Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Herra forseti. Þ ing kom saman skamma hríð í vor, eins og lög standa til að loknum almennum kosningum og þar var stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kynntur og ræddur. Þetta haust og hin næstu mun útfærsla sáttmálans skýrast ár frá ári í stefnuræðu forsætisráðherra og af lista yfir þau frumvörp sem einstakir ráðherrar hyggjast leggja fyrir þingið til afgreiðslu veturinn sem í hönd fer. Það kom ýmsum á óvart að skattalækkanir voru það einstaka mál sem átti mestan samhljóm hjá stjórnmálaflokkunum í síðustu kosningabar- áttu, þótt ekki væri það undantekningarlaust. Út- færsla flokkanna á þessu skattalækkanamark- miði var auðvitað ólík, en upp úr stóð að flestir þeirra virtust telja að svo vel hefði miðað í efna- hagsmálum að undanförnu að á komandi kjör- tímabili væri svigrúm til að koma til móts við landsmenn í skattamálunum. Því ætti það að vera fagnaðarefni að í stjórnarsáttmálanum er mjög afgerandi ákvæði um þann þátt. Á þessari stefnu er hnykkt í þjóðhagsáætlun þeirri sem ég hef kynnt þinginu, þar sem lögð er áhersla á að um 20 milljörðum króna verði á kjörtímabilinu varið til skattalækkana. Þeirri tölu er ekki fastar slegið nú, þar sem útfærsla einstakra breytinga er enn eftir og kjarasamningar liggja ekki fyrir. Fram hefur komið að ég og fjármálaráðherrann litum svo á, að hátekjuskattur væri með lögum sjálffall- inn niður um næstu áramót. Niðurstaða stjórn- arflokkanna varð engu að síður sú að framlengja skattinn en þó stiglækkandi og jafnframt verður lögfest samkomulag stjórnarflokkanna um hvernig hann skuli hverfa. Ljóst má vera, að áferð efnahagslífsins verður nokkuð sveiflukennd þetta kjörtímabilið og mun hagstjórn taka mið af því. Reynt verður að halda nokkuð þétt um ríkisútgjöldin þegar þensluáhrif stóriðjuframkvæmda verða sem mest. Þannig er stefnt að því að tryggja afgang á ríkissjóði árin 2005 og 2006, sem og á næsta ári. Munu skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu því halda áfram að lækka á þessu tímabili. Virðist hagstjórn að þessu leyti vera að takast mun betur hér á landi en annars staðar, þar sem ófrávíkj- anlegar reglur um ríkissjóðshalla eru þverbrotn- ar hvað eftir annað. Árið 2007 verður aðeins slakað á aðhaldi í rík- isbúskapnum til að milda breytingar sem verða við lok stóriðjuframkvæmdanna. Vil ég, herra forseti, þá víkja að nokkrum áhersluatriðum einstakra ráðuneyta: Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að öryggi borgaranna verði að hafa forgang. Rík- isvaldið hefur þar ríkum skyldum að gegna og er nauðsynlegt að líta til alls þess, sem getur raskað því öryggi. Lögregla, landhelgisgæsla og al- mannavarnir gegna lykilhlutverki við fram- kvæmd stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og er brýnt að hún byggist á raunsæi og þessum aðilum séu sköpuð nauðsynleg starfsskilyrði. Dómsmálaráðherra hefur boðað, að hann vilji beita sér fyrir breytingum á umdæmaskipan við löggæslu og innra starfi lögreglunnar, án þess að fækka sýslumönnum. Nauðsynlegt er að laga starf landhelgisgæslunnar að nýjum kröfum, ráð- ast í smíði nýs varðskips og gera áætlun um end- urnýjun á flugflota hennar. Yfirstjórn almanna- varna var breytt á síðasta þingi og verður frekar unnið að endurbótum að því er varðar stjórnkerfi, viðbúnað og hættumat. