Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 27 Hefur þú áhuga á alþjóðlegri menntun? Ef svo er þá býður Erhvervsakademi Syd í Danmörku upp á 6 námsleiðir, þar sem námið fer fram á ensku Lesið meira á: http://www.erhvervsakademierne.dk Frekari upplýsingar: Mogens Nielsen, námsráðgjafi, í síma: +45 74 12 42 42 Mailto: mn@eucsyd.dk • Tölvufræði • Tískuhönnun • Upplýsinga- og rafeindafræði • Framleiðslufræði • Markaðsfræði • Grafísk hönnun • Námið er íslenskum ríkisborgurum að kostnaðarlausu, svo að þú þarft aðeins að standa straum af fæði og og húsnæði. • Við ábyrgjumst að þú fáir húsnæði (verð um það bil 1.500 d.kr. pr. mánuð). • Þér stendur til boða áframhaldandi nám í Englandi og Bandaríkjunum. • Þér gefst kostur á að stunda íþróttir hjá íþróttafélögum bæjarins. • Þú kemur til með að búa í nálægð við skóg og strönd. • Námið er lánshæft hjá LÍN. Við bjóðum eftirtaldar greinar í iðnfræði: Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina á júlí á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarstemningin í hámarki á vinsælustu áfangastöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins. Nú eru flestar brottfarir í júlí uppseldar. Tryggðu þér síðust sætin meðan enn er laust. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin í sólina í júlí frá kr. 19.950 með Heimsferðum Benidorm - 16. júlí Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.460. Rimini - 15. júlí Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Costa del Sol - 9. júlí Verð frá kr. 29.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 31.960. Barcelona - 10. og 17. júlí Verð frá kr. 29.950 Flugsæti með sköttum. Almennt verð kr. 31.450. Verona - 2. og 9. júlí Verð frá kr. 19.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1, 2. og 9. júlí. Almennt verð kr. 20.950. Mallorka - 7. júlí Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. ÞAÐ var ansi gaman að hlusta á þá Guðjónssyni og dúxinn frá Hol- landi, Róbert Þórhallsson, á Café Aroma í Hafnarfirði á sunnudags- kvöld. Staðurinn hefur boðið uppá djass og blús á sunnudagskvöldum og er á annarri hæð í verslunarmið- stöðinni Firðinum og er útsýni fag- urt yfir Hafnarfjarðarhöfn og minnir í því á Jazzbarinn sáluga í Lækjar- götu, nema hvað þar blasti við Menntaskólinn í Reykjavík og Þing- holtin. Á efnisskránni var djass- klassík frá Brubeck til Bill Evans, söngdansar, sömbur, tveir ópusar eftir Ómar og íslensk dægurlög. Lögin hans Ómars voru mikið eyrna- konfekt; bæði hið sömbuskotna Skúri og Njet með rússneskum síg- aunablæ. Þeir bræður ásamt góðum félögum hafa verið að hljóðrita lög eftir Ómar sem út munu koma er vetur gengur í garð. Þá geislaplötu verður gaman að heyra. Ómar er vaxandi gítarleikari, útskrifaðist frá djassdeild tónlistarskóla FÍH í vor, og er að marka sér persónulegan stíl. Það hefur Óskar bróðir hans fyrir löngu gert, en alltaf er gaman að heyra glímu hans við tóninn. Þetta kvöld var hann á mjúku tónunum, bæði gestískur og ormslevskur á köflum, þótt aldrei færi á milli mála að þetta var Óskar Guðjónsson. Roll- inísk rýþmatilfinning og einstakur hæfileiki hans til að vinna úr mögn- uðum melódíum sem minniháttar gæddu þetta kvöld þokkafullu lífi. Róbert Þórhallsson lék oft glæsilega á bassann þótt auðheyrt væri að þeir félagar hafa ekki leikið saman lengi. Stolt siglir fleyið mitt eftir Gylfa Ægisson varð að meiriháttar tón- verki í meðförum þeirra og Sjómenn íslenskir erum vér eftir Jón Múla og Stína hans Árna Ísleifs sprikluðu af sveiflu. Hápunktur tónleikanna var þó flutningur