Morgunblaðið - 30.06.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 30.06.2003, Síða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALSMAÐUR Ísraelsstjórnar sakaði í gær BBC, breska ríkisút- varpið, um andgyðinglegan áróður líkan þeim, sem stundaður var í Þýskalandi nas- ismans. Var til- efnið sjónvarps- þáttur þar sem fullyrt var, að Ísraelar ættu mikið af kjarn- orku- og efna- vopnum. Daniel Seaman, blaðafulltrúi Ísraelsstjórnar, sagði, að BBC- þátturinn, „Leynivopn Ísraela“, væri aðeins síðasti BBC-þátturinn af mörgum þar sem efast væri um tilverurétt Ísraelsríkis. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um fréttir þess efnis, að Ísraelsstjórn hygðist beita BBC einhverjum refsiað- gerðum. Talsmaður BBC sagði, að staðið væri við allt, sem í þættinum hefði komið fram. Þátturinn var sýndur í Bretlandi í mars en í kapalsjónvarpi í Ísrael síðastliðið laugardagskvöld. Þar er það haft eftir mörgum sérfræðing- um, að Ísraelar ráði yfir „sjötta stærsta kjarnorkuvopnabúri í heimi að því er tekur til skamm- drægra vopna og eiga að auki með- aldrægar kjarnorkuflaugar, sem unnt er að skjóta af láði eða legi og frá flugvélum“. Í þættinum segir einnig, að Ísr- aelar eigi lífefna- og efnavopn og hafi notað óþekkt gas gegn Palest- ínumönnum á Gaza í febrúar 2001. Þá voru 180 menn fluttir á sjúkra- hús með mikil uppköst. Ísraelar neituðu þá að hafa notað eiturgas. „Þessi áróður er gyðingahatur af verstu sort,“ sagði Seaman, „og minnir helst á Der Stürmer.“ Það blað var gefið út í Þýskalandi á tím- um nasista og birti ofstækisfullan andgyðinglegan áróður. BBC gert lífið leitt The Jerusalem Post sagði í gær, að Ísraelsstjórn hygðist takmarka vegabréfsáritanir fyrir starfsmenn BBC, banna embættismönnum að ræða við stöðina og gera starfs- mönnum hennar með öðrum hætti lífið leitt. Vildi Seaman ekkert um þetta segja en gaf þó í skyn, að eitt- hvað yrði aðhafst. Almennt er talið, að Ísraelar ráði yfir kjarnavopnum en yfirlýsingar stjórnvalda eru mjög loðnar. Þau hafa þó sagt, að þau ætluðu ekki að verða fyrst ríkja í Miðaustur- löndum til að koma sér upp slíkum vopnum. Ísraelar hafa hins vegar neitað að undirrita samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna vegna þess, að þeir vilja ekki sætta sig við alþjóðlegt eftirlit. Mordechai Vanunu, fyrrverandi tæknimaður í Dimona-kjarnorku- verinu í Ísrael, gaf dagblaði í Lond- on upplýsingar um kjarnorkuvopn þar 1986 en Ísraelar höfðu hendur í hári hans og nú afplánar hann 18 ára fangelsisdóm fyrir njósnir og drottinsvik. Ekki fyrsta sennan Áður hefur kastast í kekki milli BBC og ísraelskra stjórnvalda. Þau mótmæltu harðlega þætti, sem sýndur var í júní 2001, en þar sögðu ýmsir sérfræðingar í lögum, að dæma ætti Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir blóð- baðið í palestínsku flóttamanna- búðunum Sabra og Chatilla í Líb- anon 1982 en þá voru mörg hundruð Palestínumanna, karla, kvenna og barna, myrt með köldu blóði. Nokkru áður höfðu Ísraelar ráð- ist inn í Líbanon og réðu þar öllu er morðin voru framin. Stóðu að þeim kristnir falangistar, bandamenn Ísraela. Niðurstaða ísraelsks dóm- stóls var sú, að Sharon bæri óbeina ábyrgð á morðunum og því neydd- ist hann til að segja af sér sem varnarmálaráðherra. Ísraelsstjórn sakar BBC um nasistaáróður Fullyrt í sjónvarpsþætti að Ísraelar eigi kjarnavopn Jerúsalem. AP. Ariel Sharon FJÓRAR af átta 25 m háum skraut- súlum úr tré, sem hver vegur um þrjú tonn, sjást