Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 27 #27 ESJAN ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR Jólablað Morgunblaðsins Laugardaginn 29. nóvember 2003 Pantanafrestur fyrir augl‡singar er fyrir kl. 12.00 flri›judaginn 18. nóvember. Nánari uppl‡singar um augl‡singar og ver› veita sölu- og fljónustufulltrúar á augl‡singadeild í síma 569 1111 e›a á augl@mbl.is Jólabla› fylgir frítt til áskrifenda. MIK ILVÆG SKILABO‹ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 22 76 3 11 /2 00 3 SÍÐASTA sumar leitaði ÞórStefánsson til Sigurðar Þórislistmálara með sextíu ljóð sín og fékk þann síðarnefnda til að myndskreyta þau. Útkoman er ljóða- bókin Í ljósi þínu. „Þegar ég fékk ljóðin í hendurnar ákvað ég að gera teikningunum hátt undir höfði og teiknaði þrjátíu myndir, þannig að það væri alltaf ein mynd á hverri opnu á móti tveimur ljóðum, en teikningarnar eiga við um annað hvert ljóð bókarinnar,“ segir Sig- urður. „En þetta eru náttúrlega ekki myndskreytingar í þeim skilningi, því teikningarnar geta staðið alveg óháð ljóðunum,“ segir Þór. „En þó myndin geti staðið ein og sér þá er alltaf að finna ákveðna vísun í ljóð- ið,“ segir Sigurður. „Mér finnst þessi uppsetning einmitt koma mjög skemmtilega út því oft virðist mynd- in á opnunni geta átt við um bæði ljóðin á síðunni,“ segir Þór. Að sögn Þórs og Sigurðar er þetta í þriðja sinn sem þeir vinna saman að bók, því árið 1990 gerði Sigurður kápumynd fyrir bók Þórs Í gróð- urreit vorsins og árið 1998 gerði Sigurður um tug mynda og kápu fyrir bókina Ljóð út í veður og vind. „Við virðumst ná mjög vel saman og höfum t.d. oft notað sömu táknin í ljóðum og myndum okkar í gegnum tíðina,“ segir Þór. „Ég er líka alltaf fremur ljóðrænn í mínum myndum. Raunar hef ég þá kenningu að þegar maður er að gera myndir við ljóð eigi maður ekki beint að myndlýsa ljóðin heldur fremur að bæta ein- hverju við þau, þannig að myndin geti orðið viðbót eða framhald á ljóðinu,“ segir Sigurður. „Og þannig öðlast algjörlega sjálfstætt líf. Ég held að það hafi einmitt gengið al- veg upp hjá þér, enda heldur þú líka áfram með það sem þú varst að gera áður myndlistarlega séð,“ segir Þór. Spurður hvert hann sæki inn- blástur sinn segist Þór sækja hann mikið í sálarlífið og tungumálið sjálft, en einnig til sambands karls og konu. „Ætli það megi ekki segja að ljóðin vísi í umhverfið og hvers- daginn. Í stuttu máli má segja að þau fjalli um ástina til konunnar, lífsins og tungumálsins,“ segir Sigurður. „Það verður þó að taka fram að þetta er bók um andlega ást, ekki holdlega sem er svo áberandi í allri umræðu núna,“ segir Þór. „Ég er nú ekkert svo viss um að ég vilji endi- lega gera mikið upp á milli þessa, því ég held að ástin birtist í hvoru tveggja,“ segir Sigurður. Inntir eftir því til hverra þeir haldi að bókin höfði helst svarar Þór því til að hún geti höfðað til allra. „Ég held að það sé voðalega skrýtin dilla núna sem hver étur upp eftir öðrum um að ljóðið sé dautt. Því það er fullt af fólki sem yrkir ljóð og margir gera það mjög frambærilega og sumir bara ágætlega. Mér finnst ég sífellt reka mig á það að þegar fólk, sem segist ekkert vera fyrir ljóð, álpast til að kaupa ljóðabækur þá verður það oft nánast hissa á því hve ljóð