þeirra félaga á einum magnaðasta ópus Jóns Múla Árna- sonar, sem hann samdi við texta úr Heimsljósi Laxness: Það vaxa blóm á þakinu. Einfaldleikinn naut sín þótt þeir félagar gæddu ópusinn tignarlegum barokkblæ á stundum. Sannarlega tónleikar sem komu á óvart og endað á Ladda: Á Spáni er gott að djamma og djúsa/diskótek- unum á, sem trúlega verður að stór- virki í höndum þeirra félaga þegar tímar líða. Guðrún og hljómsveit Hinn 14. nóvember í fyrra hélt Guðrún Gunnarsdóttir tónleika í salnum með yfirskriftinni óður til Ellyjar. Hún endurtók þennan gjörning í maílok og hefur flutt dag- skrá þessa víða um land í sumar og gefið út geisladisk með úrvali frá fyrstu tónleikunum. Guðrún Gunn- arsdóttir er dægurlagasöngkona og reynir ekki að vera neitt annað. Hún kallar til liðs við sig fyrsta flokks djassleikara og félaga sína úr dægursöngnum, sameiginlega vinna þau í gömlu Ellyjarlögin og útkoman verður harla góð. Hinn klassíski andi dægurlagaútsetninga þessa tíma fær að halda sér og stuttir djassspunar skjóta upp kollinum. Einsog á gömlu plötunum og Sigurður Flosason bæði í hlutverki Gunnars Ormslevs og Vic Ashs á tenórinn eða Al Newman á flautuna og Eyþór fer í fótspor Þórarins Ólafssonar og Laurie Holloways. Rýþminn er eins- og hann var í íslenskum danshljóm- sveitum upp úr 1960 og eiga þessir frábæru hljóðfæraleikarar ekki í vanda með að ná þeim anda og fullur trúnaður ríkir við frumútsetning- arnar þótt sumt sé fært nær nútím- anum og Guðrún leggi enn svartari sálartilfinningu í lag Jóns Sigurðs- sonar í Bankanum, Hugsaðu heim, en Elly gerði. Þesir tónleikar eru góð skemmtun og ótrúlegt hve mörg lögin héldu sem tónleikaverk – maður heyrði þau alltaf í glasaglaumi á böllum á árum áður. Á dögum Ellyjar voru skilin milli djass og danstónlistar ekki eins skörp og nú. Hljómsveitirnar byrj- uðu að leika snemma kvölds og kom þá fastur kjarni á veitingahúsin til að heyra þær flytja djass. Seinna er fólk tók að streyma að urðu þessar djass- akademíur að venjulegum danssveit- um. Elly söng lengi með einni fremstu hljómsveit þessarar gerðar á Íslandi: KK-sextettnum. Þar hafði áður sungið Sigrún Jónsdóttir, ein fremsta djasssöngkona er við höfum eignast. Elly var alla ævi heilluð af djassinum en trúði því miður aldrei að hún væri frábær djasssöngkona, en þær djassupptökur sem varðveist hafa með henni segja aðra sögu. Haukur Morthens og Ragnar Bjarnason höfðu líka sterkar taugar til djassins þótt þeir væru fyrst og fremst „krúnerar“. Það var dálítið merkilegt að sjá í Fréttablaðinu „álitsgjafa“ velja tíu mestu dægur- lagasöngvara Íslandssögunnar að Elly og Haukur skyldu vera í tveim- ur fyrstu sætunum en hvorki Sigrún Jónsdóttir né Ragnar Bjarnason komast á blað. Sigrún að vísu gleymd í Noregi og Raggi kannski of sprelllifandi á Íslandi. „Álitsgjafarn- ir“ hafa trúlega ekki hlustað á hann þegar hann syngur í alvöru. Ég hvet sem flesta er unna góðri tónlist að hlusta á Guðrúnu og félaga túlka Elly og hennar félaga. Það er gert af miklum trúnaði við tónlist þessa tíma og hvergi slegið af list- rænum metnaði. Djassinn og dægurlagið TÓNLIST Café Aroma, Hafnarfirði Óskar Guðjónsson og félagar. Óskar Guðjónsson tenórsaxófónn, Ómar Guðjónsson gítar og Róbert Þórhallsson rafbassi. Sunnudagskvöldið 22.6. 