Vísir - 14.03.1981, Blaðsíða 31

Vísir - 14.03.1981, Blaðsíða 31
Laugardagur 14. mars 1981 vtsm Kirkjudagur i Arlegur kirkjudagur verður i Asprestakalli á morgun sunnu- dag og hefst kl. 14 með helgi- stund að Norðurbrún 1 sem sóknarpresturinn sr. Arni Berg- ur Sigurbjörnsson annast. Kór prestakallsins syngur undir stjórn organistans Kristjáns Asprestakalli Sigtryggssonar. Að helgistundinni lokinni verður framreitt kaffi og munu Guðmundur Guðjónsson og Sig- fús Halldórsson tónskáld skemmta. Einnig mun kórinn flytja kórverk og sönglög. Norskir gestir í heimsókn Hópur 120 kennaranema og kennara frá Kennaraskólanum i Notodden i Þelamörk i Noregi er væntanlegur til landsins i dag, og mun dvelja hér i viku- tima. Nemendur skólans fara ár- lega i stuttar kynnisferðir til ýmissa landa, og varð island nú i fyrsta skipti fyrir valinu. 1 hópnum er m.a. söngkór, fjörtiu manna þjóðdansaílokkur og lúðrasveit. Allharður árekstur varö á horni Bústaða- vegar og Réttarholts- vegar siödegis i gær. ökuniaður og farþegi úr öðrum bilnum voru fluttir á slysadeild. Báöir bilarnir eru mikið skemmdir. Visismynd EÞS Lýst ettir vitnum aó umlerðarslysi 25 ára afmælishátíö Norræna félagið á Akranesi verður 25 ára sunnudaginn 15. mars n.k.. 1 tilefni af afmælinu gengst félagið fyrir listsýningu i Bók- hlöðunni dagana 8.-15. mars og er sýningin opin á hverju kvöldi kl. 20-22 Þá gengst félagið fyrir af- mælishátið i Rein laugardaginn 14. mars n.k. kl. 20.00. Þar verður sameiginlegt borðhald og margt til skemmtunar. Þar mun m.a. verða formaður Norræna félags- ins i Bamble i Noregi, Reidunn Tollefsen, og maður hennar, en henni er boðið hingað i tilefni af- mælisins. Bifreiðastjórinn sem ók á stúlku á Innnesvegi á Akranesi um siðustu helgi og stakk siðan af er enn ófundinn. Stúlkan er á batavegi eftir þau meiðsl sem hún hlaut og er komin heim af sjúkra- húsi. Lögreglan á Akranesi lýsir eftir manni sem var á gangi á Innnes- vegi i þann mund er slysið átti ser stað, um klukkan 3,30 aðfaranótt laugardags fyrir viku. Ennfrem- ur vill lögreglan ná tali af öku- manni fólksbils, rauðum að lit, sem var þarna á ferð á þessum tima. —SG jafntefli hjá Fram og KR... Framarar og KR-ingar geröu jafntefli 17:17 i baráttunni um fallið, þegar þeir mættust i Laug- ardalshöllinni i gærkvöldi. Fram- arar höfðu yfir 8:6 i leikhléi. KR— ingar tóku Atla Hilmarsson úr umferð. Haukur O. 6 og Konráð J. 5 skoruðu flest mörk KR, en Hann- es 5 og Jón Árni skoruðu flest mörk Framara, sem voru yfir all- an leikinn. Vísisbló Stúlka á eyðieyju verður sýnd i Visisbió i Regnboganum klukkan 13 á morgun. Myndin er i litum með islenskum texta. -----------------------------------------------n Frettir Vísis um kattarsandsinnflutninginn: \ Ráöune ivtlð telur megina itriði röng Viðskiptaráðuneytið hefur beðið um að eftirfarandi athugasemd veröi birt i blað- inu: „Meginatriði i frétt Visis i gær og i dag um innflutning á katta- sandi eru alröng. 