9 4 2 3 10:12 14 Malmö 9 3 3 3 13:11 12 Gautaborg 9 2 3 4 13:12 9 Sundsvall 9 2 3 4 10:13 9 Landskrona 9 2 3 4 10:14 9 Elfsborg 8 2 3 3 9:15 9 Örgryte 9 2 2 5 11:18 8 Öster 8 2 1 5 6:14 7 Enköping 9 1 1 7 8:22 4 Danmörk AaB – Køge ................................................1:0 AB – Silkeborg ..........................................3:1 Esbjerg – Midtylland................................4:1 FC Kaupmannah. – OB ............................1:1 AGF – Farum ............................................2:2 Staðan: Kaupmannah. 30 15 9 6 46:31 54 Bröndby 29 14 10 5 53:29 52 Farum 30 14 4 12 46:54 46 Esbjerg 30 11 10 9 64:56 43 OB 30 10 12 8 49:42 42 Midtylland 30 11 9 10 44:41 42 AB 30 9 11 10 39:40 38 AGF 30 10 8 12 47:53 38 AaB 30 11 4 15 37:43 37 Viborg 29 9 9 11 47:50 36 Silkeborg 30 8 9 13 43:45 33 Køge 30 8 3 19 41:72 27 Noregur Molde – Brann ...........................................3:0 Staðan: Rosenborg 9 8 1 0 23:5 25 Stabæk 9 5 2 2 14:8 17 Viking 9 4 4 1 17:10 16 Bodö/Glimt 9 4 3 2 13:10 15 Sogndal 9 4 2 3 14:14 14 Odd Grenland 9 4 2 3 15:16 14 Bryne 9 4 0 5 20:14 12 Lyn 9 3 3 3 15:17 12 Molde 9 3 2 4 11:11 11 Lilleström 9 2 4 3 8:14 10 Vålerenga 9 2 3 4 10:12 9 Brann 9 1 3 5 7:19 6 Ålesund 9 0 5 4 12:17 5 Tromsö 9 1 2 6 14:26 5 Ítalía Úrslitaleikur um sæti í 1. deild: Atalanta – Reggina ..................................1:2  Reggina vann samtals 2:1.  HJÓLREIÐAR Gunnlaugur Jónasson sigraði í Hvalfjarð- arkeppninni, á götuhjólum, sem fram fór á sunnudaginn 1. júní. Var hjólað frá syðri gangamunnanum inn fyrir Botn og út aftur – alls 72 km. Gunnlaugur fékk tímann 2:01.44 klst., sem þýðir að hann hélt 35,6 km meðalhraða á klukkustund. Keppnin var jöfn framan af en inni við Hvalfjarð- arbotn náði Gunnlaugur að slíta sig frá öðr- um keppendum ásamt Gunnari Má Zoëga. Alfreð Harðarson elti þá félagana uppi og saman héldu þeir þrír uppi mjög háum hraða út Hvalfjörðinn, með því að skiptast á að fara fremst og brjóta vindinn, en það er tækni sem hjólreiðamenn nota gjarnan í keppnum. Þannig náðu þeir mun meiri hraða með samvinnunni en ella og gerðu öðrum keppendum erfitt um vik að ná þeim. Í brekkunum við Hvammsvík sleit Gunnlaugur öllu samstarfi við þá félagana, gaf hressilega í og hjólaði einn síðustu 15 kílómetrana í mark. Alfreð varð svo annar 45 sek. á eftir og Gunnar Már þriðji 1 mín. og 59 á eftir Gunnlaugi. KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin: Akureyrarvöllur: KA – KR...................19.15 Laugardalsvöllur: Fram – ÍA...............19.15 Grindavík: Grindavík – ÍBV .................19.15 Bikarkeppni KSÍ VISA-bikarkeppni karla: Ísafjörður: BÍ – Bolungarvík ....................20 Fáskrúðsf.: Leiknir F. – Huginn ..............20 Tungubakkav.: Númi – Austri ..................20 Siglufjörður: KS – Snörtur........................20 ÍR-völlur: ÍR – HK 23................................20 Vilhjálmsv.: Höttur – Fjarðabyggð..........20 Njarðvík: Njarðvík – Breiðablik 23 ..........20 Garður: Víðir – Fylkir 23 ...........................20 Selfoss: Selfoss – FH 23.............................20 Í KVÖLD FYLKISMENN hafa fengið geysi- lega góða aðsókn í fyrstu þremur heimaleikjunum í efstu deild í knattspyrnu. Alls hafa 4.872 heim- sótt Fylkisvöllinn í leikjunum á móti Fram, Grindavík og FH sem þýðir að 1.624 áhorfendur hafa að jafnaði mætt á leiki Árbæjarliðs- ins. 1.867 manns sáu Fylki vinna Fram á Fylkisvelli, 460 fleiri en í fyrra, 1.514 voru á leiknum við Grindavík, 474 fleiri en í fyrra, og 1.487 voru á Fylkisvellinum í fyrrakvöld í leiknum við FH, 357 fleiri en þegar liðin áttust við á sama stað í fyrra. Næsti heimaleikur Fylkismanna er á móti Íslandsmeisturum KR- inga og ef að líkum lætur verður vel mætt á þann slag en síðastliðið sumar mættu 4.833 