Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 6
Óskar Jóhannesson, bóndi í Brekku og einn eigenda hitaveitu Hlíðamanna, og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tókust í hendur eftir að þeir höfðu undirritað samning um sölu hitaveitunnar. GENGIÐ hefur verið frá kaupum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á hita- veitu Hlíðamanna sf. í Biskups- tungum. Samningurinn felur meðal annars í sér að OR tekur yfir hita- veituna og tengdar dreifiveitur heimamanna, sem reistu hana árið 1989 og hafa rekið í félagi æ síðan. Veiturnar þjóna um 200 sumarhús- um á svæðinu, til dæmis í Brekku- skógi, Miðhúsaskógi og Skyggnis- skógi, auk sveitabýlanna frá Brekku að Múla. Vatn til veitunnar kemur frá borholu í landi Efri- Reykja. Á blaðamannafundi í Réttinni sem haldinn var af þessu tilefni í gær kom fram að heimamenn hefðu staðið í ströngu við að finna nægt vatn til hitaveitu, og loks á 23. bor- holu hefði nægt vatn fundist. Ekki lengur úti í sveit Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Orkuveitunnar, fagnaði und- irritun samningsins og sagðist vænta góðs af honum fyrir OR og heimamenn. Benti hann á, að svæð- ið sem nú hefði bæst í eign Orku- veitunnar væri í reynd ekki lengur sveit, heldur væri orðið atvinnu- og þjónustusvæði í nánum tengslum við höfuðborgarsvæðið, sérstaklega vegna mikillar sumarbústaða- byggðar. Af þeim sökum teldist ekki óeðlilegt að Orkuveitan ætti hér hlut að máli. Vonaðist hann til að gæði þjónustu ykjust á svæðinu, og veitusvæðið yrði stækkað eins og hagkvæmt myndi teljast. Verð- mæti samningsins er um 65 millj- ónir króna. Tekur Orkuveitan við rekstrinum hinn 1. september næstkomandi. Viljayfirlýsing um samstarf OR og Bláskógabyggðar Á sama fundi var undirrituð viljayfirlýsing OR og Bláskóga- byggðar um samstarf á sviði orku- mála. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að aðilar séu sammála um mikilvægi þess að kanna mögu- lega sameiningu orkufyrirtækja. Lögð er áhersla á að samstarfið leiði til uppbyggingar nýrra hita- og vatnsveitna í Bláskógabyggð. Margeir Ingólfsson, formaður byggðaráðs Bláskógabyggðar, bauð Orkuveitu Reykjavíkur velkomna og sagðist telja það mjög gott að fá svo öflugt fyrirtæki til samstarfs á svæðinu. Mikil orka væri á þessum slóðum og í framtíðinni væri fyr- irséð að möguleikar á nýtingu hennar ykjust mjög. Alfreð Þor- steinsson sagði í ávarpi sínu að samstarf OR og Bláskógabyggðar skapaði ýmis atvinnutækifæri. Í viljayfirlýsingunni segir einnig að ef af samstarfi verður muni OR kappkosta að veita Bláskógabyggð trygga og góða þjónustu á hag- stæðu verði. Orkuveita Reykjavíkur kaupir hitaveitu í Biskupstungum Tengja saman sveit og borg í eitt orkusvæði FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTAND ísbjarnastofna heimsins hefur batnað mikið undanfarna þrjá áratugi og í könnun sem gerð var fyrir fjórum árum var niðurstaðan sú að staða nærri allra tegunda ís- bjarna væri góð. Þetta er mikil framför frá því sem var á sjöunda og fyrri hluta áttunda áratugarins þegar ísbirnir voru í útrýmingar- hættu. Árið 1973 var gerður al- þjóðasamningur um vernd ísbjarna og kvótar settar á veiðar þeirra og fóru stofnarnir í kjölfarið að taka við sér. Í Kanada er mikið um ísbirni og eru um 5–600 birnir felldir ár hvert. Grænland er einnig meðal þeirra landa sem leyfa veiðar á ísbjörnum en þar eru árlega veiddir um 150 ís- birnir en í báðum löndunum er fjöldi þeirra dýra sem fella má innan sjálf- bærnimarka stofnsins. Á Grænlandi þurfa áhugaveiðimenn að sækja um leyfi til veiða á ísbjörnum en at- vinnuveiðimenn hafa frjálsar hend- ur við veiðarnar. Eins og fram kom í frétt Morg- unblaðsins í gær veiddu þrír Íslend- ingar, þeir Kristján Vídalín Óskars- son, Jóhann Halldórsson og Sigurður Pétursson, ísbjörn á Grænlandi á dögunum en Sigurður, sem hefur verið búsettur á Græn- landi um nokkurra ára skeið, er at- vinnuveiðimaður. Um 1.700 Banda- ríkjadalir fást fyrir skinnið af ísbirni og um 700 dalir fyrir kjötið, sam- kvæmt upplýsingum