Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - Valur .................19.15 Laugardalur: Þróttur R. - ÍA ...............19.15 Kaplakriki: FH - KA .............................19.15 Grindavík: Grindavík - Fylkir ..............19.15 1. deild karla: Varmá: Afturelding - Stjarnan .................20 2. deild karla: Garður: Víðir - ÍR.......................................20 3. deild karla B: Tungubakki: ÍH - Reynir S. ......................20 Leiknisvöllur: Leiknir R. - Hamar ...........20 3. deild karla C: Akureyrarvöllur: Vaskur - Reynir Á........20 3. deild karla D: Fáskrúðsfj.: Leiknir F. - Höttur...............20 KNATTSPYRNA KR – FC Pyunik 1:1 Laugardalsvöllur, Meistarakeppni Evr- ópu, fyrsta umferð í forkeppni, seinni leik- ur, miðvikudagur 23. júlí 2003. Aðstæður: Hægur andvari, rigning á köfl- um, völlur blautur, en góður. Mörk: Arnar Gunnlaugsson 80. (víta- spyrna) – Agvan Mkrtchyan (73.).  Pyunik vann samtals 2:1. Skot að marki: KR 4 - Pyunik 7 Hornspyrnur: KR 6 - Pyunik 2 Rangstaða: KR 4 - Pyunik 4 Dómari: Andrejs Sipailo frá Lettlandi, og átti hann slæman dag. Aðstoðardómarar: Sergeijs Braga og Janis Pukijans. Gul spjöld: Kristján Örn Sigurðsson (52.) fyrir töf, Juan Pablo Peralta, Pyunik (43.) fyrir töf, Edouard Partsikian, Pyunik (48.) fyrir brot, Khose Bilibio (81.) fyrir brot. Áhorfendur: 2.069 KR: Kristján Finnbogason, Jökull Elísabetar- son, Gunnar Einarsson, Kristján Sigurðs- son, Sigursteinn Gíslason (Sigurður Ragnar Eyjólfsson 83.) - Sölvi Davíðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Kristinn Magnús- son (Sigurvin Ólafsson 68.), Einar Þór Daníelsson (Arnar Gunnlaugsson 46.) - Veigar Páll Gunnarsson og Garðar Jó- hannsson. Pyunik: Edel Bete, Tudor Marian Zeciu, Khose Bilibio, Agvan Mkrtchyan, Juan Pablo Peralta (Edgar Manucharyan 62.), Miguel Cisterna, Ndoumbouk Balep Ba (Vardan Minasyan 84.), Levon Pachajyan, Arthur Mkrtchyan, Eduard Partisikian, Carl Lombe. 3. deild karla B Freyr – Árborg .......................................1:8 Staðan: Leiknir R. 9 8 1 0 38:4 25 Reynir S. 9 7 2 0 36:5 23 Árborg 10 5 2 3 36:19 17 ÍH 9 5 1 3 21:16 16 Freyr 10 5 0 5 18:29 15 Hamar 9 2 1 6 10:28 7 Afríka 9 1 0 8 5:30 3 Ægir 9 0 1 8 7:40 1 1. deild kvenna A ÍR – HSH ................................................1:2 Staðan: Breiðablik 2 8 8 0 0 50:8 24 RKV 9 6 1 2 35:20 19 Fjölnir 8 6 0 2 23:14 18 HK/Víkingur 9 4 1 4 21:12 13 ÍR 9 3 0 6 27:25 9 Þróttur/Haukar 2 8 1 0 7 9:40 3 HSH 9 1 0 8 11:57 3 Opna Norðurlandamótið Keppni kvennalandsliða, skipað leikmönn- um undir 21 árs, í Danmörku: A-RIÐILL: Ísland - Bandaríkin.................................0:3 Noregur - Danmörk................................1:1 Bandaríkin 2 2 0 0 4:0 6 Noregur 2 0 2 0 2:2 2 Danmörk 2 1 1 1 1:2 1 Ísland 2 0 1 1 1:4 1  Ísland leikur við Danmörku á morgun og síðan um sæti. B-RIÐILL: Grikkland - Finnland..............................2:1 Svíþjóð - Þýskaland ................................1:0 Svíþjóð 2 2 0 0 3:0 6 Þýskaland 2 1 0 1 4:1 3 Grikkland 2 1 0 1 2:3 3 Finnland 2 0 0 2 1:6 0 Noregur Bikarkeppnin Rosenborg - Lyn.....................................5:0 Frode Johnsen 9., 61., Roar Strand 54., Øyvind Storflor 68., Harald M. Brattbakk 81. Svíþjóð Örgryte - AIK Stokkhólmur ..................3:1 Vináttuleikur Manchester United - Celtic ...................4:0 Leikinn í Seattle í Bandaríkjunum. Ruud van Nistelrooy, Ryan Giggs, Ole Gunnar Solskjær, David Bellion. 67.000.  