Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 39 BÓKAFLOKKURINN Norræn sakamál hefur fest sig í sessi á íslensk- um bókamarkaði og nú er þriðja bókin á íslensku komin út, full af lögreglu- sögum héðan og þaðan af Norður- löndum. Í fyrra átti Jó- hannes Sigfússon, varðstjóri á Akur- eyri, bestu söguna að mínu mati og í ár er hann mættur til leiks á ný. Það fer vel á því að hann skrifi opnunarsöguna í ár en sagan hans nefnist Afbrot og geðsjúkdómar. Ágæt saga og fræðandi hjá Jóhannesi um geðsjúkan karlmann sem ræðst á fjölmiðlamann á Akureyri og nærri því drepur hann. Að öðru leyti sanna sög- urnar í ár að sakamál þurfa ekki að vera umfangsmikil eða stóralvarleg til að vera efniviður í hreint frábærar sög- ur. Í þessu sambandi verð ég að nefna Skoplegar hremmingar eftir Kurt Er- ik Andersen, rannsóknalögreglumann í Kaupmannahöfn, og Tuborgræningj- ann eftir Søren Kreinøe, lögreglmann í Lyngby. Sú fyrrnefnda er kímin, og þar er sagt frá tveimur smákrimmum sem ætla að ná sér niðri á kaupmanni fyrir að selja þeim léttbjór í stað bjórs. Tuborgræninginn fjallar um 30 ára gamalt sakamál og leggur höfundurinn áherslu á að lýsa manngerð aðalsögu- persónunnar svo úr verður hin besta saga. Nokkrar sögur voru reyndar full- þurrar. Það skiptir miklu máli í svona bók að ganga ekki of langt í því að rifja upp mál, lið fyrir lið, líkt og verið sé að sýna hvernig löggan leysti málið, punktur og basta. Mannlegi þátturinn má ekki gleymast. Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður í Reykja- vík, virðist hafa þessa hluti á hreinu í sögu sinni Hendur sem meiða, þar sem fjallað er um rannsókn á stóru barna- níðingsmáli. Hann lýsir því á sannfær- andi hátt hvað svona rannsókn getur orðið þreytandi og erfið, ekki síst þeg- ar lögreglan er undir stífri pressu um að finna hinn seka en ekkert gengur. Eitt verður að teljast undarlegt við bók um sakamál á Norðurlöndum, að ekki er minnst einu orði á mótorhjóla- klíkur á borð við Vítisengla og viður- eign dönsku lögreglunnar við slíka menn. Hverju sætir það? Er það ekki staðreynd að meðlimir úr slíkum klík- um sitja í fangelsi fyrir alls kyns glæpi, morð, fíkniefnasölu og fleira? Í Nor- rænum sakamálum 2004 vil ég sjá þessu kippt í liðinn og sömuleiðis sjá betri millifyrirsagnir, myndatexta og færri prentvillur. Svo verður að nota rétt orð varðandi réttarkerfið. Það gengur ekki í svona bók að segja að sakborningar séu „dæmdir“ í gæslu- varðhald. Það kom ítrekað fyrir. Eru menn ekki „úrskurðaðir“ í gæsluvarð- hald? Löggan í önnum BÆKUR Sakamálafrásagnir Norræn sakamál 2003. útg. Íþrótta- samband lögreglumanna á Norður- löndum. Íslenska lögregluforlagið ehf. Reykjavík. 