frá Náttúru- fræðistofnun Íslands, og er heild- arverðmæti hvers dýrs sem fellt er því um 185 þúsund krónur. Veiðar bannaðar á Íslandi Veiðar á ísbjörnum eru bannaðar á Íslandi nema mönnum eða búfén- aði stafi af þeim hætta, samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýr- um. Ísbjörn var síðast felldur við Ís- land árið 1993 þegar áhöfnin á Dag- nýju frá Bolungarvík ætlaði að fanga ísbjörn sem hún hafði séð á sundi og færa til lands en varð á endanum að aflífa björninn. Ástand ísbjarnastofna hefur batnað síðastliðin 30 ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Ísbjarnafeldir á Grænlandi eru seldir á rúmlega 130 þúsund kr. og með hverjum feldi fylgir stimplað skírteini frá yfirvöldum. Þessi björn var 2,35 metrar, jafnlangur dýrinu sem Íslendingarnir þrír veiddu á dögunum. Greiðslumark mjólkur minnkar Tekjurnar lækka um 80 milljónir „TEKJURNAR lækka um tæplega 80 milljónir,“ segir Þórólfur Sveins- son, formaður Landssambands kúa- bænda, um þá ákvörðun landbúnað- arráðherra að lækka greiðslumark mjólkur um eina milljón lítra á næsta verðlagsári, sem hefst 1. september næstkomandi. Þórólfur bendir á að aukning mjólkurframleiðslu samkvæmt reglugerð hafi aldrei verið meiri en í fyrra, en heildargreiðslumark til framleiðslu mjólkur verðlagsárið 2002-2003 hafi verið 106 milljónir lítra í stað 104 milljóna lítra fram- leiðsluárið áður. Greiðslumarkið er bein afleiðing af sölu tiltekins tímabils, frá maí til apríl, áður en næsta greiðslumark er ákveðið. „Salan þessa viðmiðunar- mánuði var aðeins minni heldur en fyrir ári og þess vegna varð að færa greiðslumarkið niður um milljón lítra,“ segir Þórólfur og bætir við að samdrátturinn sé innan við 1%. Þórólfur segir að eðlilega líki bændum síður að greiðslumarkið dragist saman en ekki sé um stór- alvarlegt mál að ræða. Greiðslu- markið hafi verið svipað frá því kerf- ið hafi verið tekið upp, „en þetta er sveifla sem við þurfum að reyna að vinna til baka. Auðvitað stefnum við að því að halda greiðslumarkinu eða auka það en ekki að það minnki,“ segir Þórólfur. Sala Lands- símans undir- búin í haust HAFINN verður undirbúningur að sölu á hlut ríkisins í Landssíma Ís- lands hf. í haust. Er það á höndum framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu að annast hvernig staðið verð- ur að sölunni og segir Ólafur Dav- íðsson, formaður einkavæðingar- nefndar, að sem flestum mögu- leikum verði haldið opnum varðandi söluna. Til greina komi erlendir jafnt sem innlendir kaupendur, stórir sem smáir. Málið hafi ekki verið rætt til neinnar hlítar í einka- væðingarnefnd. „Haustið verður notað í undirbúning málsins og síð- an verður vonandi hægt að hefja sölu á einhverjum hlut ríkisins á næsta ári ef markaðsaðstæður leyfa,“ segir Ólafur. Ekkert hefur gerst varðandi sölu Landssímans síðan danska fjarskiptafyrirtækið TDC hætti við að kaupa 25% hlut ríkisins í Landssímanum í febrúar 2002. ♦ ♦ ♦ BJÖRGUNARÞYRLUR úr 56. björgunarsveitinni sem staðsett er í herstöðinni á Miðnesheiði hafa undanfarna daga verið nýtt- ar til björgunarstarfa og fólks- flutninga milli Sierra Leone og Líberíu. Þyrlurnar flugu nýlega með 41 sérsveitarmann úr sér- stakri and-hryðjuverkasveit bandarískra landgönguliða í sendiráð Bandaríkjanna í Líberíu og fluttu brott 23 bandaríska borgara á leið sinni til baka til Sierra Leone. Þessar aðgerðir koma í kjölfar mikilla óeirða og skærna í Líberíu undanfarnar vik- ur. Þegar þyrlurnar komu til að flytja burt fólkið úr bandaríska sendiráðinu var tilkynnt um sprengjuárásir í einungis 300 metra fjarlægð frá sendiráðinu, en þyrlurnar urðu ekki fyrir skaða, enda var sprengjunum ekki beint að sendiráðinu. Þyrlurnar nýtast mjög vel að sögn talsmanna hersins, og veita þær mikinn sveigjanleika til neyð- arbrottflutninga svonefndra mannúðarsveita bandaríska hers- ins sem eru staddar í Líberíu. Björgunarþyrlur Varnarliðsins Nýttar til fólksflutn- inga til og frá Líberíu Þyrlur Varnarliðsins að störfum í Líberíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.