hér á ráðhústorgi suður-ítalska bæjarins Nola í gær, á Hátíð heilags Paolinos. Tuttugu manns dansa og syngja uppi á grunnpalli hverrar súlu, en 140 manns bera hana. Í nær 1400 ár hefur björgunar bæjarins undan innrás Tyrkja verið minnzt í lok júní. Hefðin fyrir smíði skrautsúln- anna hófst fyrir um 200 árum. Reuters Súludans á Ítalíu BRESKA og bandaríska ríkisstjórn- in horfðu vísvitandi framhjá upplýs- ingum um, að gögn um tilraunir Íraka til að kaupa úran í Níger, væru fölsuð. Kom þetta fram í The Indep- endent on Sunday í gær og er haft eftir Bandaríkjamanni, fyrrverandi sendiherra og starfsmanni CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Í skýrslu, sem breska stjórnin lagði fram í september 2002 um ger- eyðingarvopn Íraka, var því haldið fram, að Íraksstjórn hefði reynt að kaupa mikið af úrani frá Níger í Afr- íku. Heimildamaður blaðsins, sem vill leyna nafni sínu enn um sinn, segist aftur á móti hafa skýrt frá því hálfu ári áður, að gögnin um úran- kaupin væru fölsuð. „Skýrsla mín um þetta var alveg afdráttarlaus,“ segir heimildamað- urinn en að sögn blaðsins sat hann í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í forsetatíð Bills Clintons. Pólitískar ástæður? Maðurinn segist hafa hvatt CIA til að kanna hvort breska skýrslan væri byggð á fölsuðu skjölunum og ef svo væri að láta þá bresk stjórnvöld og breskan almenning af fölsuninni vita. Það hefði þó ekki verið gert svo hann vissi. „En með það í huga hvað samstarf ríkjanna er náið, svo ekki sé minnst á, að við vorum að fara í stríð vegna gereyðingarvopna, þá get ég ekki trúað því, að upplýsing- um af þessu tagi hafi verið haldið leyndum,“ er haft eftir heimilda- manninum. Er hann var spurður hvort pólitískar ástæður kynnu að hafa valdið því að ekki var á hann hlustað, svaraði hann: „Það liggur nærri að draga þá ályktun.“ Hann segir, að skjölin hafi verið með falsaðri undirskrift forseta Níg- ers. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin komst einnig að því síðar, að skjölin væru fölsuð. Úrankaup Íraka í Níger Lengi vitað að skjölin voru fölsuð London. AFP. EKKERT stríð, sem háð hefur verið í heiminum frá því heimsstyrjöldinni síðari lauk, hefur kostað jafn mörg mannslíf og átökin í Kongó. Þau hafa staðið síðastliðin fimm ár og þær töl- ur, sem nefndar eru um mannfallið, að vísu mjög ónákvæmar, eru frá um tveimur milljónum og upp 4,7 millj- ónir. Ef miðað er við lægri töluna jafngildir hún því, að í 666 daga sam- fleytt hafi jafn margir látist í Kongó dag hvern og í hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Í átökunum í Kongó er ekki notast við gereyðingarvopn, heldur hafa fórnarlömb átakanna fallið eitt af öðru. Flestir af völdum sjúkdóma, sem blossa upp í stríði sem þessu, en aðrir hafa fallið í átökum þar sem notast er við boga og örvar, sveðjur og riffla og undanfarið hafa hand- sprengjur valdið mestum usla. Mörg fórnarlambanna eru munað- arlaus börn, sum yngri en tíu ára, sem ekki hafa átt annars kost en að slást í lið með stríðandi fylkingum. Þrátt fyrir mörg vopnahlé, sem miðuðu að því að binda enda á ætt- bálkaerjur og átök uppreisnar- flokka, varð stríðið enn miskunnar- lausara seint á árinu 2002 og snemma árs 2003 í austur- og norð- austurhluta Kongó. Áhugaleysi alþjóða- samfélagsins Hörmungarnar í Kongó hafa ekki hreyft mikið við alþjóðasamfélaginu hingað til en líklega væri annað uppi á teningnum ef landið þætti hern- aðarlega mikilvægt valdamiklum ríkjum