Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Snæfell sigraði Hamar frá Hvera-gerði í Stykkishólmi í gærkvöldi, 100:83. Gestirnir frá Hveragerði hófu leikinn af miklum krafti og var staðan orðin 8:0 eftir tvær mínútur, þar af skor- aði Chris Dade tvær þriggja stiga körfur í röð. Hamar hafði undirtökin allan fyrsta leikhluta, en heimamenn virkuðu stemmningslausir, sérstak- lega í vörninni. Það var einungis 18 ára nýliði, Bjarne Ó. Nielsen, sem stóð uppúr hjá Snæfelli. Það var ekki fyrr en rétt í lok fyrri hálfleiks sem heimamenn náðu forustunni í fyrsta skipti í leiknum 41:40. Um miðjan annan leikhluta hóf Snæfell að pressa gestina upp allan völl og náðu þannig að komast inn í leikinn og var staðan í hálfleik 41:42 gestunum í vil. Í síðari hálfleik héldu heimamenn áfram stífri pressu. Á þessum kafla var orðið ljóst hvert stefndi í leiknum. Á fyrstu mín- útunum í lokafjórðungnum setti lið Snæfells í enn hærri gír og gerði út um leikinn. Lýður Vignisson kom með góða þriggja stiga syrpu á stutt- um kafla er hann skaut fimm skotum sem öll fóru niður. Leiknum lauk með nokkuð öruggum sigri Snæfells og verður gaman að fylgjast með gengi liðsins á næstunni, en þetta er sterk- asta lið sem Snæfell hefur teflt fram um langa hríð. Hjá Snæfelli var það liðsheildin sem stóð sig vel, en Dondrell Whit- more lék einn sinn besta leik til þessa og hefur alla burði til að gera enn bet- ur. Hlynur Bæringsson lék mjög vel að vanda, sterkur einn á einn undir körfunni og rífur manna mest niður fráköstin. Lýður Vignisson átti mjög góðan seinni hálfleik. Sigurður Þor- valdsson sótti sig þegar á leið. Bjarne Ó. Nielsen fékk tækifæri í byrjunar- liðinu í upphafi leiks, nýtti tækifærið vel og hefði mátt að ósekju fá fleiri tækifæri. Corey Dickerson voru mis- lagðar hendur lengi framan af leik en átti góðan sprett í lokin. Hjá Hamri lék Svavar Pálsson manna best, tók alls 16 fráköst, var með góða nýtingu í skotunum og skoraði 18 stig, mikill baráttumaður á ferð. Chris Dade skoraði grimmt, var t.a.m. með 5 þriggja stiga körfur. Lár- us Jónsson stóð fyrir sínu og stjórnaði sóknarleik liðsins vel, en mætti skjóta meira því hittnin er til staðar. Pétur Ingvarsson, þjálfari liðsins, átti fínar innkomur. Faheem Nelson gerði ágæta hluti á köflum en týndist þess á milli, en hann á að geta gert meira. Snæfell lagði Hamar Ríkharður Hrafnkelsson skrifar EVRÓPUÞJÓÐIR verða með þrettán sæti á heims- meistaramótinu í handknattleik, sem fer fram í Túnis 24. janúar til 6. febrúar 2005. Nú þegar hefur einu sæti verið úthlutað – það eru heimsmeistarar Króatíu, sem komast beint á HM. Þrjár þjóðir tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Slóveníu, sem stendur yfir 22. jan- úar til 1. febrúar 2004. Fimmtán þjóðir á EM berjast um þrjú sæti – Sví- þjóð, Þýskaland, Danmörk, Ísland, Serbía-Svartfjalla- land, Rússland, Úkraína, Pólland, Spánn, Ungverja- land, Frakkland, Sviss, Portúgal, Slóvenía og Tékkland. Tólf af þessum þjóðum þurfa síðan að leika um rétt til að leika á HM í Túnis ásamt sex þjóðum, sem taka þátt í forkeppni. Dregið verður um það hvaða þjóðir mætast – á lokadegi EM í Ljubljana í Slóveníu 1. febr- úar. Um er að ræða níu viðureignir, sem fram fara heima og heiman 