Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í BANDARÍKJUNUM er það hald sumra fréttaskýrenda að George W. Bush forseti gæti tæpast leyft sér að vonast eft- ir endurkjöri haustið 2004 verði efnahagsástandið helsta kosn- ingamálið líkt og alltraust hefð er fyr- ir. En Bandaríkjamenn eiga í stríði, „hryðjuverkastríðinu“ svonefnda, sem Bush lýsti yfir eftir árás hermd- arverkamanna á Bandaríkin 11. sept- ember 2001. Víst þykir að Bush og Repúblíkanaflokkurinn hyggist beina sjónum alþýðu manna að öryggismál- unum í kosningabaráttunni, sem senn brestur á, en kannanir hafa leitt í ljós að á þeim vettvangi nýtur forsetinn umtalsverðs trausts. Þetta m.a. kann að breytast nú þegar Wesley Clark, fyrrverandi hershöfðingi, hefur kunngjört að hann hyggist sækjast eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosn- ingunum 2004. Clark skýrði frá þess- ari ákvörðun sinni á fréttamanna- fundi í gær. Var yfirhershöfðingi NATO í Evrópu Wesley Clark er 58 ára að aldri. Hann á að baki langan og um flest glæstan feril innan Bandaríkjahers. Þar var honum lyft til æðstu metorða og mestu trúnaðarstarfa. Hann var m.a. yfirhershöfðingi Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í Evrópu og stjórnaði sem slíkur aðgerðum þess gegn Serbum vegna glæpaverka í Kósóvó árið 1999. Það kom ekki síst í hlut Clarks að halda bandalaginu saman í þá 78 daga sem loftárásirnar á Júgóslavíu stóðu yfir en mistök og ágreiningur reyndu mjög á innviði þess. Þeirri aðgerð lauk með sigri NATO og bundinn var endi á valda- feril Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu. Clark fékk heiðursmerki vegna framgöngu sinnar í Víetnam 1969– 1970 þar sem hann stjórnaði fót- gönguliðum. Þar særðist hann fjórum sinnum. Hann átti hins vegar lengst af fremur frið- og farsælan feril. Hann hefur á hinn bóginn verið um- deildur mjög á seinni árum, einkum innan Bandaríkjahers þar sem marg- ir kveðast ekki geta treyst honum og aðrir efast um framsýni hans á sviði öryggis- og hermála. Dúxinn fer til Oxford Ferill hans verður á hinn bóginn ekki dreginn í efa og hann er um flest glæsilegur. Clark ólst upp í Little Rock í Arkansas og er því sveitungi Bills Clintons, fyrrverandi forseta, eða því sem næst. Hann hlaut herfor- ingjamenntun við West Point-her- skólann, lauk þar prófi árið 1966 og dúxaði. Hann var og sá eini í sínum árgangi sem valinn var til að stunda framhaldsnám við Oxford-háskóla í Bretlandi á svonefndum Rhodes- styrk en sá heiður fellur almennt og yfirleitt aðeins afbragðsnámsmönn- um í skaut. Við Oxford lauk Clark meistaranámi á sviði heimspeki, stjórnmála og hagfræði. Clark kleif metorðastigann innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins í tíð Clintons forseta þó svo sagt sé að þeir hafi ekki þekkst sérlega vel áður en sá síðarnefndi gerðist húsbóndi í Hvíta húsinu. Clark hefur hins vegar jafnan verið bendlaður við Clinton og verið kallaður „einn af hershöfðingj- um Clintons“. Vafalaust verður því beitt gegn honum í þeirri baráttu sem framundan er. Clark starfaði fyrir herráð Banda- ríkjanna og kom sem yfirmaður þeirrar skrifstofu er vinnur að stefnu- mótun og áætlanagerð að Dayton- samkomulaginu árið 1995 sem batt enda á þriggja ára ófrið í Bosníu. Árið 1997 varð hann yfirhershöfðingi NATO í Evrópu (SACEUR). Persóna Clarks og framganga öll nánast frá barnæsku verður nú tekin til skoðunar í