Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Hannes ÁgústHjartarson fæddist á Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi hinn 8. júní 1924. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjörtur Líndal Hjartarson, f. 18. apríl 1899, d. 12. nóvember 1978, og kona hans Sigríður Einarsdóttir, f. 21. júlí 1896, d. 26. ágúst 1991. Systkini Hann- esar eru: Magnes Signý, f. 1922, d. 1970; Einar Bjarni, f. 1926, d. 2000; Þorsteinn f. 1928; Sigríður Þor- gerður, f. 1930; Þórey, f. 1932, d.1996; Jón, f. 1934; og Áslaug, f. 1938. barnabörn. 4) Heiðrún, f. 3. febr- úar 1958. Maki hennar er Ingólfur Hafsteinsson. Þau eignuðust þrjú börn og eru tvö þeirra á lífi. 5) Þorgerður Hanna, f. 9. júlí 1959. Maki hennar er Egill Másson. Þau eiga tvö börn og Þorgerður Hanna á eina dóttur frá fyrra hjónabandi. 6) Guðni, f. 8. ágúst 1963. Maki hans er Lilja L. Aðalsteinsdóttir. Þau eiga þrjú börn. Hannes og Þorgerður hófu bú- skap á Jaðarsbraut 13 á Akranesi. Bjuggu þau þar í nokkur ár og fluttust síðan að Höfðabraut 16 þar sem þau bjuggu í 40 ár. Síðast áttu þau heimili saman að Vestur- götu 109, en Hannes dvaldi síðustu tvö ár ævi sinnar á Sjúkrahúsi Akraness. Hannes vann margvísleg störf, lengst af hjá Akraneskaupstað. Hann var virkur í ýmiss konar fé- lagsstarfi, bæði hjá Hestamanna- félaginu Dreyra og í Stúkunni Ak- urblóm. Útför Hannesar verður gerð frá Akraneskirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 14. Hannes kvæntist 29. maí 1948 Þorgerði Bergsdóttur, f. 24. maí 1924. Foreldrar Þorgerðar voru Berg- ur Á. Arnbjörnsson, f. 17. ágúst 1901, d. 5. janúar 1993, og Sara Ólafsdóttir, f. 24. mars 1902, d. 18. des- ember 1986. Börn Hannesar og Þorgerð- ar eru: 1) Smári, f. 22. nóvember 1948. Maki hans er Gunnhildur Júlía Júlíusdóttir og eiga þau eina dóttur. 2) Ólöf, f. 15. mars 1952. Maki hennar er Sævar Benediktsson. Ólöf á tvö börn og fjögur barna- börn. 3) Haukur, f. 17. mars 1953. Maki hans er Sigríður Svavars- dóttir. Þau eiga þrjú börn og tvö Elsku pabbi minn. Alla tíð hefur líf þitt snúist um að gera sem mest úr litlu. Þinn auður var ekki verald- legur. Það var annað sem átti hug þinn. Barnahópurinn var stór og í okkar uppvexti unnuð þið mamma saman í að láta hlutina ganga upp. Þið gáfuð okkur allt sem skipti máli, mikla ást og umhyggju. Pabbi, þú varst einstaklega hjartahlýr og góð- ur og við börnin þín áttum í þér góð- an vin. Barnabörnum þínum varstu heimsins besti afi. Allar þær ynd- islegu stundir sem við áttum með þér verða okkur nú dýrmætar minn- ingar. Og ættarmótin þegar þú og systk- inin hittust með fjölskyldur ykkar. Þar sé ég þig fyrir mér syngja hátt og hlæja mikið. Þú áttir góðan hóp vina sem þú ferðaðist með í fjölmörg sumur. Þið mamma fóruð brosandi af stað í þessar ferðir og komuð eins heim aftur. Þú varst mikill dýravin- ur og þar voru hestarnir í efsta sæti. Það er svo óteljandi margt sem um huga minn fer, ég er þess viss að allt það veistu, pabbi minn. Síðustu tvö árin hrakaði heilsu þinni og þá voruð þið mamma nýflutt í fallegu íbúðina ykkar á Vesturgötu 109, þar sem foreldrar þínir bjuggu á sínum tíma. Það var ekki auðvelt þegar þú þurftir að fara á sjúkrahús og dvelja þar, en allir reyndu sitt til að létta þér lífið. Og þar var mamma eins og ævinlega langbest. Við munum nú gera allt til að létta henni lífið í sorg- inni. Þú barðist í lokin eins og þú hafðir svo oft þurft að gera í lífinu, en svo varstu tilbúinn að kveðja okk- ur. Þú renndir augum yfir hópinn þinn eins og til að segja okkur að ferðalagið væri að hefjast. Á nýjum stað taka margir ástvinir þér