Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 41 ✝ Hjördís Gunn-arsdóttir fæddist að Hrafnagili í Lax- árdal í Skagafirði 4. ágúst 1919. Hún lést á lyflækningadeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 2. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Gunnar Guðmunds- son, f. á Hóli í Skaga- firði 27. júní 1898, d. 30. júlí 1976 og Guð- rún Jónsdóttir, f. í Bakkakoti í Vestur- dal í Skagafirði 28. september 1883, d. 11. júlí 1973. Systkini Hjördísar sammæðra eru: Sigurjón Sveinsson, f. 13. júní 1908, Helga Guðrún Sveinsdóttir, f. 29. apríl 1911, d. ungbarn, ber 1916. Foreldrar hans voru Sig- mar Þorleifsson, f. að Hrauni í Unadal í Skagafirði 15. október 1890 og Kristjana S. Guðmunds- dóttir, f. í Svínavallakoti í Unadal í Skagafirði 14. september 1888. Börn þeirra Hjördísar og Finn- boga eru: 1) Birgir kennari og eig- andi Súfistans, f. 18. september 1948, kvæntur Hrafnhildi Blomst- erberg kórstjóra, f. 22. október 1956. Börn þeirra eru a) Valgerð- ur líffræðingur, f. 6. september 1976, sambýlismaður Davíð Smári Jóhannsson flugstjóri, f. 7. janúar 1976, og b) Hjördís, f. 20. janúar 1982. 2) Lilja María kennari, f. 15. júní 1952, gift Árna Baldurssyni flugumferðarstjóra, f. 9. ágúst 1960. Börn þeirra eru Elva, f. 5. júní 1985 og Finnbogi, f. 14. des- ember 1988. Hjördís og Finnbogi bjuggu alla sína tíð að Garðavegi 15 í Hafn- arfirði. Útför Hjördísar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hjálmar Sveinsson, f. 14. janúar 1913, Helga Guðrún Sveinsdóttir, f. 3. júní 1914, d. 12. júlí 2002, Jónas Björnsson, f. 14. jan- úar 1924, Hilmar Björnsson, f. 31. jan- úar 1926, d. 7. apríl 1996, Sigurður Björnsson, f. 3. ágúst 1927, d. 4. febrúar 1993 og Guðrún Björnsdóttir, f. 23. mars 1929. Systkini Hjördísar samfeðra eru: Helgi Guðmund- ur, f. 2. desember 1921 og Árni, f. 9. september 1936. Hjördís giftist 12. janúar 1946 eftirlifandi eiginmanni sínum, Finnboga Sigmarssyni, f. 31. októ- Hjördís móðursystir mín var uppáhaldsfrænka mín. Það var mik- ill samgangur á milli heimila okkar og á ég góðar minningar um sam- verustundirnar. Það var alltaf spennandi að fá að fara í heimsókn á Garðaveginn, hvað þá að að gista sem ég fékk æði oft. Seinna var það svo stolt stelpa sem gat farið ein með strætó frá Garðahreppi til Sjónar- hóls og labbað þaðan niður á Garða- veg. Og ekki sakaði að Hjördís átti alltaf til brúntertu! Meðan ég stundaði nám í Reykja- vík átti ég mér herbergi hjá Hjördísi og Finnboga, og það var komið fram við mig eins og ég væri „litla systir“ Lilju og Bigga. Þar sem Hjördís var hláturmild og hress kona var oft glatt á hjalla hjá okkur á Garðaveg- inum. Þá var helst setið upp á borð- um í eldhúsinu og margt spjallað. Alltaf gátum við fengið Hjördísi til að hlæja. Ekkert var eins skemmti- legt og að segja henni einhverja „krassandi“ sögu og heyra hana svo hlæja hjartanlega og „jesúsa“ sig af hneykslun inn á milli. Hjördís elskaði að spila vist og ár- um saman var það besta skemmtun hennar, Boggu, Sillu og mömmu. Það var ótrúlegt hvað þær skemmtu sér vel, hlátrasköllin heyrðust langt að, fyrir utan að það var náttúrulega barið í borðið til að leggja áherslu á „sögnina“, ekki síst þegar „al- slemma“ var á ferðinni. Henni fannst einnig mjög gaman að dansa og fylgdist alltaf vel með