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að meðal helstu markmiða hennar á kjörtímabilinu sé að haldið verði áfram endurskipulagningu á húsnæðismarkaði í samræmi við markmið um Íbúðalánasjóð. Lánshlutfall almennra íbúðalána verði hækkað á kjörtímabilinu í áföngum í allt að 90% af verðgildi eigna, að ákveðnu hámarki. Leigumarkaður íbúðarhúsnæðis verði efldur. Sérstakur verkefnisstjóri og þriggja manna ráðgjafarhópur félagsmálaráðuneytis, viðskipta- ráðuneytis og fjármálaráðuneytis vinnur að mót- un tillagna um útfærslu á 90% lánum til íbúða- kaupa. Náið samráð er haft við helstu hagsmunaaðila. Félagsmálaráðherra leggur áherslu á, að svo verði búið um hnútana að breytingar sem verða gerðar falli vel að þörfum almennings en um leið verði þess gætt að ekki verði raskað stöðugleika í efnahagsmálum, eða á húsnæðismarkaði sérstak- lega. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur sett fram það sjónarmið að nú sé rétt að kanna kosti þess að færa veigamikil verkefni heilbrigð- isþjónustunnar til sveitarfélaganna. Sérstaklega yrði horft á heilsugæsluna og öldrunarþjón- ustuna í þessu sambandi. Markmiðið væri að flytja stjórn heilbrigðisþjónustu nær borgurun- um, gera hana gegnsærri og um leið auka lýðræð- islegt aðhald notendanna. Akureyri og Hornar- fjarðarbær hafa um nokkurra missera skeið séð um rekstur heilsugæslu og öldrunarþjónustu og hefur reynslan verið góð. Á síðasta þingi voru sett ný raforkulög, sem hafa munu í för með sér verulegar breytingar á umhverfi raforkumála hér á landi. Á komandi þingi er áformað að leggja fram frumvarp um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, vatna- lög og frumvarp til laga um hitaveitur, en ekki er nú heildarlöggjöf um starfsemi þeirra. Ísland hefur sérstöðu meðal þjóða heims en hér á landi er notkun endurnýjanlegrar orku lang- hæst í heiminum eða 72%. Þetta hefur vakið áhuga margra á íslenskum orkumálum og eins hafa áform ríkisstjórnarinnar um að nýta orku- lindir landsins til framleiðslu á hreinu eldsneyti vakið nokkra athygli umheimsins. Íslensk stjórnvöld hafa undanfarin ár stutt við þróun í átt til sjálfbærs vetnissamfélags og hafa Íslendingar fengið viðurkenningu sem frum- kvæðisþjóð á því sviði. Í stjórnarsáttmála segir m.a. að stefnt skuli að frekari áföngum í vetn- isnotkun svo orkunotkun landsmanna megi byggja enn frekar á endurnýtanlegum orkugjöf- um. Starfsumhverfi fyrirtækja á Íslandi hefur batnað verulega á undanförnum árum og skiptir það miklu í aukinni alþjóðlegri samkeppni. Öt- ullega hefur verið unnið að því að kynna Ísland sem fjárfestingarkost. Einkum hefur verið horft til þess að laða til landsins aðila sem nýtt gætu sér orkulindir þess. Er nú svo komið að Ísland mun innan fárra ára teljast með helstu framleiðendum áls í Evrópu. Þessi aukna álframleiðsla hefur þeg- ar skapað tækifæri í skyldum iðnaði. Nefna má til dæmis hagkvæmnisathugun fyrir rafskautaverk- smiðju í Hvalfirði. Slík verksmiðja mundi skapa um 140 störf. Fjárfestingin er metin á um 17 milljarða íslenskra króna. Þá standa yfir viðræð- ur um möguleika á því að reisa hér álþynnuverk- smiðju. Hafa japanskir fjárfestar kynnt sér að- stæður á Íslandi en sendiráð Íslands í Tókýó hefur unnið að framgangi verkefnisins ásamt Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar. Slík starfsemi mundi kalla á um 50 störf. Nú er beðið lokaákvörðunar bandarískra fjárfesta um byggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík. Allir samningar sem snúa að opinber- um aðilum hér á landi eru frágengnir. Þetta verk- efni myndi skapa um 200 störf. Ríkisstjórnin hyggst einnig leggja fram á þessu þingi frumvarp til laga um fjárfestingar er- lendra aðila, sem tekur mið af þeim breytingum sem orðið hafa á bæði ytra og innra umhverfi fjár- festingarmála frá því að gildandi lög voru sett. Í frumvarpinu verður ekki gert ráð fyrir breyting- um á eignarhaldi erlendra aðila í sjávarútvegi. