Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. É g gleymi því aldrei þeg- ar ég heyrði Kiri Te Kanawa fyrst syngja ar- íuna fallegu úr Brúð- kaupi Fígarós, Dove sono. Það var á plötu með London Philharm- onic – ég man að ein af uppáhaldssöngkonun- um mínum, Frederica von Stade var í hlutverki Cherubinos og sir George Solti stjórnaði. Dove sono er ein af dásamlegustu smíðum Mozarts og hvergi hefur mér fundist guðs elskaða tón- skáldið, Amadeus, fara nær himnaríki. Tign og reisn þessarar aríu er einhvern veginn svo upp- hafin – hún bókstaflega flýtur jörðu ofar, ljóð- ræn og þokkafull, þrungin himnesku andríki. Eða var það bara Kiri? Söngur hennar var svo ólýsanlega fallegur – ég vissi ekki alveg hvar Mozart sleppti og Kiri tók við í þessari dáindis upplifun. Sennilega eru Mozart og Kiri bara eitt; í það minnsta hefur hún helgað stóran hluta ferils síns söng á sópranhlutverkum hans og þar hafa ekki margar söngkonur gert betur – hann hlýt- ur að hafa hugsað um söngkonu, einmitt eins og Kiri þegar hann samdi þessa rullu. Ætli tíminn muni ekki leiða í ljós að Kiri Te Kanawa hafi verið mesta sópransöngkona heims á síðari hluta 20. aldar. Það kæmi mér ekki á óvart. Og nú er ég á leið til móts við Dame Kiri, þar sem hún veitir blaðamönnum góðfúslega viðtal vegna tónleika hennar og Julians Reynolds í Háskólabíói annað kvöld kl. 19.30. Aðstoðar- maður hennar tekur á móti okkur Kristni ljós- myndara, og setur okkur strax í hálfgerða varn- arstöðu vegna myndatökunnar. Það má ekki taka myndir meðan við spjöllum saman, og það mega ekki falla skuggar á andlit söngkonunnar – myndin á að vera skýr. Varla verður það þó vandamál. Eftir sögur af ljósmyndurum sem hefur verið vísað í burtu eftir mislukkaðar til- raunir til að mynda söngkonuna, fer aðstoðar- maðurinn upp að sækja dívuna, og við Kristinn sitjum róleg og bíðum. Dame Kiri gengur í salinn, hnarreist og há- vaxin, í ljósum jakka með grænt sjal liggjandi yfir öxlina. Augun eru það sem maður tekur strax eftir, brún og hlý og stafa mildi og góðvild. Vonandi að þau fyrirheit reynist sönn og að undirtónninn í orðum aðstoðarmannsins hafi bara verið fjas. Þétt og hlýtt handtak – og við byrjum að spjalla. Alin upp í fiskimannasamfélagi „Ég veit ekki hvort bakgrunnur minn í tón- listinni hafi verið nokkuð mikið öðruvísi en ykk- ar hér. Þegar ég var að alast upp, var ég auðvit- að í umhverfi, þar sem hefð Maoríanna var sterk, en við höfðum líka allt hitt, sem tilheyrir vestrænni menningu; Broadway-söngleiki og óperu þar á meðal. Ég varð strax heilluð af óp- erunni og gat aldrei fengið nóg. Mér þótti þessi heimur dásamlegur, án þess að ég væri að hugsa um að ég yrði ef til vill partur af honum. Á Nýja-Sjálandi var þó allt svolítið á eftir því sem var á Vesturlöndum. Sjónvarp kom til dæmis ekki fyrr en ég var orðin fjórtán ára. Að öðru leyti held ég að æska mín hafi verið svipuð því sem venjulegt fólk hér þekkir. Minn upp- runi er í fiskimannasamfélagi, í dag á ég fiski- bát, og hef mjög gaman af því að veiða, elda og borða góðan fisk.“ Söngstjarna á Nýja-Sjálandi Dame Kiri hefur alla tíð verið annáluð fyrir óvenju fagra rödd sína. Mér leikur því forvitni á að vita hvort hún telji þessi raddgæði einskæra guðsgjöf, eða hvort raddtækni og túlkun hafi eitthvað með tóninn að gera. „Sennilega er þetta sambland af öllu þrennu. Röddin mín var þó þannig, að ég vissi alltaf að ég myndi geta sungið. Ég man ekki lengur hve- nær ég gerði mér grein fyrir því að ég vildi verða söngkona – en mér finnst eins og sú ákvörðun hafi í raun verið að vaxa með mér frá því ég var mjög ung. Mér þótti mjög gaman að skemmta mér þegar ég var á unglingsaldri, en um leið og ég fann, að það átti ekki saman að djamma og syngja, hvarflaði ekki annað að mér en að setja sönginn í fyrsta sætið, hann var númer eitt. Foreldrar mínir studdu mig með ráðum og dáð og ég fékk góð tækifæri.