Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KVENPRESTUM FJÖLGAR Þrjár konur voru vígðar til starfa hjá Þjóðkirkjunni í gær. Konum í prestastétt hefur fjölgað talsvert síðustu árin og eru nú nærri þriðj- ungur presta. Karl Sigurbjörnsson vígði en séra Jón Dalbú Hróbjarts- son prófastur lýsti vígslunni. Davíð ræðir varnarsamstarf Davíð Oddsson gerði grein fyrir viðræðum íslenskra stjórnvalda við bandarísk stjórnvöld um varnarsam- starf ríkjanna á fundi forsætisráð- herra Norðurlandanna í gær. Sam- eiginlegir hagsmunir Norður- landanna voru einnig ræddir á fundinum. Þriggja hæða gatnamót Þriggja hæða gatnamót Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík með hringtorgi á efstu hæð fyrir beygjustrauma er ein af fjórum tillögum sem lagðar hafa ver- ið fyrir samgöngunefnd borgarinnar með áfangaskýrslu vinnuhóps sem hefur það hlutverk að marka fram- tíðarstefnu fyrir gatnamótin. Flaug of lágt til lendingar Erlend flugvél var utan við að- flugsstefnu þegar hún kom inn til lendingar í blindflugi á Reykjavík- urflugvelli í gærkvöldi. Vélinni var gefið inn á ný, hún flaug hringflug og lenti síðan heilu og höldnu. Vopnahléi lýst yfir Fjórar misstórar hreyfingar rót- tækra Palestínumanna lýstu í gær yfir þriggja mánaða hléi á árásum af sinni hálfu á Ísraela, en settu ströng skilyrði fyrir vopnahléinu og Ísr- aelsstjórn sagði yfirlýsingarnar fá- nýtar. Þó hóf Ísraelsher að draga lið sitt út úr norðurhluta Gaza- svæðisins. Skattalækkun boðuð Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, boðaði í gær viðbótar- skattalækkanir upp á 25 milljarða evra, andvirði hátt í 2.200 milljarða króna, sem koma eiga til fram- kvæmda strax á næsta ári. Skatta- lækkanirnar eru hluti af efnahags- aðgerðum sem þýzka ríkisstjórnin ákvað um helgina. Markmiðið er að ýta undir neyzludrifinn hagvöxt. mánudagur 30. júní 2003 mbl.is Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Eiguleg jörð Jörðin Vatnsholt í Staðarsveit á Snæfells- nesi er nú til sölu hjá Eignamiðluninni. Jörð- in er um 480 hektarar og á land milli fjalls og fjöru. Íbúðarhúsið er um 200 ferm.  10 // Falleg kirkja Allir sem um veginn fara hljóta að veita Kot- strandarkirkju athygli, einkum af því hvar henni var valinn staður og vegna þeirrar feg- urðar er prýðir hana í hlutföllum og stíl.  13 // Bílar og byggð Ljóst er að áframhaldandi dreifing byggð- arinnar og áhersla á einkabílinn kalla á mikla útþenslu vegakerfisins og lengri aksturs- vegalengdir en nokkru sinni fyrr.  28 // Hitastreymið Við setjum ofna undir glugga til þess að verjast gólfkulda. Hitastreymið verður að vera rétt, upp með útveggjum, upp frá gluggum og niður með innveggjum.  42 Sparnaður, öryggi, þægindi                                                                                                  ! "#$%& '()& *) ! + ),-   ./0- -1 )./0- -1  & 2  ./0- -1 )./0- -1 3  3    3- 4  4     3 34       !  .05- .05- .05- 3.05- 6 6    444 344 3444 44 444 44 " # $ # "#" # %  &  '            3-733 -4 -37 3- (       -. - (       (       3- MIKIL umferð er nú um Norðaust- urland, enda hefur veðublíða verið þar mikil undanfarna daga. Margir leggja leið sína til Egilsstaða og í Fjarðabyggð, sem nær yfir Reyðar- fjörð, Eskifjörð og Norðfjörð. Þá eru þeir ófáir, sem halda inn til Kára- hnjúka til þess að skoða umhverfið þar sem fyrirhuguð virkjun fyrir ál- ver á að rísa. Væntingar vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda eru þegar farn- ar að hafa áhrif á fasteignamarkað- inn á þessu svæði. Samkvæmt nið- urstöðum úttektar, sem gerð var vegna umhverfismats álversins, þarf að byggja 900–1.000 nýjar íbúðir