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að aðlögunar- hæfni íslensks landbúnaðar verði aukin og sam- keppnisstaða hans styrkt til að mæta vaxandi samkeppni og uppfylla jafnframt kröfur neyt- enda um hreinleika og hollustu búvara. Aukin áhersla verður lögð á hið fjölþætta hlut- verk landbúnaðarins í samfélagi okkar og gildi þess fyrir byggð og búsetu í landinu. Landbún- aðarráðherra hefur beitt sér fyrir auknu vægi umhverfisgilda í landbúnaði framtíðarinnar. Þátttaka bænda í skógræktar- og landgræðslu- verkefnum hefur eflst til muna. Þrátt fyrir nokkra erfiðleika í greininni að und- anförnu er ekki minnsta ástæða til að missa trú á íslenskum landbúnaði og kostum hans. Sannar- lega þarf að auka sveigjanleika landbúnaðarins. Leggja verður áherslu á menntun, þróun og rannsóknir og efla nýsköpun í nýjum búgreinum og nýta sóknarfæri í þeim greinum sem fyrir eru. Traust menntakerfi er grundvöllur sóknar til betri lífskjara. Árangur okkar í alþjóðlegum sam- anburði staðfestir að fjárfesting í menntun gefur ríka og örugga ávöxtun. Íslendingar verja 6,3% af v m O l u r þ f u m f f h a g f l e s þ s f k o i v f a a m þ s s o r m s s r v á l h r e v e o a h m s s b s e s v a m g á m a m g f u Þ s í s M s v þ l á u m Stefnuræða Dav Hagstjórn m af sveiflumUMRÆÐUR UM STEFNURÆÐU Þrennt einkenndi umræður umstefnuræðu Davíðs Oddsson-ar, forsætisráðherra, á Al- þingi í gærkvöldi. Í fyrsta lagi sá ánægjulegi tímamótaviðburður í sögu Alþingis Íslendinga, að Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, alþingis- maður Frjálslynda flokksins, sem býr við heyrnarleysi, flutti ræðu í umræðunum á táknmáli. Þessi við- burður mun auka þrek þess fólks, sem á við margvíslega fötlun að stríða, til þess að láta til sín taka á opinberum vettvangi. Í öðru lagi báru umræðurnar þess merki, að langt er til kosninga, hvort sem er til Alþingis eða sveitar- stjórna. Þinghaldið í vetur mun sennilega verða rólegra af þeim sök- um en við höfum átt að venjast síð- ustu árin. Í þriðja lagi er ljóst, að á stjórnar- flokkunum eru engin þreytumerki, þótt þeir séu nú að hefja sitt þriðja kjörtímabil í ríkisstjórn en jafnframt að stjórnarandstöðuflokkunum hefur ekki enn tekizt að fóta sig á stjórn- málastefnu, sem hægt er að líta á sem raunhæfan valkost við núver- andi ríkisstjórn. Stefnuræða Davíðs Oddssonar ein- kenndist af umfjöllun um málefni, sem stjórnarflokkarnir lögðu áherzlu á í kosningabaráttunni sl. vetur og vor, skattalækkunum o.fl., og fer ekki á milli mála, að stjórnarflokk- arnir hyggjast fylgja fast eftir þeim fyrirheitum, sem þá voru gefin. Sérstaka athygli vekja eftirfarandi ummæli í ræðu ráðherrans: „Um síðustu áramót lagði ég til, að skipuð yrði nefnd allra flokka til að fjalla á faglegan hátt um veigamikil álitaefni, sem snerta Evrópumálin. Með þessu yrði komið til móts við óskir um upplýsta umræðu um þenn- an málaflokk. Það tókst ekki að koma nefndinni á fót fyrir kosningar. Það á sér eðlilegar skýringar og nú er stefnt að stofnun hennar. Nefndinni verður einkum ætlað það að skýra og skerpa umræðuna, greina aðalatriði málsins og helztu staðreyndir þess. Þetta á til dæmis við um atriði eins og framkvæmd EES-samningsins, hvort varanlegar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum og þá hvers konar undanþágur, hvað Evr- ópusambandsaðild mundi kosta rík- issjóð til lengri og skemmri tíma lit- ið, hverjir væru kostir og gallar evru fyrir Ísland o.s.frv. svo aðeins örfá álitaefni séu nefnd.