Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJARKI Sigurðsson, handknattleiksmaður úr Víkingi, verður frá keppni og æfingum næstu vikurnar en hann meiddist á hné í leik Víkings og Stjörnunnar í bikarkepppninni í fyrrakvöld. „Það bendir allt til þess að liðþófinn í vinstri fætinum hafi hreinlega gefið sig. Það þurfti ekki mikið til. Ég var ekki í neinum átökum og þetta hefði alveg eins getað gerst úti á götu,“ sagði Bjarki við Morgunblaðið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem sams konar meiðsli setja strik í reikn- inginn hjá honum Bjarki hefur farið mikinn með Víkingum í upp- hafi þar sem hann hefur sýnt gamalkunna takta. „Ég vona að ég verði ekki lengur frá en í þrjár til fjórar vikur en ég finn að þessi liðþófameiðsli eru meiri en ég hef áður lent í. Það er bagalegt að lenda í þessu þar sem ég fann að ég var að kom- ast í mjög gott form. En þetta heldur kannski að- eins aftur að manni. Þó svo að hugurinn sé ungur þá er skrokkurinn aðeins farinn að eldast.“ Bjarki frá í þrjár til fjórar vikur ist skemmtilegra að hafa meira að gera og spila fleiri leiki.“ Gunnlaugur sagði að fleiri lið í deildinni segðu á að félögin þyrftu að hafa breiðari hópa enda myndu bætast við fjórir leikir á hvert lið miðað við að liðunum yrði fjölgað í tólf. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að við gætum búið til mjög góða tólf liða deild. Það var ekki mikill munur á liðunum í Landsbanka- deildinni í sumar og bestu liðin í 1. deildinni hefðu alveg getað spjarað sig. Ég held að spennan yrði enn meiri í tólf liða deild. Hún gæti hugsanlega klofnað í tvennt en það yrði bara allt í lagi. Þá gæti fjölgun í deildinni komið sér vel fyrir lið sem byrjaði mótið illa. Það hefði meiri möguleika á að koma sér úr vandræðunum. Það eru auðvitað kostir og gallar í þessu en að mínu mati eru kostirnir fleiri og því ætt- um við að skoða þetta af fullri al- vöru.“ Ef ég á segja eins og er þá er égnokkuð hlynntur því að fjölga liðunum í deildinni um tvö og ég tel það ekki mikið mál að koma því í kring. Með því að þétta mótið í báða enda og spila að jafnaði tvo leiki í viku væri þetta vel mögulegt. Mótið hefur að vísu verið nokkuð þétt í byrjun en það mætti vel byrja mótið aðeins fyrr. Okkar reynsla á Akranesi er sú að þegar mest er að gera er langskemmti- legast,“ sagði Gunnlaugur. Skemmtilegra að spila en æfa Gunnlaugur segir að oft líði allt upp undir tíu dagar á milli leikja og það sé einfaldlega allt of mikið. „Þessu fékk maður að kynnast undir lok mótsins. Það liðu allt of margir dagar á milli leikjanna. Mér fyndist allt í lagi að spila tvo leiki á viku og ég held að leikmönnum finnist svona almennt mun skemmtilegra að spila heldur en að æfa. Við förum í gegnum gríðar- lega langt undirbúningstímabil, líklega það lengsta í heiminum, svo ég held að flestir séu á því að spila fleiri leiki eftir allan undirbúning- inn. Það eru hins vegar skiptar skoðanir um þetta. Maður heyrði frá liðum eins og Fylki og Grinda- vík í sumar að þau kvörtuðu undan miklu álagi vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppninni og vildu fá lengri frí á milli leikja en í gegnum árin sem Skagamenn hafa spilað í Evr- ópukeppninni hefur mönnum fund- Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði bikar- meistara Skagamanna, um fjölgun í