29./30. maí og 5./6. júní 2004. Evrópuþjóðir með þrettán sæti á HM í Túnis GÆRDAGURINN var mjög viðburðaríkur hjá enskaframherjanum Alan Smith sem leikur með Leeds Unit- ed í ensku úrvalsdeildinni. Sven Göran Eriksson valdi hann í enska landsliðið eftir 13 mánaða fjarveru og verður Smith í leikmannahópi liðsins gegn Dönum í vináttuleik sem fram fer á Old Trafford í Manchester á sunnudag. Hins vegar var Smith handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var að hann hefði verið valinn í landsliðið. Smith var handtekinn vegna atviks sem átti sér stað í leik Leeds gegn Manchester United í deildabik- arkeppninni hinn 28. október sl. Leikurinn fór fram á heimavelli Leeds, Elland Road, og undir lok leiksins var plastflösku kastað inn á leikvanginn, Smith kastaði flöskunni til baka og flaug flaskan upp í áhorf- endasvæðið. Þar fór flaskan í andlit ungrar konu og er málið nú í höndum lögreglu. Smith var látinn laus eftir yf- irheyrslu en hann þurfti að reiða fram tryggingu til að fá sig lausan. Viðburðaríkur dag- ur hjá Alan Smith Haukar otuðu hendinni að Blikumen það dugði engan veginn til að komast inn í leikinn því Blikar, eftir góðan sigur á ÍR í síðasta leik, voru komnir til að vinna sigrur. Mirko Virijevic og Loftur Þór Einarsson fóru á kostum og áttu mestan þátt í að Blikar náðu undir- tökunum en Haukar náðu samt að halda forskoti þeirra við tíu stig. Um miðjan annan leikhluta komst Breiðablik í 15 stiga forystu en tvær þriggja stiga körfur frá Halldóri dugðu til að kveikja örlítinn neista í Haukum. Hann þurfti samt að blása í glæðurnar með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks til halda forskoti gestanna við þrjú stig, 52:49. Áður en þrjár mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta höfðu Haukar þriggja stiga forystu, 59:56. Þeir hins vegar virtust ekki hafa áhuga á að stinga gestina af og þegar Blikar tóku aðeins við sér dugði það til að ná forystunni aftur, 78:70. Með fjórum þriggja stiga skotum tókst Haukum að jafna 91:91 þremur mín- útum fyrir leikslok og aftur var jafnt rúmri mínútu fyrir leikslok, 93:93. Blikar misstu boltann í næstu sókn en það gerðu Haukar líka og Cedrick Holmes kom Breiðabliki í 95:93 áður en Halldór skoraði örlagakörfuna. „Maður hefur svo sem tekið svona skot áður og ég var ekki í vafa um að boltinn færi ofan í körfuna,“ sagði Halldór afslappaður eftir leikinn. „Við settum upp að reyna komast inn í teiginn og fá villu en gefa boltann út á völlinn ef það gengi ekki og reyna þá þriggja stiga skot. Það hittist þannig á að ég var í opnu færi,“ bætti skyttan við en var að öðru leyti ekki ánægð. „Við vorum komnir í ágætis stöðu í þriðja leikhluta, nokkrum stigum yfir, en þeir náðu með góðri syrpu að skora tíu stig í röð og við eigum alls ekki að láta slíkt gerast á heimavelli. Við vorum ekki að spila vörn eins og hún á að vera og leyfð- um þeim að skora of mikið en það skiptir mestu hvað við gerðum síðan í lokin, spiluðum góða vörn og skor- uðum. Þetta var ekki fallegur leikur af okkar hálfu en við gerðum það sem til þurfti.