223 bls. NORRÆN SAKAMÁL 2003 Örlygur Steinn Sigurjónsson ÉG vel sem titil þessa ritdóms 3 orð sem ganga gegnum bók um lesblindu sem rauður þráður. Bók, sem þýdd hefur verið á íslenzku en kom fyrst út í Bandaríkjunum 1994 undir heitinu The Gift of Dyslexia. Þessi þrjú orð eru án efa einhverju fagfólki töm þótt þau fari fyrir brjóstið á mér, en þýð- endur þessarar bókar hafa frá mínum sjónarhóli séð ekki verið öfundsverðir af hlutverki sínu. Mér finnst álíka fráleitt að kalla les- blindu náðargáfu af því að frægir merkir einstaklingar hafi verið les- blindir og að kalla sykursýki himna- sendingu af því einhver merkismaður hafi hana líka. Fólk á borð við Hans Christian Andersen, Albert Einstein, Thomas Edison og Henry Ford er sagt hafa verið lesblint, svo og einn mest lesni rithöfundur nútímans, J.K. Rowling, sem skrifað hefur bækurnar um Harry nokkurn Potter. Frá sjón- arhóli Ron D. Davis kom snilligáfa þess fólks fram vegna lesblindunnar en ekki þrátt fyrir hana. Hvað sem um það má segja er afar gott að líta á já- kvæðar og neikvæðar hliðar fyrirbær- is eins og lesblindu, ekki sízt til upp- örvunar fyrir fólk sem þarf á henni að halda. Það er merkilegt hve lesblinda virð- ist enn vera að greinast seint hjá ungu fólki hérlendis. Enn er maður jafnvel að heyra af menntaskólanem- um sem barizt hafa í gegnum 10– 12 ár í skóla án þess að uppgötv- azt hafi í hverju námserfiðleikar þeirra fólust. Sumir hafa náð öllum prófum og staðið sig með ágætum í skóla með blóði, svita, tárum og ómældri fyrirhöfn, og verið undir margfalt meira álagi en aðrir nemend- ur. Mér finnst að eitthvað mikið hljóti að bjáta á í skólakerfinu og öryggisneti þess ef margir einstaklingar sleppa þannig í gegn án þess að lesblinda þeirra greinist og þeim sé veitt við- unandi aðstoð. Það er afar ánægjulegt til þess að vita að aðstoð sé nú orðið fá- anleg fyrir lesblinda. Fyrir margt full- orðið lesblint fólk hafa nýjar aðferðir orðið til þess að gjörbreyta lífinu. Mér fannst að mörgu leyti fróðlegt að fara í gegnum þessa bók, en hún er hálfgert torf og víða illskiljanleg, a.m.k. fyrir mig sem ekki er lesblind. Vera má að lesblindir skilji efni hennar betur en þeim gengur þá áreiðanlega verr að komast í gegnum textann. Mér er þess vegna ekki ljóst hver markhóp- ur fyrir bókina eigi að vera, því efni hennar er torlæst eins og áður segir en á bókarkápu segir að þúsundir manna um allan heim hafi nýtt sér þessa bók til að losna úr viðjum lesblindu og ann- arra námsörðugleika og nú getir þú það líka. Hugarauga, skynbjag- anir og skynstilling BÆKUR Handbók Höfundur: Ronald D. Davis og Eldon M. Braun. Þýðendur: Þuríður Þorbjarnar- dóttir og Heimir Hálfdánarson. Útgef- andi: lesblind.com 2003. Prentun: Prent- smiðjan Oddi hf. Kilja, 308 bls. NÁÐARGÁFAN LESBLINDA Katrín Fjeldsted EKKI virðist neinn hörgull á góðu efni, hvorki í myndum né máli, frá þeim Vestfirðingum. Að þessu sinni bera tveir gamalkunnir höfundar ritið uppi. Alþýðufræðimaðurinn Ari Ívars- son frá Melanesi á Rauðasandi opnar þennan árgang með tveimur prýðis- góðum ritgerðum. Sú fyrri segir frá systrasonum tveimur, frændum höf- undar, Ívari Ívarssyni í Kirkjuhvammi og Halldóri Júlíussyni, lengstum í Stekkadal. Báðir voru þeir merkilegir menn og lifðu lífinu meira fyrir aðra en sjálfa sig. Vissulega var ástæða til að minnast þeirra og það er gert hér vel. Síðari greinin seg- ir frá landpóstum á