Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 41
Fagmennska, eldmóður og áhugi Það þarf vart að taka fram að nem- endur hins víðfræga Harvard-há- skóla stóðu sig í alla staði frábærlega með skipulagningu og framkvæmd ráðstefnunnar. Formenn nefndanna höfðu í sumar unnið að ítarlegum leiðbeiningum um viðfangsefnin og komu þær í góðar þarfir. Ljóst var að margir fulltrúar höfðu einnig lagt á sig mikla undirbúningsvinnu og unnu þeir bestu til verðlauna við ráðstef- nuslit. Voru þar virtir bandarískir skólar eins og Yale áberandi sem og margir frá Venesúela, sem kom á óvart. Tilgangurinn með slíkum verðlaunum er hvatning til öflugri frammistöðu en þau mega þó ekki verða þess valdandi að allir tali og enginn hlusti. Minnumst þess að til- gangur SÞ er að hver hlusti á annan og sýni framandi fólki skilning. Þannig þótti óviðeigandi þegar ónefndur fulltrúi bað útlendinga um að halda erlendum hreim í lágmarki. Annað sem olli vonbrigðum var hve illa hinn virti Brown-háskóli stóð sig sem Ísland; með tilliti til þess að langflestir sýndu mikinn áhuga og vilja. Það mætti taka hér fram að áð- urnefndir litlir kallar og kellingar voru vissulega algeng sjón, en þó var andrúmsloftið yfirleitt afslappað og engum gert að skipta um föt eins og hótað hafði verið í leiðbeiningum! Enda má spyrja sig hvort dragtir og jakkaföt með traustvekjandi bláum bindum séu endilega forsenda árang- ursríkra samningaviðræðna. Sam- einuðu þjóðirnar hafa oft legið undir ámæli fyrir óþarfa formlegheit, skrif- finnsku og reglugerðir. Í þessu tilviki virtust reglurnar þó stuðla að skil- virkum fundahöldum. Ýmist var tal- að skv. mælendaskrá eða dagskráin brotin upp og ákveðin atriði rædd í fyrirframgefinn tíma. Þá komu menn annaðhvort í pontu í stuttan tíma í senn eða ræddu málin óformlega í blokkum. Þetta skipulag gaf mönn- um visst frjálsræði og tryggði að hitamál hvers augnabliks væru yfir- leitt tekin fyrir strax. Þátttakendur komu ferskir og kappsfullir inn í vinnuna og á stuttum tíma var miklu afkastað. Til að létta alvarlegt and- rúmsloft gátu menn jafnvel gantast (sbr. þegar fulltrúi Vatíkansins skammaði fólk fyrir að vera ekki í kirkju á sunnudagsmorgni!). Þegar á þetta mót er litið í heild má því skammlaust óska sér að starf Sam- einuðu þjóðanna í raun sé innt af hendi á svipaða vegu. Framtíðin Hlutverk Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamstarfs í heiminum fer tví- mælalaust vaxandi. Það hlýtur því að vera nauðsynlegt að hver þjóð búi yf- ir hæfum einstaklingum og upplýst- um almenningi um alþjóðamál. Upp- bygging á grasrótarstarfi eins og því sem felst í MUN er mikilvæg varða á þeirri leið. Nú þegar hefur komið fram að Íslendingar hyggjast auka þátttöku sína innan SÞ, m.a. með því að sækja um aðild að Öryggisráðinu árið 2009–10. Einnig stendur til að halda „IceMUN“ hér á landi nú í október, sem verður að teljast fagnaðarefni. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.felagsameinuduthjodanna.is Vissulega má margt betur fara innan hinna Sameinuðu þjóða, því getur enginn neitað. En hafa ber í huga að þær endurspegla ástand og valdajafnvægi heimsins eins og hann er. Þessi stofnun er sú eina sinnar tegundar og mikilvægt að leggja rækt við hana til að skapa betra sam- starf og frið þjóða á milli. Höfundur er stúdent frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 41 Í SKÝRSLU um gildi hálendissvæða fyrir ferðaþjónustu og útivist til 2020 er bent á vannýtta möguleika á fimm ákveðnum svæðum og settar fram hugmyndir um uppbyggingu á svæð- unum. Þannig er bent á að auka megi umfang fljótasiglinga í Skagafirði, nýta megi betur hið