Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 60

Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 60
60 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Toyota, ek. 41 þús. km. 11/2001, 5 d., 5 g., dökkblár, plussáklæði, allur samlitur, álfelgur, vara- dekkshlíf, skíðab., hiti í sætum, cd. Fallegur bíll. Uppl. 696 1001. Hilux DC SR5 bensín árg. '92, ekinn 170 þús. Lengdur, 47 cm á milli hjóla, 5,71 hlutf., nospin að aftan, gormar framan, loftpúðar að aftan, snorkel, flækjur og 2,1/2 tommu púst, 38 tommu dekk og 13 tommu krómfelgur, piee-kast- arar, cd, gps, tölvuborð. Verð 950 þ. Skipti á ód. S. 899 7548. Sjálfskiptingar Ertu búinn að skipta um olíu og síu í sjálfskipt- ingunni nýlega? Hvernig væri að skipta reglulega og forðst dýrar viðgerðir! Sími 590 2000 Hratt og örugglega frá Bandaríkjunum, tvisvar í viku Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Pajero '92, Patrol '92, Cherokee '89, Terrano'90 og Vitara '91-'97 Gabríel höggdeyfar, sætaáklæði, ökuljós, spindelkúlur, stýrisendar, vatnsdælur, gormar, handbremsu- barkar og drifliðshlífar. GS varahlutir, Bíldshöfða 14, sími 567 6744. Sími 590 2000 Rafgeymarnir komnir TOPPGÆÐI 33". 33x12.5x15" BFG grófmynstr- uð dekk, negld, ekin ca 4-5 þ. km. Einnig 10" spoke-felgur, 6 gata, til sölu. Upplýsingar í síma 891 8921. Ökukennsla Ökukennsla, endurhæfing, akstursmat og vistakstur. Upplýsingar í símum 892 1422 og 557 6722, Guðbrandur Bogason. Ökukennsla - Akstursmat. Kenni á Ford Mondeo, einstakir aksturs- eiginleikar. Akstursmat og aðstoð við endurveitingu ökuréttinda. Góður ökuskóli, 892 2860 og 586 1342. www.sveinningi.com Til sölu Honda Shadow 700, árg. '84, cruser, (hyppi), ek. 42.500 km. Flott hjól í mjög góðu ástandi. Verð 300 þús. Upplýsingar í s. 847 8803. Liebherr 63 K. Til sölu Liebherr 63 K krani m. þráðl. fjarstýringu. Árg. 1993. Hæð undir krók 23,1 m, bómulengd 43 m. Verð 4,8 m. kr. S. 544 4490/696 4496. Óska eftir hraðbáti með eða án mótors, einnig óskast slöngubát- ur (t.d. zodiac eða sambærilegt), einnig óskast flotbúningur. Uppl. í síma 845 4238. www.midlarinn.is leitar að net- aniðurleggjurum fyrir viðskiptav- ini, bæði 160 cm og 90 cm, 1 eða 2 rotorar. Skoðaðu á netinu. Upplýsingar í síma 892 0808. Tölvup. midlarinn@midlarinn.is Til sölu plast-trilla - undir 6 m. Plast-trilla undir 6 m. Ekki skrán- ingarskyld. 25 hö mótor. Gott hús og vel búin tækjum. Í góðu standi. Sími 895 2265. TOYOTA VVT-I ÁRG. 2001 11/00 Ek. 69 þús. Hagstætt áhv. lán, 22 þús. á mán. Tilboð kr. 1.190 þús. Uppl. í síma 555 3957 eða 896 9571. Til sölu, ef viðunandi tilboð fæst, Patrol SE árg. '98, ek. 17 þ. Breyttur á 38", lækkuð hlutföll, læstur framan og aftan, tölvu- kubbur, spilbitar+rafm.tengi fram- an og aftan. Tilboð sendist á brl2@itn.is eða uppl. í síma 456 2055 eftir kl. 19, Jóhann. Til sölu VW Caravella, 10 manna, mikið ekinn, útlitið eftir því. Tilboð. Uppl. í síma 897 7983. Til sölu Opel Corsa árg. '00 Skoðaður '05. Verð 650 þús. Út- borgun um 200 þús., 14 þús. á mán. í bílalán. Góður bíll á góðu verði. Sími 698 8548. Peugeot dísel húsbíll, árg. '90, Mk. 135 þús. Svefnpláss fyrir 5. Toppbox, hjólagrind. Bíll m. öllu. Ísskápur, miðstöð, heitt og kalt vatn og salerni. Upplýsingar í síma 892 2866. Opel Corsa árg. 1999. 1.4 bein- skiptur. Ek. 30 þús. 2 eig. Verð 790 þús. Staðgreiðslutilboð 650 þ. Áhv. 400 þús. Afb. 16.500 á mán. Til sölu hjá bill.is sími 577 3777. Mercedes Benz SLK 230 Com- pressor, ek. 70 þ. km. Góð kaup. Árg. '99. Leður, sjálfsk. Listav. 2.990 þ. Staðgreiðslutilboð 2.590 þ., áhv. 2.070 þ., afb. 51 þ. www.bilasalan.is, s. 533 4000. Jeep Grand Cherokee Overland ek. 48 þ. km. Listaverð 5,2 millj. Tilboð 4,5 millj. Sími 825 3030. INNFLUTNINGUR USA. Bílar, vélar, sjálfsk. Verðd. Grand Lar- edo árg. 2000 verð 1,7 millj. Árg. 2004 verð 3,5 millj. Heiðarlegur og vanur innflytjandi (líklega ódyrastur á markaðnum). Heimas. centrum.is/bilaplan en upplýsing- ar í síma 896 5120. Óska eftir japönskum fólksbíl ekki eldri en árg. '93, má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma 845 4238. Á FJÓRÐA hundrað manns taka þátt í Bridshátíð, Icelandair Open, sem hófst á Hótel Loftleiðum á föstudagskvöld. Það var Ellert B. Schram