Vestfjörðum, einkum Sumarliða Guðmundssyni og Karli Árnasyni. Í grein þessari flétt- ast saman endur- prentanir úr greinaköflum og viðtal við Karl. Þetta er góð viðbót við hið merka rit Söguþætti landpóstanna og minnir mann á hvílíkt þrek og þol- gæði og skyldurækni þurfti til að sinna þessu erfiða starfi. Hinn höfundurinn er æði ólíkur þeim fyrri. Það er húmoristinn Hafliði Magnússon. Hér á hann drjúggóða syrpu gamanmála, sem hann hefur auðsjáanlega verið ötull að halda til haga. Þá er ennfremur grein hans, Blaðaútgáfa á Bíldudal 1901 til 1975. Bílddælingar hafa verið ótrúlega ötul- ir við að skrifa og gefa út blöð. Hér eru talin upp sjö blöð, sum handskrifuð, önnur fjölrituð og einhver prentuð. Hafliði gerir nokkra grein fyrir sögu þessara blaða og segir frá einhverju af efni þeirra. Þar kennir margra grasa. Bílddælingar hafa verið merkilegir menn. Skyldu þeir vera það enn?! Þá er enn frásögn Hafliða af byggingu Sögubæjarins á Hrafnseyri. Er það bráðskemmtileg frásögn. Ritgerð er eftir Hannibal Valdi- marsson (1985) um byggingu sam- komuhúss verkalýðsfélagsins í Súða- vík um 1930. Þar unnu margar fornfúsar hendur mikið verk á stuttum tíma. Nokkrir smáþættir eru svo til við- bótar. Þar staldraði ég við frásögn Björgvins Sigurbjörnssonar, sem var einn björgunarmanna, þegar breski togarinn Dhoon strandaði við Látra- bjarg í aftaka veðri. Og líkt og fyrr er hér mikið af skemmtilegum og stundum söguleg- um myndum. Myndasyrpa er frá há- tíðarhöldum á Hrafnseyri 17.júní 2003 og einnig er birt ræða Elínar Hirst á sömu hátíð. Myndasyrpa er úr Þing- eyrarhreppi frá árinu 1962. Þar eru myndir af býlum og búendum. Og loks er syrpan Mannlífsmyndir úr Súðavík frá ýmsum tímum. Hér er ekki allt upp talið sem í þessu ágæta riti er að finna. En óhætt er að segja að það sé hið skemmtileg- asta og beri ritstjóra og höfundum gott vitni. Vestfirðingar fyrr og nú BÆKUR Ársrit Frá Bjargtöngum að Djúpi 6. Ritstj.: Hall- grímur Sveinsson. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 2003, 172 bls. MANNLÍF OG SAGA FYRIR VESTAN Sigurjón Björnsson ÞRÁTT fyrir tal um græðgisvæð- ingu í íslensku samfélagi eiga hin mjúku gildi sér marga talsmenn. Þeir benda á að lífshamingjan og lífsgæðin eru ekki nema að hluta til fólgin í efnislegum gæðum heldur umfram allt því sem er ókeypis, kærleika, umhyggju, ástvinum, heilsu, trú og að eiga vissu um að líf- ið hafi tilgang. Bænaiðkun er sífelld áminning um þetta. Hún er opið samband á milli iðkandans og þess sem hún beinist að. Nýlega voru gefnar út tvær bækur, annars vegar Bænir karla með bænum 45 ís- lenskra karla og hins vegar Bænir kvenna með bænum 50 íslenskra kvenna. Fólkið kemur úr öllum stéttum samfélagsins sumt lands- þekkt en annað ekki. Konur hafa á öllum tímum lagt stund á bænalíf og miðlað trúararfi og gildum kristinn- ar trúar mann fram af manni, ekki síst við rúmstokk barna sinna og í uppeldi þeirra. Á þann hátt hafa þær lagt sinn drjúga skerf að grundvelli sið- ferðis og andleg- um styrk þjóðar- innar. Það er því vel við hæfi að