í tengslum við byggingu álvers í Reyð- arfirði. Um 500–600 manns munu væntan- lega starfa í álverinu, en auk þess er gert ráð fyrir fjölda afleiddra starfa. Erfitt er samt að segja með nokk- urri vissu, hve mikil áhrif fyrirhug- aðar stórframkvæmdir eiga eftir að hafa á mannfjöldaþróunina á þessu svæði og þá um leið á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og öðrum fasteignum. En áhrifin verða örugglega mikil og sennilega varanleg. Að sögn Steinunnar Ásmundsdótt- ur, blaðamanns Morgunblaðsins á Austurlandi, má nú finna fyrir vax- andi eftirspurn eftir bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði þar. „Það er að kom- ast mikil hreyfing á allt á þessu svæði, ekki bara á Egilsstöðum og í Fjarðabyggð. Margir hafa hug á að vinna við virkjanaframkvæmdirnar og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hlýtur því að aukast,“ sagði Steinunn. Meiri hreyfing „Að undanförnu hefur talsvert ver- ið byggt á Egilstöðum og í nýju hverfi við göturnar Litluskóga og Keldu- skóga er búið að reisa mörg hús og þegar flutt inn í sum þeirra. Fram- kvæmdir eru ennfremur hafnar við sjö hæða fjölbýlishús.“ En Steinunn telur framboð á góðu skrifstofuhúsnæði lítið á Egilsstöð- um. „Ég veit þess dæmi, að slíkt hús- næði hafi verið að leigjast 20–30% hærra hér en svipað húsnæði á Ak- ureyri,“ sagði hún. Að sögn Steinunnar hefur fast- eignaverð yfirleitt verið talsvert hærra á Egilsstöðum en í Fjarða- byggð en þessi munur á sennilega eftir að minnka. Vaxandi áhugi á fast- eignum á Austurlandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá Egilsstöðum. Væntingar vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda eru þeg- ar farnar að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn á þessu svæði. Mikil eftirspurn EFTIRSPURN er mjög góð eftir flestum tegundum íbúðarhúsnæðis, allt frá minnstu 2ja herb. íbúðum upp í stærri einbýlishús, segir Svanur Jónatansson, sölustjóri hjá Húseign, nýrri fasteignasölu, sem hefur aðsetur að Hlíðasmára 17 í Kópavogi. Hjá Húseign eru m.a. til sölu nýj- ar íbúðir í fjölbýlishúsi við Gvend- argeisla 2–12 í Grafarholti. Svanur segist telja þessar íbúðir gott dæmi um þá miklu uppbyggingu, sem nú á sér stað í austurhluta Grafarholts. Hjá Húseign eru einnig til sölu nýjar íbúðir bæði í Salahverfi í Kópavogi og hinu nýja Vallahverfi í Hafnarfirði. Að sögn Svans er margt sem verkar hvetjandi á markaðinn nú t.d. yfirverð á hús- bréfum, en á síðasta ári voru oft mikil afföll af þeim. Það er líka yfirlýst stefna stjórn- valda að hækka húsbréfalánin upp í 90%, sem vafalaust á eftir að blása enn meira lífi í markaðinn með því að auka eftirspurnina.  26 2003  MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SVEIT SH SIGURSÆL Á AMÍ / B6 Davíð hættur í Gróttu/KR DAVÍÐ Örn Ólafsson hand- knattleiksmaður er hættur í Gróttu/KR en hann átti tvö ár eftir af samningi sínum við Seltjarnarnesliðið. Dav- íð fór fram á það við stjórn handknattleiksdeildarinnar að verða leystur undan samningi og varð hún við því en Davíð ákvað að hætta eftir ágreining við stjórn- armenn félagsins. Davíð, sem er 28 ára gam- all hornamaður, hefur leikið með Gróttu/KR undanfarin þrjú ár en hann lék þar áður með Val. Davíð segist ekki vera búinn að taka ákvörð- un um hvar hann spilar á næstu leiktíð en líklegast sé þó að hann gangi í raðir sinna gömlu félaga í Val. Grindvík- ingar ræða við Elttör INGVAR Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar Grindavíkur, er nú staddur í Klakksvík í Færeyjum til að ræða við Hjalgrím Elttör, sóknar- mann KÍ-liðsins. Það dylst engum að Grindvíkingar þurfa sárlega á sóknar- manni