efstu deild í knattspyrnu „VIÐ Skagamenn vorum einmitt að ræða þessi mál á föstudags- kvöldið þegar við vorum að að undirbúa okkur fyrir bikarúrslitaleik- inn,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði bikarmeistara ÍA, þegar Morgunblaðið innti hann álits á hvort tímabært væri að huga að fjölgun í efstu deildinni í knattspyrnu. Kostir fleiri en gallar  KRISTJÁN Guðmundsson er hættur störfum sem þjálfari 2. deild- arliðs ÍR í knattspyrnu en hann tók við liðinu fyrir ári. Að sögn Braga Björnssonar, formanns meistara- flokksráðs ÍR, var um samkomulag milli ráðsins og Kristjáns að ræða. „Leiðir skildi í mesta bróðerni og nú hefjum við leit að eftirmanni Krist- jáns,“ sagði Bragi við Morgunblaðið í gær.  GUNNLEIFUR Gunnleifsson, knattspyrnumarkvörður, skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samn- ing við 1. deildarlið HK. Hann hefur leikið með Kópavogsliðinu undanfar- in tvö ár og var fyrirliði þess seinni hluta nýliðins tímabils.  EPLUNUS Brooks, körfuknatt- leikskona frá Bandaríkjunum, er á leið til ÍR og leikur með Breiðholts- liðinu í vetur. Brooks er hávaxinn miðherji, 1,83 m á hæð, og kemur frá háskólanum í Little Rock í Arkansas þar sem hún skoraði 12,8 stig og tók 8,6 fráköst að meðaltali í leik síðasta vetur.  ALESSANDRO Del Piero mið- vallarleikmaður og fyrirliði Juventus hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við ítölsku meistaranna og gildir samningurinn til ársins 2008. Del Piero gekk í raðir Juvent- us frá Padova fyrir 10 árum.  PETER Reid fær að halda starfi sínu áfram sem knattspyrnustjóri Leeds United en þrálátur orðrómur hefur verið í gangi síðustu daga að hann kynni að missa starf sitt. Stjórn Leeds sendi frá sér yfirlýsingu í gær og lýsti þar yfir fullum stuðningi við Reid en undir hans stjórn hefur liði Leeds ekki vegnað vel.  BERNARD Lagat frá Kenýa var í gær sýknaður af Alþjóðafrjáls- íþróttasambandinu, IAAF, af ákæru um ólöglega lyfjanotkun en Lagat á landsmet í 1.500 metra hlaupi og vann til silfurverðlauna á Heims- meistaramótinu í Edmonton 2001, og brons á ÓL í Sydney 2000. Lagat sem er 28 ára gamall dró sig úr keppni fyrir HM í París í síðasta mánuði eftir að sýni á móti í Þýska- landi gáfu til kynna að hann hefði notað EPO. B-sýnið tók hinsvegar af allan vafa þar sem ekkert kom í ljós um ólöglega lyfjanotkun.  FORRÁÐAMENN enska liðsins Arsenal búast ekki við því að Pat- rick Vieira, Dennis Bergkamp og Fredrik Ljungberg geti leikið með liðinu gegn Liverpool í ensku úrvals- deildinni á laugardag. Sol Campbell hefur æft með liðinu undanfarið eftir að hafa verið frá vegna andláts föður hans. Campbell mun taka ákvörðun í dag hvort hann telji sig vara andlega reiðubúinn í leikinn gegn Liverpool. Bergkamp er meiddur líkt og Vieira og Ljungberg. FÓLK Ég tel að það sé engin spurningað efsta deildin hjá okkur myndi bera þessa fjölgun. Þó tvö lið úr 1. deild myndu bætast í hópinn er ég sannfærður um að þau yrðu ekki áberandi slakari en hin, mun- urinn á milli efstu liðanna í 1. deild og hinna er ekki mikill, og þetta myndi auka breiddina í deildinni og gera hana mun skemmtilegri,“ sagði Kristján. Auðvelt að fjölga leikjum í ágúst og september „Að mínu mati er mjög auðvelt að fjölga leikjum um fjóra á hvert lið, úr 18 í 22 án þess að það þyrfti að byrja mikið fyrr eða enda