okkur Lilju dansa „jive“ heima í stofu með til- þrifum svo ég tala nú ekki um „læra- dansinn“ fræga sem hún grenjaði af hlátri yfir. Kynni mín af Hjördísi hafa alltaf verið góð og ánægjuleg og þeim gleymi ég aldrei. Hún var alltaf fín, hávaxin og grönn og hélt reisn sinni þrátt fyrir erfið veikindi árum saman. Ég kveð frænku mína með þakklæti, virðingu og miklum hlýhug. Elsku Finnbogi, Birgir, Lilja og fjölskyldur, ég færi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jensína Waage. Ör var lundin, örlát höndin úrræði jafnan stóðu’ á verði hægri vissi’ ei haukaströndin hvað sú vinstri stundum gerði, sem fjöður lipur léttu geði lífgaðirðu upp þín heimakynni fór þar saman festa og gleði fagnaðarbót var að návist þinni. (Fornólfur.) Hjördís móðir æskuvinkonu minn- ar Lilju hefur kvatt þetta líf. Mér er þakklæti, innilegt þakklæti efst í huga allt frá fyrstu kynnum til síð- asta dags. Hjördís var af þeirri kynslóð sem varð algjörlega að treysta á mátt sinn og megin í lífinu, fór barnung að vinna fyrir sér að hætti þess tíma. Þá reyndi á það veganesti sem hún hafði hlotið, mikla glöggskyggni, umburð- arlyndi, heiðarleika og heilbrigt gild- ismat fólgið í andúð á hræsni og yf- irborðsmennsku. Þessir eiginleikar mótuðu alla tíð allt hennar umhverfi. Heimili hennar og Finnboga stóð að Garðavegi 15 í Hafnarfirði. Í hug- um okkar vina barna hennar Birgis og Lilju, var Garðavegurinn fé- lagsmiðstöð okkar á unglingsárun- um. Við vinkonurnar hittumst þar áð- ur en farið var út að skemmta sér, höfðum okkur til með aðstoð Hjör- dísar sem hjálpaði til við hár- greiðslu, festa tölur, gera við saumsprettur, færði okkur mat og drykk og hrósaði okkur stöðugt á meðan á þessum mikilvæga undir- búningi stóð. Þar voru líka haldnar ófáar veisl- urnar þar sem var sungið, spilað og dansað. Hjördís og Finnbogi tóku þátt í gleðskapnum með okkur sem vinir okkar og félagar án nokkurra for- dóma. Þarna var ekki til kynslóðabil. Oft á tíðum var heill skari af vinum Lilju sem og handboltalið FH enda Birgir landskunnur markmaður liðs- ins um langt skeið. Allir voru vel- komnir og rúm fyrir alla hvenær sem var. „Til góðs vinar liggja gagnvegir“ og var ég nánast daglegur gestur á Garðaveginum öll mín unglingsár. Hvergi var brúntertan betri sem og kanilsnúðarnir og annað bakkelsi. Þegar síðar úthöfin skildu að um tíma sendi hún með Lilju minni tertu, kanilsnúða og líka pönnuköku- pönnuna. Hjördís hafði konungshjarta og var höfðingi í lund. Það stóð bæði af henni „gustur geðs og gerðarþokki“. Hún mátti ekkert aumt sjá, var ein- staklega gjafmild og hreinskiptin í öllum samskiptum. Hún lá ekki á skoðunum sínum enda bráðgreind, minnug og glögg á menn og málefni. Það var fróðlegt að hlusta á hana segja frá uppvaxtarár- um sínum í Skagafirði, kynlegum kvistum og skemmtilegum uppá- komum. Rík kímnigáfan var aldrei langt undan sem og hennar hnyttnu tilsvör. Allar stundir með Hjördísi voru gleðistundir. Alltaf reyndist Hjördís mér sami góði, heilsteypti vinurinn. Mér mætti alla tíð sama ástúðin, hlýjan, góðvildin og einstök umhyggja fyrir mér og mínum. Hvað er mikilvægara en vinátta sem hvorki mölur né ryð fær grandað? Nú er komið að kveðjustund og mitt er að þakka fyrir kærleiksríka samfylgd. Elsku Finnbogi minn, Lilja, Birg- ir og fjölskyldur. Þakklæti og virð- ing hvílir yfir minningu Hjördísar. Lilja Hilmarsdóttir. HJÖRDÍS GUNNARSDÓTTIR Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, HALLA HERSIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Miðtúni 3, Reykjavík sem andaðist þriðjudaginn 2. