Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í um- ræðum um stefnuræðu forsætisráð- herra á Alþingi í gærkvöld að það þyrfti að skoða hvort bankar ættu samtímis að vera viðskiptabankar og fjárfestingabankar. Þá sagði Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, að í ljósi átaka í íslenskum fjár- málaheimi á síðustu vikum og mán- uðum, hlyti það að vera eitt af við- fangsefnum Alþingis að yfirfara og skerpa lög Samkeppnisstofnunar, Fjármálaeftirlitsins og Vinnu- málastofnunar. Guðni Ágústsson sagði m.a. að í íslensku viðskiptalífi ríkti mikill kraftur; bankar og fjármálafyr- irtæki væru í útrás með starfsemi á erlendri grundu. „Þetta er jákvætt,“ sagði hann. „Hins vegar þarf að skoða hvort bankar eiga samtímis að vera viðskiptabankar og fjárfest- ingarbankar.“ Ítrekaði hann að yfir það þyrfti að fara. Hjálmar Árnason gerði íslenska viðskiptalífið einnig að umtalsefni. Hann sagði að samkeppnin þar væri grimm og miskunnarlaus. „Hlutverk Alþingis er að setja skýrar og opnar leikreglur og sjá til þess að þeim sé framfylgt. Í því skyni hefur Fram- sóknarflokkurinn einmitt lagt ríka áherslu á að styrkja lagaramma og starfsmöguleika Samkeppnisstofn- unar, Fjármálaeftirlitsins og Vinnu- málastofnunar, þeirra stofnana sem m.a. er ætlað að koma í veg fyrir óeðlilega hringamyndun, fákeppni og misnotkun á þeim leikreglum sem eiga að stuðla að heilbrigðu at- vinnulífi. Í ljósi átaka síðustu vikna og mánaða hlýtur það að vera eitt viðfangsefni Alþingis að yfirfara og skerpa lög um þessar stofnanir þannig að enginn vafi leiki á að þeim sé gert gerlegt að sinna skyldum sínum og taka á hugsanlegum mis- ferlum hins vanburðuga markaðar.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, vék m.a. að þeim deilum sem nú standa yfir vegna starfskjara og aðbúnaðar starfsmanna ítalska fyrirtækisins Impregilo við Kárahnjúka. „Flestir þingmanna jafnaðarmanna studdu virkjunarframkvæmdir við Kára- hnjúka en við styðjum ekki að rétt- indabarátta verkalýðshreyfing- arinnar – sem svo að segja sérhver Íslendingur nýtur góðs af í dag – sé skrúfuð áratugi aftur í tímann.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, vék einnig að aðbúnaði og kjörum starfsmanna Impregilo. Hann sagði að það væri einbeittur „ásetningur þessa verktaka Lands- virkjunar að nýta sér og gera út á atvinnuleysi og eymd verkamanna á vanþróuðum svæðum“. Hann sagði einnig að viðvörunarbjöllur hefðu átt að hringja þegar „hið lága tilboð Impregilo barst“ Landsvirkjun. Magnús Þór Hafsteinsson, vara- formaður Frjálslynda flokksins, fjallaði m.a. um ívilnun línubáta. „Það dylst engum að loforðið um línuívilnun var óspart notað af stjórnarflokkunum á lokaspretti kosningabaráttunnar.“ Hann sagði að sennilega yrði þetta loforð aldei efnt, nema í einhverju skötulíki. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna Alþingi yfirfari og skerpi lög um eftirlitsstofnanir Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingmenn fylgjast grannt með umræðum á Alþingi í gærkvöld. HALLDÓR Blöndal, forseti Al- þingis, greindi frá því við upphaf þingfundar á Alþingi í gær- kvöldi, að hann hefði rætt við formenn þingflokkanna um að fréttastofa Stöðvar 2 hefði feng- ið afrit af stefnuræðu forsætis- ráðherra í vikunni og flutt brot úr henni. Hann sagði þá sam- mála um að um mjög alvarlegt trúnaðarbrot væri að ræða. „Samkvæmt þingsköpum skal eftirrit af ræðunni afhent þingmönnum sem trúnaðarmál eigi síðar en þremur dögum áð- ur en hún er flutt. Hingað til hef- ur þessi trúnaður verið haldinn. Í fyrradag brá hins vegar svo við að fréttastofa Stöðvar 2 skýrði frá því að hún hefði eft- irrit af ræðunni undir höndum og var farið með kafla úr ræð- unni,“ sagði Halldór í gærkvöld. „Ég tók þetta mál upp á fundi með formönnum þingflokka í dag. Við vorum sammála um að hér væri um mjög alvarlegt trúnaðarbrot að ræða. Þetta mál verður áfram til athugunar og hvernig bregðast skuli við því.“ Forseti Alþingis Um alvar- legt trún- aðarbrot að ræða HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hugvit hf. hefur skrifað undir vilja- yfirlýsingu við bandaríska hugbún- aðarfyrirtækið Microsoft um víð- tækt samstarf í N-Evrópu við þróun á nýrri GoPro Professional-vörulínu Hugvits fyrir .Net umhverfið. Frá þessu var greint á kynningu sem fé- lagið hélt í gær á Hótel Loftleiðum fyrir viðskiptavini félagsins, en Hugvit sérhæfir sig í smíði raf- rænna skjala- og málastjórnunar- kerfa og hefur þróað GoPro-hug- myndafræði sína um árabil. Á fundinum voru möguleikar GoPro Professional-vörulínunnar kynntir en þar kom fram að vörulín- an býður upp á nýja möguleika í notkun og tryggir aukinn árangur í starfi. Auk væntanlegs samstarfs við Microsoft á fyrirtækið í samstarfi við IBM-tölvufyrirtækið og er stefnt að því að víkka það samstarf út, að því er kom fram í