opnum örmum. Ég mun alltaf sakna þín með fullan hug af þakklæti fyrir að hafa átt þig að. Ég veit að nú líður þér vel og þjáningum þínum er lok- ið. Elsku mamma mín, ég bið Guð að vaka yfir þér og okkur öllum. Starfsfólki E-deildar Sjúkrahúss Akraness sem annaðist pabba sendi ég ástarþakkir fyrir að létta honum síðustu ævisporin. Guð blessi ykkar störf, þið eruð sannkallaðir englar. Elsku pabbi minn, megi Guð gæta þín. Sofðu rótt. Takk fyrir allt og allt. Þín Ólöf. Tengdafaðir minn, Hannes Ágúst Hjartarson, skildi við þennan heim á sama hátt og hann lifði, umvafinn hlýju og ást konu sinnar og barna. Þessi örláti, stolti, upplýsti verka- maður velktist aldrei í vafa um hver raunveruleg auðæfi þessa heims væru: fyrir honum voru það fjöl- skyldan og vinir. Honum fannst hann sérlega ríkur maður og þreytt- ist ekki á að benda öðrum á það. Ég kynntist Hannesi fyrir rúmum 20 árum. Hannes átti gott bókasafn og hafði mikið dálæti á ljóðum. Ég minnist góðra stunda er við ræddum um ljóð og ljóðskáld, kosti og galla og óvæntar tengingar milli hinna sömu. Hannes hafði frá mörgu að segja þegar kom að ævi þjóðskálda jafnt sem góðskálda. Hann fylgdist vel með þjóðmálum og enn betur bæjarmálum á Akra- nesi. Hann var örlátur þjóðernis- sinni í jákvæðum skilningi orðsins, ferðaðist mikið um Ísland, en aldrei til annarra landa. Maðurinn var rauður sósíalisti, fyrrum mikill hestamaður, góðtemplari, bók- menntaunnandi og hrókur alls fagn- aðar í fjölskylduboðum, síhlæjandi og oftlega á fjórum fótum, í leik við yngstu gestina. Ég sé Hannes fyrir mér á frið- sælum stað, það er sjávarniður í fjarska. Hann unir sér í félagsskap með gengnum vinum og ættingjum og brýtur ótal bréfbáta sem hann fleytir inn í eilífðina til fundar við okkur sem enn lifum. Elsku Hannes, frá mér og minni fjölskyldu, takk fyrir allt og allt. Egill Másson. Elsku afi minn. Með þessum fal- lega sálmi langar mig að kveðja þig og þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir við megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Þú varst heimsins besti afi og allt sem barn getur óskað sér að eiga. Allar stundirnar sem þú eyddir í að spila við okkur barnabörnin, ganga með okkur Langasandinn og tína steina, þær eru ómetanlegar í minn- ingunni. Þú varst alltaf svo góður við okkur öll og ræktaðir fjölskyldu þína af einstakri alúð. Nú hefur þú loksins fengið hvíld- ina. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér á nýjum stað og þar mun- um við hittast aftur síðar, elsku afi minn. Ég bið Guð að blessa elsku ömmu og okkur öll í okkar sorg. Við pöss- um ömmu fyrir þig. Hvíl í friði, elsku afi minn. Sofðu rótt. Þín afastelpa, Erla. Það var mikið happ þegar þau hjón Hannes og Þorgerður gengu til liðs við okkur í stúkunni Akurblóm. Þau voru strax tilbúin að taka til hendi og vera virk í félagsstarfinu. Hannes varð fljótlega ritari og skrif- aði fundargerðir sem vöktu athygli fyrir nákvæmni og skemmtilegan stíl. Sama má segja um allar ferða- sögurnar, bæði í stúkuferðalögunum og sumarferðum ferðafélagsins Áfanga. Hann var alltaf reiðubúinn að leggja hönd á plóg þegar eftir var leitað. Þetta viljum við þakka og minnast. Það er geymt í huga okkar og gleymist ekki. Það var hans hamingja að eiga góða fjölskyldu, konu og börn, sem studdu hann í erfiðu veikindastríði. Við sendum öllum ástvinunum inni- legar samúðarkveðjur. Fyrir hönd þessara fáu eftirlif- andi stúkufélaga. Helga Helgadóttir. Þriðjudaginn 9. marz, er kvaddur frá Akraneskirkju fyrrum tengda- faðir minn Hannes Á. Hjartarson. Hann var myndarlegur, lífsglaður, léttur á fæti og sérstakur