Alan Thompson, Celtic, misnotaði víta- spyrnu, sem var dæmd á Roy Keane. Hann skaut fram hjá marki. Í KVÖLD BRYNJAR Björn Gunnarsson landsliðsmaður í knattspyrnu kom stuðningsmönnum enska 1. deild- arliðsins Nottingham Forest á óvart í gær er hann kom inná sem varamaður í vináttuleik liðsins gegn Ajax í Nottingham. Leikurinn endaði 2:2 og kom Brynjar Björn inná á 74. mínútu, í stöðunni 1:2. Eins og fram hefur komið er Brynjar samningslaus en hann hef- ur leikið með Stoke City undan- farin ár og var um tíma orðaður við Barnsley sem leikur í 2. deild á Englandi og er Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri liðsins. Ekki náðist í Brynjar Björn í gærkvöld. Brynjar Björn lék með Forest ÖRN Arnarson setti Íslands- met í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Barcelona í gær, er hann synti á 50,59 sekúndum í undanrásum. Hann bætti eigið met um tæpa sekúndu. Örn varð 32. af 161 kepp- anda, en Heiðar Ingi Mar- inósson varð í 73. sæti á 53,15 sek. Anja Ríkey Jakobsdóttir varð 34. af 64 keppendum í 50 m baksundi á 30,89 sek. Örn setti met í Barcelona KR-ingar hófu leikinn með mikilliákefð, baráttu og sýndu sínar bestu hliðar af og til án þess að skapa sér umtalsverð marktækifæri. Leikmenn Pyunik mættu til leiks með það að markmiði að halda marki sínu hreinu og treystu á skyndisóknir enda með ágætt vega- nesti úr fyrri leiknum. Er líða tók á fyrri hálfleikinn var líkt og að KR- liðið missti sjálfstraustið í aðgerðum sínum og ekkert gekk að finna smug- ur á vörn Pyunik. Armenarnir fengu bestu færi fyrri hálfleiks og að auki fékk liðið víta- spyrnu á 36. mínútu sem Juan Pablo Peralta misnotaði, en það var Sigur- steinn Gíslason sem braut á sóknar- manni Pyunik. Arnar Gunnlaugsson kom inná fyr- ir Einar Þór Daníelsson í upphafi síð- ari hálfleiks og var markmiðið að skerpa á sóknarleik liðsins. KR náði hinsvegar ekki tökum á miðjunni eft- ir að hinum unga Kristni Magnússyni var skipt útaf á 68. mínútu fyrir Sig- urvin Ólafsson. Miðja KR var í mol- um það sem eftir lifði leiks enda eru þeir Bjarki Gunnlaugsson, Veigar Páll Gunnarsson og Sigurvin Ólafs- son þekktir fyrir allt annað en að vera brimbrjótar á miðjunni. Leikmenn KR reyndu allt hvað þeir gátu til þess að skora en sváfu illa á verðinum er Agvan Mkrtchyan lék knettinum frá vinstri vængnum inn í hjarta varnar KR án þess að nokkur gæti stöðvað hann. Mkrtchyan lét skotið ríða af við víta- teigslínu og skoraði af öryggi. Vel að verki staðið hjá Mkrtchyan en veik- leikar KR-liðsins komu bersýnilega í ljós í því tilviki. Arnar Gunnlaugsson náði að minnka muninn fyrir KR úr víta- spyrnu sem dæmd var eftir að Garð- ar Jóhannsson var felldur í víta- teignum en lengra komust leikmenn KR ekki að þessu sinni gegn vel skipulögðu og öguðu liði frá Armeníu. Kristján Sigurðsson var áberandi í vörn KR að þessu sinni og steig vart feilspor, Veigar Páll átti ágæta spretti í upphafi leiks en hvarf eftir það og Kristinn Magnússon var traustur á miðjunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. KR-ingar hljóta að naga sig í hand- arbökin að hafa ekki lagt Pyunik á heimavelli án þess að fá á sig mark en skorti kjark og hugmyndaflug við vítateig andstæðinganna. Jafnvægið í liðinu var ekki gott þar sem margir „liprir“ leikmenn voru inná í síðari hálfleik en á miðjuna vantaði menn sem gátu stoppað í götin, unnið ein- vígi og sýnt styrk sinn gegn liprum Armenum. Willum svekktur Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var allt annað en ánægður þegar