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 11. mars kl. 13.30. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á Grund fyrir hlýju og umhyggju. Ágústa Edda Sigurjónsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Selma Abasy, Ómar Sigurjónsson, Sveinn Sigurjónsson Andri Örvar Jónasson, Eirný Halla Ingadóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, FRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, sem lést þriðjudaginn 24. febrúar sl. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahlynning- ar og lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Gunnar B. Jóhannsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Kristjánsson, Karólína Gunnarsdóttir, Gísli Sigurður Gíslason, Sædís Gunnarsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Hrönn Haraldsdóttir, Gunnar Björn Ólafsson, Már Gíslason, Gunnar Breki Gíslason, Una Haraldsdóttir, Eik Haraldsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför hjartkærs bróður okkar, RAGNARS JÓNS JÓNSSONAR, Miðtúni 14, Tálknafirði. Halldóra Jónsdóttir, Ólafur Bárður Jónsson, Kristín Jónsdóttir. Lokað verður í dag, þriðjudaginn 9. mars frá kl. 13, vegna útfarar RÖGNVALDAR SIGURJÓNSSONAR, píanóleikara og fyrrum kennara við Tónlistarskólann í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík, Skipholti 33, 105 Reykjavík. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍANA ÁRNADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður til heimilis á Kleppsvegi 76, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 10. mars kl. 13.30. Guðrún Eygló Magnúsdóttir, Hafliði Jónsson, Bergþór Magnússon, Helga Hákonardóttir, Auðunn Sigurjónsson, Ingveldur Jóna Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför systur minnar, SVANDÍSAR ELIMUNDARDÓTTUR frá Dvergasteini, Hellissandi. Sérstakar þakkir til Bryndísar og Helga hjá heimahlynningu, starfsólks DAS, Reykjavík og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Fyrir hönd ættingja, Hallbjörn Elimundarson. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs fósturföður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA GUNNARSSONAR vélstjóra, Framnesvegi 63, Reykjavík. Oddný Aldís Óskarsdóttir, Guðný Marta Óskarsdóttir, Hannes Jónsson, barnabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR TRYGGVASON, Sæbóli, Dalvík, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 6. mars, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 16. mars kl. 13.30. Þuríður María Hauksdóttir, Sigurgeir Söebech, Gunnlaug Jóhannesína Hauksdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Stella Bára Hauksdóttir, Gunnar Gunnarsson, Hjördís Sigurbjörg Hauksdóttir, Pálmi Björnsson, Bryndís Anna Hauksdóttir, Stefán Georgsson, Sigurjóna Hauksdóttir, Ólafur Georgsson, Kristín Elsa Hauksdóttir, Coloníal W. Robinson, Hallfríður Jóna Hauksdóttir, Haraldur Gunnþórsson, Hafliði Jón Hauksson, Pálína Hauksdóttir, Billi Ronald Lee, Þórir Magnús Hauksson, Þórunn K. Sigurðardóttir, afa- og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.