1 f réttinni seg- ir, og þvi er slegið upp sem fyrirsögn á baksiðu blaðsins að verðmæti innflutnings undir tollnúmeri 2505 en þar undir fellur ma. allur innfluttur kattarsandur hafi á siðasta ári numið 130 milljónum gamalla kr. Þessi tala er röng, og óskiljanlegt að blaðamaður skuli ekki leita staðfestingar á tölunni hjá hagstofu áður en fréttin er birt. Hið rétta i þessu er að sif verömæti innflutnings á siðasta ári undir þessu númeri var 38 milljónir 803 þúsund gamlar krónur en sé einungis reiknað með fob verðmæti lækk- ar þessi tala niður i 24 milljónir 438 þúsund gamlar krónur. Einnig segir i fréttinni að kattasandur sé nánast það eina sem flutt sé til landsins undir tollnúmeri 2505. Þetta er rangt. Auk innflutts kattarsands sem fellur undir þetta númer falla undir það ýmsar aðrar sandteg- undir og má sem dæmi nefna náttúrulegan kvartzsand. Er óhætt að fullyrða að kattasand- ur er aðeins brot af þeim sandi sem er fluttur undir tollskrár- númeri 20505.” Frétt Vísís unnin eftir opinberum upplýsingum: „Var 80 tonn 1978 og hefur ðrugglega auhisi talsvert” - segir Kristinn Jónsson í Búðardal um staðnum var hægt aö fá upp- gefna nákvæma tölu um þenn- ann innflutning. Hjá Tollstjóra- skrifstofunni var einungis þess getið að kattasandurinn væri nánast það eina sem flutt væri inn á viðkomandi tollnúmeri og lijá Hagstofunni fengust upplýs- ingar um magnið, 267,3 tonn á siðasta ári. Frétt Visis er þvi unnin upp úr upplýsingum frá opinberum aðilum, og þvi má bæta við að Björn Líndal i Viöskiptaráðu- neytinu tjáði Visi að ekki væri hægt að sjá nákvæmlega magn það sem flutt er til landsins á kattasandi nema meö ærinni fyrirhöfn. gk-- „Ég lét gera athugun á þvi I fyrir mig 1978hversu mikið væri I flutt inn til landsins af katta- I sandi og var þessi athugun gerð I hjá hagstofustjóra,” sagði I Kristinn Jónsson i Búðardal i I viðtali við Visi, en Kristinn hef- I ur framleitt kattarsand til sölu á | markaði hérlendis. | „Mér var þá tjáð aö innflutn- j ingur á kattarsandi heföi verið • um 80 tonn þaö árið, og hann • hefur örugglega aukist tals- j vert” sagði Kristinn. ! Frétt i Visi um magn það sem J flutt er til landsins af kattar- J sandi var unnin eftir upplýsing- J um frá Hagstofunni og Toll- J stjóraembættinu, en þaö skal J reyndar tekið fram að á hvorug- KREFJAST MOTUNEYTA I FJðLBRAUTASKÖLAHA Landsamband mennta- og fjöl- brautaskólanema (LMF) gengst fyrir kröfugöngu að alþingishús- inu á mánudaginn og útifundi þar til þess að leggja áherslu á kröfu samtakanna um mötuneyti i alla skólana og niðurgreiðslu rikisins á launakostnaði I mötuneytunum. Kröfugangan hefst rétt fyrir hádegi við fjölbrautaskólann i Breiðholti, en stefnt er að þvi að útifundurinn hefjist um hálfþrjú- leytið á Austurvelli. Fundarmenn munu siðan af- henda undirskriftarlista til að leggja áherslu á kröfur sinar. Sovéskur listdans í Þjóðleikhúsinu Þvi verður ekki neitað, að dá- litinn kjark, ef ekki fifldirfsku, þarf sá áhugamaður um leikhús að hafa, sem tekur að sér að velta opinberlega vöngum yfir leiksýningum. Sú fífldirfska, sem ég á i' mínum fórum nægir mér þó ekki til að ég ætli mér þá dul að fjalla á gagnrýninn hátt um sovésku dansarana, sem nú sækja okkur heim og sýna i Þjóðleikhúsinu. Hæfni þeirra,al- gjört vald á hverjum vöðva lik- amans og sú svifandi, sem einkennir