“ Kiri var enn unglingur þegar hún var orðin stjarna í heimalandi sínu. Hún söng allt mögu- legt; vinsæl söngleikjalög, þjóðlega tónlist Maoría, óperuaríur, dægurlög – allt sem henni fannst gaman að syngja. Þó segir hún, að þótt hún hafi í þá daga þótt fremur ung þegar hún komst á óperusvið í London, þá þyki það eðlilegt í dag. „Þetta er orðinn svo harður heimur og æsku- dýrkunin er svo mikil; að ef söng- konur eru ekki komnar vel á veg með feril sinn uppúr tvítugu, finnst þeim ekkert ganga. Mér finnst þetta miður, og held að þrátt fyrir allt verði það alltaf svo að söngvarar með raunverulega hæfi- leika nái þangað sem þeir ætla sér. Í mínu til- felli fannst mér söngurinn velja mig, en ekki ég hann. Þetta átti fyrir mér að liggja, og mér hef- ur aldrei fundist ég fara á mis við eitthvað, að hafa ekki gert eitthvað annað við líf mitt. Á næsta ári verð ég sextug, ég er búin að syngja í meir en fjörutíu ár, og það kemur að því að söngferli mínum lýkur. En það er ekki þar með sagt að ferli mínum ljúki við það. Ég er núna að vinna að því með börnum mínum tveimur að koma upp Dame Kiri Foundation, stofnun sem á að styðja við bakið á ungu námsfólki við það sem það vill taka sér fyrir hendur. Þar ætla ég að láta til mín taka í framtíðinni. Ég hitti til dæmis Robbie Williams á hóteli um daginn, þar sem hann var með föður sínum. Ég gaf mig á tal við þá og bað Robbie um að gefa mér áritaða boli, sem ég gæti sett á uppboð fyrir stofnunina. Hann var ákaflega indæll og varð fús við bón minni. Ég er meir að segja bú- in að biðja Karl Bretaprins að tala fyrir mig í kynningarmyndbandi, þannig að þú sérð að ég er þegar farin að undirbúa þetta, eltandi frægt fólk hvar sem ég sé það!“ Ég v var að v Arían ú Kiri he verki, Donna Giovan hann e og ætla þau he henni. Elvira algjör a frúna s að hafa dramat ur um í hennar ar mús „Jú, þarf að Ég vi alltaf a gæti su Dame Kiri Te Kanawa syngur á Um hana hefur verið sagt að þótt Pavarotti legðu saman allt sitt be þá næðu þeir samt ekki að slá h Jónsdóttir ræddi við Dame Kiri u ást hennar á óperunni og söngrö hefur þótt öðrum rödd Dame Kiri Te Kanawa Bað popparann Robbie Will- iams að gefa sér áritaða boli UMDEILDIR STARFS- LOKASAMNINGAR Starfslokasamningar við tvo fyrr-verandi forstjóra Byggðastofnun-ar og samanburður á skilmálum þeirra og þeim samningi sem félags- málaráðuneytið hefur boðið fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu hafa vakið umræðu og undrun undanfarna daga. Fram hefur komið á ný gagnrýni á háar fjárhæðir sem féllu í skaut fyrr- nefndu forstjóranna tveggja, sem báðir eru karlar, og spurningar hafa jafn- framt vaknað um það hvort kyn fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu hafi haft áhrif á það að sá samningur sem henni hefur verið boðinn er mun óhagstæðari. Valgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hef- ur ekki skrifað undir samning um starfslok og kveðst ekki líta svo á að málið sé útkljáð. Á þessu stigi málsins er ekki unnt að fullyrða um þær for- sendur sem liggja að baki afstöðu ráðu- neytisins. En sá mikli munur sem er á starfslokakjörum karlforstjóranna tveggja annars vegar og hins vegar þeim samningi sem framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu var boðinn kemur óneit- anlega nokkuðspánskt fyrir sjónir. Öll stýrðu þau starfsemi ríkisstofnana. Hvað réttlætir það að starf fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu sé svo miklu minna metið en starf forstjóra Byggðastofnunar? Svo er annað mál hvort það sé yfir höfuð eðlilegt af hálfu ríkisins að gera háa starfslokasamninga við fyrrverandi yfirmenn opinberra stofnana. Undan- farin misseri hafa efasemdir um rétt- mæti hárra starfslokasamninga, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, farið vaxandi hér á landi sem í ná- grannalöndunum. Skemmst er að minn- ast þess að forstjóri og stjórnarformað- ur Kauphallarinnar í New York, Richard Grasso, neyddist til að segja af sér í septembermánuði í kjölfar gagn- rýni á samning sem hann hafði gert um starfslok sín, en verðmæti hans nam 188 milljónum dollara. Þá hét breska stjórn- in því fyrr á þessu ári að skera upp her- ör gegn slíkum samningum, sem oft væru gerðir án tillits til gengis viðkom- andi stofnana eða fyrirtækja og hefðu vakið reiði og hneykslan meðal almenn- ings. Almenningi og hluthöfum í fyrir- tækjum hefur misboðið að stjórnendur hafi staðið upp með gríðarháar fjárhæð- ir við starfslok, jafnvel eftir að hafa far- ist illa við reksturinn, átt í samstarfserf- iðleikum