Morgunblaðið - 30.06.2003, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.06.2003, Qupperneq 5
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 5 HAGSTÆTT VERÐ RAFSTÖÐVAR m/HONDA MÓTOR www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 06 . 2 00 3 Mikið úrval af reiðhjóla- hjálmum, barna og fullorðins, einföld stilling. CE merktir og íslenskur leiðarvísir. Verð frá kr. 2.200 barna og 2.900 fullorðins Barnastólar Verð frá kr. 7.410 stgr. Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun. 5% staðgreiðslu afsláttur. Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni BOSTON 26“ 21 gíra dömuhjól með þægilegum Shimano gírum, háu stillanlegu stýri með körfu og breiðum dömuhnakk með dempara. Verð aðeins kr. 26.505 stgr. WINDSOR 26” 3 gíra með fótbremsu, Klassiskt dömuhjól með háu stillanlegu stýri með körfu og breiðum hnakk með dempara. Verð kr. 25.555 stgr. BOSTON 26” 21 gíra Shimano Easy- Fire herrahjól með háu stillanlegu stýri og mjúkum hnakk með dempara Verð aðeins kr. 26.505 stgr. WINDERMERE 28” Ekta dömuhjól, létt með ál stelli, hátt stillanlegt stýri og breiður hnakkur með dempara. 21 gíra eða 3 gíra með fótbremsu, verð kr. 32.775 stgr. APOLLO 26” 21 gíra demparahjól á mjög góðu verði. Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. Verð aðeins kr. 25.555 stgr. Frábær fjallahjól Alls konar útfærslur, verð frá kr 25.555 til 293.550 stgr. REFSINGAR fyrir manndráp hér- lendis þyngdust á tímabilinu 1991 til 2000 og voru að meðaltali 13 ára og 5 mánaða fangelsi en voru væg- ari 20 árin þar á undan, eða 11 ára fangelsi. Annað hvert manndráp hérlendis er framið innan veggja heimilisins og eggvopn er algeng- asta morðvopn í íslenskum mann- drápsmálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsóknarritinu Ákvörðun refsingar eftir Sigurð Tómas Magnússon, dómara við Héraðdsóm Reykjavíkur, og dr. Hildigunni Ólafsdóttur afbrota- fræðing. Ritið kom nýlega út hjá Bókaútgáfu Orators. Í ritinu er greint frá niðurstöðum rannsóknar á refsiákvörðunum Hæstaréttar vegna manndrápa, rána og líkamsmeiðinga á síðari helmingi 20. aldar og refsiákvörð- unum héraðsdómstóla í sömu brotaflokkum árin 1993 til 2000. Til rannsóknar voru þrjú tímabil þar sem mál voru dæmd í Hæsta- rétti, þ.e. 1951 til 1970, 1971 til 1990 og 1991 til 2000. Höfundar komast m.a. að þeirri niðurstöðu að refs- ingar fyrir alvarlegar líkamsárásir þyngdust á tímabilinu 1971 til 1990 en urðu mildari fyrir önnur ofbeld- isbrot. Meginskýringin á þyngri refsingum á umræddu tímabili er einkum sú að þá voru til umfjöll- unar í Hæstarétti tiltölulega marg- ar alvarlega líkamsárásir sem bani hlaust af. Refsingar fyrir manndráp á þessu tímabili urðu vægari en þyngdust aftur til fyrra horfs á tímabilinu 1991 til 2000. Líkleg skýring á vægari meðalrefsingu milli 1971 og 1990 er sú að hlutfalls- lega fleiri ungir afbrotamenn áttu þá hlut að máli en á næsta tímabili, 1991 til 2000. Flest manndráp á árunum 1971 til 1990 49 manns voru ákærðir hérlendis fyrir manndráp frá 1951 til 2000 og 34 þeirra var refsað, þar af þrem konum. Langflestir voru ákærðir á árunum 1971 til 1990 eða 31 og fékk 21 þeirra dóm. Fæstir þeirra, eða fjórir, fengu þó 16 ára fangelsi, en á árunum 1991 til 2000 þyngdust refsingar með því að fimm af sjö sakborningum fengu 16 ára fang- elsi og hinir minna. Á öllu tíma- bilinu 1951 til 2000 dæmdi Hæsti- réttur 13 manns í 16 ára fangelsi og 22 sakborninga í 12 ára fangelsi eða meira. Höfundar vekja athygli á því hversu hátt hlutfall manndrápa er framið með eggvopnum, eða um 44% yfir allt rannsóknatímabilið. Á árunum 1991 til 2000 var hlutfallið enn hærra, eða 71%. Skotvopn voru lítið notuð eða í 17% tilvika yfir allt tímabilið. Höfundar komast m.a. að því við