Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 44
SKOÐUN 44 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISRÁÐHERRA Sif Friðleifsdóttir hefur lagt fram á Al- þingi lagafrumvarp um verndun Laxár og Mývatns. Í frumvarpi ráð- herrans er heimild sem opnar möguleika á því að hækka núver- andi stíflu í Laxá. Í gildi eru lög nr. 36/1974 um vernd Mývatns og Laxár. Lög þessi eru tilkomin sem nið- urstaða mestu og þekktustu deilu um náttúruvernd og nýt- ingu sem fram hefur farið á Íslandi. Lax- árdeilan vakti lands- athygli og raunar gætti áhrifa hennar út fyrir landsteinana þar sem fregnir voru sagð- ar af atburðunum í fjölmiðlum Evr- ópuþjóða. Í fræðilegri umræðu hefur Lax- árdeilan einnig verið talin á alþjóðavísu ein af birting- armyndum breyttra viðhorfa til nýt- ingar náttúru og umhverfis sem upp voru að vakna undir lok sjöunda áratugarins og fram á þann átt- unda. Lögin voru á sínum tíma eins konar griðasamningur og höfðu þá- verandi stjórnvöld mikinn sóma af þeim. Sáttargjörð sem ríkisstjórnin gerði við Landeigendafélag Laxár og Mývatns var innsigluð með lög- unum enda er skýrt tekið fram í samþykktum Landeigendafélagsins að stífluhækkun í Laxá sé óheimil. Sáttargjörðin og lögin voru því af sama meiði. Laxár- og Mývatnssvæðið er eitt af þremur svæðum sem íslensk stjórnvöld hafa tilnefnt sem RAMS- AR-svæði skv. alþjóðlegri samþykkt frá árinu 1971 um verndun votlend- issvæða heimsins. Aðildarlönd Ramsar-samþykktarinnar eru skuldbundin til að tilnefna al- þjóðlega mikilvæg votlendissvæði, friðlýsa þau, sjá um að þau njóti fullnægjandi verndar og gera vernd- aráætlun. Gerð vernd- aráætlunar hefur verið trössuð í 30 ár. Það virðist því liggja í aug- um uppi að fráleitt er að opna möguleika á stífluhækkun áður en slík áætlun er gerð. Verndaráætlun hlýtur að eiga að koma á und- an ákvörðun um fram- kvæmdir. Umhverfisráðherra Sif Friðleifsdóttir skipaði nefnd til að gera tillögu að breytingum á lög- unum eftir ábendingar um að end- urskoða þyrfti lögin, einkum það at- riði er sneri að friðun Skútustaðahrepps alls. Nefndin, sem skipuð var fulltrúum frá um- hverfisráðuneyti og helstu hags- munaaðilum í héraði, skilaði til- lögum sínum til ráðherra fyrir um það bil ári síðan og náðist mála- miðlun og víðtæk sátt um þær breytingar sem nefndin lagði til. Þannig stóðu málin þangað til í jan- úar 2004 að ráðherra bætti einhliða stífluhækkunarheimild sinni í frum- varpið í trássi við nefndarálitið. Í desember sl. kom starfsmaður umhverfisráðuneytisins að máli við formann Landeigendafélags Laxár og Mývatns til að bera undir hann viðbótartillögu frá umhverf- isráðherra, eins konar bráðabirgða- ákvæði til tíu ára sem heimilaði stíflu í Laxá að undangengnum ákveðnum skilyrðum. Stjórn Land- eigendafélagsins tók þunglega í þessa hugmynd og taldi sendimaður ráðherra að þá yrði ólíklegt að við- bótin yrði sett í lagatextann, stjórn- málamenn kærðu sig ekki um nýja Laxárdeilu. Var svo kyrrt um hríð. Það var svo í janúar sem um- hverfisráðherra, Sif Friðleifsdóttir, boðaði komu sína á fund stjórnar Landeigendafélags Laxár og Mý- vatns. Sá fundur var haldinn á Laxamýri, með í för var ráðuneyt- isstjóri hennar. Nú var erindið að tilkynna stjórn Landeigendafélags- ins að hún sem umhverfisráðherra ætlaði einhliða að setja þetta um- deilda viðbótarákvæði sitt inn í lagatextann, hvað sem tautaði og raulaði og senda frumvarpið til þinglegrar meðferðar. Strax í kjöl- farið sendi stjórn Landeigenda- félagsins ráðherranum og ráðuneyt- isstjóranum ályktun þar sem ákvæði ráðherra er harðlega mót- mælt. Allir stjórnarmenn sam- þykktu ályktunina. Enn lifðu menn í voninni um að umhverfisráðherrann drægi viðbótarákvæðið út úr laga- textanum svo hægt yrði að leggja frumvarpið fram í sátt, en ráð- herrann gaf sig ekki, ef til vill vegna þrýstings frá Landsvirkjun. Nú fór það að heyrast að annaðhvort færi frumvarpið fram í heild sinni eða af- greiðslu þess yrði frestað um óákveðinn tíma. Ekki hef ég trú á því að menn hér heimafyrir láti svona hótanir yfir sig ganga. Talsmenn Landsvirkjunar hafa ekki farið leynt með fyrirætlanir sínar að hækka stíflu í Laxá þrátt fyrir að lögin heimili það ekki, meira að segja kynntu þeir drög að matsáætlun um stífluhækkun í júlí síðastliðnum. Fjöldi einstaklinga og félagsamtaka sendi athugasemdir við þessar áætlanir og mönnum mátti vera ljóst að mikil andstaða var við hugmyndirnar. Heggur sá er hlífa skyldi! Eftir Halldór Valdimarsson ’Það kom mjög á óvartað umhverfisráðherra Íslands stæði fyrir því að rjúfa sátt sem skyn- samir stjórnmálamenn úr öllum flokkum stóðu að á sínum tíma.