Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 47 Auglýsendur! Sérstakt blað um miðborgina fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 5. júlí. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16 þriðjudaginn 1. júlí. Skilafrestur er til kl. 12 miðvikudaginn 2. júlí. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Blaðið á að endurspegla sérstöðu miðborgar Reykjavíkur og hið fjölskrúðuga mannlíf sem í henni er alla daga. Verslun - kaffihús - heilsurækt - veitingar - listmunir - þjónusta BMW X5 4,4l árg. 10/00. Ekinn 32 þús. km. Leður. Topplúga. Xe- non ljós. Regnskynjari. CD magasín, fullkomið hljóðkerfi, hiti í fram- og aftursætum, 18”tommu felgur, rafmagn í öllu. Verð kr. 6.300.000. Tilboð kr. 5.900.000 Uppsögn 1. skuldabréfa- flokks Búnaðarbanka Íslands hf. árið 1998 Með vísan í ákvæði 1. skuldabréfaflokks Búnaðarbanka Íslands hf. árið 1998, þá mun útgefandi, nú Kaupþing Búnaðarbanki hf., nýta sér rétt til að segja skuldabréfaflokknum upp. Uppsögnin tekur gildi á næsta vaxtagjalddaga, 1. október 2003. Skuldin verður greidd í samræmi við ákvæði skuldabréfaflokksins. Greiðslustaður skuldabréfanna er Kaupþing Búnaðarbanki hf., Austurstræti 5, 155 Reykjavík, sími 525 6000. Vísað er að öðru leyti í ákvæði skuldabréfaflokksins. Reykjavík, 20. júní 2003 SAMBAND íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuvarnarráð hafa efnt til samstarfsverkefnis um for- varnir. Verkefnið er til þriggja ára og ber heitið „Vertu til!“ en því er ætlað að efla áfengis- og fíkniefna- forvarnir sveitarfélaga. Sigríður Hulda Jónsdóttir, varaformaður verkefnisins, segir að lögð verði áhersla á að efla grasrótina og það sem gert er vel á hverjum stað. „Við leggjum áherslu á að nota það sem til er í heimabyggð vegna þess að á mörgum stöðum er verið að gera mjög góða hluti. Við viljum styrkja fólk í því og samræma kraftana,“ segir Sigríður. Hún seg- ir að forvarnir komi öllum við, hvort sem það eru fyrirtæki í heimabyggð, kirkjan eða skólinn. „ Eins og gott máltæki segir þarf heilt þorp til að ala upp barn. Á þessu viljum við byggja því allir eru ábyrgir og allir þurfa að leggja eitt- hvað af mörkum. Með því fáum við heilbrigðari svæði sem verða eftir- sóknarverðari fyrir fólk að flytja til og búa á,“ segir Sigríður. Morgunblaðið/Jim Smart Svandís Nína Jónsdóttir, Sigríður Hulda Jónsdóttir og Bryndís Arnardóttir kynntu forvarnarverkefnið Vertu til! í Hinu Húsinu. Samstarfsverkefni um vímuvarnir Grasrótin efld FYRSTA skemmtiferðaskipið af sjö sem boðað hafa komu sína til Grundarfjarðar á þessu sumri lagð- ist að bryggju fyrr í mánuðinum. Skipið, sem nokkuð er komið til ára sinna, heitir Funchal og er skráð í Portúgal. Farþegarnir, rúmlega 400 franskir eldri borgarar, fóru flestir í skoðunarferð um Snæfells- nesið um morguninn en voru síðan á faraldsfæti um Grundarfjörð fram eftir degi. Undirbúnings- hópur skipaður fulltrúum frá FAG, Grundarfjarðarhöfn og DeTours hafði uppi nokkurn viðbúnað vegna komu skipsins og bauð farþegum og áhöfn í samráði við umboðsaðila hér á landi upp á ýmsa afþreyingu. Kynningar- og sölubás var við höfn- ina, leikskólabörn sungu, konur klæddar íslenska þjóðbúningnum buðu upp á kleinusmakk, félagar úr Hestaeigendafélagi Grundar- fjarðar sýndu íslenska hestinn og grundfirsk ungmenni á öllum aldri öttu kappi við áhöfn skipsins í fót- boltaleik. Þá voru verslanir opnar lengur en venjulega og þannig mætti áfram telja. Að sögn skipu- leggjanda þessarar dagskrár var almenn ánægja hjá farþegum og áhöfn með móttökurnar í Grundar- firði og ekki spillti fyrir að veðrið var eins og best verður á kosið. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Hér má sjá föngulegan hóp sem bauð upp á kleinur ásamt einum úr áhöfn skipsins sem þóttu kleinurnar góðar. Konurnar eru frá vinstri: Selagh Smith, Olga S. Einarsdóttir, Jóna B. Ragnarsdóttir, Sólrún Guðjónsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Pálína Gísladóttir og Hulda Valdimarsdóttir. Vel tekið á móti fyrsta skemmtiferðaskipinu Grundarfirði. Morgunblaðið. SORPSAMLAG Strandasýslu festi fyrir nokkru kaup á sorpbifreið sem mun ein sú alfullkomnasta á land- inu. Bíllinn er af gerðinni Volvo fm 12 með pressukassa frá Norba og kostar fullbúinn tæpar 13 milljónir króna. Að sögn Einars Indriðason- ar, starfsmanns Sorpsamlagsins, er mikil munur á að vinna með þennan bíl því fyrri bifreið samlagsins var orðin úr sér gengin og kassinn m.a. ónýtur. Þá hefur Sorpsamlagið keypt nokkur 1.000 lítra sorpkör til að staðsetja við helstu fyrirtæki og stofnanir á svæðinu og mun þá tunnulyfta sem er hluti af búnaði bílsins nýtast til að losa þau. Starfs- svæði sorpsamlagsins nær allt frá Brú í Hrútafirði í Norðurfjörð og í Ögur og Reykjanes við Ísafjarðar- djúp. „Svæði okkar fer jafnvel stækkandi og ættum við að vera vel í stakk búin til að þjóna því,“ sagði Einar að lokum. Ein full- komnasta sorpbifreið landsins Ljósmynd/Kristín Sigurrós Nýi ruslabíllinn. Hólmavík. Morgunblaðið. alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.