skoðun á refsiákvörðunum í öllum tegundum ofbeldisbrotamála að af- brotamaður og fórnarlambið þekkj- ast yfirleitt ekki eða lítillega. Þá var meirihluti brotamanna undir áhrifum áfengis eða annarra vímu- efna þegar brotið var framið. Meðalaldur sakfelldra á öllu rannsóknartímabilinu var 27 til 28 ár og hefur haldist óbreyttur allt tímabilið. Í hópi dæmdra hefur hlutfall hinna yngstu (15 til 19 ára) hækkað. Refsingar fyrir rán mildast Hvað snertir rán, hafa refsingar fyrir þau mildast á rannsóknar- tímabilinu og skilorðsbundin refs- ing er algengari en áður. Lækkandi meðalaldur brotamanna er talinn hafa nokkur áhrif á lækkandi refs- ingar. Þá getur það haft sitt að segja að minna er um að miklu of- beldi sé beitt við rán, en ógnun með hnífi er hins vegar algengari. Þá kunna breytt viðhorf til hættu og tjóns af ránum að vera ein skýring á vægari refsingum að mati höf- unda. Refsiákvarðanir sýna að rán í verslunum og söluturnum hafa færst í vöxt en dregið hefur úr rán- um á heimilum fólks. Flest voru ránin lítið undirbúin og lítil verð- mæti tekin. Mest um dóma vegna líkamsárása 1998 til 2000 Fram kemur að meðalaldur brotamanna hefur lækkað og hlut- fall kvenna var lægra en í öðrum brotaflokkum. Hafa brotamenn oft- ast verið virkir í annarri brotastarf- semi. Í umfjöllun höfunda um meiri- háttar líkamsárásir kemur m.a. fram að dómum fyrir slík brot hef- ur fjölgað á öllu tímabilinu. Dómum fjölgaði í héraði frá 1993 til 2000, mest á árunum 1998 til 2000. Al- gengast var að fórnarlömbin væru kýld, barin og sparkað í þau. Nef-, tann- eða kjálkabrot voru algeng- ustu afleiðingar líkamsárása og í langflestum tilvikum var brota- maður einn að verki. Fram kemur að tilefnislausum árásum hafi ekki fjölgað hlutfallslega. Þannig voru þær 26,3% frá 1951 til 1970 og 16,7% frá 1971 til 1990. Frá 1991 til 2000 var hlutfallið 25,5%. Höfundar segja að þar sem hlutfallslega hafi verið sjaldnar vísað til þess að um tilefnislausa árás hafi verið að ræða á tímabilinu 1971 til 1990 miðað við önnur tímabil, verði þyngri refsing- ar á því tímabili ekki skýrðar með hliðsjón af þessari ólögfestu refsi- ákvörðunarástæðu. Segja höfundar að við næstu endurskoðun á al- mennum hegningarlögum sé rétt að huga að því að lögfesta þessa refsi- ákvörðunarástæðu. Rannsókn á refsingum vegna manndrápa og líkamsmeiðinga 1951 til 2000 Refsingar fyrir manndráp þyngdust síðasta áratuginn Morgunblaðið/Júlíus Frá vettvangsrannsókn manndrápsmáls í Reykjavík á síðasta ári. 34 dæmdir fyrir manndráp á 50 árum NÝ stofnun á sviði orkurannsókna, Íslenskar orkurannsóknir, tekur til starfa á morgun en þá taka einnig ný lög um Orkustofnun gildi. Fram til þessa hafa orkurannsóknir farið fram á rannsóknarsviði Orkustofnunar en tæplega helmingur starfsliðs og veltu stofnunarinnar hefur verið á því sviði. Nýja stofnunin mun taka við þeirri starfsemi og starfsfólki sviðsins. Ástæðan fyrir þessum breytingum er sú að með nýjum raforkulögum, sem einnig taka gildi á morgun, fær Orkustofnun aukið stjórnsýsluhlut- verk en stofnuninni er meðal annars falið að annast eftirlit með sérleyfis- þáttum raforkugeirans, flutningi og deifingu. Það þykir ekki samrýmast þeirri ráðgjafar- og rannsóknarþjón- ustu sem hún hefur til þessa sinnt. Orkurannsóknir Íslands munu veita alhliða rannsóknar- og ráðgjaf- arþjónustu á sviði orkumála, náttúru- farsrannsókna og auðlindamála, eink- um þó á sviði jarðfræða og jarðhitafræða. Hjá stofnuninni munu starfa um 50 manns og hefur Ólafur G. Flóvenz verið ráðinn forstjóri en Þorkell Helgason orkumálastjóri verður áfram forstöðumaður Orku- stofnunar. Ný lög um Orkustofnun taka gildi á morgun Ný stofnun í orkurann- sóknum www.nowfoods.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.