Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til borgarinnar eilífu, í beinu flugi þann 1. október frá Íslandi til Rómar. Nú getur þú kynnst þessari einstöku borg sem á engan sinn líka í fylgd fararstjóra Heimsferða og upplifað árþúsundamenningu og andrúmsloft sem er einstakt í heiminum. Péturstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku þrepin, katakomburnar, Kóloseum, Circus Max- imus eða ferð til Tívolí, þar sem fræg- ustu rómversku höllina er að finna, Villa Adriana. Eða einfaldlega að rölta um þessa stórkostlegu borg, drekka í sig mannlífið, njóta frægra veitinga- og skemmtistaða og upplifa hvers vegna allar leiðir liggja til Rómar. Aðalfararstjóri: Ólafur Gíslason Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 Flugsæti með flugvallarsköttum. Verð kr. 59.950 Verð m.v. 2 í herbergi, flug, gisting á Hotel Center, skattar, íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Forfallagjald, kr. 1.800, valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða · Borgarferð – hálfur dagur · Keisaraborgin – hálfur dagur · Tívolí – hálfur dagur Beint morgunflug - Síðustu 18 sætin Róm helgarferð - 1. október frá kr. 39.950 ÓMAR Ragnarsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hlaut í gær NORD- FAG-verðlaunin 2003 og afhenti Vigdís Finnbogadóttir, formaður dómnefndar, honum verðlaunin við athöfn í útvarpshúsinu. NORDFAG eru regnhlífarsamtök næstum allra starfsmanna ríkisútvarpa á Norð- urlöndunum eða 10–11.000 starfs- manna. Í umsögn dómnefndarinnar sagði að Ómar væri frumkvöðull í sjón- varpsfréttamennsku á Íslandi og hann hefði átt ríkan þátt í að stuðla að almennum áhuga Íslendinga á náttúru landsins og gera þjóðina læsa á sitt eigið land. „Smitandi áhugi hans á eigin landi, þjóð og menningu ásamt eldmóði sem ekki hefur dvínað í þá áratugi sem hann hefur starfað sem frétta- og dag- skrárgerðarmaður við íslenskt sjónvarp eru aðalsmerki hans og marka honum algera sérstöðu.“ Fólk og náttúra fyrir fólk Ómar sagðist auðvitað vera þakklátur fyrir þessa viðurkenn- ingu en hún hefði komið honum al- gerlega í opna skjöldu. „Það er kannski réttara að orða það svo að ég hafi orðið undrandi og efins en þakklátur fyrir það að hugsanlega hafi ég ekki verið bara að vinna fyr- ir vindinn.“ Ómar segir að auðvitað sé nátt- úran einksis virði án fólksins, hann hafi alltaf leitast við að fjalla um fólk og náttúru, fyrir fólkið. Hann segir næg verkefni vera framundan hjá sér. „Ég er með ótalmargt í takinu fyrir utan fréttirnar en þau þrjú verkefni sem ber hæst hérna í sjón- varpinu eru Hans Nick, Þrændalög- in og Eþíópía. Hans Nick var Sviss- lendingur sem kom til Ísland á sjöunda áratugnum og tók alveg sérstaklega góðar myndir sem ekki hafa sést áður. Ég fór til Noregs og er að leggja drög að þætti um Þrændalögin og hátíðina í Þránd- heimi. Þá fór ég til Eþíópíu fyrir Hjálparstarf kirkjunnar, en RÚV lagði mig til sem starfsmann, og ég ætla að gera tvo til þrjá þætti um það ferðalag. En þess fyrir utan er ég margt annað í takinu á eigin vegum.“ Ómar Ragnarsson fær norræn fréttamannaverðlaun Morgunblaðið/Árni Sæberg Vigdís Finnbogadóttir afhendir Ómari Ragnarssyni verðlaunin. Þá hækkuðu laun kvenna meira en laun karla á tímabilinu eða um 6,1% samanborið við 4,7% hjá körlum. Laun á höfuðborgarsvæðinu hækk- uðu einnig ívið meira en laun utan höfuðborgarsvæðisins. Launahækk- un í fyrrnefnda tilvikinu var 5,4% en í því síðarnefnda 4,7%. Samkvæmt könnuninni voru regluleg laun allra starfsstétta að meðaltali 192.900 kr. síðastliðið vor og heildarlaunin þegar yfirvinna hef- ur verið tekin með í reikninginn kr. 247.600. Regluleg laun verkafólks voru 142.500 kr. á mánuði, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks 159.200, skrfistofufólks 183.700 kr., iðnaðar- manna 219.500 kr., tækna og sér- menntaðs starfsfólks 296.200 