á sinn hátt. Hann var maður tilfinninga. Hann gat verið snöggur til svars, snúið upp á sig sem oftar var gert í gamni en alvöru, því missætti manna í millum var honum ekki að skapi. Hann var fordómalaus. Hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var það sem mestu máli skiptir, heiðarlegur, bæði gagnvart sjálfum sér og öðr- um. Lestur bóka var eitt af áhugamál- um Hannesar, hann hafði af honum mikla ánægju, var víðlesinn og minnugur á það sem hann las. Hann tók bókina að öllu jöfnu fram yfir sjónvarpið, sagði hana innihaldsrík- ari. Hannes hafði gaman af útivist og ferðalögum. Hann var mörg ár, ásamt eiginkonu sinni, í ferðahópi sem nefnist Áfangar. Sá hópur hefur farið um Ísland þvert og endilangt, oftar en einu sinni. Það leyndi sér aldrei þegar heim var komið úr þessum ferðum og ferðasagan rifjuð upp, hversu skemmtilegar þær voru og honum mikils virði. Hannes taldi sig ekki þurfa að ferðast til annarra landa, þau lönd hefðu ekkert það fram að færa sem Ísland hefði ekki. Mér er minnisstætt úr þeim, því miður allt of fáu dagsferðum, sem við fórum saman hversu næmt auga hann hafði fyrir landslagi og lífríki náttúrunnar og hvað hann var víða kunnugur staðháttum. Hann var skemmtilegur ferðafélagi. Hannes hafði fleiri áhugamál. Hann var virkur þátttakandi í því fé- lagsstarfi sem hann gaf sig að. Sam- neyti við annað fólk færði honum bæði gleði og ánægju. Hannes þurfti, eins og títt var um fólk af hans kynslóð, að fara ungur að árum að vinna fyrir sér. Hann fór á vertíðir suður með sjó, var í vega- vinnu ásamt fleiri tilfallandi störf- um. Hefur lífsbaráttan oft á tíðum verið allhörð en aldrei heyrði ég hann tala um að sig hefði skort nokkurn hlut. Hannes tók virkan þátt í baráttu verkalýðsins við að leggja grunninn að því öryggisneti samfélagsins sem við búum við í dag. Hefur sú barátta eflaust átt ríkan þátt í að móta pólitískar skoð- anir hans en hann fylgdi alltaf vinstri væng stjórnmálanna. Þótt hann tæki þátt í umræðum og hefði ákveðnar skoðanir reyndi hann aldr- ei að þröngva þeim upp á aðra. Hann lagði ríka áherslu á það að menn mynduðu sér sínar eigin skoð- anir, væru trúir sannfæringu sinni eins og hann var sjálfur. Fjölskyldan stóð alltaf næst hjarta Hannesar. Í hvert skipti sem hann eignaðist afabarn eða langafa- barn var eins og um fyrsta barn væri að ræða, slík var hrifningin og stoltið. Hann sagði að sinn auður fælist í fjölskyldunni, ekki í pening- um eða öðrum dauðum hlutum. Hann var gæfumaður í sínu einkalífi og um það var hann vel meðvitaður. Fyrir eiginkonu sinni Þorgerði Bergsdóttur, eða Stellu eins og hún er ávallt nefnd, bar Hannes mikla virðingu. Hún var hans stoð og stytta í gegum árin og ekki síst nú hin seinni ár eftir að heilsu hans tók að hraka. Á heimili þeirra mætir þér ávallt hlýja og einlægni. Það er ekki hægt að lýsa sóma- manni eins og Hannesi Á. Hjartar- syni í stuttri minningargrein sem þessari. Það var mér lærdómsríkt að kynnast honum. Að leiðarlokum vil ég þakka Hannesi fölskvalausa vin- áttu í minn garð alla tíð. Kæra Stella. Missir þinn er mest- ur, en þú tókst á við hann með æðru- leysi og umburðarlyndi sem þér er svo tamt þegar eitthvað bjátar á. Þú ert ávallt kletturinn í hafinu. Ég votta þér og fjölskyldu þinni allri samúð mína í sorginni við fráfall ást- vinar og bið Hinn hæsta höfuðsmið að vaka yfir vegferð ykkar. Karl Alfreðsson. Genginn er góðvinur, Hannes Ágúst Hjartarson, eftir langvarandi sjúkdómsstríð. Leiðir okkar Hann- esar lágu saman á vegum góðtempl- arareglunnar, en hann var einn af máttarstólpum stúkunnar Akurblóm á Akranesi, gegndi