Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRN Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, ákvað á fundi sínum í gær í Brat- islava í Slóvakíu að liðum, sem verða í öðru sæti í EM-riðlunum tíu, yrði ekki raðað eftir styrkleika þegar dregið verður um hvaða þjóðir mætast í umspilinu um fimm sæti í úrslitakeppni EM. Ísland á sem kunnugt er möguleika á að verða ein þeirra þjóða. Þetta eykur möguleika íslenska liðsins talsvert, ef það kemst í um- spilið, því þá getur mótherjinn orð- ið hver sem er af hinum níu þjóð- unum. Að öðrum kosti er líklegast að andstæðingurinn hefði verið á borð við Holland, Spán, England eða Tyrkland. Nú eru hins vegar jafnir möguleikar á að mæta liðum á borð við Wales, Lettland, Ung- verjaland eða Slóveníu. Mánudaginn 13. október verður dregið um hvaða lið mætast í um- spilinu og fer sú athöfn fram á Sheraton-flughótelinu í Frankfurt. Leikið er heima og heiman, fyrri leikirnir 15. eða 16. nóvember en þeir síðari 18. eða 19. nóvember. „Þetta var einróma ákvörðun framkvæmdastjórnarinar, enda hefði ekkert annað komið til greina. Það var raðað í styrk- leikaflokka áður en keppnin hófst og þá stóðu allir jafnt að vígi, og það hefði ekki verið sanngjarnt að raða aftur núna,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn UEFA, við Morgunblaðið í gær. Engin styrkleikaröðun í umspilinu um sæti á EM OLE Gunnar Solskjær, knattspyrnumaður hjá Manchester Unit- ed, er tekjuhæsti íþróttamaður Noregs. Norska blaðið Ökon- omisk Rapport hefur tekið saman tekjur helstu íþróttamanna landsins og þar er sóknarmaðurinn í liði Englandsmeistaranna efstur á blaði með um 270 milljónir íslenskra króna í heildar- tekjur. Þá eru reiknaðar saman beinar launagreiðslur, bónusar og tekjur af auglýsingum. Ráðgjafi Solskjærs, Jim Solbakken, vildi ekki játa eða neita að þessar tölur væru réttar í samtali við blaðið. „Hann fær það sem hann verðskuldar,“ sagði Solbakken. Rallökumaðurinn Petter Solberg, sem er hópi þeirra fremstu í heiminum í sinni grein, er annar á listanum hjá Ökonomisk Rap- port með 200 milljónir króna í árslaun. Talið er að hann verði kominn upp fyrir Solskjær frá og með næstu áramótum því þá verði hans árslaun komin í 300 milljónir. Næstir koma þrír knattspyrnumenn, Tore André Flo hjá Siena á Ítalíu með 190 milljónir, John Arne Riise hjá Liverpool með 185 milljónir og John Carew hjá Roma með tæpar 170 milljónir króna í árslaun. Síðan er nokkurt bil í næsta mann sem er íshokkímað- urinn Espen Knutsen en árslaun hans eru um 115 milljónir króna. Ole Gunnar Solskjær tekjuhæstur Ole Gunnar Solskjær Christian Vieri framherji Intervar ekki með að þessu sinni. Hector Cuper þjálfari Inter var gríð- arlega ánægður í leikslok. „Þetta var ljómandi fallegt kvöld hjá Inter. Ég verð að hrósa öllum leikmönnum liðsins – þeir ótrúlega góðir í þessum leik,“ sagði Cuper og bætti því við að lið sitt hefði pressað leikmenn Arsenal framarlega á vell- inum og ekki gefið Patrick Vieira neitt rými til þess að athafna sig. Francesco Toldo markvörður Int- er gerði sér lítið fyrir og varði víta- spyrnu frá Thierry Henry í fyrri hálfleik í stöðunni 2:0. Makaay í ham Hollenski landsliðsmaðurinn Roy Makaay sýndi forráðamönnum Bayern München að þeir keyptu ekki köttinn í sekknum í sumar en Makaay tryggði þýska stórliðinu 2:1 sigur í Meistaradeild Evrópu í gær er liðið átti í höggi við Glasgow Celtic frá Skotlandi í A-riðli. Alan Thomp- son kom gestunum yfir í fyrri hálf- leik og útlitið var dökkt hjá Bayern München allt þar til á 73. mínútu að Makaay jafnaði með góðu marki og hann skoraði sigurmarkið á 86. mín- útu. Þess má geta að Makaay reynd- ist Bayern erfiður ljár í þúfu fyrir ári er hann skoraði þrennu gegn liðinu sem leikmaður spænska liðsins De- portivo, sem sigraði í þeim leik, 3:2. Ottmar Hitzfeld þjálfari Bayern sagði í gær að tapið fyrir Deportivo í fyrsta leik riðlakeppninnar hefði gert það að verkum að Bayern sat eftir með sárt ennið og komst ekki í milliriðla