‘ Halldór Valdimarsson VÍFILSGATA 11 - OPIÐ HÚS Í DAG Nánari upplýsingar og myndir á www.Heimili.is sími 530 6500 Bogi Pétursson löggiltur fasteignasali Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Björt og falleg ca 50 fm 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í reisulegu húsi í Norðurmýrinni. Rúmgóð stofa og stórt svefnherbergi. Nýtt parket á gólfum. Þak, gluggar, gler og rafmagn endurnýjað. Áhv. ca 5,3 millj. Verð 9,3 millj. Gunnar tekur á móti fólki milli kl. 14 og 16 í dag. Verið velkomin. Við hjá fasteignasölunni fasteign.is höfum verið beðin að finna einbýli, rað- eða parhús í ofangreindum hverfum fyrir ákveðinn kaupanda. Verðhugmynd allt að 32 milljónir. Rúmur afhendingartími ef þess er óskað. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason sölumaður á fasteign.is í síma 5 900 800 eða 6 900 820. Íbúar Ártúnsholts, Árbæjar og Seláss athugið! SÍMI 5 900 800 Ólafur Finnbogason sölumaður B. ed. Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Lindarbraut 2 - 170 Seltjarnarnesi Opið hús milli kl. 15 og 16 í dag Góð 107 fm sérhæð ásamt bílskúr á fallegum útsýnis- stað við sjávarsíðuna á Sel- tjarnarnesi. Eignin er á 1. hæð, tvennar suðursvalir með glæsilegu útsýni. Mjög góð eign á vinsælum stað. Áhv. 5 millj. Verð 16,9 millj. Hildur sölufulltrúi Foldar verður á staðnum, sími 868 7643. Nafn á bjöllu er Gísli. Opið hús Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400  Fax 552 1405 www.fold.is  fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 HEFUR ÞÚ .........lengi leitað að einbýli á einni hæð á góðum stað sem er glæsilega hannað og býr yfir fallegum nútímalegum arkitektúr? Í Kjarrási 7, Garðabæ, höfum við þetta 207 fm hús til sölu og afhendingar strax, fullbúið að utan og tilbúið til innréttingar. Frekari upplýsingar veitir Brynjar Harðarson á skrifstofu Húsakaupa. Sími 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Jón Ellert Lárusson, lögg. fasteignasali Opið hús - Kjarrhólma 34 - LÆKKAÐ VERÐ Góð og vel skipulögð 4ra herbergja 90 fm íbúð á annarri hæð við Kjarrhólmann í Kópavogi. Íbúðin skiptist í hol með parketi á gólfi og skápum, teppa- lagða stofu með fallegu útsýni til Esjunnar, þrjú svefnherbergi og eru skápar í tveimur þeirra, eldhús með dúkaflísum á gólfi og viðarinnréttingu, búr með hillum, baðher- bergi með flísum á gólfi og baðkari og þvottaherbergi með innréttingu. Í kjallara hússins er stór sérgeymsla ásamt sameign. Áhv. 5,9 m. húsbréf. Verð 12,5 m. Andri mun sýna íbúðina áhugasömum milli kl. 14 og 16 í dag KJARRHÓLMI - LÆKKAÐ VERÐ - 4ra herb. Opið Hús - Hólmgarður 50 Mjög falleg tæplega 60 fm 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í fjórbýlishúsi við Hólmgarðinn í Reykjavík (hús byggt 1978). Íbúðin skiptist í parketlagt anddyri með skáp, bjarta park- etlagða stofu með útgangi út á stórar suð- ursvalir, tvö svefnherb. og er skápur í því stærra og baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum ásamt baðkari og innréttingu. Í kjallara hússins er mikil sameign. Þar er stórt þvottaherbergi með tveimur þvottavélum, leikherbergi, salerni, gufubaði og sturtu. Verð 11,2 m. Guðbjarni og Ragnheiður sýna íbúðina milli kl. 14 og 16 í dag. HÓLMGARÐUR - 3ja herb. Uppl. hjá ERON í síma 515 7440 og 894 8905 - eron@eron.is Giljaland 24 Endaraðhús – Opið hús í dag Til sölu ákaflega vandað endaraðhús á pöllum, u.þ.b. 190 fm, ásamt 22,9 fm bílskúr. Húsið er í góðu ástandi og er hægt að aka að því að of- anverðu. Stór og falleg stofa með mikilli lofthæð og suðursvölum. 3-4 svefnherbergi. Ágætar innréttingar. Lóðin snýr til suðurs. Eign í mjög góðu viðhaldi. Frábær staður. Verð 25,9 m. Kristbjörg og Per sýna eignina í dag frá kl. 14-16. Sími 699 2381.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.