Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lindarbraut 10, Laugarvatni Einbýlishús, 135,7 fm, byggt 1965. Húsið hefur undanfarið verið nýtt sem skóli og er innra skipulag í samræmi við það. Vel staðsett eign sem býður upp á mikla möguleika. Laugarás II, Laugarási Einbýlishús, byggt árið 1949. Eignin telur m.a. tvö baðher- bergi, eldhús, stofu og þrjú svefnherb. Gróinn garður. 2.000 fm leigulóð. Laus fljót- lega. Frábært útsýni. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu eða á www.log.is Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi, Austurvegi 3, 800 Selfoss, sími 480 2900, fax 482 2801, fasteignir@log.is KONUR tóku á sprett í Sandgerði eins og um allt land laugardaginn 21. júní. Konurnar hituðu upp undir stjórn Margrétar Richardsdóttur og hlupu síðan þrjá og hálfan kíló- metra um götur bæjarins. Við kom- una í mark fengu allir þátttakendur verðlaunapening og hressingu. Að lokum var öllum þátttakendum kvennahlaupsins í Sandgerði boðið í sund í Sundlaug Sandgerðis og þáðu margar konur það með þökk- um, enda fátt betra til að hvíla lúna fætur en að skella sér í sund. Að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, Íþrótta- og tómstundafulltrúa Sandgerðisbæjar, fór hlaupið vel fram og var öll umgjörð þess til mestu prýði. Ljósmynd/Ólafur Þór Ólafsson Það er mikilvægt að hita vel upp fyrir hlaup og var augljóst að jafnt stórt fólk sem smátt lét forsjá fylgja kappi. Konur hlupu í Sandgerði Sandgerði KATRÍN Kjartansdóttir myndlist- arkona opnaði sína aðra einkasýn- ingu á pastel- og vatnslitamyndum í Gallery-Hringlist í Keflavík á laug- ardaginn. Viðfangsefni Katrínar eru margvísleg, þó ríkjandi stef í sköpun hennar séu náttúru- og landslags- myndir leyfir hún manneskjunni einnig að njóta sín í verkum sínum. Katrín hefur numið myndlist hjá Þorra Hringssyni, Reyni Katrínar- syni og fleiri myndlistarmönnum. Hefur Katrín sýnt á allnokkrum samsýningum hingað til, en fyrstu einkasýninguna hélt hún á Dalvík. Sýning Katrínar stendur til 12. júlí og er hún opin alla virka daga kl. 13– 18 og laugardaga kl. 11–13. Katrín Kjartansdóttir opnar sýningu í Hringlist Reykjanesbær NOKKUÐ yfir 100 manns gengu í árlegri Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn sl. laugardagskvöld. Í göngunni mátti sjá Hjálmar Árna- son þingmann, Ólaf Jón Arnbjörns- son, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og fleiri nafntogaða menn. Einnig fylgdi göngunni Kristján Kristjánsson alþýðusöngv- ari, sem skemmti göngufólki þegar á toppinn var komið af alkunnri snilld. Eftir gönguna var haldið í Bláa lónið, þar sem göngufólk lét þreyt- una líða úr fótum. Sungið var og trallað fram eftir kvöldi við undir- leik Kristjáns. Var það mál manna að afar vel hefði tekist til og þarna væri að skapast ágætis hefð. Gengið á sumar- sólstöðum Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Fjöldi manns fór í gönguferð á sumarsólstöðum. Suðurnes UNDANFARNA daga hafa menn staðið í ströngu við að taka í sundur nýlega loðnuverksmiðju Síldarvinnsl- unnar í Sandgerði, en henni var ný- lega lokað sökum skorts á hráefni. Hermann Jóhann Ólafsson, verk- smiðjustjóri, segir að hluti af tækj- unum fari austur á Höfn í Hornafirði. „Annar gufuketillinn af tveimur er farinn til Þórshafnar, við settum hann á bíl í morgun. Afgangnum af verk- smiðjunni verður síðan dreift um helstu síldar- og loðnuvinnslur um landið og reynt að nota þetta innan- lands að mestu. Eftir að Síldarvinnsl- an í Neskaupstað keypti SR er það þáttur í hagræðingu þeirra að fækka verksmiðjunum og stækka þær.“ Aðspurður hvort eitthvað eigi að koma í stað loðnuvinnslunnar segir Hermann engin áform uppi um það. „Það verður væntanlega ekki vinnsla á uppsjávarfiski hér í bæ framar. Svo er bara spurningin til hvers menn geta nýtt sér þessi hús. Þetta er allt til sölu.“ Hermann segir þessi tíðindi dapurleg, „en þetta er bara eitthvað sem maður ekki ræður við.“ Loðnuvinnslan í Sand- gerði tekin sundur Ljósmynd/Reynir Sveinsson Vinnuflokkur á vegum síldarvinnslunnar hífir gufuketil á vagn. Sandgerði MENNINGAR-, íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjanesbæjar hefur gert samning við Reykjanes Advent- ure ehf. um umsjón og rekstur á vatninu Seltjörn í landi Reykjanes- bæjar. Samningurinn, sem er til fimm ára, var undirritaður við hátíð- lega athöfn síðastliðinn laugardag, úti á vatninu. Reykjanes Adventure ehf. mun taka að sér að reka og sjá um upp- byggingu á fiskistofni í Seltjörn. Eingöngu verður boðið upp á flugu- veiði í vatninu og er gert ráð fyrir að sleppa í það 2–4 punda urriða. Boðið verður upp á veiðileyfi frá kr. 3000. Hægt verður að kaupa sumarleyfi fyrir kr. 10.000 en þá er hægt að veiða í vatninu að vild allt sumarið. Ragnar Örn Pétursson, forvarnar- og æskulýðsfulltrúi í Reykjanesbæ, segir þetta vera einn áfanga í því að glæða útivistarsvæðið á Seltjörn lífi. „Okkar væntingar eru að þessir rekstraraðilar færi meira líf í þetta útivistarsvæði, bæði Seltjörnina og hennar nánasta umhverfi. Bæjar- félagið og Skógræktarfélag Suður- nesja hafa plantað miklu af trjám þarna undanfarin ár og þarna er kominn vísir að skógi sem kallast sólbrekkuskógur. Þar er aðstaða til að grilla og einnig salernisaðstaða. Í framtíðinni sjáum við einnig fyrir okkur lítið tjaldsvæði á staðnum. Margir koma þarna bæði til þess að veiða og til þess að gera sér glaðan dag.“ Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson Árni Sigfússon bæjarstjóri og Aðalsteinn Jóhannsson hjá Reykjanes Adventure takast í hendur til að innsigla samninginn. Aðrir skipverjar eru Tómas Knútsson og Bryndís Guðmundsdóttir, eiginkona Árna. Samningur undirritaður um útivistarsvæði á Seltjörn Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.