að halda eftir að ljóst var að Grétar Hjartarson, skæðasti sóknarmaður liðs- ins undanfarin ár, gæti ekk- ert leikið með liðinu í sumar sökum ökklameiðsla. Ingvar var á vellinum í gær og sá KÍ leggja FS Vág- um að velli með tveimur mörkum gegn engu. Í leikn- um skoraði Elttör auk þess sem einum leikmanni FS Vágum var vikið af leikvelli eftir að hafa brotið á hon- um. Elttör er tvítugur sókn- armaður með 8 landsleiki að baki og þykir einn efnileg- asti leikmaður Færeyja. Ís- lenskir knattspyrnu- áhugamenn gætu munað eftir Elttör en hann kom inn á sem varamaður í leik Ís- lands og Færeyja á Laug- ardalsvellinum sem fram fór fyrr í þessum mánuði. ur þekkt,“ segir Vanda Sigurgeirs- dóttir, þjálfari KR. „Í vetur var þetta orðið það slæmt að ég var sjálf farin að spila. Ég veit ekki hverju er um að kenna því það er óvenjumikið um meiðsl hjá öllum félögum í ár. Heyrst hafa raddir þess efnis að sí- breytilegt undirlag á knattspyrnu- völlum kunni að vera ástæðan, en ég skil það ekki, því áður en knatt- spyrnuhallirnar komu voru undir- Þá mun landsliðsmiðvörðurinnGuðrún Sóley Gunnarsdóttir ekki leika meira með KR í sumar því hún fór í aðgerð á ökkla á dögunum og verður farin út til Bandaríkjanna til náms þegar hún er orðin leikfær. Þá hefur Ásthildur Helgadóttir ákveðið að halda til Svíþjóðar í nám. Þetta tímabil hefur verið það erf- iðasta frá því að ég hóf þjálfun. Það eru miklu meiri meiðsli en ég hef áð- lagsbreytingarnar meiri. Nú þegar ég hef misst nokkrar stúlkur úr hópnum erum við orðnar afar fá- mennar. Hins vegar er ég mjög ánægð með frammistöðu minna leik- manna það sem liðið er af tíma- bilinu,“ sagði Vanda en útilokaði að hún muni taka fram skóna. KR liðið varð á síðustu leiktíð Ís- lands og bikarmeistari og tapaði að- eins einum leik allt leiktímabilið. Í ár er liðið í efsta sæti úrvalsdeildar með 19 stig en er dottið úr bikarkeppn- inni eftir að hafa tapað gegn ÍBV í Vestmannaeyjum s.l. föstudags- kvöld. Næsti leikur KR er gegn FH í Frostaskjóli n.k. fimmtudag. Mikið um meiðsli í herbúðum KR MIKIL meiðsli hrjá kvennalið KR í knattspyrnu. Það nýjasta er að Erna Erlendsdóttir er með slitið krossband í hné. Erna er ekki sú eina sem er frá vegna slitins krossbands því Katrín Ómarsdóttir og landsliðskonan Elín Jóna Þorsteinsdóttir eru þjakaðar af sömu meiðslum. Reuters Liðsmenn Kamerún koma til leiks gegn Frökkum í úrslitum Álfukeppninni í knattspyrnu í Frakk- landi í síðdegis í gær. Evrópumeistarar Frakkar sem fóru með sigur af hólmi í leiknum, 1:0, með gullmarki frá Thierry Henry á 97. mínútu. Leikurinn bar þess merkis að hann var leikinn til minn- ingar um Marc-Viven Foe, kamerúnska landsliðsmanninn, sem lést í síðustu viku í leik Kamerún og Kólumbíu í undanúrslitum keppninnar. Til að heiðra minningu Foe klæddust leikmenn Kamer- ún keppnistreyju með númeri Foe fyrir og eftir leik og við verðlaunaafhendingunni og einnig héldu þeir á lofti stórri mynd af leikmanninum. Foe var 28 ára og lék 62 landsleiki fyir Kamerún. Yf ir l i t Í dag Viðskipti 11 Þjónusta 21 Erlent 12/13 Bréf 22 Listir 14 Dagbók 24/25 Umræðan 15 Fólk 26/29 Forystugrein 16 Ljósvakar 30 Minningar 18/20 Veður 31 * * * KARL Sigurbjörnsson biskup vígði þrjár konur til starfa á vegum Þjóð- kirkjunnar í gær. Ragnheiður Kar- ítas Pétursdóttir og Arna Grétars- dóttir voru vígðar til prests og Magnea Sverrisdóttir var vígð til djáknastarfa. Konum í prestastétt hefur fjölgað talsvert síðustu árin og eru nú nærri þriðjungur. Ragnheiður Karítas var vígð sem sóknarprestur til Ingjaldshóls- prestakalls á Snæfellsnesi. Hún lauk námi árið 1999 en hefur síðan verið við nám og störf erlendis og hér- lendis. Arna Grétarsdóttir var vígð sem sóknarprestur til Seltjarnarnes- prestakalls en hún lauk námi fyrir ári og hefur starfað sem æskulýðs- fulltrúi í Seltjarnarneskirkju. Magnea Sverrisdóttir var vígð til djákna í Hallgrímskirkju en hún hefur nýlega lokið námi. Magnea hefur starfað undanfarin ár sem æskulýðsfulltrúi í Hallgrímskirkju og mun áfram gegna svipuðu starfi. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson pró- fastur lýsti vígslunni en vígsluvottar voru séra Ingiberg J. Hannesson prófastur, séra Jóhanna Sigmars- dóttir, séra Sigurður Grétar Helga- son, séra Sigurður Pálsson og Þór- dís Ásgeirsdóttir djákni. Að sögn Jóns Helga Þórarins- sonar, formanns Prestafélags Ís- lands, hefur kvenprestum fjölgað töluvert síðastliðinn áratug. „Það eru bráðum 30 ár síðan fyrsta konan var vígð til prests og núna er staðan sú að yfir helmingur nemenda í guð- fræði er konur. Hlutfall kvenna í prestastéttinni er að nálgast þriðj- ung,“ segir Jón Helgi og bendir á að söfnuðirnir hafi úrslitavald um ráðningu presta. Prestar eru í dag um 150. „Í auglýsingum frá biskups- stofu er alltaf tekið fram að konur séu sérstaklega hvattar til að sækja um í samræmi við jafnréttisáætlun kirkjunnar.“ Morgunblaðið/Jim Smart Eftir vígsluna í gær: Séra Arna Grétarsdóttir, Magnea Sverrisdóttir djákni og séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir. Nærri þriðjungur presta er konur Djákni og tveir prestar voru vígðir til starfa hjá kirkjunni við hátíðlega athöfn SÓLVEIG Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur stöðuna í yfirstandandi viðræðum Ís- lendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarsamstarfsins ekki kalla á fund í utanríkismálanefnd. Nefndin hefur þegar haldið tvo fundi vegna málsins og segist formaður nefndarinnar hafa fengið ósk frá Guðmundi Árna Stefánssyni, þing- manni Samfylkingarinnar, um að kalla saman fund. „Að mínu mati hefur ekkert nýtt komið fram í þessu máli, sem snýr að viðræðum Íslendinga og Bandaríkja- manna, sem kallar á fund í nefndinni. Hún hefur þegar fundað tvívegis vegna málsins og þar hafa farið fram gagnleg skoðanaskipti.“ Sólveig vísar þá á bug ummælum fulltrúa stjórnarandstöðunnar þess efnis að ríkisstjórnin hafi brotið trúnað gagnvart Alþingi með því að boða ekki til fundar um málið fyrir Alþingiskosningarnar 10. maí. sl. „Ríkisstjórnin braut ekki á nokkurn hátt trúnað við Alþingi, heldur hefur hún þvert á móti haft eðlilegt samráð við utanríkismálanefnd. Þegar menn voru komnir í þá stöðu að geta unnið með málið, sem var ekki fyrr en fulltrúar Bandaríkjastjórnar fund- uðu með íslenskum stjórnvöldum ný- lega og bréf Bandaríkjaforseta var afhent, var strax boðað til fundar í nefndinni. Þetta mál er alvarlegt og á viðkvæmu stigi. Það verður að sjálfsögðu boðað til fundar í utanrík- ismálanefnd þegar ástæða þykir en það þjónar engum tilgangi, og allra síst hagsmunum Íslendinga, að vera með málið í opinberri umræðu á þessu stigi, eins og sumir þingmenn hafa rætt um. Hér er um að ræða fjöregg þjóðarinnar, þ.e. stöðu Ís- lendinga í varnar- og öryggismálum, og við Íslendingar þurfum að standa saman í þessu máli í stað þess að slá pólitískar keilur.