“ Það er fagnaðarefni, að þetta starf er að komast á skrið, sem telja verð- ur líklegt að geti beint umræðum hér á Ísland um samband okkar við Evr- ópusambandið í málefnalegri og upp- byggilegri farveg en þær hafa lengst af verið í. Tveir talsmenn Framsóknar- flokksins véku að veigamiklum mál- um, sem ástæða er til að gefa gaum. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra og varaformaður Framsóknar- flokksins, vék að stöðu bankanna og taldi eðlilegt að skoða, hvort bankar ættu samtímis að vera viðskipta- bankar og fjárfestingarbankar. Í kreppunni miklu upp úr 1930 voru sett lög í Bandaríkjunum, sem bönn- uðu að þessi tvíþætta bankastarf- semi færi fram undir sama hatti. Þessi lög voru ekki afnumin eða þeim breytt fyrr en fyrir nokkrum árum. Þau voru við lýði um margra ára- tugaskeið. Þessi athugasemd landbúnaðar- ráðherra er nátengd þeirri spurn- ingu, sem Morgunblaðið hefur gert að umtalsefni undanfarnar vikur að gefnu tilefni, hvort eðlilegt væri að bankar væru bæði viðskiptabankar fyrirtækja og stórir hluthafar í þeim. Hefur Morgunblaðið í þeim efnum vísað til misjafnrar reynslu Þjóð- verja af slíku fyrirkomulagi og raun- ar mun sama kerfi hafa tíðkazt í Jap- an að einhverju leyti. Þetta er verðugt umræðuefni í ljósi fram- vindu mála í viðskiptalífinu hér og þess að vænta að Alþingi taki þetta mál til frekari umræðu í vetur. Hjálmar Árnason, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, lýsti þeirri skoðun að efla þyrfti og skerpa lög um eftirlitsstofnanir og átti þá ekki sízt við eftirlitsstofnanir með viðskiptalífinu. Undir þau orð þing- mannsins vill Morgunblaðið taka. Hinar opinberu eftirlitsstofnanir þurfa að standa undir nafni, þ.e. hafa yfir að ráða mannskap og fjármunum til þess að takast á við þau flóknu við- fangsefni, sem nú koma upp í við- skiptalífinu. Það á við um embætti skattrannsóknarstjóra, Samkeppnis- stofnun, efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra og Fjármálaeftirlitið. Jafnframt er ljóst að skýra þarf hlut- verk og stöðu Samkeppnisstofnunar hugsanlega með lagabreytingum og alla vega með reglugerð til þess að ekki komi upp ágreiningsefni af því tagi, sem til umræðu voru í sumar. Er raunar ljóst, að dómsmálaráð- herra og viðskiptaráðherra hafa tek- ið höndum saman um að ráða fram úr þeim álitaefnum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu töluvert um ítalska verktaka- fyrirtækið Impregilo og þá gagnrýni, sem fram hefur komið á vinnubrögð þess. Það er umhugsunarefni, að sjónarmið hins ítalska fyrirtækis hafa lítið komið fram. Æskilegt er að á því verði breyting, til þess að ís- lenzkur almenningur hafi betri möguleika á að meta þau ágreinings- efni, sem þar eru uppi. Alþingi er þungamiðjan í lýðræð- islegu stjórnkerfi okkar Íslendinga. Á seinni árum hefur smátt og smátt verið búið betur að Alþingi en áður var. Breytingar á þinghúsinu hafa tekizt vel, þ.e. að færa það á margan hátt í upprunalegt horf og ekki verð- ur betur séð en almenn ánægja sé með nútímalega tengibyggingu við þetta gamla og virðulega hús. Starfs- aðstaða þingmanna hefur batnað mikið. Á fyrstu áratugum lýðveldisins duldist engum, að ákveðið jafnvæg- isleysi ríkti milli þings og fram- kvæmdavalds, þinginu í óhag. Hægt og bítandi hefur orðið breyting á því. Alþingi er smátt og smátt að taka til sín það vald, sem þar á heima. Þeirri þróun þarf að hraða. Það er grund- vallarþáttur í því að efla lýðræðið á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.