Bandaríkjunum. Flokksbræður hans sem ákveðið hafa að leita eftir valdamesta embætti í heimi hér munu án efa óttast framboð hans og endurskoða áætlanir um eig- in baráttu. Fjendur Clarks í röðum repúblíkana munu sömuleiðis leita allra leiða til að koma á hann höggi. Greind, ósveigjanleg tilfinningavera Clark er umdeildur og á það jafnt við um persónuleika hans og stjórn- unarstíl. En jafnt andstæðingar sem samherjar taka jafnframt fram að maðurinn sé gæddur miklum hæfi- leikum, hann sé greindur vel og gæddur óvenju næmum herfræðileg- um skilningi. Sá eiginleiki kann að nýtast honum á næstu mánuðum. Hann er hins vegar sagður tilfinn- ingavera – nokkuð sem almennt hefur ekki verið talið einkenni þrautþjálf- aðra og sigursælla herforingja. Hann getur verið hranalegur í framkomu og er vændur um að hlusta lítt á aðra. Enda fór það svo að Clark lenti í deilum við ráðamenn hermála í Bandaríkjunum og þeirrar úlfúðar gætir enn þótt hann hafi nú látið af störfum og yfirboðarar hans horfið úr embætti. Sagt upp í kvöldverðarboði Í Kósóvó-deilunni hvatti Wesley Clark ákaft til þess að landsveitum yrði beitt til að sigrast á herafla Serba. Á það vildi William Cohen, þáverandi varnarmálaráð- herra, ekki fallast og var þess í stað treyst á loftárásir úr öruggri 15.000 feta hæð. Mánuði eftir að aðgerðum gegn júgóslavneska hernum lauk var Clark síðan gert að gjalda fyrir framhleypni sína. Í júl- ímánuði árið 2000 er Clark var með Bandaríkjaforseta í Litháen var hon- um tilkynnt í kvöldverðarveislu einni að Cohen hefði ákveðið að losa hann undan skyldum sínum sem SACEUR í Evrópu. Clark varð öldungis forviða og taldi þessa framkomu freklega móðgun. Hann átti þá eftir þrjá mán- uði af skipunartíma sínum og hafði búist við því að hann yrði beðinn um að sinna þessu embætti í ár í viðbót. Um þetta má lesa í lesa í minninga- bók Clarks, „Waging Modern War: Bosnia, Kosovo and the Future of Combat“, frá árinu 2001. Clark átti einnig í deilum fáeinum dögum eftir að átökum vegna Kósóvó lauk en þá tóku rússneskir hermenn flugvöllinn í Pristina. Clark gaf skip- un þess efnis að flugbrautin skyldi eyðilögð úr lofti til að Rússar gætu ekki flutt þangað aukinn liðsafla. Þessa fyrirskipun Clarks hundsaði breskur herforingi, Michael Jackson, með eftirfarandi orðum: „Herra minn, ég ætla ekki að hefja þriðju heimsstyrjöldina fyrir yður.“ Þess skal getið að ráðamenn NATO halda því fram að lýsing Clarks eigi ekki við rök að styðjast, hann hafi ekki verið þvingaður úr embætti. Ónauðsynleg aðgerð og röng herfræði Á undanliðnum mánuðum hefur mest borið á Clark vegna andstöðu hans við innrásina í Írak. Clark taldi þá aðgerð fráleita og ónauðsynlega með öllu. Hann fór sem herfræðileg- ur fréttaskýrandi CNN-sjónvarps- stöðvarinnar hörðum orðum um þá ákvörðun Bush-stjórnarinnar að fara með hervaldi gegn Saddam Hussein og mönnum hans í Írak. Þegar inn- rásin hófst gagn- rýndi hann síðan herfræðiáætl- unina sem fylgt var en helsti höf- undur hennar var Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra. Ýmsir telja að sú gagnrýni sé nú að reynast réttmæt þegar horft er til þeirra erfiðleika sem Bandaríkja- menn eiga við að glíma í Írak. Clark hefur haldið því fram að Bandaríkjamenn hafi afrekað það eitt í Írak að skapa þar fullkomna ring- ulreið og hann hefur lýst yfir efa- semdum um réttmæti þess að fara með hernaði gegn erlendum ríkjum til