Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 48
Í DAG 48 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. sími. 867 7251. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulíns- málun. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 bað, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sund, kl. 15 boccia. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðsla, kl. 10 samverustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 13, spilað. Framtalsaðstoð verður veitt hinn 15. mars, skráning í s. 553 6040. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa 9–16.30, leikfimi kl. 10–11, verslunarferð í Bónus kl. 12.40, bóka- bíllinn á staðnum kl. 14.15–15. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Kópavogi. Opið hús kl. 14 í Gjábakka laugard. 13. mars. Söngur, hljóð- færaleikur o.fl. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Hlað- hömrum. Kl. 13–16 föndur, spil og bók- bandsnámskeið, kl. 16– 17 leikfimi og jóga. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Opnað kl. 9, frjáls prjónastund, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13, saumur og billjard 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13, alkort kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 létt ganga, kl. 13 boccia, mánudaginn 15. mars er veitt aðstoð frá Skattstofunni við gerð skattframtala skráning í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- línsmálun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.05 og 9.55 leik- fimi, kl. 9. 15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, kl. 13 bridskennsla. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 mynd- list, línudans og hárgreiðsla. kl. 15 línu- dans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaað- gerðir virka daga, hár- snyrting þriðju- til föstudags. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11. 45 enska, 13– 16 spilað og bútasaumur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leik- fimi, kl. 13 handmennt, og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13– 16 keramik, taumálun, almennt föndur, kl. 15 bókabíllinn. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Félag eldri borgara í Gjábakka. Brids kl. 19 í kvöld. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði kl. 20, Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19.30 Uno. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, opið hús í kvöld kl. 20.30 í Álfa- bakka 14a, gömlu dans- arnir. Sinawik í Reykjavík. Hátíðarfundur vegna 35 ára afmælis Sinawik í Reykjavík haldinn í Sunnusal Hótel Sögu og hefst með fordrykk kl. 19.30. Í dag er þriðjudagur 9. mars, 69. dagur ársins 2004, Riddaradagur. Orð dagsins: Hver sem ekki tek- ur sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. (Mt. 10, 38)     Ásgerður Ragnars-dóttir fjallar um breytingar á stjórnar- skránni á vefritinu Tík- inni. „Það er sýnilega verulegur galli að menn geti ekki lesið stjórn- arskrána, æðstu réttar- heimild íslensks réttar, og fengið rétta mynd af því hvernig stjórnarfari hér á landi er háttað. Til dæmis er lítið sem ekk- ert fjallað um ríkis- stjórnina í stjórnar- skránni. Aðeins er fjallað um svokallaða ráðherra- fundi þar sem ríkis- stjórnin kemur saman en ekki er kveðið nánar á um hlutverk þeirra. Staða og vald ríkis- stjórnarinnar samkvæmt stjórnarskránni er því að einhverju leyti óljóst. Þá er þingræðisreglan ekki tilgreind berum orðum í stjórnarskránni, en þó svo að um venjuhelgaða reglu sé að ræða gæti verið æskilegt að festa hana í sessi. Jafnframt má benda á að ákvæði stjórnarskrárinnar um dómsvaldið eru mjög fá- tækleg og er t.d. ekki minnst á æðsta dómstól okkar, Hæstarétt, í stjórnarskránni.     