“ Michael Manciel var stigahæstur hjá Haukum með 40 stig en hann tók 11 fráköst. Sævar Har- aldsson átti einnig góða spretti en í heild voru Haukar slakir. „Það er ekkert sárara en þetta,“ sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson, sem átti góðan leik fyrir Breiðablik þegar hann hitti úr 9 af 11 skotum inni í teig og gaf 11 stoðsendingar. „Þetta var í annað skiptið sem við töpum á síðustu sek- úndu. Við getum alveg unnið svona leiki, unnum góðan leik gegn ÍR síð- ast. Við náðum nú fimmtán stiga for- ystu og áttum aldrei að hleypa þeim inn í leikinn.“ Mirko var atkvæða- mikill með 12 fráköst og Jónas Ólafs- son hitti 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. „Aldrei sáttur við að tapa“ Við erum aldrei sáttir við að tapaen þetta fór svona í dag,“ sagði Magnús Jóakim Guðmundsson, liðs- stjóri Þórs í Þorláks- höfn, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Tindastóli, 109:91. „Við vorum afspyrnu lélegir í fyrri hálfleik, vörnin virkaði ekki og við réðum ekki við maður á mann vörnina. Við hittum illa, réðum einfaldlega ekki við sterkt lið heima- manna. En ég er ánægður með hvernig mínir menn komu til baka og við áttum ágæta innkomu eftir leik- hléið og unnum upp forskotið og komumst yfir, en svo slökuðum við á og héldum þetta ekki út og þetta er útkoman. Raymond var sterkur í þriggja stiga skotunum, en við misst- um hann útaf með fimm villur í upp- hafi fjórða hluta og máttum ekki við því, – en þetta gengur bara betur næst,“ sagði Magnús. Áhorfendum á Sauðárkróki þótti ánægjulegt að sjá byrjunarliðin sem gengu inn á völlinn, þrír útlendingar í hvoru liði og tveir núverandi og fyrrverandi Tindastólsmenn í báðum liðum. Leikurinn hófst með mikilli sókn heimamanna sem á örfáum mínútum náðu að koma sér í mjög þægilega stöðu og tólf stig skildu lið- in við lok fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta hélst sama pressan frá heimamönnum, þeir Cook, Kristinn Friðriksson og Einar Örn Aðal- steinsson röðuðu niður körfunum og juku forskotið á meðan Raymon Robin hélt gestunum inni í leiknum með ágætum langskotum utan þriggja stiga línu. Síðustu sex stig hálfleiksins voru gestanna en samt skildu fjórtán stig í leikhléi. Þórsarar komu mjög ákveðnir til þriðja leikhluta og barátta þeirra setti Tindastólsmenn gjörsamlega útaf laginu og á nokkrum mínútum söxuðu þeir niður fjórtán stiga for- skot heimamanna og komust einu stig yfir. Þar fóru fremstir Gunn- laugur Erlendsson, Leon Brisport og Raymond Robin. Þá sáu heima- menn að við svo búið mátti ekki standa og enn voru það Cook, Krist- inn sem börðust grimmt, en Helgi, Einar og Boyd áttu einnig ágætan leik og í lok þessa leikhluta höfðu heimamenn endurheimt rúmlega tíu stiga forskot sem þeir létu ekki af hendi til leiksloka. Hjá Tindastóli áttu þeir Cook og Kristinn Friðriks stórleik og ánægjulegt var að sjá að Einar Örn var fullur sjálfstrausts og átti stórgóðan leik. Þá var Boyd góð- ur, en lenti fljótlega í villuvandræð- um og var lengstum með fjórar villur á bakinu og gat því illa beitt sér. Egill fór illa með ÍR-inga Við spiluðum við vængbrotið lið,þeir voru langt frá því að vera með sitt besta lið og þessi leikur náði aldrei neinu flugi. Þetta var algjört skylduverkefni að klára þennan leik því getumunurinn er það mikill. Við spiluðum ágætlega en það var lítið að marka þetta,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarð- víkinga, eftir