eða verið af öðrum ástæðum knúnir til að láta af störfum. Á almennum markaði hafa hluthafar tækifæri til að veita stjórnendum fyr- irtækja aðhald við gerð samninga um laun og önnur starfskjör. En skattgreið- endur hafa hins vegar harla lítið um það að segja hvernig ríkið stendur að gerð slíkra samninga. Spurningar hljóta að vakna um það hvort ekki væri æskilegt að um gerð starfslokasamninga af hálfu ríkisins giltu ákveðnar viðmiðunarregl- ur, sem tryggðu að samræmis væri gætt og að ekki væri kveðið á um óhóflegar upphæðir. BÚVÖRUMARKAÐUR OG SAMKEPPNI VANDI sauðfjár-, svína- og kjúk-lingabænda er augljóslega mikill og allt útlit er fyrir að framleiðendum í öll- um þessum greinum fækki verulega. Það er raunar óhjákvæmileg þróun. Vegna mikillar samkeppni hefur verð lækkað svo mikið að framleiðendur hafa ekki fyrir kostnaði. Í svína- og kjúklingaframleiðslu hefur augljóslega verið fjárfest alltof mikið og byggð upp hús og tæki, sem duga til að framleiða miklu meira kjöt en markað- urinn er reiðubúinn að taka á móti. Bankastofnanir, sem súpa nú seyðið af röngum ákvörðunum um lánveitingar til þessara greina, tregðast við að taka af- leiðingunum og halda skuldsettum framleiðendum gangandi; vona í lengstu lög að keppinautarnir gefist upp á undan og ástandið á markaðnum lagist. Kindakjötsframleiðendurnir, sauð- fjárbændurnir, njóta hins vegar ríkis- styrkja, sem jafnframt trufla markaðinn og stuðla að offramleiðslu á kindakjöti. Stöðugt dregur úr innanlandsneyzlu kindakjöts og illa gengur að koma kjöt- inu á erlenda markaði. Loks skekkja þær hömlur, sem enn eru á innflutningi kjöts, myndina enn frekar. Það er brýnt að eðlilegt jafnvægi komist á á kjötmarkaðnum og tryggt verði að öflugir framleiðendur geti lifað og dafnað, og jafnframt að á markaðnum sé eðlileg samkeppni, sem tryggi hag- stætt verð til neytenda. Í svína- og kjúk- lingaframleiðslunni mun draga úr of- framleiðslunni fyrr eða síðar, því að ekki geta bankarnir haldið endalaust áfram að forðast afleiðingar ákvarðana sinna. Þar þarf ríkisvaldið hvergi að koma nærri. Í sauðfjárbúskapnum hins vegar þarf ríkið að vinda ofan af stuðningi sín- um við bændur og beina honum í nýjan farveg. Það þarf að laga framleiðsluna að þörfum innanlandsmarkaðarins, meðal annars með því að greiða eldri bændum og þeim, sem reka lítil og óhag- kvæm bú, fyrir að hætta framleiðslu og setjast í helgan stein eða snúa sér að öðru. Deila má um þær aukagreiðslur, sem nú hafa verið ákveðnar til sauðfjár- bænda umfram gildandi búvörusamn- ing, en þær miða greinilega m.a. að þessu. Framtíðarmarkmiðið á hins veg- ar að vera að sauðfjárbúskapurinn geti lifað án ríkisstyrkja; íslenzka lamba- kjötið er gæðavara og áfram verður spurn eftir því á innanlandsmarkaði. Í tengslum við aðstoð ríkisins við sauðfjárbændur hefur verið ákveðið að skoða samkeppnislögin, í því skyni að gera bændum auðveldara að bregðast við fákeppni og undirboðum á búvöru- markaði, og er þá væntanlega átt við þróunina í svína- og kjúklingakjötsfram- leiðslunni. Það getur verið full ástæða til þess. Breytingar mega hins vegar ekki verða til þess að draga úr samkeppni og það hljóta að vera hagsmunir neytenda sem hafðir verða að leiðarljósi. Tvennt verður að hafa hugfast í þessu sam- bandi. Í fyrsta lagi njóta neytendur góðs af því ef einkaaðilar eru reiðubúnir að bjóða vörur á lægra verði tímabundið til að auka markaðshlutdeild sína. Það er þekkt og eðlileg aðferð í viðskiptum. Hins vegar er óeðlilegt að sterkir aðilar beiti slíku til að gera út af við samkeppni og hækka verðið til lengri tíma. Í öðru lagi yrði fákeppni á markaðnum ávallt heimatilbúinn vandi. Aukið frelsi í við- skiptum með landbúnaðarvörur og lægri tollar á innfluttar kjötvörur eru einföld leið til að koma í veg fyrir að hér myndist fákeppni. Það er einungis ef við lokum markaðnum sem við eigum slíkt á hættu. Og fyrst samkeppnislögin eru til skoðunar með tilliti til búvörufram- leiðslunnar, er jafnframt tímabært að taka af öll tvímæli um að frjáls sam- keppni gildi í landbúnaðinum eins og annars staðar; að opinber heildsöluverð- lagning mjólkurvara verði til dæmis af- lögð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.