að uppræta hryðjuverkaógnina. Henni verði aðeins eytt með því að ráðast beint gegn hryðjuverkahópum þar sem þeir halda til. Clark er því ekki óvanur deilum og er sagður í ágætu sambandi við um- heiminn en sambandsleysi í því við- fangi hefur á stundum verið sagt ein- kenna herforingja þá sem leitað hafa eftir pólitískum frama vestra og víðar um heim. Er þess skemmst að minn- ast að hershöfðinginn Dwight D. Eis- enhower kunni ekki að nota síma þeg- ar hann tók við völdum í Hvíta húsinu 1953 enda vanastur því að gefa und- irsátum fyrirskipanir, þeir sáu síðan um að koma þeim til réttra viðtak- enda. Clark er trúlega vanari nútíma- tækni og -tólum en hann hefur haldið sig í Little Rock síðustu árin þar sem hann býr ásamt konu sinni, Gert. Og til að öllu sé til skila haldið um fjöl- skylduhagina skal upplýst að þau hjónin eiga einn son sem heitir Wesl- ey rétt eins og pabbinn en hann ku fást við handritagerð fyrir sjónvarp. Í opinberri þjónustu Vinir Wesleys Clarks og aðdáend- ur segja að hann sé ágætlega pólitísk- ur maður, réttsýnn og ákveðinn. Sjálfur hefur Clark sagt að áhugasvið hans sé engan veginn bundið við víg- tól, öryggismál og áætlanir um hern- að. Hann kveðst telja að Bandaríkin eigi í erfiðleikum og segir það skyldu sína að bjóða fram krafta sína. „Ég hef nánast allt mitt líf verið í opin- berri þjónustu – ef frá eru dregin þrjú ár. Og það er erfitt að fylgjast með því þegar þjóðin á í vanda og leiða hjá sér hlutskipti landsmanna. Þetta er áskorun og maður vill koma til hjálp- ar og láta gott af sér leiða. Og ég hef áhyggjur af mörgu í landi okkar, ekki aðeins af utanríkismálunum heldur innanlandsmálefnum líka,“ sagði Clark í viðtali í sumar. Clark hefur – eins og t.a.m. Eis- enhower forðum – enga reynslu af beinni þátttöku í stjórnmálum. Hann hefur aldrei boðið sig fram í kosning- um en ætti að þekkja innviði stjórn- kerfisins betur en margir keppinaut- ar hans. Ógerlegt er að segja fyrir um hvaða viðtökur framboð hans fær og hvort meðbyrinn, sem gera má ráð fyrir í upphafi, haldist. Og í raun er afar lítið vitað um stjórnmálaskoðanir mannsins. Hann er að auki ekki mjög þekktur í Bandaríkjunum, ekki frek- ar en aðrir þeir sem sækjast eftir því að verða frambjóðandi demókrata á næsta ári. Könnun ein vestra leiddi í ljós að tveir af hverjum þremur gátu ekki nefnt á nafn neinn þeirra sem nú sækjast eftir útnefningunni. Suðurríkin í brennidepli Á hinn bóginn er staða Clarks um margt merki- og forvitnileg. Fyrrver- andi hershöfðingi getur vísast skapað sér sérstöðu í krafti þekkingar sinnar og reynslu nú þegar Bandaríkjamenn kveðast eiga í „hnattrænu stríði gegn hryðjuverkaógninni“. Hitt kann ekki síður að reynast Clark vel að hann er úr suðurríkjum Bandaríkjanna. Nokkuð ljóst má telja að hver sá demókrati sem ætlar sér að sigra Bush verður að ná árangri í suður- ríkjunum þar sem repúblíkanar hafa mjög treyst stöðu sína á undanliðnum árum. Tveir síðustu forsetar demó- krata, þeir Jimmy Carter og Bill Clinton, hafa báðir komið úr suðrinu. Loks er þess að geta að taki erf- iðleikum Bandaríkjamanna í Írak ekki að linna kann það að reynast Clark vel að hafa verið andvígur her- förinni frá upphafi. En þá er gengið út frá því að kjósendur vestra snúi baki við Bush þrátt fyrir „hryðjuver- kastríðið“ og ógnanir við öryggi Bandaríkjamanna heima sem erlend- is. Ógerlegt er með öllu að segja fyrir