kr. sér- fræðinga 350.800 kr. og stjórnenda 390.900 kr. Þegar vinnutíminn er skoðaður kemur í ljós að verkafólk vinnur lengsta vinnutímann eða 49,4 stundir að meðaltali á viku. Stjórnendur vinna stysta vinnutímann í viku hverri eða 40,3 stundir. KAUPMÁTTUR launa jókst að meðaltali um 3,2% á einu ári milli vormánaða í ár og sama tímabils í fyrra samkvæmt nýútkominni launa- könnun Kjararannsóknanefndar, sem tekur til þess fólks sem vinnur á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt könnuninni sem mælir launabreytingar milli annars árs- fjórðungs í ár og sama tímabils í fyrra hækkuðu regluleg laun, sem eru grunnlaun að viðbætum föstum aukagreiðslum, um 5,2% að meðal- tali á tímabilinu. Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 2% á sama tíma og því jókst kaupmáttur launanna að meðaltali um 3,2%. Laun kvenna hækkuðu meira en karla Mest hækkuðu laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks um 7,4% á tímabilinu, en iðnaðarmenn hækk- uðu minnst um 3,8%. Þá hækkaði verkafólk um 5%, skrifstofufólk um 4,5%, tæknar og sérmenntað starfs- fólk um 4,4%, sérfræðingar um 4,6% og stjórnendur um 4,5%.                                             !"#! $ % % "&" !  "#$ "%$% #%' "#"% #$" "##$ #!"$ " & #" "!'&      (   )            !  ! ! !# !&! !#! ! !! !$# Launakönnun Kjararannsóknanefndar Kaupmáttur hefur aukist um 3,2% í ár ÓVENJULEGUM málflutningi á vegum Héraðsdóms Suðurlands lauk á Hótel Geysi í Haukadal í gær. Til- efnið var málshöfðun ríkisins á hend- ur landeigendum í uppsveitum Ár- nessýslu vegna úrskurðar óbyggða- nefndar á sínum tíma. Hófst mál- flutningurinn á mánudag á því að lögmenn og dómarar fóru á vettvang og skoðuðu þau landamerki og land- svæði sem deilt er um. Dóms er að vænta innan fjögurra vikna. Í málinu er tekist á um lögfræðileg grundvallaratriði, m.a. þau hver skuli bera hallann af óljósum heimildum um landnám og hvort aðilar hafi full- komna eignarhefð á landi eða einung- is afnotarétt. Ríkið vill ekki una úrskurði óbyggðanefndar frá því í mars árið 2002 en landeigendur vilja að hann verði staðfestur. Telja landeigendur að ríkið geri tilraun til eignaupptöku með kröfugerð sem nær inn á þing- lýstar jarðir bænda. Bændur telja að kröfur þessar standist hvorki 72. gr. stjórnarskrárinnar né eignarvernd- arákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Kröfugerð ríkisins sé hvorki í samræmi við vilja Alþingis né til- gang laga um óbyggðanefnd. Jörð með þinglýstum landamerkjum sé eignarland nema ríkið sanni annað. Vísað til dómafordæma Ríkið vísar til dómafordæma Hæstaréttar sem gert hafa strangar sönnunarkröfur til þeirra sem halda fram beinum eignarrétti á öræfa- landi. Land hafi ekki verið numið til jökla, og ævinlega hafi verið fyrir hendi stór landssvæði sem enginn hafi haft beinan eignarrétt á, en það land teljist nú þjóðlenda eftir gild- istöku þjóðlendulaga nr. 58/1998. Sveitarfélagið Bláskógabyggð læt- ur reyna á 150 ára gamalt afsal sitt fyrir afrétti norðan Hvítárvatns sem hreppurinn keypti landið af kirkjun- um í Biskupstungum. Áttu þær land- ið samkvæmt heimildum í fornum máldögum. Málið dæma Ingveldur Einars- dóttir, settur dómstjóri við Héraðs- dóm Suðurlands, ásamt Sigurði Tóm- asi Magnússyni héraðsdómara og Arngrími Ísberg héraðsdómara. Af hálfu landeigenda fluttu málið hæstaréttarlögmennirnir Ólafur Björnsson og Ragnar Aðalsteinsson. Skarphéðinn Þórisson ríkislögmaður flutti mál ríkisins og honum til að- stoðar var Einar Hallvarðsson hrl. Áfrýjun ríkisins á úrskurði óbyggðanefndar Málflutningur í upp- sveitum Árnessýslu Morgunblaðið/Kári Jónsson Áður en málflutningur hófst kynntu dómarar og lögmenn sér umdeild landamerki og landsvæði með vettvangs- ferð um uppsveitir Árnessýslu. Á myndinni er hópurinn staddur í Úthlíð í Biskupstungum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.