gefa út bók með sýnishorni af bæn- um þeirra. Vegna fjölda höfunda og mismunandi bakgrunns þeirra gefur bókin góða innsýn inn í bænalíf ís- lenskra kvenna. Bæn hverrar konu er á einni blað- síðu eða opnu í bókinni og efnistök eru mjög mismunandi að formi og innihaldi. Beðið er fyrir fjölskyldu og ástvinum, sjúkum og sorgmædd- um og íslensku þjóðinni. Einnig er beðið fyrir friði og réttlæti, kristi- legu starfi, um visku og styrk til að takast á við verk dagsins, erfiðleika og sársauka. Þakkargjörð er einnig mjög áberandi. Margar bænir eru í formi talaðs máls en aðrar í ljóð- formi, bundnu eða óbundnu. Dæmi: „…í trú og trausti á þig:“ Góði Guð! Ég þakka þér fyrir lífið Sem þú gafst mér, Gleðina og móðurhlutverkið. Gefðu öllum börnum líf og ljós trúar þinnar Lát þau vaxa og þroskast í trú og trausti á þig“ (bls. 11). …ég er konan: Ég er konan, Kristur, sem kom og inn þér hleypti með nýja mynd af mér: að djásn og dýrmæt perla sem dýrmætt blóð þitt keypti ég alltaf verð og er (bls. 69). „…þú yfirgefur mig aldrei:“ Guð, Það varst þú sem leiddir mig út úr myrkinu Og inn í ljósið. Þú, Sem sagðir við mig: Þið, Sem fylgið mér munuð ekki ganga í myrkri, Heldur hafa ljós lífsins (bls. 54). Það er vel til fundið að lesa eina bæn úr bókinni á dag til að orða eig- in bæn og til íhugunar. Andvarp sálarinnar BÆKUR Bænir Höfundar eru 50. Útgefandi: Skálholts- útgáfan 2002. Stærð: 72 blaðsíður. Við- miðunarverð: 1.980 kr. BÆNIR KVENNA Kjartan Jónsson BÓK um einelti á Íslandi kom ný- lega út. Ekki er gerð grein fyrir höf- undinum, Svövu Jónsdóttur, eða bakgrunni hennar en fram kemur að hún sé einnig höfundur að bók sem heitir Hjálp að handan – sögur sex læknamiðla (Skjaldborg 2002). Formáli er skrifaður af manni sem öðrum fremur hefur gert þetta vandamál sýnilegt almenningi og orðið til þess að einelti varð að helzta umræðuefni ársins: Stefáni Karli Stefánssyni leikara og stofnanda samtaka sem kalla sig Regnboga- börn. Ég mætti reyndar á stofnfund samtakanna sem var afar áhrifarík- ur. Á bókarkápu kemur fram að Samtökin leiðbeindu við vinnslu bók- arinnar með faglegri ráðgjöf og hvatningu. Hluti söluverðs rennur til þeirra. Umræðan undanfarið hefur verið afar heit og ekki að ástæðulausu því margur á um sárt að binda vegna eineltis jafnvel þótt mörg ár séu liðin frá því að atburðirnir áttu sér stað og enn aðrir eru fórnarlömb eða ger- endur hér og nú. Bók um einelti hef- ur vantað til að mæta þekkingarþörf alls þess fjölda fólks sem hefur haft kynni af einelti, beint og óbeint, fólksins sem hefur drukkið í sig við- töl og frásagnir í dagblöðum og tíma- ritum og tjáð sig eða hlustað á um- ræður í útvarpi og í ljósvakamiðlum. Vitnað er í slíkt efni og sumt að hluta endurbirt í bókinni. Þá eru höfð við- töl við nokkra kunna Íslendinga sem orðið hafa fyrir einelti og við örfáa gerendur eða aðstandendur. Ekki er hægt að flokka alla stríðni og kerskni barna og unglinga sín á milli sem einelti og flestir muna eftir góðlátlegri stríðni eða græskulausu gamni sem beint var að ákveðnum