Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ að hefur lengi verið vitað að harðstjórn Stalíns í Sovétríkjun- um náði hámarki á ár- unum 1937/38, og sagnfræðingar hafa ekki farið í grafgötur um þá ríkisstýrðu grimmd sem milljónir manna urðu að bráð í landi sem svo margir vinstrisinnar á Vesturlöndum höfðu bundið vonir sínar við. Meðal fórnarlamba linnu- lausra réttarhalda og tilheyrandi aftökusveita voru þúsundir róttækl- inga, sem flúið höfðu fasisma heimafyrir og haldið mót dagsbrún hins nýja tíma í austri. Þýskir útlagar voru fjölmennir í Moskvu, og einn þeirra hefur af skiljanlegum ástæðum orðið Íslend- ingum mjög hugstæður, en það er Vera Hertzsch; handtöku hennar hafði Halldór Laxness lýst með áhrifamiklum hætti í Skáldatíma. Mörg þúsund þýskir kommúnistar deildu örlögum Veru. Skjalasöfnin sem opnuðust fræðimönnum eftir að Sovétríkin féllu á tíunda ára- tugnum hafa stórlega aukið vitn- eskju manna um afdrif þeirra; á allra síðustu árum hafa þau þó aftur orðið óaðgengilegri. Það er sem opnast hafi glufa um stund, og sá maður sem manna best hefur nýtt sér hana til að kortleggja sögu þýsku útlaganna er sagnfræðingur- inn Reinhard Müller, en frá rann- sóknum hans segir í þessari grein. Mannagildra í Moskvu Vera Hertzsch var fædd í Meiss- en í Þýskalandi 1904, en kom til Sovétríkjanna 1927 og gerðist í apr- íl 1936 starfsmaður á þýsku blaði sem gefið var út í Moskvu, Deutsche Zentral-Zeitung (DZZ). Vera giftist pólska gyðingnum og kommúnistanum Abram Rosen- blum 1927, en þau slitu líkast til samvistum 1935. Hún átti síðan í ástarsambandi við íslenskan náms- mann í Moskvu, Benjamín Eiríks- son, og eignaðist með honum dótt- ur, Eriku eða Erlu Solveigu, fædd 22. mars 1937. Vera var dæmd til fangavistar 9. september 1937, en í desember er vitað af henni í Moskvu, og líkast til var hún ekki endanlega handtekin fyrr en í lok mars 1938, einsog Halldór Laxness lýsir í endurminningabók sinni Skáldatíma, 1963. Vera Hertzsch lést úr hungri í Karaganda-vinnu- búðunum í Kazakhstan hinn 14. mars 1943; um afdrif dóttur hennar er ekki vitað. Á þessum árum var Jósef Stalín við völd í Sovétríkjunum og smá- herti tök sín á andstæðingum sínum allan fjórða áratuginn, með fangels- unum, aftökum, sýndarréttarhöld- um og útlegðardómum. Morðið á Sergej Kirov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins í Leningrad og náins samverkamanns Stalíns, hinn 1.12. 1934, er oft talið marka upphaf þriggja ára tímabils „hreinsana“ meðal fyrrum sam- herja Stalíns, enda óspart notað sem átylla af leynilögreglunni sem heyrði undir NKVD, innanríkis- ráðuneytið (og hlaut síðar nafnið KGB), við fangelsun raunverulegra og ímyndaðra samsærismanna. Lít- ill hluti hreinsananna fór fram fyrir opnum tjöldum, með þremur rétt- arhöldum yfir heimsþekktum for- ystumönnum sovéska kommúnista- flokksins og alþjóðasambands kommúnista og eru kölluð Moskvu- réttarhöldin. Þetta voru hrein og klár sýndarréttarhöld, þar sem ýmsum erlendum vinum Sovétríkj- anna var boðið að vera viðstaddir, svo þeir gætu síðar vitnað um rétt- mæti þeirra; þau fóru fram í ágúst 1936, janúar 1937 og loks í mars 1938, og var Halldór Laxness við- staddur hin síðastnefndu. Ofsóknir Stalínstjórnarinnar náðu hámarki á árunum 1937 og 38. Samkvæmt varfærnum tölum sem á undanförnum áratug hafa verið sóttar í opinber skjöl í rússneskum söfnum voru 681.692 manns dæmdir til dauða og skotnir í Sovétríkjunum bara á þessum tveimur árum. Á sama tíma var tvær og hálf milljón manna handtekin, og 1938 voru tæpar tvær milljónir manna komn- ar í fangabúðirnar sem kenndar eru við Gulag. Þetta mun vera varleg áætlun, og sumir sagnfræðingar, einsog Robert Conquest, ætla fórn- arlömb þessa tíma miklu fleiri. Handtökurnar komu í bylgjum í kjölfar sérstakra leynilegra fyrir- skipana sem undirritaðar voru af Ésov, innanríkisráðherra og yfir- manni NKVD. Flest mannslíf kost- aði fyrirskipun nr. 00477, um hand- töku kúlaka eða