áhorfendur sem var áhorfendamet í deildinni í fyrra. Fylkismenn hafa unnið alla þrjá heimaleiki sína og hafa byrjað Ís- landsmótið betur í efstu deild en nokkru sinni fyrr. Vel mætt á Fylkisvöllinn STÓRSKYTTAN Vilhjálmur Halldórsson mun leika áfram með Stjörnunni í handknattleik á næsta tímabili. Vilhjálmur hafði stefnt á að leika með Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur en honum hefur snúist hugur. „Ég var búinn að gera munnlegt samkomulag við Sävehof en í því samkomulagi fólst að ég gæti hafið há- skólanám í Gautaborg í janúar. Það kom hins vegar í ljós að ég fengi ekki inngöngu í skólann fyrr en í ágúst á næsta ári og það hentar mér ekki. Ég hef því ákveðið að fara í hagfræði í Háskóla Íslands næsta haust og mun leika með Stjörnunni á næsta tímabili. Það eru spennandi tímar fram undan hjá okkur Stjörnumönn- um og við ætlum okkur stóra hluti næsta vetur,“ sagði Vilhjálmur þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Ljóst er að Stjörnumenn mæta öflugir til leiks á næsta tímabili en landsliðsmennirnir Sigurður Bjarna- son og Gústaf Bjarnason hafa tekið við þjálfun liðsins, en þeir munu einnig leika með Garðbæingum. Vilhjálmur áfram hjá Stjörnunni DAMON Johnson, körfuknattleiksmaður, skilaði sér ekki til Möltu á fyrirfram ákveðnum tíma í gær en hann er í íslenska landsliðinu sem leikur á Smáþjóða- leikunum. Johnson átti að koma til Möltu í gærmorg- un með flugi frá Róm en vegna verkfalls hjá ítalska flugfélaginu Air Italia varð ekkert af komu hans og hefur forráðamönnum KKÍ ekki tekist að hafa uppi á honum. Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sem er á Möltu vonast til þess að leikmaðurinn skili sér á áfangastað síðar í dag. Körfuknattleikslandslið karla leikur sinn fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í kvöld, en þá verða mót- herjarnir heimamenn frá Möltu. Ekki er reiknað með að Johnson verði með í þeim leik ef hann kemur til Möltu í dag – hann þarf ef- laust á hvíld að halda, eftir að hafa verið stranda- glópur á Ítalíu.Landsliðið mætir San Marínó á morg- un og Andorra á fimmtudaginn. Tvö efstu liðin úr riðlinum komast í undanúrslit, sem verða á föstudag. Damon Johnson ekki kominn til Möltu Sigurmark Sørens kom strax á 15.mínútu en fram að því hafði leik- urinn verið tíðindalítill. Þróttarar voru þó sýnu ákveðnari frá byrjun, yfirvegaðri á allan hátt á meðan Vals- menn virtust hafa misst nokkuð af sjálfstraustinu, sem einkenndi þá í fyrstu leikjunum, við skellinn í Kaplakrika. Þróttarar voru mun nær því að bæta við marki en Valsmenn að jafna fyrir hlé og Ólafur Þór Gunnarsson varði tvívegis mjög vel, skalla frá Eysteini Lárussyni og skot frá hinum marksækna Søren. Valsvörnin var afar óörugg í fyrri hálfleiknum og Hlíðarendaliðið í heild náði aldrei neinum takti í leik sinn. Sú breyting að færa Ármann Smára Björnsson úr vörninni í fremstu víg- línu skilaði ekki miklum árangri, Ár- mann var reyndar ágengastur í ann- ars bitlausum sóknarleik Vals en vantaði meiri stuðning. Valsmenn komu mun ákveðnari til síðari hálfleiks og réðu ferðinni nán- ast frá upphafi til enda. Þeir spiluðu ágætlega úti á vellinum en gekk ekk- ert að skapa sér marktækifæri og þrátt fyrir sóknarþungann þurfti Fjalar Þorgeirsson, markvörður Þróttar, aldrei að beita sér til að verja skot. Ármann Smári var næst því að skora með ágætum skalla, en boltinn fór rétt framhjá, og hann átti þokka- legar skottilraunir sem geiguðu. Besta tækifæri seinni hálfleiks fengu hinsvegar Þróttarar á 65. mín- útu, og það var reyndar eina mark- skot þeirra allan síðari hálfleikinn. Eftir fallega skyndisókn komst Søren í dauðafæri en Ólafur Þór varði skot hans glæsilega í horn. Af óskiljanleg- um ástæðum var reyndar dæmd markspyrna í kjölfarið. Miðað við þá litlu