hreyfingar þeirra, er allt ofvaxið minum skilningi og ég gat ekkert annað en fyllst virðingarfullri aðdáun á þvi sem fyrir augun bar á sviðinu. Hópdansararnir voru full- komlega samstilltir bæði i hreyfingum og útliti og þá sjald- an sem þeir heyrðust snerta gólfið var sem einum fæti væri léttlega drepið á jörð, svo sam- taka var dans þeirra. Eindans- arnarnir báru hver af öðrum, óþjálfað auga gat vart séð þar á mun. Aðeins mismikil útgeislun dansgleði og einstaklingsbund- inn smekkur áhorfendanna á _ yfirbragði eða persónuleika dansara gat orðið mælistika á þá. Sýnd voru stutt atriði úr mörgum ballettum, sumum þekktum svosem Svanavatni og Þýrnirósu. Hrifandi handa- hreyfingar Gersjúnóvu i Svana- vatninu urðu mér ógleyman- legar svo nærri komust þær þvi að verða þandir fuglsvængir. Brúður var annað skemmtilegt og kimið atriði og Adagio við tónlist Albinonis var frábrugðið öðrum atriðum i þvi að bregða út frá þeirri háklassisk, sem annars rikti á sýningunni. önn- ur atriði eru eftirminnilegri fyrir þá undraverðu likams- þjálfun sem dansararnir sýndu af sér og nokkur atriðanna undir lokin reyndar ekki til annarsj glansnúmer sem gerðu áhorf- endur agndofa. Klassi'skur ballett, eins og þarna var til synis, er auðvitað miklu meira en likamsrækt, rétt eins og söngur er miklu meira en það að geta hrópað hæstu tónana i skalanum. Ballett er mér fyrst og fremst likamning tónlistar, túlkun og samruni við hana. Hluti af ballett við hluta af tónlist verður þvi aldrei annað en hluti af heilu lista- verki. En þá fyrst fer að reyna á okkur áhorfendur, þegar við þurfum að metalistaverk i heild sinni, þurfum að hlusta eftir lágu nótunum jafntog þeim háu. Eða sitja undir heilli óperu i stað vinsælustu laga hennar. Minn draumur væri að fá að horfa á listdansara, sem náð hafa full- komnun þeirra sovésku, dansa t.d. alla Þyrnirósu eða allt Svanavatnið. Með þessum orð- um er ég alls ekki að vanþakka þá tilkomumiklu sýningu, sem boðið er upp á i Þjóðleikhúsinu eða að reyna að gera minna úr gestum okkar. Siður en svo. 1 lok sýningarinnar var döns- urunum ákaft fagnað og inni- lega. Þrátt fyrir þröngt svið Þjóðleikhússins, hryllileg hljómflutningstaBki og subbuleg tjöldin sem urðu að mynda um- gerð sýningarinnar, hljóta þeir að hafa notið þess að dansa fyrir okkur, svo augljós var að- dáunin og hrifningin i salnum. Þeir hneygðu sig með sama þokkanum og lýsti af dansi þeirra og gleymdu ekki að lita til allra átta, rétt eins og þeir væru á sviði leikhúss með svalir upp um allt og til beggja handa. Og sumar stúlknanna hqfðu hreinsað af sér allan farða og birtust I sinni réttu mynd og viti menn, þetta var raunverulegt fólk, konur eins og ég, misfriðar og venjulegar, ekki verur úr handanheimum. Það var næsta skrýtin uppgötvun og leiddi hugann að verri hugsunum en þeim sem hæst báru i algleymi listdansins fyrr um kvöldið. Hugsunum um þann miðstýrða járnaga, sem liggur að baki slikrar þjálfunar, um það um- hverfisem þessum dönsurum er hversdagsleiki tilverunnar. En slikar hugsanir eiga liklega ekki heima I leikhússpjalli eða hvað?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.