eru skemmtileg og oft fal- leg. Þannig að þó búið sé að gefa út dánarvottorð ljóðsins held ég að þetta geti enn snúist við, því það er ekki of seint að vekja ljóðið aftur til lífsins,“ segir Þór. „Það er alltaf verið að tala um að listin sé dauð, þannig er málverkið náttúrlega löngu dautt og liðin öld síðan skáldsagan dó. En eins og ég hef alltaf sagt þá er heimurinn deyj- andi. Mín kenning er sú að sá sem heldur því fram að t.d. ljóðið eða myndlistin séu dauð er sjálfur dauð- ur,“ segir Sigurður. „Hann finnur ekki lífið þar sem það andar,“ segir Þór. „Búið er að drepa í honum hæfi- leikann til að geta hrifist,“ segir Sig- urður. „En kannski verður bara erf- iðara að hrífast með aldrinum,“ segir Þór. „Þar ég er ósammála. Ég hrífst til dæmis enn ef ég sé fallegt sólarlag, ský, fugl, málverk eða ljóð,“ segir Sigurður. „En verður það að vera fallegt,“ spyr Þór. „Já,“ svarar Sigurður stutt og laggott. „Mér finnst líka allt í lagi að end- urvekja þá hugsun að fegurðin fái að njóta sín. Það þarf ekki alltaf að vera að eltast við ljótleikann,“ bætir Sigurður við. „Ég er sammála því. Þessi raunsæiskrafa um að listin verði fyrst og fremst að vera spegill samfélagsins og samtímans, verði að vera gagnrýnin og hrista upp í fólki, er að mínu mati of einstrengingsleg krafa. Auðvitað á listin líka að sinna þessu hlutverki, en ef þetta er eina hlutverkið þá er verið að hafna svo mörgum öðrum möguleikum. Listin getur verið svo margt annað líka. Ég er þó ekkert á móti því að listin sé notuð til að gagnrýna og hrista upp í fólki og ég held meira að segja að svona sæt bók eins og okkar geti hrist upp í sumum,“ segir Þór kím- inn. „Því fegurðin getur nefnilega líka hrist upp í fólki, sem mótvægi við allan þennan ljótleika sem dynur á okkur. Og takist að hrífa fólk með listinni ertu búinn að ná einhverju fram,“ segir Sigurður. „Fegurðin getur líka hrist upp í fólki“ silja@mbl.is Teikning eftir Sigurð Þóri úr ljóða- bókinni Í ljósi þínu. Morgunblaðið/Kristinn Þór Stefánsson og Sigurður Þórir. Puntila og Matti Síðasta sýning á leikriti Bertolts Brecht, Puntila bóndi og Matti vinnumaður á stóra sviði Borgarleik- hússins verður á morgun, laugardag. Puntila bóndi á við það vandamál að stríða að drukkinn er hann mann- vinur hinn mesti en ódrukkinn grimmur og óvæginn. Með aðalhlutverkin fara Theodór Júlíusson (Puntila), Bergur Þór Ing- ólfsson (Matti) og Harpa Arnardótt- ir (Eva, dóttir Puntila), auk þeirra eru 11 leikarar og hljóðfæraleikarar í sýningunni. Leikstjóri er Guðjón Pedersen. Plómur í New York Síðasta sýning á Plómum í New York verður á morgun, laugardag, í Gamla Bíói. Leikritið er einleikur eftir Önnu Rósu Sigurðardóttur og leikur hún hlutverkið. Leikritið hét áður Plómur og var sýnt í Tjarnar- bíói í byrjun sumars. Nú er það sýnt í nýrri og endurbættri útgáfu. Leik- stjóri er Hera Ólafsdóttir en hún er nýútskrifaður leikstjóri frá London. Leikritið verður sett upp í New York eftir áramót og mun Anna Rósa halda áfram að leika öll hlutverk sýn- ingarinnar. Verkið mun ekki verða tekið upp að nýju hér á landi því Ís- lenska sambandið er með önnur verkefni í höndunum og mun setja upp nýtt verk á næsta leikhúsári. Síðustu sýningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.