reynslu sem leik- menn Þróttar hafa af efstu deild er merkilega mikið sjálfstraust í liði þeirra. Það á ekki síst við um vörnina sem margir töldu fyrir mót að yrði þeirra Akkilesarhæll sökum reynslu- leysis. Fjórmenningarnir í öftustu línu eru hinsvegar mjög samstilltir og öruggir og Páll Einarsson skilar mik- ilvægu varnarhlutverki fyrir framan þá á miðjunni. Eysteinn Lárusson, miðvörðurinn ungi frá Blönduósi, lék eins og hann væri hokinn af leikja- fjölda meðal þeirra bestu og var fremstur meðal jafningja í gærkvöld. Á miðjunni var Halldór Hilmisson arkitektinn að flestum hættulegustu sóknum liðsins og Søren er leikmaður sem varnarmenn andstæðinganna mega aldrei líta af. Hann er með rad- arinn stilltan á markið allan tímann. Eftir góða byrjun hefur sjálfs- traust Valsmanna látið á sjá og neist- inn sem var í leik þeirra í fyrstu tveimur leikjunum var ekki fyrir hendi í gærkvöld. Þeir söknuðu greinilega Jóhanns H. Hreiðarssonar af miðjunni en það á ekki að gera út- slagið. Tvær breytingar voru gerðar á vörninni, Elvar Guðjónsson kom fyrir Benedikt Hinriksson, sem var í leik- banni, og Hjalti Vignisson kom inn sem miðvörður í stað Ármanns, við hlið Guðna Rúnars. Hvort sem það var vegna þessara tilfæringa eða ekki var Valsliðið lengi að ná tengingu milli varnar og miðju. Það gekk betur í seinni hálfleik en þá var of lítið púður í sóknarleik liðsins og það var í raun aldrei líklegt til að jafna metin. Enn einn Daninn afgreiddi Val VALSMENN hljóta að vera búnir að fá nóg af dönskum knatt- spyrnumönnum í bili. Á dögunum voru það FH-ingarnir Allan Borg- vardt og Tommy Nielsen sem fóru illa með þá í Kaplakrika og í gær- kvöld var komið að Søren Hermansen að gera þeim skráveifu á Hlíðarenda. Søren skoraði markið sem skildi nýliðana tvo að og með sigrinum, 1:0, komust Þróttarar upp fyrir Valsmenn og í þriðja sæti deildarinnar. Þetta eru heldur betur umskipti hjá liðunum tveimur því að eftir tvo Valssigra og tvö Þróttartöp í byrjun móts hefur dæmið snúist algjörlega við. Þróttarar unnu þarna sinn fyrsta sigur á Hlíðarenda í efstu deild í 20 ár, eða síðan þeir léku þá rauð- klæddu grátt, 4:1, í fyrsta deildaleiknum sem Valsmenn léku á eigin heimavelli. Víðir Sigurðsson skrifar      !!"    !#   $%       &  $#   $! '     $ &'! '( !)'!  "!  $  & ( )*   $+      $   $ '      !&      $     '*+)+*,-. /01232 . -456-!! ))7! .8 "98:+6-95!))7! ;. - './*!/ )7!<#=  .>*45*/!*))7! ; *+* ?8 ))7!@A= 6-9!*"!  './ )7!  !*. - *:+))7!  >>B: )6-9(-!C))7! */-9- ?D'/47)>'*!)) */-D&! '*9 ))7! >'! './*E5!))7! E5B !!6'7/&..' ; .C!6:). )7!3F= ( !! (* &!))7! ). !C)(5>*9:+! >>),G!-  !C)D !+ C'*.C*!H1-( .:9 '!C* , $ * -- 9)>?9-0 ,   - $&  %.    $    '   B7'!C-0/0 I5( *0 (+ 1 2   3  % 9)>79 C5(  0 4  5 $ (  6  (   +7>( +0 7!),G!-0  !/)>&9-0 2@;3= 2 2 '*+)+*,-. /01212#  . 47/'*))7! !/8* 8'*!))7! G)>'*!!J-))7! E'!) ?8 ))7! . -G//8 )7! KB .')LK7(*L+ ;*/!*45 8'*))7!<3= ..- ..))7! J.. *! ))7! ..C5  *.(*))7! &/5.- +'-) ;6-9*!!-4( ))7!<@= &'! '( !)'! 7& ,87 8!1  9:+  ' ;  <  .  % 9=:+  ' 6-.>), .C0  ->>), .C0 6 $ $0 %;1= @ % MANCHESTER City hefur tryggt sér sæti í UEFA- bikarnum í knattspyrnu þar sem England hafnaði í efsta sæti á háttvísilista Evrópu 2002–2003, sem nú liggur fyrir. Dregið verð- ur um tvö sæti til viðbótar og þar koma lið frá níu þjóðum til greina, þeim þjóðum sem náðu meðaleinkunn yfir 8 í hátt- vísimati UEFA. Ísland hefur ver- ið í þeim hópi undanfarin ár en slapp ekki inn að þessu sinni. Ís- land er í 14. sæti á háttvísi- listanum með 7,938. ÍA hefði ver- ið fulltrúi Íslands í ár. Þjóðirnar níu sem dregið verður á milli eru Svíþjóð, Finnland, Frakkland, Danmörk, Rússland, Pólland, Sviss, Noregur og Írland. Manchester City fékk háttvísisæti UEFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.