framandi svæði norðan Vatnajökuls til markaðssetn- ingar, nýta megi sérstöðu dýralífs norðaustan Vatnajökuls og benda megi á fleiri hringleiðir um Torfajök- ulssvæðið fyrir göngufólk eða á vel útbúnum farartækjum. Rögnvaldur Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjón- ustunnar vann skýrsluna ásamt starfshópi. Er hún gerð í tengslum við rammaáætlun um nýtingu vatns- afls og jarðvarma þar sem talið er að taka þurfi tillit til hagsmuna og möguleika ferðaþjónustunnar. Svæðin fimm sem skoðuð voru sér- staklega eru vatnasvæði Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði og norðan Hofsjökuls, svæðið norðan Vatnajökuls frá Öskju að upptökum Kreppu, Þríhyrningsfjallgarði og Möðrudalsfjöllum, svæðið norðaust- an vatnajökuls frá áðurnefndum mörkum í vestri og að Lónsöræfum, Síðuvatnasvæði og nágrenni, þ.e. frá Eldgjá í vestri að Skeiðarárjökli í austri og Torfajökulssvæði og ná- grenni, frá Heklu í vestri að Eldgjá. Hringleið um Skagafjarðardali Um vatnasvæði jökulsánna í Skagafirði segir að farþegum í fljóta- siglingum hafi fjölgað úr 200 gestum árið 1994 í um 5 þúsund árið 2001. Bein velta af fljótasiglingum hafi þá verið um 25 milljónir sem skili sér að miklu leyti til heimamanna. Austari- og Vestari-Jökulsár bjóði uppá hag- kvæmustu útgerðina í þessum efn- um hvað varði akstur, aðstöðu, ör- yggi og rekstrartímabil. Þá er lagt til varðandi þetta svæði að byggt verði upp svonefnt jaðarsetur innst í Skagafjarðardölum og vegir báðum megin ár tengdir saman og opnuð með því hringleið um Skagafjarðar- dali. Einnig er lagt til að vegurinn milli Skagafjarðar og Sprengisands- leiðar verði gerður fólksbílafær og að kannaðir verði kostir þess að leggja jeppaveg milli Skagfirðinga- vegar og Kjalvegar. Talið er að um 19 þúsund manns hafi ferðast um svæðið 2001. Um svæðið norðan Vatnajökuls segir að einangrun þess ætti að geta ýtt undir markaðssetningu þess sem framandi svæðis. Er bent á að ann- ars vegar muni ferðast um svæðið kröfuharðir náttúruskoðendur, bæði gangandi og akandi, sem sætti sig við tjöld og fjallaskála og hins vegar dagsferðalangar sem fari akandi um svæðið og því séu þokkalegar hring- leiðir æskilegar. Þá er bent á að menningarauður svæðisins, saga og minjar svo og Mývatnssveitar sé vannýtt auðlind. Um 29 þúsund manns fóru um þetta svæði árið 2001. Fleiri geta ferðast norðaustan Vatnajökuls Svæðið norðaustan Vatnajökuls er talið tiltölulega lítið nýtt af ferða- þjónustunni en talið er að árið 2001 hafi um 20 þúsund ferðamenn farið um svæðið. Talinn er góður mögu- leiki á því að auka hlut ferðamanna sem fara um Hérað og Austfirði á Snæfellssvæðinu og víðar, ferða- manna sem færu um í dagsferðum en keyptu þjónustu mikið til á láglendi. Bent er á að aðgengi að Vatnajökli á mótum Eyjabakkajökuls og Brúar- jökuls sé eitt hið besta af jöklum á öllu landinu. Talið er æskilegt að sem flestir komist á staðinn og því lagt til að þangað verði lagður þokkalega fólksbílafær vegur. Mætti með slíkri leið selja skipulagðar dagsferðir á jeppum frá Egilsstöð- um, yfir stærsta jökul í Evrópu og til Hornafjarðar og öfugt. Gæti slíkur möguleiki einnig styrkt flugleiðirnar milli Reykjavíkur og Hafnar og Eg- ilsstaða. Er nefnt sem dæmi að myndu fimm sérbúnir jeppar vera í reglulegum ferðum yfir jökulinn að sumarlagi myndi það auka veltu í gistingu á Höfn og Egilsstöðum um tugi milljóna. Lengri sumarvertíð á Síðuvatna- svæðinu Um 45 þúsund manns ferðuðust um Síðuvatnasvæðið árið 2001. Talið er að með uppbyggingu á svæðinu megi búast við að árið 2020 geti um 100 þúsund gestir farið um svæðið og að um helmingurinn verði innlendir