og því hefði sigurinn gegn Celtic verið gríðarlega mikilvægur. „Það er þungu fargi af okkur létt með þessum sigri og jafnvel 1:1 jafn- tefli hefði verið viðunandi úrslit að þessu sinni,“ sagði Hitzfeld. Oliver Kahn markvörður Bayern og þýska landsliðsins sagði að upp- haf leiksins hefði verið skelfilegt. „Við eigum ekki skilið að leika í Meistaradeildinni ef við leikum aftur eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Það verður að vera meira en 100% framlag frá öllum leikmönnum liðs- ins í þessum leikjum. Ástandið var svo slæmt að Hitzfeld þjálfari öskraði meira en vanalega á okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Kahn. Í hinum leiknum í A-riðli sigraði Lyon frá Frakklandi lið Anderlecht, 1:0, en Lyon komst ekki í milliriðla í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Rincon er hetja í Kænugarði Það var gríðarleg stemmning í Úkraínu á leik Dynamo Kiev og Lokomotiv Moskvu og voru um 80 þúsund áhorfendur mættir á leikinn en liðin eru í B-riðli. Varamaðurinn Diogo Rincon, sem er frá Brasilíu, var hetja Dynamo Kiev að þessu sinni en hann skoraði bæði mörk liðsins, það fyrra á 83. mínútu og það síðara á 90. mínútu. Juventus frá Ítalíu lék til úrslita í Meistaradeildinni s.l. vor þar sem liðið tapaði gegn AC Milan. Juventus átti í höggi við Galatasaray frá Tyrk- landi á Delle Alpi-leikvanginum og höfðu heimamenn betur, 2:1. Ciro Ferrara skoraði sigurmarkið en áð- ur hafði Alessandro Del Piero komið Juventus yfir en Hakan Sukür jafn- að leikinn.  ÁRNI Gautur Arason sat á vara- mannabekknum hjá Rosenborg all- an leikinn þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum norsku bikar- keppninnar með 3:2 sigri á Hauga- sund. Rosenborg mætir Skeid í und- anúrslitum.  ÚRSLITALEIKUR Þjóðverja og Íslendinga í undankeppni EM í knattspyrnu verður í Hamborg laug- ardaginn 11. október og hefst leik- urinn klukkan 17 á staðartíma, eða 15 á íslenskum tíma. Á sama tíma spilar Skotar og Litháar á Hampden Park í Glasgow.  CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, biður stuðningsmenn félagsins að sýna argentínska sókn- armanninum Hernan Crespo þolin- mæði. Crespo er nýkominn til fé- lagsins frá Inter Mílanó og var í fyrsta skipti í byrjunarliðinu gegn Sparta Prag í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Þar fór hann illa með nokkur góð marktækifæri og var skipt af velli í síðari hálfleik.  RANIERI segir að Crespo eigi al- veg eftir að laga sig að aðstæðum í Englandi. „Hann æfði annars staðar og öðruvísi en aðrir í okkar hópi á undirbúningstímabilinu og er ekki kominn í nógu góða æfingu ennþá. En hann er snjall leikmaður og á eft- ir að bæta sig. Það kemur fyrir alla sóknarmenn að þeir nýta ekki mark- tækifærin og það líður ekki á löngu þar til hann fer að skora fyrir Chelsea,“ sagði Ranieri.  KYUNG-Shin Yoon, fjórfaldur markakóngur þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, verður ekki með Gummersbach í næstu tveimur leikjum, gegn Eisenach og Magde- burg. Hann er á förum heim til Suð- ur-Kóreu til að taka þátt í undan- keppni fyrir Ólympíuleikana.  MICHAEL Ballack, miðjumaður- inn snjalli hjá Bayern München og þýska landsliðsins, hefur snúist Eng- lendingnum Owen Hargreaves til varnar eftir harkaleg ummæli Oliv- ers Kahn, markvarðar og fyrirliða Bæjara, um Hargreaves eftir ósigur liðsins gegn Wolfsburg um síðustu helgi. Kahn sagði að Hargreaves hefði skort aga á miðsvæðinu og hefði hlaupið um völlinn eins og hauslaus kjúklingur.  