Í ljósi þessa ber aðfagna því að Davíð Oddsson forsætisráð- herra skuli nú hafa lýst sig reiðubúinn til sam- starfs við formenn ann- arra stjórnmálaflokka um að hefja endur- skoðun á I. og II. kafla stjórnarskrárinnar. Með- al þeirra hugmynda sem forsætisráðherra hefur viðrað er að ákvæði um hlutverk forsetans við stjórnarmyndanir gæti átt heima í stjórnarskrá. Hér er raunar um að ræða eina starf forsetans þar sem ekki er gert ráð fyrir atbeina ráðherra, en ekki er minnst á það í stjórnarskránni. Að vísu má einnig deila um hvort forsetinn þurfi atbeina ráðherra til að beita synjunarvaldi sínu við setningu nýrra laga í skilningi 26. gr. stjórn- arskrárinnar. Forsætis- ráðherra telur þetta geta tengst því að þing- ræðisreglan yrði fest í sessi sem og t.d. skil- yrðin í hvaða tilvikum sé hægt að mynda utan- þingsstjórn. Þá hefur hann nefnt að til greina komi að árétta með ber- um orðum þá skipun að ráðherrar fari með æðsta framkvæmdavald, hver á sínu sviði. Þar á meðal að ráðherrar fari með völd forseta og tengja það ábyrgð þeirra í stjórnarframkvæmd- um.“     Ásgerður bendir á aðekki sé hlaupið að því að breyta stjórnar- skránni, enda þurfi tvö þing að samþykkja breytingarnar, auk þess sem búast megi við að ýmis efnisatriði verði umdeild. „Hvað sem því líður verður stjórnar- skráin vonandi sem fyrst færð í nútímalegra horf þannig að hún endur- spegli í raun stjórnarfar hér á landi.“ STAKSTEINAR Þarft að breyta stjórnarskránni Víkverji skrifar... Víkverji elskar göngutúra í vor-veðrinu, þrátt fyrir að undan- farna daga hafi leiðinlegt samsæri bleytu og götótts skótaus gert hon- um lífið leitt. Það er eitthvað við ilm- inn af moldinni sem lifnar undan snjónum sem vekur gleði í hjarta Víkverja og lætur hann sprikla um eins og kálf að vori. Þó fylgir gjarn- an sá böggull skammrifi að hörfandi snjórinn afhjúpar subbuskap með- bræðra og systra Víkverja. Eins og svo margir Íslendingar er Víkverji óttalegur sveitalubbi, alinn upp úti á landi í sveitinni og ólst upp við vorilminn og hreint loftið í daln- um. Það er því ekki að undra að hann reki í rogastans þegar blasa við slík reiðinnar býsn af pappír, plasti, tómum flöskum, fernum og umbúð- um að það hreinlega hylur heilu gangstéttirnar. Víkverji veit ekki hvað fólki gengur til þegar það fleygir samlokubréfum og nammi- pokum á jörðina eftir að það hefur innbyrt innihaldið. Hann var meira að segja á gangi í götunni sinni þeg- ar hann mætti fullorðnum manni sem fleygði fálætislega samloku- plasti í jörðina án þess að blikka augum. Víkverji vissi ekki hvað hann átti að segja og þagði bara, sökum langalinnar sveitakurteisi sinnar. Maðurinn hélt sína leið og Víkverji sat eftir með bullandi reiði út í spill- ingu umhverfisins. Hann hugsaði þó að maðurinn væri örugglega orðinn svo fullsaddur af ruslafötuleysi í Hlíðunum að hann hefði hreinlega ekki velt þessu fyrir sér. Samt eru ruslatunnur við hvert hús, sem Vík- verji er vanur að stelast til að nýta sér þegar hann gengur með notaðar umbúðir um hverfið. Nokkru seinna var Víkverji stadd- ur á Ingólfstorgi, þar sem börn voru að leik og borðuðu einhvers konar íspinna. Þau köstuðu étnum íspinn- anum í jörðina réttum þremur metr- um frá næstu ruslafötu og þá var Víkverja nóg boðið. Hann safnaði kjarki, labbaði að ruslinu á götunni, tók það upp og henti því í ruslafötu og sagði við krakkana: „Sjáiði, er þetta erfitt? Haldið þið kannski að þið ofreynið ykkur við að henda rusl- inu í þartilgerðar ruslafötur í ein- ungis þriggja metra fjarlægð?