seinna. Framan af sumri er spilað mjög þétt, yfirleitt tveir leikir í viku í júní og júlí, en þegar kemur fram í ágúst og september spila liðin kannski ekki nema 3–4 leiki á mán- uði, ef þau eru fallin út úr Evr- ópukeppni og bikarnum, eins og flest eru á þeim tíma. Þá líða stund- um 10–14 dagar á milli leikja, ein- mitt á þeim tíma þegar liðin eru bú- in að slípa sig vel saman og menn vilja helst af öllu spila meira. Það yrði mjög auðvelt að spila áfram tvo leiki í viku. Reyndar yrði álagið meira á liðin sem eru í Evrópu- keppninni en það á ekki að koma að sök.“ Þorri leikmanna hlynntur fjölgun liða „Ég myndi allra helst vilja að þessi breyting yrði gerð strax þannig að það yrðu tólf lið í deild- inni næsta sumar, ef KSÍ sér nokk- urn grundvöll fyrir því. Þessi um- ræða hefur skotið nokkuð upp kollinum að undanförnu og ég held að það sé óhætt að fullyrða að þorri leikmanna í deildinni sé mjög hlynntur því að þessu verði breytt. Ég vil svo sannarlega sjá það ger- ast áður en ég hætti þessu,“ sagði Kristján Finnbogason. Kristján Finnbogason, fyrirliði Íslandsmeistara KR Fjölga liðum sem fyrst KRISTJÁN Finnbogason, mark- vörður og fyrirliði Íslands- meistara KR, sagði við Morg- unblaðið að hann væri sérlega hlynntur því að liðum í efstu deild yrði fjölgað úr tíu í tólf. Best væri að það yrði gert strax þannig að tólf lið yrðu í deildinni næsta sumar, ef nokkur möguleiki væri á að koma því í kring. ARON Kristjánsson, landsliðs- maður í handknattleik, sem leikur með Tvis/Holstebro í Danmörku, þarf að gangast undir aðgerð á hné en hann varð fyrir meiðslum í deild- arleik í síðustu viku. Hann fór í læknisskoðun í gær og þar kom í ljós að gera þarf aðgerð á liðþófa. Reiknað er með að Aron verði frá keppni og æfingum næstu fjórar vikurnar sem kemur sér illa fyrir Tvis/Holstebro en Aron er leik- stjórnandi liðsins sem hefur enn ekki hlotið stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar í dönsku úrvalsdeild- inni. Þá er liðið úr leik í bikar- keppninni en Tvis/Holstebro beið lægri hlut fyrir Skjern í 8 liða úr- slitunum en Aron lék á árum áður með Skjern. Aron þarf í aðgerð KVENNALIÐ KA/Þórs í handknattleik leikur næsta heimaleik sinn í 1. deildinni, gegn Íslandsmeisturum ÍBV á morgun, á Húsavík. Ástæðan er sú að Völsungur er kominn í samstarf með KA og Þór um elstu kvennaflokkana, ung- lingaflokk og meistaraflokk og leikmenn þeirra ferðast á milli Akureyrar og Húsavíkur til æfinga. Í liði KA/Þórs eru nú þrjár stúlkur frá Húsavík og er reiknað með góðri að- sókn á leikinn á morgun. KA/Þór með heimaleik á Húsavík Bjarki ÞJÓÐVERJAR leika upphafs- leikinn gegn Svíum á Risabik- arkeppninni í handknattleik í Þýskalandi í lok október í Leipzig. Þriðja liðið í a-riðli er lið Rússlands, en í b-riðli leika heimsmeistarar Króata, Frakkar og Spánverjar. Þjóðverjar mæta Evr- ópumeisturum Svía miðviku- daginn 29. október og þá leika einnig Frakkland - Króatía. Fimmtudaginn 30. október leika Svíþjóð - Rússland og Spánn - Króatía. Föstudaginn 31. október leika Þýskaland - Rússland og Spánn - Frakk- land. Undanúrslitaleikir og leikur um fimmta sæti fara fram laugardaginn 1. nóvember og úrslitaleikur og leikur um þriðja sætið fara fram sunnu- daginn 2. nóvember. Þjóðverjar byrja gegn Svíum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.