Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 15
Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára | B 15 þekkt í íslenskri stjórnmálaum- ræðu á dögum Magnúsar. Í Kaupmannahöfn átti Magnús veikari stöðu. Þegar hann tók við embætti var frændi hans, Hilmar Stephensen, forstöðumaður ís- lensku stjórnardeildarinnar og sjálfsagt valdamesti maðurinn um Íslandsmál þar í borg. En hann lést árið 1889, og var þá aldanskur maður, Dybdal að nafni, settur í stól hans. Magnús missti tengsl sín við stjórnkerfið í Kaupmanna- höfn og mun aldrei hafa náð góðu sambandi við Dybdal. Ekki gekk Magnúsi heldur þrautalaust að hafa taumhald á ís- lenskum embættismönnum. Sýslumaðurinn á Ísafirði, Skúli Thoroddsen, leyfði sér árum sam- an að gefa út róttækt stjórnarand- stöðublað, Þjóðviljann, óopinber- lega eftir að landshöfðingi hafði bannað honum að koma að út- gáfustarfsemi. Magnús gerði mikla aðför að Skúla undir því yfirskini að hann hefði sýnt meintum morðingja óhóflega hörku, nokk- uð sem ósennilegt var að gam- algróinn íslenskur embættismaður í marga ættliði léti angra sig ef ekkert annað byggi undir. Lands- höfðingja tókst að vísu að hafa sýslumannsembættið af Skúla, en Hæstiréttur Dana sýknaði hann af flestum ákærum, þannig að hann komst á eftirlaun 36 ára gamall og fékk frábært næði til að stýra blaði sínu gegn landshöfðingjaklíkunni. Sama árið og Hæstiréttur sýkn- aði Skúla Thoroddsen mun Magn- ús hafa skapað sér óvild danskra stjórnvalda vegna þess að hann birtist eftir allt saman sem íslensk- ur þjóðernissinni með kjarnann af stefnu Jóns Sigurðssonar í hjarta sínu. Þegar hann varð landshöfð- ingi var komin á skrið barátta Ís- lendinga fyrir endurskoðun stjórn- arskrárinnar frá 1874 með það að markmiði að koma ráðherravald- inu í Íslandsmálum út úr danska ríkisráðinu og til Íslands. Það kom í hlut hans sem fulltrúa stjórn- arinnar að andæfa þessum kröfum á Alþingi, ekki í eitt skipti heldur á hverju einasta þingi, því alltaf var málið tekið upp. Eftir áratugar- langt þjark er eins og Magnús hafi ekki unað við þá iðju lengur. Árið 1895 réð knappur meiri- hluti Alþingis af að setja kröfur sínar í stjórnskipunarmálinu fram í ályktunarformi í stað stjórnar- skrárfrumvarps. Það var óbeint til- boð um málamiðlun við stjórnina, því að það gaf henni tilefni til að svara með frumvarpi sem mætti einhverjum sjálfstjórnarkröfum Ís- lendinga en hafnaði öðrum. Þegar landshöfðingi sendi ráðherra ályktun þingsins lagði hann til að orðið yrði við kröfunni um að ráð- herra Íslands bæri íslensk sérmál ekki undir konung í ríkisráði Dana. Í reynd skipti þetta atriði varla miklu máli, en flutningur ís- lenskra mála í ríkisráðinu var yf- irlýsing um að Ísland væri hluti af danska ríkinu, ekki land sem kon- ungur réði yfir við hlið ríkisins, líkt og hann hafði ráðið yfir hertoga- dæmunum Slésvík og Holstein. En Íslendingar höfðu haldið því fram allt frá dögum Jóns Sigurðssonar að það væri hin rétta staða lands- ins, það væri land Danakonungs en ekki hluti danska ríkisins. Í Kaupmannahöfn var litið á þetta formsatriði sem stórmál, eins og best kom fram þegar rík- isstjórn Dana féllst loks á það eftir aldamótin að flytja ráðuneyti Ís- landsmála til Íslands. Þá gerði stjórnin það að ófrávíkjanlegu skilyrði að sett yrði inn í stjórn- arskrá Íslands ákvæði um að Ís- landsráðherra bæri mál upp við konung í ríkisráðinu. Þegar lands- höfðingi lýsti því yfir að hann teldi að Íslandsmál ættu ekki að heyra undir ríkisráðið var hann að vissu leyti að ráða land undan konungs- ríkinu Danmörku, þótt hann vildi auðvitað ekki ráða það undan konungi. Það hefur líklega verið afleiðing af þessum trúnaðarbresti milli stjórnar og landshöfðingja