ferðamenn. Á þessu svæði er m.a. að finna Eldgjá og Lakagíga og mætti nefna svæðið hálendi Skaftárhrepps. Sérstaða svæðisins er talin vera í hamfarasögu sem tengist eldvirkni þess og minnt er á að Grímsvötn, ein virkasta eldstöð landsins um þessar mundir, eru í jaðri svæðisins. Talið er að möguleiki sé á lengri sumar- vertíð á þessum slóðum en annars staðar á hálendinu og unnt að fara víða um svæðið á fólksbílum. Bent er á að nýta megi menningu og sögu svæðisins í ferðaþjónustunni. Talið er æskilegt að svæðið frá Lakagíg- um og að Skaftafelli falli eins og Lakagígar undir fyrirhugaðan Vatnajökulsþjóðgarð. Þá er einn framtíðarmöguleiki ferðaþjónustu í Skaftárhreppi talinn felast í fjöru- ferðum á hafnlausa ströndina þar sem jökulár falla til sjávar. „Skoð- unarferðir á þessar slóðir þar sem ótal sagnir eru til um skipsströnd og sjósókn fyrr á öldum gætu öðlast vinsældir auk þess sem fuglalíf er þar talsvert fjölbreytt og selur víða. Ströndin þolir yfirleitt vel mikinn ágang ferðamanna en þó þarf að fara þar um með gát á kæpingartíma sela. Þannig geta hálendið og strönd- in spilað saman í framtíðarþróun ferðaþjónustu í Skaftárhreppi,“ seg- ir m.a. í skýrslunni. Síðuvatnasvæðið er talið aðlaðandi til vetrarferða af hvaða tagi sem vera skal ef snjóalög eru næg. Lagt er til að komið verði upp meiri gistiaðstöðu í Hólaskjóli og stefna beri þar að hálfs árs nýt- ingu. Lagt er til að vegur að Langasjó verði gerður fólksbílafær að sumarlagi og að vegurinn um Fjallabaksleið nyrðri verði lagaður og áfram fólksbílafær. Mælt er með því að Fjallabaksleið syðri verði hins vegar ekki breytt og hún ekki gerð fólksbílafær. Þrefalt fleiri um Torfajökulssvæðið 2020 Torfajökulssvæðið er talið hafa verið vinsælast meðal hálendissvæð- anna fimm árið 2001, um það fóru um 125 þúsund manns en undir það falla bæði Landmannalaugar og Þórs- mörk. Í skýrslunni kemur fram að miðað við allt að eina milljón er- lendra ferðamanna til Íslands árið 2020 megi gera ráð fyrir að um þetta svæði fari þá um 200 þúsund erlendir ferðamenn og 75 til 80 þúsund Ís- lendingar. „Margt þarf þó að gera til að svæðið geti tekið við öllum þess- um fjölda fólks og þær framkvæmdir krefjast umtalsverðs fjármagns,“ segir í skýrslunni. Lagt er til að jaðarsetur svæðisins verði í Þjórsárdal eða nágrenni Galtalækjar en á jaðarsetri er gert ráð fyrir gistimöguleikum og fræðslustarfi. Myndi það þjóna ferðamönnum á leið á Sprengisand eða Fjallabaksleið nyrðri. Ekki er gert ráð fyrir að vegum um svæðið verði fjölgað en lagt til að aðgengi verði bætt á nokkrum stöðum, m.a. við Heklu. Segir þar að nýr vegur austan eldfjallsins hafi verið til skoð- unar undanfarin ár og að meta þurfi umhverfisáhrif hans. Eins og á öðrum svæðum voru af- þreyingar- og útivistarmöguleikar svæðisins skoðaðir. Talið er að af 22 möguleikum á því sviði geti 13 átt mikla framtíð fyrir sér. Eru það m.a. ljósmyndun, náttúruböð, gönguferð- ir, jarðfræðiskoðun, hestaferðir og ýmis afþreying tengd sögu og minj- um svæðisins. Ýmsar hugmyndir um möguleika í ferðaþjónustu á nokkrum hálendissvæðum Auka má fljótasiglingar og nýta sérstöðu dýralífs Morgunblaðið/RAX Ýmsir möguleikar eru taldir á eflingu ferðaþjónustu á hálendinu. Er jafnframt talin þörf á nokkurri uppbyggingu. Hér er hollenskur hjólreiðamaður, Nel van den Ho- ek, á Fjallabaksleið nyrðri og Mýrdalsjökull í baksýn. Í skýrslu um nýtingu fimm hálendissvæða í framtíðinni kemur fram að ýmis uppbygging þurfi að fara fram þar til að taka við auknum fjölda ferðamanna. Jóhannes Tóm- asson dregur fram nokkur þessara atriða. joto@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.