BALLACK, sem ekki gat leikið á móti Wolfsburg vegna meiðsla, sagði rangt af Kahn að skella skuldinni á Hargreaves. „Kahn sjálfur gerði sig sekan um mistök og ef við ætlum að taka upp á því að rífast og skammast í hvor öðrum eftir einn tapleik þá getum ekki vænst þess að ná góðum árangri. Sem fyrirliða er Kahn heim- ilt að gagnrýna menn en hann á ekki að gera það opinberlega. Owen er ungur leikmaður sem við við þurfum virkilega á að halda,“ segir Ballack. FÓLK Heimamenn voru með frumkvæð-ið nánast allan fyrri hálfleikinn, 17:16, og langt fram í þann síðari. Þá tóku Breiðholtspilt- arnir við sér og sigu hægt og rólega fram úr. Eyjamenn voru mjög ósáttir við dómara leiksins, þá Brynjar Einars- son og Vilberg Sverrisson, og lái þeim það hver sem vill en í síðari hálfleik misstu þeir algjörlega tökin á því sem þeir voru að gera og ráku menn út af hvað eftir annað fyrir minnstu sakir. ÍBV-strákarnir lentu tvisvar í því í síðari hálfleik að leika aðeins þrír gegn sex og það var of erfitt gegn geysisterku liði ÍR, sem lék af skynsemi síðustu fimmtán mínútur leiksins og ÍR-ingar hleyptu Eyjamönnum aldrei of nálægt sér. Þess má geta að þrír fengu að sjá rauða spjaldið – tveir leikmenn ÍBV, Erlingur Richardsson og Davíð Ósk- arsson og ÍR-ingurinn Einar Hólm- geirsson. Fyrirliði ÍBV ósáttur Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, var ómyrkur í máli í leikslok. „Ég er stoltur af leik okkar fyrstu fjörutíu mínútunum í leiknum hjá okkur, en ég kenni dómurunum algjörlega um hvernig fór. Það eru margir sem segja að fyrirliðar eigi ekki að tala svona, en ég get ekki annað eftir svona dómgæslu. Við erum út af í tuttugu og tvær mínútur í leiknum, þetta er bara rugl. Það sjá það allir.“ Sigurður sagði að vissulega hefði ÍBV liðið misst dampinn undir lokin en dómararnir hefðu hreinlega boðið upp á það. „Gott dæmi um dómgæsl- una var þegar við fórum í sókn og vorum búnir með þrjár sendingar og ekki enn komnir í stellingar, þá var höndin komin upp hjá dómurunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við lendum í þessum dómurum en þeir áttu stóran þátt í sigri ÍR í kvöld.“ Sigurður sagðist samt hvergi banginn fyrir komandi átök og gefur spánni um ellefta sætið langt nef. „Okkur hefur verið spáð slæmu gengi víða – við tökum það ekki al- varlega. Það sjá það allir að þegar við fáum að leika okkar leik – fáum að vera með fullskipað lið, þá erum við í góðum gír.“ Ánægður með sigur í Eyjum „Þetta voru tvö góð stig. Það er mikilvægt að byrja deildarkeppnina vel. Ég var alls ekki sáttur við allt í leiknum, en ég er mjög ánægður eins og alltaf að ná í stig í Eyjum,“ sagði Júlíus Jónasson þjálfari ÍR. „Það er ljóst að það er ýmislegt sem við verðum að laga og fínpússa í leik okkar. Ég er ekki sáttur við að við fáum á okkur þrjátíu mörk í leik. Þó að það hafi ekki komið að sök í dag, þar sem við skoruðum þrjátíu og fjögur mörk.“ Þið ÍR-ingar fóruð alla leið í úr- slitarimmuna í fyrra. Telur þú þig hafa lið til þess að endurtaka það í vetur? „Ég hef trú á mínum mönnum, en geri mér alveg grein fyrir því að það verður mjög erfitt – erum með breyttan hóp. Við komum kannski mörgum á óvart í fyrra, en nú reikna allir með okkur sterkum í vetur. Það eru mörg lið sem eru búnir að styrkja sig mikið og ég sé fram á erf- iðan vetur,“ sagði Júlíus. ÍR-ingar fögn- uðu í Eyjum ÞAÐ var greinilegur haustbragur á leik Eyjamanna og ÍR-inga er þeir mættust í fyrstu viðureigninni á Íslandsmótinu í handknattleik í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. ÍR-ingar, sem léku til úrslita um Ís- landsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, áttu lengst af í nokkrum erf- iðleikum að hrista Eyjamenn af sér, en þegar upp var staðið fögn- uðu þeir sigri, 34:30. Sigursveinn Þórðarson skrifar Reuters Markaskorarar Inter á Highbury; Obafemi Martins, Julio Cruz og Andy van der Meyde fagna marki þess síðastnefnda. Inter fór á kostum ÞAÐ má lítið bregða útaf hjá enska liðinu Arsenal í næstu leikjum liðsins í B-riðli Meistaradeildarinnar ætli liðið sér að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar en Arsenal sá aldrei til sólar gegn Inter á heimavelli sínum í gær þar sem ítalska liðið gerði útum leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleik. Julio Cruz, Andy van der Meyde og táningur frá Nígeríu, Obafemi Martins, sáu um að skora mörkin í fyrri hálfleik þar sem vörn Arsenal var sem gatasigti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.