2003. DJASS Salurinn, Kópavogi Guðrún Gunnarsdóttir, Stefán Hilmarsson og Borgardætur söngur, Sigurður Flosa- son, saxófónn, klarinett og flauta, Eyþór Gunnarsson, píanó og harmonikka, Eyj- ólfur Kristjánsson gítar og söngur, Jón Rafnsson bassaiog Erik Qvick trommur. Maí/júní 2003. Vernharður Linnet Í TILEFNI af því, að sjötíu ár voru liðin frá stofnun fyrstu samtaka ali- fuglaeigenda á Íslandi, var ákeðið að láta skrá sögu ræktunar alifugla árið 2002. Saga þessi er ekki síður áhugaverð en annarra búgreina í landinu, þótt hún sé hvorki jafn um- fangsmikil né viðburða- rík. Ræktun alifugla hófst með landnámi eins og greint er frá í fornum sögum. Telja má víst að í þeim hópi hafi verið endur, gæsir og hænsn, sem bárust upphaflega frá Kína og voru af svo kölluðum Bankiva- stofni. Síðan gerist það, að alifuglarækt liggur í láginni í nærri fimm aldir og það er ekki fyrr en á ofanverðri 19. öld, sem hagur hennar tekur að hækka, en þó er það ekki fyrr en rétt fyrir miðja síðustu öld, sem ræktunin festi sig í sessi sem atvinnugrein. Í bókinni er öll þessi saga skil- merkilega rakin, sagt er frá frum- kvöðlunum, örðugleikunum, sem varð að yfirstíga, bæði við ræktunina sjálfa og ýmsum ásteytingarsteinum á með- al manna. Að öðrum þræði er bókin saga framleiðendanna og samtaka þeirra. En eins og flestir þekkja er til- gangur hænsnaræktunar tvíþættur; annars vegar að framleiða egg og hins vegar kjöt. Báðar þessar fylkingar hafa oft staðið í ströngu og tíðum skipzt á skin og skúrir í búskap þeirra. Hin síðari ár hefur þróunin verið í þá átt, að eggja- og kjúklinga- framleiðendum hefur fækkað, bú hafa stækkað og vélvæðingin haldið inn- reið sína. Undarlega lítið hefur verið skrifað um ali- fuglarækt og því þurfti höfundurinn að leita víða fanga, meðal ann- ars til eldra fólks, sem þekkir söguna betur en annað. Það var því ekki seinna vænna að skrá tilurð ræktunarinnar, því að margt hefði farið í glatkistuna að öðrum kosti. Fyrir hinn almenna lesanda eru fyrstu fjórir kaflar bókar áhuga- verðastir, þar sem rætt er um búskapinn til forna, ýmis hlunnindi af fugli og hænsn í skáldskap og þjóðtrú ásamt mörgu öðru. Ekki hefði sakað að hafa þennan þátt ítarlegri. Til dæmis hefði verið æskilegt að fræða fólk um byggingu fuglsins, segja meira frá þeim furðufuglum, sem hafa verið í ræktun, og fjalla ítarlega um egg, stærð þess og byggingu. Það er næsta víst, að margir vita afskap- lega takmarkað hvað og hvernig egg er búið. Síðari hluti bókar fjallar meira eða minna um sögu framleiðslunnar og framleiðendurna sjálfa. Þar hafa orð- ið stórstígar breytingar á tiltölulega fáum árum og öllu meiri en flestir gera sér almennt grein fyrir. Öll er frásögnin skilmerkileg, sett fram á skipulegan hátt og af mikilli vand- virkni. Myndefni bókarinnar er ríkulegt. Ljósmyndir eru á hinn bóginn ærið misjafnar. Hér hefði þurft að vanda valið miklum mun betur og á það bæði við um svart/hvítar myndir sem lit- myndir; litgreining er miður góð. Ís- lenzki hænsnastofninn verðskuldar það, að fenginn hefði verið atvinnu- ljósmyndari til þess að taka glæstar myndir af nokkrum fuglum í stað þeirra tveggja, sem birtast hér. Þá er engin almennileg mynd af hænum í venjulegum hænsnakofa. Höfundurinn, Friðrik G. Olgeirs- son, hefur áður ritað allmargar bæk- ur um sagnfræðileg efni og kann sýni- lega mjög vel til verka. Það er meira en að segja það, að fella saman í eina heild sögu sem þessa. Allt er hér vel af hendi leyst og með bók þessari hef- ur hann unnið hið þarfasta verk. Saga af eggjum og kjúklingum BÆKUR Sagnfræðirit Höfundur: Friðrik G. Olgeirsson. 302 bls. Útgefandi er Félag eggjaframleiðenda. – Reykjavík 2003. ALIFUGLINN – SAGA ALIFUGLARÆKTAR Á ÍSLANDI FRÁ LANDNÁMI TIL OKKAR DAGA Ágúst H. Bjarnason Friðrik G. Olgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.