Morgunblaðið náði tali af kappanum: „Ég er mjög svekktur og allir KR- ingar ættu að vera mjög svekktir. Vissulega vorum við slegnir út af góðum andstæðingi en samt finnst mér eins og við hefðum átt að gera betur. Á meðan leikurinn var marka- laus fannst mér við ætíð líklegir til að geta unnið. Við gleymdum okkur í eitt augnablik og okkur var refsað grimmilega. Kannski er 1:1 jafntefli gegn þessu liði allt í lagi en við höfð- um metnað til þess að gera miklu bet- ur. Nú er þessi keppni frá, því miður, og ekkert annað að gera en að ein- beita sér að átökunum hér heima fyr- ir.“ „Stutt gaman“ Kristján Finnbogason, fyrirliði og markvörður KR, átti stórleik gegn armenska liðinu ytra og var því mjög sár að leikslokum: „Þetta var stutt gaman hjá okkur KR-ingum í ár. Það er slæmt að vera dottnir út því það voru umtalsverðir peningar fyrir fé- lagið í húfi í þessari keppni. Ég er sérstaklega ósáttur við markið sem þeir skoruðu sem var algjört aula- mark af okkar hálfu.“ Pyunik of stór biti fyrir KR AGVAN Mkrtchyan er ekki þekktasti knattspyrnumaður sem hef- ur stigið á stokk á Laugardalsvelli í gegnum tíðina en sá hinn sami sá til þess að Evrópuævintýri KR árið 2003 rann skeið sitt á enda í gær. KR gerði 1:1 jafntefli gegn Pyunik frá Armeníu í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en fyrri leik liðanna lauk með 1:0 sigri Pyunik. Það dugði heimamönnum skammt að á vellinum væri léttur andvari, suddi af og til, blaut- ur völlur; sem sagt kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnu- menn í Evrópukeppni gegn liði frá Armeníu sem er vant því að glíma við 40 gráðu lofthita og logn. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar  FRANSKI leikmaðurinn Christi- an Caillat, 29 ára, mun taka við hlutverki Patreks Jóhannessonar hjá þýska handknattleiksliðinu Ess- en. Caillat lék með Wilhelmshaven.  ARGENTÍNSKI miðherjinn Luc- iano Figueroa, 22 ára, skrifaði und- ir fimm ára samning við Birming- ham í gærkvöldi. Birmingham borgaði Rosario Central 2,5 millj. punda fyrir hann.  ENSKA knattspyrnusambandið bannaði Barnsley að leika æfinga- leik í gærkvöld. Guðjón Þórðarson er knattspyrnustjóri liðsins. Barns- ley er í greiðslustöðvun en reglur enska knattspyrnusambandsins leyfa ekki liðum sem eiga í greiðslu- stöðvun að spila leiki.  NIGEL Winterburn, leikmaður West Ham, er hættur að leika knattspyrnu. Winterburn sem er 39 ára segir að andlát föður síns í apríl á þessu ári hafi átt þátt í þessari ákvörðun sinni. Þar með er 17 ára ferli hans lokið. Á þeim árum lék hann með Wimbledon, Arsenal og West Ham nú síðast.  WINTERBURN er þekktastur fyrir ár sín hjá Arsenal þar sem hann vann fjölda titla auk þess sem hann var mikilvægur hlekkur í einni bestu fjögurra manna vörn sem leikið hefur í ensku knatt- spyrnunni, en leikmennirnir sem skipuðu hana voru Lee Dixon, Tony Adams, Steve Bould og Winter- burn. Nú hafa þeir allir lagt skóna á hilluna. Fyrir aftan þá stóð mark- vörðurinn kunni, David Seaman, sem er farinn til Manchester City.  ÍSLENDINGALIÐINU Lyn í norsku knattspyrnunni gengur allt í mót þessa dagana. Í gær steinlá liðið fyrir Rosenborg í bikarkeppn- inni, 5:0. Liðið er í 8. sæti deild- arkeppninnar. Teitur Þórðarson er þjálfari liðsins og þeir Jóhann Guð- mundsson og Helgi Sigurðsson leika með liðinu. FÓLK Morgunblaðið/Kristinn Kristján Sigurðsson KR-ingur háði margar rimmur við Ndoumbouk Balep Ba leikmann Pyunik á Laugardalsvelli í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.