að lið hans hafði lagt ÍR að velli í gær, 102:73. Leikurinn bauð ekki uppá tilþrif né spennu þar sem að gestirnir mættu til leiks án Eiríks Önundarsonar, Kevins Grandbergs og þjálfarans, Eggerts Garðarsson- ar, en þeir lágu allir með flensu. Leikurinn byrjaði með miklum hraða og mikið af mistökum. En Njarðvíkingar voru alltaf skrefi á undan. Bestu menn Njarðvíkur voru Brandon Woudstra, Friðrik Stefáns- son, Brenton Birmingham, Guð- mundur Jónsson og „risinn“ Egill Jónasson sterkur undir körfunni með 8 varin skot. „Við spiluðum engan veginn sem lið hér í kvöld og vorum alltof mikið að hanga á boltanum. Vörnin var fín í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik vantaði alla baráttu í okkur og sókn- in gekk mjög illa. Við söknuðum Ei- ríks, Kevins og Eggerts í þessum leik en það er engin afsökun. Við hin- ir eigum samt að geta komið saman og spilað eins og lið,“ sagði Ólafur Sigurðsson sem lék best í liði ÍR ásamt Reggie Jessie. Hálf sekúnda dugði Halldóri HALLDÓR Kristmann bjargaði einhverju af heiðri Hauka þegar hann skoraði þriggja stiga körfu hálfri sekúndu fyrir leikslok gegn Breiðabliki á Ásvöllum í gærkvöld og tryggði Hafnfirðingum eins stigs sigur, 96:95. Blikar voru lengst af með undirtökin og geta nag- að sig í handarbökin fyrir að leyfa Haukum að komast um tíma inn í leikinn og einnig að hafa á síðustu sekúndu ekki betri gætur á Hall- dóri, sem skoraði úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Stefán Stefánsson skrifar Björn Björnsson skrifar Davíð Páll Viðarsson skrifar HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, RE/MAX-deildin, suðurriðill: Selfoss: Selfoss - FH .............................19.15 Austurberg: ÍR - Breiðablik.................19.15 Norðurriðill: Hlíðarendi: Valur - KA ..............................20 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Fylkishöll: Fylkir/ÍR - ÍBV ..................19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Grindavík: UMFG - KR........................19.15 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN - UMFG...................19.15 SUND Bikarkeppni Sundsambandsins, 1. og 2. deild, hefst í kvöld í Sundhöll Reykjavíkur kl. 19.30. Í KVÖLD KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni Evrópu Toulon – Keflavík .................................107:91 Stig Keflavíkur: Derrick Allen 29 stig (11 fráköst), Magnús Gunnarsson 17 (6 stoðs.), Nick Bradford 15, Falur Harðarson 7 , Jón Nordal Hafsteins- son 7 (4 varin skot, 5 fráköst og 4 stolnir boltar), Gunnar Einarsson 7, Sverrir Þór Sverrisson 6 og Halldór Halldórsson 3. Ovarense og Madeira ..............................82:77 Fyrri leikir: Keflavík – Ovarense ..............................113:99 Madeira – Toulon...................................111:92 Staðan: Madeira 2 1 1 188:174 3 Keflavík 2 1 1 204:206 3 Toulon 2 1 1 199:202 3 Ovarense 2 1 1 181:190 3  Tvö stig fyrir sigur, eitt fyrir tap. Haukar – Breiðablik 96:95 Ásvellir, úrvalsdeild karla, Intersportdeild- in, fimmtudagur 13. nóvember 2003. Gangur leiksins: 0:2, 4:2, 4:10, 6:15, 12:17, 14:24, 21:30, 21:36, 26:41, 34:41, 40:49, 46:52, 49:52, 54:56, 59.56, 63:58, 63:65, 68:65, 70:67, 70:75, 73:78, 73:82, 70:87, 85:87, 91:91, 91:93, 93:93, 93:95, 96:95. Stig Hauka: Michael Manciel 40, Halldór Kristmannsson 23, Sævar Haraldsson 13, Predrag Bojovic 10, Sigurður Einarsson 5, Marel Guðlaugsson 3, Þórður Gunnþórs. 