um þróun mála hvað Írak varðar og pólitísk áhrif vegna ástandsins þar. Herforinginn blæs til nýrrar sóknar Wesley Clark, fyrrverandi hershöfðingi, hefur ákveðið að sækjast eftir því að verða útnefndur frambjóðandi Demó- krataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári. Ásgeir Sverrisson segir frá Clark og ferli hans. AP Wesley K. Clark, myndin var tekin í gær þegar gert var hlé á sjónvarps- viðtali sem tekið var við hann í heimaborginni, Little Rock í Arkansas. ’ Herra minn, égætla ekki að hefja þriðju heimsstyrj- öldina fyrir yður. ‘ asv@mbl.is VERIÐ er að leggja lokahönd á und- irbúning að fyrsta mannaða geim- skoti Kínverja. Líklegt er að af því verði á næstu þremur mánuðum. Þetta kom fram í máli But Sun Laiyan, sem er aðstoðarforstjóri Geimvísindastofnunar Kína. Sun kvaðst ekki vilja greina frá því hve- nær Kínverja yrði í fyrsta skipti skot- ið út í geiminn en sagði að förin yrði farin fyrir áramót. Niðurtalning gæta hafa hafist á mánudag, 15. þessa mán- aðar, þannig að eldflauginni verði skotið á loft 15. næsta mánaðar. Sun varðist og frétta af því hvort tveir geimfarar frekar en einn yrðu um borð í geimfarinu sem verður af gerðinni Shenzou V. Eldflaugin sem ber það verður á hinn bóginn af gerð- inni „Gangan langa 2-F“ en það heiti vísar til valdatöku kommúnista í Kína undir stjórn Maós formanns. Fyrr í ár skýrðu kínversk stjórn- völd frá því að 12 geimfarar væru nú í þjálfun vegna fyrstu mönnuðu geim- fararinnar. Ekki hefði verið ákveðið hver þeirra hreppti það hnoss að vera skotið á ofsahraða út í himingeiminn, landi og þjóð sinni til dýrðar. Geimfarið Shenzou IV sneri til baka til jarðar 5. janúar í ár eftir 162 klukkustunda ferð og var almennt tal- ið að sú för hefði verið lokaæfingin fyrir mannaða geimskotið síðar í ár. Kínverjar undirbúa geimskot Peking. AFP. Fyrsta mannaða geimferðin á næstu þremur mánuðum ASHRAF Ahmad Mohmmad var á þriðjudag gær sekur í Eystra-landsrétti í Næstved um að hafa myrt 14 ára gamla dótt- ur sína, Sonay, en hún fannst látin í höfninni í Præstø í fyrra. Talið er, að um svokallað „sæmdarmorð“ hafi verið að ræða en föður Sonay mislíkaði að hún skyldi vilja lífsstíl eins og danskir jafnaldrar hennar nutu. Mohammad, sem er íraskur að þjóðerni, var dæmdur í 14 ára fangelsi og verður að því loknu vísað frá Danmörku fyrir fullt og fast. Kom þetta fram á fréttavef Jyllands-Posten. Mynd af dönskum strák Á árinu 2000 var faðir Sonay dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa lamið dóttur sína, sem þá var aðeins 12 ára, með gardínustöng og síðan reynt að kyrkja hana. Tilefnið var það, að þeir foreldrar hennar höfðu fundið mynd af dönskum strák í fórum hennar. Héldu þeir því fram, að hann ætti sök á því, að hún væri ekki lengur óspjölluð en Sonay vísaði því á bug og sagðist hafa verið tekin nauðug er fjölskyldan var í Tyrklandi fyrst eftir flóttann frá Írak. Við réttarhöldin kom meðal annars fram, að Mohammad hafði verið búinn að gefa hana tyrkneskum vini sínum og sam- ið um það í gegnum síma og einnig, að Sonay hefði haft á orði, að hún vildi gerast kristin. Þetta mál hefur verið mikið í fréttum í Danmörku og þykir sýna þá hyldýpisgjá, sem er á milli vestrænnar menningar og hugarheims margra innflytj- enda, einkum þeirra, sem komið hafa frá Miðausturlöndum. Dæmt fyrir „sæmd- armorð“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.