máli Ólafs Daðasonar á fundinum. „Stefnan er að gera GoPro Professional að mest seldu lausninni á sviði rafrænnar skjala- og málastjórnunar í Evrópu á innan við tveimur árum,“ sagði Ólafur. Hann sagði einnig að á sínu sviði væri Hugvit markaðsleiðandi á öll- um þeim mörkuðum þar sem það starfaði; GoPro væri mest notaða mála- og skjalastjórnunarkerfi í N-Evrópu í dag. Í dag verður opið hús hjá Hugviti í húsakynnum félagsins í Skútuvogi 1B á milli klukkan 16 og 19 þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér starfsemi féalagsins og möguleikana sem felast í hinni nýju vörulínu GoPro Professional. Samstarf við Microsoft í burðarliðnum Hugvit kynnir nýja vörulínu Á ÞINGI Mont Pelerin-samtakanna, sem haldið var í Chattanooga í Tennessee, var samþykkt að halda þing samtakanna á Íslandi 21.-24. ágúst 2005. Í undirbúningsnefnd eru m. a. Nóbelsverðlaunahafarnir Gary Becker og James M. Buchanan. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, sótti fundinn, en hann gegnir nú störfum varaforseta samtakanna. Á myndinni er Hannes Hólmsteinn að spjalli við Vaclav Klaus, forseta Tékklands, og prófessor Carlos Cáceres, fyrrverandi fjármálaráð- herra Chile. Þing Mont Pelerin- samtakanna á Íslandi GEIR H. Haarde fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra undirrituðu samning í gær fyrir hönd ríkisins við Íslenskt sement ehf. um sölu á Sements- verksmiðjunni hf. á Akranesi. Söluverðið var 68 milljónir króna. Íslenskt sement er í eigu Fram- taks fjárfestingarbanka, BM Vall- ár, Norcem á Íslandi og Björg- unar. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu var samningurinn gerður á grundvelli samkomulags sem gert var á milli þessara aðila í júlí. Sem- entsverksmiðjan var síðasta verk- smiðjan í eigu ríkisins, en á síðustu árum hefur ríkið m.a. selt Íslenska járnblendifélagið á Grundartanga, Kísiliðjuna við Mývatn, Steinullar- verksmiðjuna á Sauðárkróki, Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi og nú Sementsverksmiðjuna. Í tengslum við söluna mun rík- issjóður yfirtaka eignir verksmiðj- unnar sem ekki tengjast rekstri hennar, s.s. skrifstofubyggingu á Akranesi að mestu, fasteignir og eignir á Sævarhöfða í Reykjavík, hlutabréf og skuldabréf verksmiðj- unnar í Speli og hlutabréf í GECA hf. Kaupverð þessara eigna er samtals 450 milljónir króna. Þá mun ríkissjóður yfirtaka lífeyris- skuldbindingar Sementsverkmiðj- unnar hf. sem verksmiðjan tók yfir með samkomulagi árið 1997. Sementsverksmiðja ríkisins hóf starfsemi á Akranesi árið 1958 en frá 1. janúar 1994 hefur hún verið rekin sem hlutafélag í eigu rík- isins. Um þessar mundir starfa þar um 65 manns. Reksturinn hefur verið erfiður á undanförnum árum og frá árinu 2000 er uppsafnað tap um 500 milljónir króna. Í tilkynningu framkvæmda- nefndar um einkavæðingu segir, að með sölunni og yfirtöku og eigna og skuldbindinga standi vonir til að rekstur Sementsverksmiðjunnar sé tryggður og þar með samkeppni á innlendum markaði. Skrifað undir samninga um sölu á Sementsverksmiðjunni Síðasta verksmiðjan í eigu ríkisins seld „MÖRGUM spennandi hugmyndum var velt upp,“ sagði Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, að loknum fundi með forystumönnum Reykjavík- urborgar um byggingu nýrra höf- uðstöðva bankans í miðborg Reykjavíkur. Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, sagði Landsbankamenn hafa skýrt nánar frá hugmyndum sínum um uppbyggingu í borginni, þar á meðal áhugaverðum hug- myndum um nýtingu annarra eigna bankans á þessu svæði. Of snemmt sé að fara út í það að svo stöddu. Björgólfur mætti til fundar við Alfreð og Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær ásamt bankastjórunum Sig- urjóni Þorvaldi Árnasyni og Hall- dóri J. Kristjánssyni. Véku Alfreð og Steinunn af fundi borgarstjórnar, sem stóð yfir, til að sitja samráðs- fundinn. Steinunn Valdís, formaður skipu- lags- og bygginganefndar, sagði reitinn sunnan Geirsgötu til um- ræðu þar sem bílastæði séu nú. Svæðið er fyrir framan hús Toll- stjóra og við söluvagn Bæjarins bestu pylsur. Hún sagði að rætt hafi verið hvernig samnýta megi bygg- ingu húss Landsbankans og fjölgun bílastæða í miðborginni. Gott sam- komulag hafi verið á milli allra aðila. Björgólfur og bankastjórarnir sögðu viðtökurnar góðar og fund- urinn hafi komið málinu af stað. Annar fundur verði innan tíðar til að vinna að málinu áfram. Alfreð sagði að allir hefðu verið sammála um að flýta þessari vinnu eins og kostur er. Reykjavíkurborg muni ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Stjórnendur Landsbankans ræddu við borgarfulltrúa Morgunblaðið/Sverrir Halldór Kristjánsson, Alfreð Þorsteinsson, Björgólfur Guðmundsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Sigurjón Þorvaldur Árnason við upphaf fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.