2. Fráköst: 16 í vörn, 11 í sókn. Stig Breiðabliks: Cedrick Holmes 27, Mirko Virijevic 21, Jónas Ólafsson 19, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16, Loftur Þ. Einarsson 8, Jó- hannes Hauksson 2, Þórarinn Örn Andrés- son 2. Fráköst: 20 í vörn, 14 í sókn. Villur: Haukar 16 – Breiðablik 18. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Georg Andersen. Áhorfendur: Um 130. Snæfell – Hamar 100:83 Stykkishólmur: Gangur leiksins: 0:8, 6:12, 13:20, 16:24, 20:26, 27:28, 31:34, 38:40, 41:42, 45:42, 47:51, 59:53, 61:57, 63:59, 68:61, 74:61, 79:64, 83:69, 89:71, 92:74, 95:83, 100:83. Stig Snæfells: Corey Dickerson 22, Dond- rell Whitmore 20, Hlynur Bæringsson 17, Lýður Vignisson 17, Sigurður Þorvaldsson 12, Bjarne Ó. Nielsen 8, Hafþór I. Gunn- arsson 4. Fráköst: 26 í vörn – 13 í sókn. Stig Hamars: Chris Dade 28, Svavar Páls- son 18, Faheem Nelson 14, Pétur Ingvars- son 11, Lárus Jónsson 9, Hallgrímur Brynj- ólfsson 3. Fráköst: 23 í vörn – 12 í sókn. Villur: Snæfell 9 – Hamar 16. Dómarar: Leifur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson, gaman að sjá þegar dómurum tekst vel upp. Góðir. Áhorfendur: 154. Tindastóll – Þór 109:91 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 8:4, 16: 6, 22:7, 25:13, 30:15, 38:18, 46:25, 48:37, 48:44, 57:58, 63: 58, 74:64, 79:67, 81:71, 86:77, 96:82, 100:86, 109:91. Stig Tindastóls: Clifton Cook 27, Kristinn Friðriksson 22, Nick Boyd 15, Einar Örn Aðalsteinsson 13, Helgi Rafn Viggósson 10, Óli Barðdal 9, Axel Kárason 6, Adrian Parks 5, Matthías Rúnarsson 2. Fráköst: 24 í vörn – 13 í sókn. Stig Þórs: Svavar Birgisson 23, Raymond Robin 23, Leon Brisport 15, Gunnlaugur Er- lendsson 14, Billy Drehen 10, Ágúst Ö. Grét- arsson 3, Rúnar F. Sævarsson 3. Fráköst: 22 í vörn – 15 í sókn. Villur: Tindastóll 24 – Þór 20. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Er- lingur Erlendsson. Áhorfendur: 390. Njarðvík – ÍR 102:73 Njarðvík: Gangur leiksins: 21:10, 25:16, 39:28, 41:30, 51:39, 60:48, 76:52, 83:56, 96:63, 102:73. Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 22, Friðrik Stefánsson 19, Guðmundur Jónsson, 15, Páll Kristinsson 10, Brenton Birming- ham 10, Egill Jónasson 8, Halldór Karlsson 7, Kristján Sigurðsson 7, Ólafur Ingvason 3, Helgi Guðbjartsson 3. Fráköst: 24 í vörn – 8 í sókn Stig ÍR: Reggie Jessie 21, Ólafur Þórisson 9, Ólafur Sigurðsson 8, Ásgeir Hlöðversson 6, Ryan Leier 5, Ólafur Guðmundsson 4, Ómar Sævarsson 3, Geir Þorvaldsson 2. Fráköst: 17 í vörn – 17 í sókn. Áhorfendur: Um 100. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Egg- ert Garðarsson. Rögnvaldur komst ágæt- lega frá sínu en Eggert var lélegur! Staðan: Grindavík 5 5 0 440:407 10 Snæfell 6 4 2 505:464 8 Njarðvík 6 4 2 550:510 8 Haukar 6 4 2 492:494 8 Keflavík 5 3 2 478:431 6 KR 5 3 2 477:453 6 Tindastóll 6 3 3 593:553 6 Hamar 6 3 3 467:509 6 Þór Þorl. 6 2 4 565:609 4 Breiðablik 6 1 5 496:544 2 KFÍ 5 1 4 484:505 2 ÍR 6 1 5 510:578 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.