Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á ÍSLANDI er 90% fiskveiði- heimilda utan höfuðborgarsvæð- isins. Á sama tíma eru um 90% op- inberra starfa tengd sjávarútvegi sett niður þar sem um 10% kvótans eru vistuð. Væri ekki skynsamlegra með heildarhagsmuni landsins í huga að skipa þessu með öðrum hætti? Akureyringar eru mjög stoltir af sjávar- útvegi sínum og full- yrða má að Eyja- fjörður sé eitt af öflugustu sjáv- arútvegssvæðum við Norður-Atlantshaf. Því hlýtur að vera íhugunarefni sú stað- reynd að einungis 4% opinberra starfa í þessari atvinnugrein skuli vera vistuð hér þegar 90% eru í Reykjavík. Hvers vegna hefur ekki byggst upp í þessu umhverfi at- vinnuveganna sá þáttur í rekstri ríkisins sem hefur með höndum rannsóknir og eftirlit með starfsemi þeirra? Hvers vegna hefur sam- félagið ekki nýtt þau tækifæri sem gefast í þessum efnum til þess að byggja upp öflugt rannsókna- samfélag á grunni öflugs sjávar- útvegs og annarrar matvælafram- leiðslu? Uppruni starfs – samhengi hlutanna Ég tel að hægt sé að læra mikið af Norðmönnum varðandi eflingu til- tekinna byggðakjarna. Bergen er annar fjölmennasti bær Noregs. Bærinn og svæðið umhverfis er þekkt fyrir öflugan sjávarútveg og fiskeldi. Hafrannsóknastofnun og Fiskistofa Noregs eru með höf- uðstöðvar í bænum og þar er öflugur háskóli með framúrskarandi deildir og rannsóknir í þessum greinum. Sama má segja um Tromsö í Noregi en Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins þeirra Norðmanna er staðsett þar og ekki að ástæðu- lausu, bærinn er annar öflugasti útgerðar og fiskeldisstaður Nor- egs. Loks vil ég nefa Álasund, vinabæ Ak- ureyrar í Noregi, en þangað flutti norska ríkið landhelg- isgæslu sína og hefur jafnframt fal- ið henni veiðieftirlit Norðmanna úti á sjó. Það eitt væri íhugunarefni fyrir íslensk stjórnvöld hvort ekki væri rétt að styrkja starfsemi land- helgisgæslu okkar með þeim sama hætti að fela henni fleiri verkefni. Með því að byggja upp opinbera starfsemi, rannsóknir og eftirlit á þenn- an hátt hafa Norðmenn náð að skapa öfluga sjávarútvegs- kjarna á heims- vísu þar sem nýsköpun og þróun í grein- inni og stoð- greinum er hvað örust í veröldinni. Ríkissjóður hefur á und- anförnum árum dregið úr þátttöku sinni í samkeppnisrekstri og unnið m.a. þannig að því að jafna stöðu fyrirtækja á markaði. Þetta er á margan hátt ánægjuleg og eðlileg þróun. Fróðlegt er að greina þátt ríkisins á vinnumarkaði landsins og bera saman ,,samkeppnisstöðu“ Eyjafjarðarsvæðisins og höf- uðborgarsvæðisins í þessum efnum. Ef litið er á rannsóknastofnanir atvinnuveganna og aðrar stofnanir á vegum ríkisins, sem tengjast rannsóknum og þjónustu við at- vinnurekstur landsmanna kemur í ljós að um 92% starfanna eru á höf- uðborgarsvæðinu þar sem um 62% landsmanna búa. Á Akureyri og í Eyjafirði eru um 4% þessara starfa, þar sem tæplega 8% landsmanna búa samkvæmt nýrri samanburð- arskýrslu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE). Í þessu sam- hengi er eðlilegt að spurt sé um skynsemi þess að því sem næst all- ar rannsóknir, eftirlit og þróun- arstarf á vegum ríkisvaldsins bygg- ist upp á einum stað á landinu, í stað þess að þessi ,,nauðsynlegu“ störf fyrir þjóðarhag verði til sem næst uppruna sínum og í tengslum við þá „kjarnastarfsemi“ sem þar þrífst. Ég er þess fullviss að uppbygg- ing rannsóknastofnana á Akureyri er þjóðhagslega hagkvæmur kostur og vel framkvæmanlegur ef vilji er til þess að leysa úr læðingi nýja krafta tengda undirstöðuatvinnu- greinum landsbyggðarinnar. Er þetta skynsamlegt? Kristján Þór Júlíusson skrifar um opinber störf tengd sjávarútvegi Kristján Þór Júlíusson ’Því hlýtur að veraíhugunarefni sú stað- reynd að einungis 4% opinberra starfa í þess- ari atvinnugrein skuli vera vistuð hér þegar 90% eru í Reykjavík. ‘ Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. ÞAÐ hefur eðlilega valdið miklu fjaðrafoki í þjóðfélaginu að DV skuli hafa fengið í sínar hendur orðrétta yfirheyrslu í líkfund- armálinu svokallaða. Það er alvar- legt mál að svo