“ Óskar eftir fundi með stjórnvöldum Guðmundur Árni Stefánsson, fulltrúi Samfylkingar í utanríkis- málanefnd, hefur sent formanni nefndarinnar formlegt erindi þar sem hann mælist til þess að óskað verði eftir fundi með stjórnvöldum vegna væntanlegra breytinga á varnarsamstarfi Bandaríkjanna og Íslands. Guðmundur segist telja mjög brýnt að þeirri leynd verði létt sem ríkt hefur yfir bréfaskiptum for- sætisráðherra og Bandaríkjaforseta um framhald varnarsamstarfsins. „Okkur í Samfylkingunni finnst það bæði sjálfsagt og eðlilegt svo hægt sé að ræða um þessi mál á grundvelli staðreynda en ekki getsaka og vangaveltna eins og hingað til hefur verið. Við teljum að það þjóni ekki hagsmunum þjóðarinnar að halda þessari umræðu leyndri að meira eða minna leyti,“ segir Guðmundur Árni. Hann segir einnig mikilvægt að nefndinni sé gerð grein fyrir stöðu þeirra viðræðna sem fóru á dögunum fram á milli stjórnvalda landanna beggja, eðlilegt sé að nefndin fái upplýsingar um hvað fór fram á fundinum og hver næstu skref verði. Óskað eftir fundarboði um framhald varnarsamstarfsins Segir ekkert nýtt í málinu kalla á fund VATNSYFIRBORÐ Hreðavatns í Borgarfirði hefur lækkað mikið en mjög óvenjulegt er að lækki í vatn- inu á þessum tíma árs að sögn Birgis Haukssonar, skógarvarðar hjá Skógrækt ríkisins á Vestur- landi. „Oft lækkar í vatninu um og eftir miðjan ágúst þegar sumur eru þurrviðrasöm en ekki á þessum tíma,“ segir Birgir en hann giskar á að vatnsborðið sé nú tveimur til þremur metrum undir meðallagi. Hann segir að ástæðuna megi ef- laust rekja til snjóleysis í fjöllum og lítillar úrkomu. Birgir segir vatnsbúskap í Borgarfirði víða dapran og meðal annars séu ár óvenju vatnslitlar. Veiðimenn hafa meðal annars orðið varir við það enda veiði sjaldan verið minni. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Vegna þurrka eru leirurnar við norðurenda Hreðavatns ekki undir vatni. Óvenju lítið í Hreðavatni SJÓVÁ-Almennar auglýsa nýja gerð kaskó-trygginga, svokallað ný- kaskó, þar sem félagið greiðir 15% af viðgerðarkostnaði í reiðufé til þeirra sem verða fyrir tjóni. Ómar Svav- arsson, forstöðumaður einstaklings- þjónustu hjá Sjóvá, segir ný-kaskó fyrstu nýjungina á tryggingamark- aði um langt skeið. „Hugmyndin er sú að þeir sem missa bíl tímabundið á verkstæði vegna tjóns fái greitt í peningum vegna afnotamissis. Félagar í Stofni hafa átt rétt á bílaleigubíl í sjö daga í slíkum tilfellum, með ákvæðum um hámarksakstur og fleiri takmörkun- um, sem mælst hafa misjafnlega fyr- ir hjá viðskiptavinum,“ segir hann. Um staðlaða gerð af bílaleigubíl- um hefur verið að ræða og hafa ekki allir viðskiptavinir verið sáttir við þá ráðstöfun, að hans sögn. „Sala á stærri og verðmeiri bílum hefur aukist mikið að undanförnu og slík farartæki eru að verða hluti af lífsstíl fólks. Við viljum koma til móts við fólk með þeim möguleika að greiða 15% af viðgerðarkostnaði út,“ segir hann. Hámarksbætur vegna afnotamiss- is eru 175.000 krónur og segir Ómar viðskiptavini geta ráðstafað því fé að vild, tekið bílaleigubíl sér að skapi eða sleppt því alfarið, sé annar bíll á heimilinu. Bæturnar hafa ekki áhrif á sjálfs- ábyrgð og má viðgerðarkostnaður ekki vera lægri en 45.000 krónur. Bætur fyrir afnotamissi af ónýtum bíl eru einnig 45.000 krónur og sé bíl stolið greiðast bætur fyrir afnota- missi frá því tilkynning berst um þjófnað, 4.500 krónur á dag. Bílaleigu- bílar mælt- ust misjafn- lega fyrir ÚTGERÐ á Lagarfljóti hefst á ný um næstu helgi en nýir eigendur hafa tekið við rekstri Lagarfljóts- ormsins sem siglir um fljótið. Ný áætlun um ferðir mun líta dagsins ljós á næstu dögum, en helstu breyt- ingar eru þær, að meiri áhersla verður lögð á ferðir út frá Atlavík, að því er segir í tilkynningu frá að- standendum Lagarfljótsormsins. Allar upplýsingar um orminn má finna á www.ormur.is en dagskráin er aðgengileg þar. Eigendur vonast til að siglingarnar verði komnar í fastan farveg í vikunni. Ormurinn á Lagarfljóti lifnar við ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.