þar um árabil ritarastörfum af mikilli árvekni og með glæsibrag. Einnig átti hann um skeið sæti í áfengisvarnarnefnd Akraness og víðar kom hann við sögu á vettvangi félagsmála og lagði jafnan heils hugar fram liðsemd sína þar sem hann sá þess þörf. Hann var heiðursfélagi í Stórstúku Íslands. Hannes hafði mikinn áhuga á þjóðlegum fróðleik, ættfræði og sagnfræði og ljóðavinur var hann mikill. Það var unun að ræða við hann um hugðarefni hans. Þar var ekki komið að tómum kofum. Hann var einn þessara sjálfmenntuðu manna, sem hafði aflað sér staðgóðr- ar og ótrúlega víðtækrar þekkingar í skóla lífsins. Það var gott að eiga samleið með honum og auðvelt að gleyma sér við þá þekkingarbrunna, sem hann jós svo ótæpt af á góðum samverustundum. Hann var líka svo einstaklega skemmtilegur, ljúflynd- ur og viðmótsþýður, að návist hans ein var mannbætandi. Ég minnist míns kæra vinar með einlægri hjartans þökk fyrir góð kynni, drengskap og vinarhug frá fyrstu kynnum til leiðarloka. Sér- stakar þakkir flyt ég frá góðtempl- arareglunni fyrir störf hans að bind- indismálum. Þar eigum við nú traustum og heilsteyptum bróður á bak að sjá. Eiginkonu Hannesar, Þorgerði Bergsdóttur, börnum þeirra og öðr- um ástvinum sendi ég einlægar sam- úðarkveðjur. Oft minntist Hannes á sitt mikla barnalán og sagði það mestu lífsgæfu sína. Guð blessi ást- vinahópinn allan og leiði hann á gæfuvegum héðan í frá sem hingað til. Björn Jónsson. Minn gamli vinur, Hannes Hjart- arson, er til grafar borinn í dag. Þegar ég kynntist honum fyrir meira en þrjátíu árum fannst mér að við værum jafnaldrar, þó að væri hann þá tvöfalt eldri en ég. Við löð- uðumst strax hvor að öðrum, mér fannst hann skemmtilegur, hlýr og róttækur í skoðunum. Fyrir mér var hann hinn sanni verkamaður, vel að sér, baráttuglaður og alltaf tilbúinn að leggja á ráðin um hvað kæmi al- þýðunnni best. Margar myndir líða um hugann þegar góðs vinar og félaga er minnst. Ég minnist þess að einn horfinn sumardag fyrir löngu vorum við í Skaftafelli ásamt öðru góðu fólki. Ákveðið var að ganga um fjöll og fara saman. En þegar við Hannes litum yfir hópinn laust sömu hugsun niður í huga okkar beggja. Við tók- um okkur því fljótlega út úr hópnum og runnum á fjallið, hann léttfær eins og vindurinn, þó að kominn væri af sprækasta skeiði. Við fórum geyst, en stoppuðum af og til til að bergja á vatninu úr lækjum og lind- um og til að kasta mæðinni. Við fór- um vítt um fjalllendið, létum við okkur muna um að hlaupa fram að jökli, stóðum lengi og virtum fyrir okkur hið tröllslega jöklalandslag og undruðumst þau meginöfl er móta landið. Við veltum okkur í lyng- breiðum, lásum blóm og heyrðum á kvak fugla. Þess á milli rifjuðum við upp erindi og stef sem skáldin hafa ort landinu okkar. Við þuldum líka kersknisvísur og fórum með skens- sögur um menn og málefni. Sólin skein í heiði, veröldin var björt, hlý og góðleg og við vorum hamingju- samir. Þegar ég leit í augu hans sá ég ást hans á landinu skína úr þeim, þetta væri landið okkar beggja og við ættum saman að njóta þess, verja það og vernda. Hann lék við hvern sinn fingur og gleðin var sönn, einlæg og djúp. Að leiðarlokum skal Hannesi þökkuð samfylgd sem aldrei bar skugga á. Hann var góður félagi, alltaf samkvæmur sjálfum sér og fór aldrei í launkofa með skoðanir sínar og viðhorf. Það er hollt að fyrirhitta slíka menn snemma á lífsvegi sínum og reyna að læra af þeim. Fjölskyldu og öðrum ástvinum Hannesar votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Sveinn Kristinsson. HANNES ÁGÚST HJARTARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.