sjálfstæðra bænda, en einnig var sérstökum tilskipun- um beint gegn þjóðernisminnihlut- um í Sovetríkjunum. Þannig var NKVD-fyrirskipun nr. 00485 frá 8/8 1937 stefnt gegn Pólverjum sem taldir voru vinna gegn hagsmunum Sovétríkjanna, og giska sagnfræð- ingar á að um 140 þúsund manns hafi verið handteknir á grundvelli hennar, og þar af hafi 110 þúsund verið dæmdir til dauða. Ekki var pólskum kommúnistum hlíft: Þeir munu hafa verið um fimm þúsund í útlegð í Sovétríkjunum á þessum árum, en byrjað var að handtaka þá 1933, og 1938 höfðu þeir nánast allir verið teknir og skotnir, þar á meðal aðalritarinn J. Leszyinski. Hinn 25. júlí 1937 var gefin út tilskipun nr. 00439 sem skyldi einkum miða að því að hreinsa út grunsamlega þýska verkamenn í hergagnaiðnaði, en var fljótlega útvíkkuð til að ná líka til þýskra útlaga, Þjóðverja sem voru orðnir sovéskir ríkisborg- arar (einsog Veru Hertzsch), þýskumælandi minnihluta (svo- nefndra Volgu-Þjóðverja) og jafn- vel bara fólks sem bar þýskt hljóm- andi ættarnafn. Rússnesku mannréttindasamtökin Memorial telja að „þýsk“ fórnarlömb ofsókn- anna hafi alls orðið um 70 þúsund. Meðal þeirra voru mörg þúsund þýskra kommúnista, sem flúið höfðu til Moskvu eftir valdatöku Hitlers. Í mars 1938 var búið að taka tvo þriðju þessara róttæku út- laga höndum. Svo ekkert færi á milli mála var líka gefin út fyrir- skipun frá innanríkisráðherra hinn 15. ágúst 1937 sem beindist gegn fjölskyldumeðlimum þeirra sem handteknir höfðu verið og dæmdir samkvæmt eldri fyrirskipunum. Þetta er fyrirskipun nr. 00486 og hefst á orðunum: „Með viðtöku þessara fyrirmæla skuluð þér hefja þvingunaraðgerðir gegn konum föðurlandssvikara og meðlima skipulagðra njósna- og hryðju- verkahópa sem dæmdir hafa verið eftir 1. ágúst 1936 af herráði og her- rétti skv. fyrsta og öðrum flokki.“ Flokkarnir tveir eru annars vegar menn sem voru dæmdir til dauða og hins vegar menn sem voru dæmir til 5–10 ára fangabúðavistar. Þegar af- greiða þurfti svona mörg mál í einu voru stuttar greinargerðir um hvern sakborning settar saman í möppu og fylgdu með uppástungur NKVD-skrifstofunnar á staðnum hvort skjóta skyldi sakborninga eða senda í fangabúðir. Þessar möppur voru síðan sendar yfirmönnum NKVD og saksóknara til áritunar og staðfestingar eftir atvikum. Á grundvelli aðgerða gegn hópum af ákveðnu þjóðerni voru 353 þúsund manns handteknir frá sumrinu 1937 og fram á haust 1938, og þar af voru 247 þúsund manns skotnir. Dóm- taka máls Veru Hertzsch hinn 7. september 1937 var byggð á tilskip- un nr. 00486 og sömuleiðis fangels- isdómur hennar tveim dögum síðar; hún var „fjölskyldumeðlimur föður- landssvikara“, því maður hennar Abram Rosenblum hafði verið handtekinn sem „félagi í hryðju- verkahóp“ hinn 15. ágúst 1936 og dæmdur til dauða og skotinn 29. maí 1937. Hætt er við að ógnvekjandi tölur sem þessar snerti venjulegan nú- tímamann ámóta og upplýsingar um fórnarlömb hungursneyða í Afríku; okkur er ekki gefið að skilja söguna nema í þeirri mynd sem örlög ein- staklinga taka á sig. Það, ásamt tengingunni við Ísland, er eflaust ástæða þess hve afdrif Veru Hertzsch hafa orðið okkur Íslend- ingum hugleikin. Örlagasögur ein- staklinga gera óhugnaðinn áþreif- anlegan. Sagnfræðingurinn Reinhard Müller, sem starfar hjá Institut für Sozialforschung í Ham- borg, rekur fjölmargar slíkar sögur í bók sinni „Menschenfalle Mosk- au“, sem kom út fyrir þremur árum. Þar segir frá 70 útlögum, sem dæmdir voru fyrir að vera félagar í Þýskir útlagar sem voru dyggir stuðningsmenn kommúnismans voru fjöl- mennir í Moskvu á fjórða áratugnum. Þeir áttu þó margir eftir að sæta linnu- lausum yfirheyrslum, fang- elsisvistun og jafnvel aftök- um. Halldór Guðmundsson rifjar hér upp örlög Veru Hertzsch og samferðafólks hennar í Sovétríkjum Stalíns. Grafið eftir kolum í vetrarhörkunni. Fangar vinna á grjóti með handgerðum verkfærum. Ár grimmdarinnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.