forseti ÍSÍ sem setti mótið og sagði fyrstu sögnina fyrir Christo Drumev, einn af búlgösku landsliðsmönnunum sem spila á mótinu. Keppendurnir eru annars víðs vegar að, m.a. frá Indlandi, Norðurlöndunum og Bret- landi. Í tvímenningnum spila yfir 130 pör en á morgun hefst sveitakeppni og eykst þá enn þátttakendafjöldinn en búast má við 70-80 sveitum eða yfir 300 manns.. Mótinu lýkur síðdegis á mánudag. Morgunblaðið/Sverrir Árleg Bridshátíð um helgina  Guðbjörg Vilhjálmsdóttir varði doktorsritgerð í náms- og starfs- ráðgjafarfræðum við University of Hertfordshire, Englandi, hinn 9. febrúar sl. Rit- gerðin heitir: „Social group differences in oc- cupational con- ceptualisations: Its relationship to career decision making and the relevance of ca- reers education.“ Ritgerðin skiptist í tvær rann- sóknir, sú fyrri um félagsleg áhrif á hugmyndir 15–16 ára unglinga um störf í íslensku samfélagi og sú síð- ari um það hvernig unnt er að hafa áhrif á hugsun um störf og fleiri þætti í náms- og starfsfræðslu. Hugmyndir fólks um störf er mæld með því að skoða tiltekinn fjölda starfsheita og meta hvað fólk telur að einkenni störfin. Notaðar voru tvær ólíkar mælingaraðferðir, önnur úr félagsfræði og hin úr sál- fræði, til að styrkja niðurstöðurnar. Ríkjandi skoðun í sálfræði og fé- lagsfræði hefur verið að allir sjái störf nokkurn veginn eins fyrir sér. Niðurstaða rannsóknar Guðbjargar er sú að greinilegur félagslegur munur er á því hvernig unglingar hugsa um störf eða skynja þau. Þessi félagslegi munur er greindur út frá hefðbundnum félagslegum breytum (stétt, kyn, búseta) en einnig út frá habitus hugtaki franska félagsfræðingins Pierre Bo- urdieu. Síðari rannsóknin fjallar um áhrif náms- og starfsfræðslu á starfs- hugsun, ákvarðanastíl, náms- og starfsval í framtíðinni og fleiri breytur. Tvær aðferðir voru bornar saman, þ.e. hefðbundna aðferðin sem byggir á starfskynningum og aðferð sem byggir á uppgötvunar- efninu: Margt er um að velja. Báðar aðferðir skiluðu framförum í mörg- um mikilvægum þáttum, en upp- götvunaraðferðin skilaði framförum í skipulagningu hugsunar um störf. Úrtakið í fyrri rannsókninni voru tæplega 1000 nemendur í 26 grunn- skólum og í þeirri síðari um 300 nemendur í 16 grunnskólum. Guðbjörg er lektor í námsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands og hefur veitt námi í náms- ráðgjöf forstöðu frá árinu 1991. Hún er fædd 14. desember 1956, er dóttir Vilhjálms Árnasonar lög- fræðings og Sigríðar Ingimars- dóttur fyrrv. ritstjóra. Guðbjörg er gift dr. Torfa H. Tulinius prófessor og eiga þau tvö börn. Doktor í náms- og starfsráðgjafarfræðum AUSTURBAKKI hf. og Ríkiskaup gerðu nýverið með sér rammasamn- inga fyrir heilbrigðisstofnanir. Samningarnir eru tveir, annars veg- ar fyrir hanska og hins vegar fyrir seymi og hefti. Hanskarnir sem um ræðir eru skurðstofuhanskar frá Biogel og skoðunarhanskar frá Sempermed. Seymið og heftin sem um ræðir eru frá Ethicon, Johnson & Johnson. Samningar þessir gilda til tveggja ára og upphæð þeirra nemur um 70-90 milljónum á árs- grundvelli. Austurbakki hf. eykur þar með markaðshlutdeild sína á þessu sviði. Á myndinni eru Júlíus S. Ólafsson forstjóri Ríkiskaupa, Ingibjörg Ey- þórsdóttir hjúkrunarfræðingur og sölufulltrúi Austurbakka og Lind- sey McDonald fulltrúi Ethicon, Johnson og Johnson. Nýr samningur fyrir heilbrigðisstofnanir FLUTNINGAR af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins voru óvenju litlir árið 2003, og hafa þeir ekki verið minni frá árinu 1980, að því er fram kemur í vefriti fjármála- ráðuneytisins. Á árinu 2003 fluttust 559 fleiri til höfuðborgarsvæðisins en frá því. Að mati ráðuneytisins hljóta þessar breytingar fyrr eða síðar að hafa áhrif á eftirspurn eftir íbúðarhús- næði, sem getur verið viðkvæm fyrir tiltölulega litlum breytingum á að- stæðum. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar reyndust 480 fleiri en brottfluttir, sem er nokkuð minna en var í kring- um aldamótin. Nokkuð hefur dregið úr brottflutningi á íslenskum ríkis- borgurum miðað við árið 2002 og fluttust 613 fleiri íslenskir ríkisborg- arar frá landinu en til þess. Færri flytja á mölina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.