að stjórnin valdi ekki hann, heldur Valtý Guðmundsson háskólakenn- ara í Kaupmannahöfn, til að flytja Alþingi tilboð sitt um samkomulag í stjórnskipunarmálinu. Tilboðið átti að tryggja að ráðherra Íslands- mála yrði Íslendingur og hefði ekki önnur ráðuneyti en Íslands- ráðuneytið; aftur á móti átti hann að sitja í Kaupmannahöfn og flytja mál sín í ríkisráðinu eins og áður. Þetta var ógnun við íslenska emb- ættismannahópinn því að Valtýr var róttæklingur, á mælikvarða síns tíma, og pólitískur félagi Skúla Thoroddsen frá Hafnarárum þeirra. Líklega munaði aðeins hársbreidd að íhaldsstjórnin sem ríkti í Danmörku á síðasta fjórð- ungi 19. aldar stofnaði til gagn- gerra valdaskipta á Íslandi. En það varð ekki, því að lands- höfðingjaliðið tók höndum saman við róttæka sjálfstæðissinna í kröfu um að ráðherra Íslandsmála hefði aðsetur á Íslandi. Þeir mynd- uðu Heimastjórnarflokkinn sem leiddi heimastjórn til sigurs árið 1904. Sem landshöfðingi hafði Magnús Stephensen verið neydd- ur til að mæla með frumvarpi Val- týs, en eftir að komið var í ljós að heimastjórn væri í boði kom hann rækilega út úr skápnum sem heimastjórnarmaður. Hann bauð sig fram til Alþingis í Rangárvalla- sýslu árið 1903 og sat á þingi til 1907. Eftir það lifði hann í áratug. Síðustu embættis- höfðingjarnir Landshöfðingjastaðan var síð- asta staða æðsta manns á Íslandi sem var skipuð að embættishætti, af æðra stjórnvaldi, án tillits til vilja almennings. Arftakinn, ráð- herra Íslands, var þingræðislega háður Alþingi. Hann sat ekki í stjórnarráðinu lengur en þing- meirihluti vildi og sat aldrei lengi. Landshöfðingjarnir voru þannig síðustu fulltrúar gamla tímans, þó að þeir væru nýjung á Íslandi síns tíma. Í sögu Íslendinga mynda þeir hápunkt embættismanna- veldis sem hafði ríkt að miklu leyti yfir landinu um einar sex aldir. Heimildir: Gunnar Karlsson: Frá endurskoðun til valtýsku. Reykjavík, Menningarsjóður, 1972 (Sagnfræðirannsóknir I). Jón Guðnason: Skúli Thoroddsen I. Reykjavík, Heimskringla, 1968. Lovsamling for Island XXI. Kjöbenhavn, Andr. Fred. Höst & Sön, 1889. Saga Íslendinga IX:1. Tímabilið 1871– 1903. Landshöfðingjatímabilið. Samið hefir Magnús Jónsson. Reykjavík, Menntamálaráð og Þjóðvinafélag, 1957. Þorsteinn Thorarensen: Í fótspor feðr- anna. Myndir úr lífi og viðhorfum þeirra, sem voru uppi um aldamót. Reykjavík, Fjölvi, 1966. Landshöfðingjastaðan var síðasta staða æðsta manns á Íslandi sem var skipuð að embættishætti, af æðra stjórnvaldi, án tillits til vilja almennings. Magnús Stephensen mun hafa skapað sér óvild danskra stjórnvalda vegna þess að hann birtist eftir allt saman sem ís- lenskur þjóðernissinni með kjarnann af stefnu Jóns Sigurðssonar í hjarta sínu. höfðingjarnir Morgunblaðið/Ásdís Hús landshöfðingja | Magnús Stephensen lét reisa sér þetta íbúðarhús við Þingholtsstræti, sem síðan hefur gengið undir nafninu Landshöfðingjahúsið eða Næpan vegna lagsins á turninum. Höfundur er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. ’Landshöfðingja-staðan var síðasta staða æðsta manns á Íslandi sem var skipuð að embættishætti, af æðra stjórnvaldi, án tillits til vilja almennings.‘ ’ Magnús Stephensenmun hafa skapað sér óvild danskra stjórn- valda vegna þess að hann birtist eftir allt saman sem íslenskur þjóðernissinni með kjarnann af stefnu Jóns Sigurðssonar í hjarta sínu.‘ Á Alþingi | Úr sal sameinaðs Alþingis á síðasta ári landshöfðingjatímabilsins, 1903. Næst sést í Magnús Stephensen landshöfðingja, en hattur hans liggur á borðinu fyrir framan hann. Við hlið þingsveinsins, lengst til hægri á myndinni, er Hannes Hafstein, en hann varð ráðherra á Íslandi árið eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.