skólafélögum áður en orðið einelti varð til. Komið hefur í ljós að margir þeir sem fyrir slíku urðu hafa liðið fyrir það æ síðan og við blasir að ger- endur átta sig ekki alltaf á afleiðing- um gerða sinna. Þeim mun mikil- vægara er að umræðan nú nái til allra sem málið snertir. Einelti á sér einnig stað hjá full- orðnu fóki. Margir vinnustaðir hafa þurft að takast á við slík vandamál en enn fleiri eiga það eftir ef að líkum lætur! Í skólakerfinu hefur umræða og þekking á einelti og afleiðingum þess stóraukizt og gripið hefur verið til löngu tímabærra ráðstafana allvíða svo fyrirbyggja megi vandann. Í kjölfarið fylgir vel undirbúin við- bragðsáætlun sem felur í sér hvað gera skuli þegar einelti kemur upp. Samtökin Heimili og skóli hafa lagt slíkum fyrirbyggjandi aðgerðum verulegt lið (sjá heimasíðu þeirra www.heimiliogskoli.is) og Regn- bogabörn www.regnbogaborn.is eru orðin að sýnilegu afli í þjóðfélaginu. Nokkrir aðilar ruddu brautina og lögðu veigamikil lóð á vogarskálar eineltis að mínu áliti, að öðrum ólöst- uðum. Núverandi vitundarvakning hefði átt erfiðara uppdráttar ef þeir hefðu ekki, hver á sinn hátt og hver á sínu sviði, lagt grunn að umræðu um og þekkingu á einelti. Fyrst vil ég nefna umboðsmann barna, Þórhildi Líndal. Í fyrsta kafla bókarinnar kemur fram að strax í upphafi starfs síns í ársbyrjun 1995 hafi hún sett sér það markmið að vinna gegn hvers konar ofbeldi gagnvart börn- um. Hún gerði könnun meðal nem- endaráða grunnskólanna á því hvernig umboðsmaður barna gæti bætt hagsmuni þeirra og réttindi og komst að því hve einelti lék marga grátt. Hún skrifaði skýrslu til stjórn- valda um ástandið og kynnti efni hennar á blaðamannafundi, stóð fyr- ir fundaherferð og hélt ráðstefnu á Hótel Sögu í október 1998 sem marg- ir muna eftir. Þá vil ég nefna Guðjón Ólafsson sérkennslufræðing. Viðtal er við Guðjón í bókinni, en það hefði mátt vera mun ítarlegra að mínu áliti því Guðjón er fróður um efnið og hef- ur skrifað mikið um það. Síðast en ekki sízt vil ég minnast á nemenda- ráð margra skóla og einkum skóla- sálfræðinga sem hafa verið vakandi gagnvart einelti og látið til sín taka hvað það varðar. Hugo Þórisson sál- fræðingur er einn þeirra og viðtal við hann er að finna í bókinni. Bókin er nokkuð hrá aflestrar og mér finnst eins og vissrar fljótfærni hafi gætt við gerð hennar. Það er eins og legið hafi heldur mikið á að koma henni út svo hamra mætti járn- ið meðan það er heitt og umræðan á fullu. Það er vissulega skiljanlegt en kemur niður á gæðum. Efni af þessu tagi þarf að vinna af fyllstu vand- virkni og gefa sér nægan tíma til þess. Það góða fólk sem vitnað er í og talað er við á slík vinnubrögð skilið, og ekki síður væntanlegir lesendur. Ég tek þó viljann fyrir verkið. Regn- bogabörnum óska ég velfarnaðar og árangurs á brautinni framundan. Þegar einelti kemur upp BÆKUR Félagsmál Höfundur: Svava Jónsdóttir. Útgefandi: Salka. Reykjavík 2003. 177 bls. HIÐ ÞÖGLA STRÍÐ – EINELTI Á ÍSLANDI Katrín Fjeldsted
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.