á borð við Bandaríkin. Scott Pegg, fræðimaður sem berst fyrir málefnum Afríku, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna, að ástandið minnti sig á aðstæðurnar seint á síð- ustu öld þegar athygli heimsbyggð- arinnar beindist að stríðinu í Bosníu á meðan stríðið í Angóla, einhver mannskæðustu átök,sem átt hafa sér stað í heiminum, fóru nánast framhjá henni. „Stríðið í Kongó er það versta, viðbjóðslegasta og blóðugasta í heimi, það er engin spurning. At- hyglin, sem það hefur fengið, er hins vegar hverfandi,“ segir hann. Það var aðeins nýverið, að átökin í Kongó vöktu utanaðkomandi at- hygli. Snemma í júní heimilaði ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að alþjóðlegt herlið undir franskri stjórn yrði sent til Bunia, höfuðstað- ar Itunia-héraðs í NA-Kongó. Hefur herliðið leyfi til að beita vopnum til að verja óbreytta borgara í vargöldinni sem þar ríkir og verður fullmannað um 1.500 manns. Það eru aðildarríki Evrópusambandsins (ESB), sem leggja til mannskap í verkefnið, og Frakkar mest eða helming liðsins. Það hefur hins vegar einungis umboð til að starfa í hér- aðinu fram til 1. september en þá er fyrirhugað að liðsafli SÞ frá Bangladesh taki við. Sameinuðu þjóðirnar brugðust við með þessum hætti eftir að minnst 400 manns féllu í átökum um yfirráð yfir Bunia í maí. Þá náði 750 manna gæslulið SÞ, sem hefur verið í borginni frá því í apríl, ekki að róa ástandið enda hefur það aðeins heimild til að beita vopnum í sjálfsvörn. Í Bunia, líkt og víðar í Kongó, hafa bardagar blossað upp vegna erja ættbálka um gull og aðrar auðlindir auk þess sem afskipti nágrannaríkja, bein og óbein, hafa virkað eins og ol- ía á eld. Síðustu vikur hafa íbúar It- unia-héraðs og fulltrúar kirkjunnar sagt ástandið vera orðið þannig, að mannát sé orðið útbreitt meðal stríð- andi fylkinga. Að mati Alþjóðlegs samstarfshóps um hættuástand (Int- ernational Crisis Group), hóps, sem hefur eftirlit með átökum um heim allan, er aðeins hægt að koma á var- anlegum friði í Kongó með umfangs- mikilli íhlutun SÞ. Bandaríkjastjórn forðast afskipti af átökum í Afríku Bandaríkin hafa reynst treg til að hafa afskipti af deilum í Afríku auk þess sem hernaðarúrræði Banda- ríkjamanna eru nánast fullnýtt í Írak, Afganistan og víðar. Þar að auki drógu Bandaríkin úr íhlutun í álfunni er 18 bandarískir hermenn voru myrtir í Sómalíu í október 1993. Enginn Bandaríkjamaður er þátt- takandi í alþjóðlega herliðinu sem nú starfar í Kongó. Baráttan við alnæmi er orðið aðal- áherslumál Bandaríkjastjórnar í mannúðarmálum. Þannig hefur George Bush Bandaríkjaforseti ný- verið undirritað lög þar sem gert er ráð fyrir að framlag Bandaríkjanna til baráttunnar gegn alnæmi í heim- inum þrefaldist og verði 15 milljarð- ar dollara næstu fimm árin. Íbúar Kongó eru um 50 milljónir, landið er auðugt af ýmsum efnum, þ. á m. gulli, kopar, demöntum og úrani. Það er heldur stærra en Grænland að flatarmáli, var lengi belgísk nýlenda en hlaut sjálfstæði 1960. Síðan hafa borgarastyrjaldir og spilling einkennt sögu landsins. . Mannskæðasta stríð frá síðari heimsstyrjöld Minnst tvær milljónir manna sagðar hafa fallið í borgarastríðinu í Kongó Washington. AP. Reuters Milljónir manna eru fallnar og enn fleiri á flótta og vergangi vegna átak- anna í Lýðveldinu Kongó. Þetta fólk er að snúa aftur til heimabæjar síns, Bunia, en þar er nú alþjóðlegt herlið, aðallega franskt, við gæslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.