viðkvæm gögn skuli hafa borist fjölmiðli í heild sinni og vekur það margar spurn- ingar um rétt- arvörslukerfi okkar. Stór orð hafa verið höfð uppi um málið, því líkt við aðför að réttarríkinu og fjöl- miðillinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að birta yf- irheyrsluna í heild sinni. Fréttastjóri DV lýsti því yfir í sjón- varpsþætti daginn sem yfirheyrslan var birt að blaðið myndi ekki greina frá því hver hefði afhent þeim yf- irheyrsluna, trúnaður þeirra við heimildarmenn sína héldi út yfir gröf og dauða. Heimildavernd grundvallarregla Vernd trúnaðarsambands á milli fjölmiðils og heimildarmanna hans er gríðarlega mikilvæg og nauð- synleg forsenda þess að fjölmiðlar geti starfað eðlilega og án íhlut- unar, hvort sem er af hálfu stjórn- valda eða annarra áhrifamikilla afla í samfélaginu. Þetta samband þarf að njóta skýrrar verndar og það þarf að vera ljóst hvenær sú vernd er fyrir hendi og hvenær ekki. Því miður hefur þetta ekki verið skýrt samkvæmt íslenskum rétti hingað til og gætt hefur nokk- urrar óvissu um raunverulega vernd þessa sambands. Mat þar um hefur oltið alfarið á dómstólum og skýrar reglur hefur skort í lög um það hvenær megi rjúfa þessa vernd og skylda blaðamann til að gefa upp heimildarmenn sína. Ég hef þess vegna ásamt fleiri þingmönn- um Samfylkingarinnar lagt fram frumvarp á Alþingi sem er ætlað að treysta þessa vernd og skýra það hvenær frá henni megi víkja. Það er fróðlegt að skoða þær tillögur í ljósi þess máls sem nú hefur komið upp vegna birtingar DV á yfirheyrslunni í líkfundarmálinu. Frávik heimiluð í ákveðnum tilvikum Fyrir það fyrsta gerir frumvarp okkar ráð fyrir þeirri almennu reglu að starfs- mönnum fjölmiðla sé ekki skylt að bera vitni um hver sé heimild- armaður eða höfundur að riti, grein, frásögn, tilkynningu eða öðru efni hafi heimild- armaður óskað nafnleyndar. Sú mikilvæga undantekning er gerð að ef vitnisburðar er krafist í dómsmáli vegna afbrots sem ætla má að muni varða þyngri refsingu en fjögurra ára fangelsi eða vegna brots á þagnarskyldu í opinberu starfi megi skylda starfsmanninn til að greina frá heimild sinni fyrir dómi. Þetta má þó aðeins gera ef vitnisburður er nauðsynlegur fyrir rannsókn máls og hagsmunir af því að upplýsa málið vegi ótvírætt þyngra en hagsmunir almennings af því að fá umræddar upplýsingar í hendur. Dómara er síðan ætlað að meta hvort þessi tilteknu skilyrði séu fyrir hendi. En leiðbeiningin væri að minnsta kosti til staðar ef þetta frumvarp yrði að lögum, fjöl- miðlunum og dómaranum til halds og trausts. Ef um er að ræða brot á þagnarskyldu, (þ.e. að opinber starfsmaður lekur upplýsingum sem hann kemst á snoðir um í starfi sínu) upplýsingarnar eru gefnar í þágu almannaheilla og rík- ir hagsmunir hafa verið í húfi, gerir tillagan ráð fyrir því að starfs- manninum verði ekki refsað þrátt fyrir að um þagnarskyldubrot hafi verið að ræða. Almannahagsmunir að leiðarljósi? Það er ljóst að hugtakið „almanna- hagsmunir“ kemur víða við sögu í svona málum. Fyrir það fyrsta þarf sá sem ákveður að koma slíkum upplýsingum á framfæri að meta það hvort upplýsingarnar eigi brýnt erindi til almennings eða varði ríka hagsmuni. Í öðru lagi þarf fjölmiðill sem fær í hendur mikilvægar upplýsingar, að meta það hvort almannahagsmunir krefjist þess að þær séu birtar yf- irleitt, eða hvort þær séu birtar í heild eða unnið upp úr þeim. Þann- ig gæti verið rökrétt hjá fjölmiðli að taka þá ákvörðun að birta hluta slíkra upplýsinga en annað ekki. Samkvæmt siðareglum Blaða- Í þágu almanna- hagsmuna? Bryndís Hlöðversdóttir skrifar um heimildavernd Bryndís Hlöðversdóttir VIÐ FLYTJUM.. . Afgreiðsla heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins verður lokuð föstudaginn 26. mars og mánudaginn 29. mars nk. vegna flutnings ráðuneytisins frá Laugavegi 116 að Vegmúla 3 Beðist er velvirðingar á tímabundnum óþægindum sem lokunin kann að valda en hægt er að koma erindum á framfæri við ráðuneytið á póstfanginu: postur@htr.stjr.is Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.