“ Vík- verji var glaður að hafa loksins gert athugasemd við þetta atferli, en þeg- ar hann leit í augu barnanna sá hann ekkert nema fálætislega fyrirlitn- ingu á þessum gamla fýlukalli sem nöldraði og kveinaði í þeim. Víkverja líður ofboðslega illa þeg- ar hann horfir á ruslið á götunum og gangstéttunum. Þegar hann gengur um miðbæinn um helgar og sér fólk þramma um göturnar, brjótandi glös og bjórflöskur verður hann líka mjög svekktur. Það hryggir Vík- verja að sjá þessa umgengni, því hún ber því vitni hvernig fólk vill ganga um heiminn sinn almennt. Og þetta er ekki fallegur vitnisburður. Morgunblaðið/RAX Hvers vegna gerir fólk svona? Lengi getur vont versnað HERRA borgarstjóri. Ég vona að þú komir vel undan vetri en það gerum við aftur á móti ekki sem þurfum að bíða í skýli sem hvorki heldur vatni eða vindi. Á ég þar við biðskýli staðsett á Laugavegi 178. Eftir margra ára baráttu varð árangurinn þessi. Hálft skýli, í orðsins fyllstu merkingu, sem hvorki eru bekkir í né fullnægjandi upplýsingar um ferðir vagnanna. Lengi getur vont versnað. Ég hélt að borgaryfirvöld vildu hvetja fólk til að nota sér almenningsvagna en ég verð að segja að þetta getur ekki verið hvetjandi heldur þvert á móti letjandi. Ég vona að borgaryfirvöld sjái sér fært að lagfæra þetta sem fyrst áður en meiri skaði er skeður. Því t.d. hef ég þurft að senda föt í hreinsun vegna regn- skvettna sem yfir mann flæða í umræddu skýli. Þetta getur orðið ansi dýrt spaug ef rignir mikið, nema því aðeins að fatahreinsun sé frádráttarbær til skatts. Um allan bæ eru skýli sem aldrei kemur fólk í og það mætti brúka þau hér þar sem oft er mikið af fólki en kannski er kenningin: fleira fólk – minna skýli (skrifli). Það er kannski mín eina von að bíða eftir næstu borgarstjórnarkosn- ingum því þetta er algjört framtaksleysi og virðingar- leysi við notendur. 230626-4059. Of mikill hávaði MIG langaði að koma orð- sendingu til forráðamanna skemmtistaðarins Nasa. Ég var þar laugardaginn 28. febrúar og það var því- líkur hávaði þar inni. Mjög góð hljómsveit spilaði en allt of mikill hávaði. Hávað- inn er þvílíkur að maður er búinn að vera með höfuð- verk alla vikuna á eftir. Finnst að forsvarsmenn staðarins ættu að taka þetta til athugunar. Málfríður Vilbergsdóttir. Tapað/fundið Veit einhver um myndavélina? MYNDAVÉL af gerðinni Sony, keypt í BT, tapaðist á Barnaspítala Hringsins í febrúar. Myndavélin var jólagjöf ungrar 16 ára stúlku og var hún nýbúin að kaupa sér kort í vélina. Margar myndir voru í vél- inni, sem er mikill missir fyrir hana. Ef einhver veit hvar vélin er niðurkomin, vinsamlegast hafið sam- band í síma 866-6375 eða 695-6140. Armband tapaðist GULLARMBAND tapað- ist síðastliðið haust á Akur- eyri. Armbandið er með þremur hengjum á; hjarta, fótbolta og skeifu. Arm- bandið var gjöf og er eig- andanum afar kært. Skilvís finnandi er vinsamlega beð- inn að hafa samband í síma 897-9707. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 glymur, 4 hlýðinn, 7 ójafnan, 8 erfið, 9 fel, 11 klöpp, 13 múli, 14 frillan, 15 gæslumann, 17 skyld, 20 blóm, 22 bolmagnið, 23 lofar, 24 aflaga, 25 mergðin. LÓÐRÉTT 1 hroki, 2 ófrægir, 3 jað- ar, 4 raspur, 5 vænan, 6 úrkomu, 10 vermir, 12 skap, 13 bókstafur, 15 dirfist, 16 óheilbrigt, 18 greinar, 19 líffærið, 20 elska, 21 ófús. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 löðrungur, 8 fælum, 9 goggs, 10 mær, 11 sötra, 13 afræð, 15 flesk, 18 strák, 21 átt, 22 niðji, 22 annar, 24 linnulaus. Lóðrétt: 2 örlát, 3 remma, 4 negra, 5 uggur, 6 ofns, 7 ósið, 12 rós, 14 fet, 15 fáni, 16 eyðni, 17 Káinn, 18 stagl, 19 runnu, 20 korg. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.